Dagblaðið - 19.05.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAl 1978.
15
Suðurnesjamenn geta framleitt alla sina
raforku og varmaorku sjálfir, segir Odd-
bergur Eiríksson, fyrsti maður á lista
Alþýðubandalagsinsi Njarðvik.
Oddbergur