Dagblaðið - 19.05.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 19.05.1978, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978. HilmarÞórarinsson (A-lista): Lokun helztu atvinnufyrir- tækja vofir yfir Pólitikin hefur ekki riðið hér húsum í bæjarmálum nema þá rétt ívrir kusn- ingar, segir Hilmar Þörarinsson, efsti maður á lista Aiþýðullokksins. Að hverju verður stefnt á næsta kjör- tímabili? Það er fyrst og t'rcmst að tryggja lekjustofna bæjarfélagsins. Eins og útlitið er núna hér á Suðurnesjum i sjávarútveginum. sjáum við frant á lok- un helztu atvinnufyrirtækjanna. Þvi verður bæjarstjórnin að beita sér l'yrir því af alefli að þau fái nauðsynlega fyrir- greiðslu. Því aðeins að fyrirtækin gangi og geti skapað atvinnu eru tekjustofn- arnir tryggðir. Af því sem inn kemur til bæjarins fara um það bil tveir þriðju hltttar í lögboðin framlög. Sá þriðjungur sem eftir er er til reiðu til nýframkvæmda. Nýlokið er að leggja hér hilaveitu og ganga verður frá varanlegu gatnakerfi, undjrbúa ný ibúðahverfi og Ijúka við gerðiþróttahússins. Ella þarf enn frekar samstarf sveitar- lélaganna hér á Suðurnesjum. Sameigin- legur rekstur þeirra á brunavörnum. heilsugæzlu, elliheimili, hitaveitu og fleiru, hefur gefið mjög góða raun. Nú er bygging sorpeyðingarstöðvar efst á baugi i samstarfsmálunum. Hér i Njarðvík hefur pólitíkin ekki riðið húsum i bæjarmálum nema þá rétt fyrir kosningar. Þeir sem i sveitarstjórn hafa setið, í það minnsta þessi þrjú kjör- timabil sem ég hef verið þar, hafa veré samhentir um að vinna byggðarlaginu sem bezt. Eina kosningaloforðið sem ég get gefið er að starfa af heilindum fyrir Njarðvík og Njarðvíkinga framvegis eins oghingað til. - ÓG Aldrei meiri framkvæmdir en síðasta kjörtímabil atvinnulífinu vofir yfir Njarðvíkingar eru almennt sammála um að sjaldan hafi verið meira fram- kvæmt af hálfu sveitarfélagsins en á sið- asta kjörtímabili. Þar sem annars staðar eru menn auðvitað ekki algjörlega sam- mála um röðun framkvæmda en flokka- pólitíkin á landsvisu setur litinn svip á bæjarmálin nema þá rétt fyrir kosning- ar. Sjálfir telja Njarðvikingar sig eiga framtíðina fyrir sér með nægt land til að byggja á ibúðarhús og byggingar fyrir atvinnureksturinn. Þeir telja kaupstaðinn vel i sveit sett- an fyrir iðnfyrirtæki sem hyggja á út- flutning vegna nálægðar góðrar hafnar og flugvallarins á Miðnesheiði. Helzta vandamálið, sem fyrirsjáanlegt er, er á sviði atvinnumála. Stöðugt minnkandi afli fiskiskipaflotans af Suð- urnesjum á hinum hefðbundnu miðum veldur áhyggjum og hefur þegar sett mark sitt á afkomu útgerðarfyrirtækj- anna og fiskverkunarinnar, sem er únd- irstaða atvinnulífsins í Njarðvík auk starfa á Keflavíkurflugvelli. —ÓG. ÁkiGranz (D-listi): Kosningaloforðin öll efnd á miðju kjörtímabilinu — traustur grunnurundirframtíðaruppbyggingu bæjarins „Sjálfstæðismenn i Njarðvik fara mjög bjartsýnir til kosninga. Segja má að aldrei hafi framkvæmdir verið jafn miklar á einu kjörtimabili í sögu sveitar- félagsins og á þvi sem nú er að renna sitt skeið," sagði Áki Granz málarameistari, fyrsti maður á lisla sjálfstæðismanna i Njarðvík. „Á miðju kjörtimabilinu var búið að standa við öll kosningaloforðin. Aðstaða grunnskólans var stórbætt, sex nýjar kennslustofur teknar I notkun ásamt skólaeldhúsi, kennaraaðstaða stækkuð og nýtt bókasafn opnað i nýbygging- unni. Einnig má nefna að stofnaður var tónlistarskóli og voru nemendur hans 94 í vetur og kennarar fimm auk skóla stjóra. Á kjörtimabilinu var stofnaður lista- og menningarsjóður ásamt íbúða- lánasjóði. Gert hefur verið stórátak i skipulags- málum. Hjallahverfi og Fitjar eru nú i uppbyggingu. Gengið hefur verið frá heildarskipulagi fyrir Innri-Njarðvik. Þar er meðal annars gert ráð fyrir ibúða- hverfi með nýstárlegu sniði ásamt svæði fyrir iðngarða. Vatnsveita kaupstaðarins var stór- bætt og átak var gert í lagningu varan- legsslitlags. Njarðvikingar hafa ávallt sýnt iþróttamálum sóma enda ræðst fram- tiðin af heilbrigðri æsku. Nýbúið er að bjóða út 30 milljón króna verk til við- byggingar iþróttahúsinu. Eitt mesta hagsmunamál Njarðvík- inga komst í höfn á kjörtimabilinu. Með samningum við landeigendur hefur skapazt traustur grunnur undir fram- tiðaruppbyggingu bæjarins. Um siðustu áramót voru 114 íbúðarhús í byggingu auk 14 iðnaðarbygginga. Hitaveitan hefur verið baráttumál sjálfstæðismanna um langa hríð og er hún nú komin i flest hús í Ytri-Njarðvík og lokið mun verða við lagningu hennar í Innri-Njarðvík næsta haust. Vegna þess brennidepils sem sjávarút- vegur og fiskvinnsla er i hér á Suðurnesj- um verður að geta þess að hafnargarður- inn i Landshöfninni var lengdur um 150 metra, sem hlýtur að vera sjávarútvegin- um til góða. Bæjarfélagið hefur og mun leggjar fram alla krafta sína til að sá vandi sem vofir yfir í atvinnumálum megi leysast á farsælan hátt. Mun þar verða haft samráð við stjórnvöld og hagsmunaaðila i atvinnugreinunum. Ég veit að Njarðvíkingar hvar i flokki sem þeir standa kunna að meta þá fram- sýni og einhug sem einkenm hefur stjórn Njarðvíkur síðasta kjörtímabil og munu því áfram kjósa samhenta sjálf- stæðismenn til forustu " - ÓG Framkvæmdir hafa aldrei verið jafn- miklar í Njarðvík og á siðasta kjörtíma- bili, segir Áki Gránz málarameistari, fyrsti maður á lista sjálfstæðismanna. Ólafur í. Hannesson (B-lista): NJARÐVÍK KJÖRINN STAÐUR FYRIR ÚTFLUTNINGSIÐNAÐ — stjórnendur sjóðabáknsins verða að vakna af þyrnirósarsvefni sínum „Þeir málaflokkar sem ég lel brýnasta hérna í Njarðvik þessa stundina eru at- vinnu-, æskulýðs og umhverfismál,” sagði Ólafur I. Hannesson fulltrúi lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli og fyrsti maður á lista Framsóknarflokks- ins i Njarðvik. „Njarðvík byggir afkomu sína fyrst og fremst á sjávarútvegi og þjónustu við hann, svo og staríseminni á flugvellin- um. Ef eitthvað dregst þar saman eins og nú hefur raun á orðið i fiskveiðum verður ástandið alvarlegt. Hér þarf að koma upp fjölbreyttúm iðnaði og ætti Njarðvik að vera kjörinn staður fyrir út- flutningsaðila með tilliti til Landshafnar- innarogflugvallarins. Gera þarf heildarúttekt á atvinnumál- um Suðurnesja og stjórnendur sjóða- báknsins þurfa að vakna af þyrnirósar- svefni sínum og gera sér grein fyrir þvi, að héðan er ekki hægt að mjólka pen- inga lengur. Hingað þarf að beina þeim. Æskulýðsmál hala verið utangarðs hérna nema hvað nokkrir unglingar hafa að eigin frumkvæði staðið l'yrir dansleikjum og annarri takmarkaðri starfsemi. Skolpi og öðru frárennsli er veitt í fjöruna hér við bæjardyrnar og þarf að gera þar mikla bragarbót á. Þá eru opin svæði, gamlir braggar og drasl. sent safn- azt hcfur saman viðs vegar. sérstaklega í kringum-sum fyrirtæki. bæjarfélaginu til skammar. Einn af forustumönnum l'ráfarandi meirihluta lýsti þvi yfir i upphafi þessa kjörtimabils að mál ættu að afgreiðast eftir flokkspólitískum linum. Ég er nú svo gamaldags að ég tek afstöðu eltir málefnum og hag bæjarfélagsins en ekki eftir því hver tillögurnar flytur." —ÓG. m-----------------------► Skulpinu er veitt í fjöruna hér við bæjar- dyrnar; úr því þarf að bæta, segir Ólafui í. Hannesson, fyrsti maður á lista Fram- sóknarflukksins. Úrslitífjórum síðustu kosningum 1974 1970 1966 1962 Alþýðuflokkur 138-1 169-2 154-2 182-2 Framsóknarfl. 94-1 119-1 158-2 Sjáffstæðisfl. 427-4 293-3 235-3 215-2 Alþýðubandalag 93-1 84-1 57-0 115-1 Fjórir listar í kjöri A-listi B-listi D-listi Alþýðuflokksins Framsóknarflokksins Sjálfstæðisflokksins l. Hilmar Þórarinsson I. Olafur í. Hannesson I. Áki Gránz 2. Guðjón Helgason 2. Olafur Eggertsson 2. Ingólfur Aðalsteinsson 3. Erna Guðmundsdóttir 3. Hclgi Maronsson 3. Ingvar Jóhannsson 4. Eðvald Bóasson 4. Sigurður Sigurðsson 4. Július Rafnsson 5. Hreinn Óskarssnn 5. GunnarÖrn Ciuðmundsson 5. Helga Óskarsdóttir 6. Hilmai Hafsteinsvson 6. Bjþrn Steinsson 6. Karl Sigtryggsson 7. Jón Friörik ÓlaNson 7. Ingibjörg Danivalsdóttir 7. Ingólfur Bárðarson 8. ÁsdisSigmundsdóttir 8. Hreinn Magnússon 8. Ólafur Júliusson 9. Þorvaldur Reynisson 9. CiunnarÓlafsson 9. Kristbjörn Albertsson I0. Grímur Karlsson I0. Áslaug Húnbogadóttir 10. Sigriður Aðalsteinsdóttir 11. Ásmundur S. Jónsson 11. Sigurjón Guðbjörnsson I I. Ólafur Magnússon 12. Helgi M. Sigvaldason I2. Eiður Vilhelmsson I2. GuðmundurGestsson 13. Guðmundur S. Kristjánsson 13. Ólafur Þórðarson 13. Ásbjörn Guðmundsson I4. Helgi Helgason I4. Kristján Konráðsson I4. KarvelÖgmundsson. G-listi Alþýðubandalagsins 1. Oddbergur Eiriksson 2. Sigmar Ingason 3. Randý S. Guðmundsdóttir 4. Þórarinn Þórarinsson 5. IngunnGuðnadóttir 6. Hreiðar Bjarnason 7. Sigurbjöm Ketilsson 8. Ester Karvelsdóttir 9. Bóas Valdórsson 10. Óskar Böðvarsson 11. ÞórðurGislason 12. Ólafur Pálsson 13. Jóhann B. Guðmundsson 14. Árni Sigurðsson

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.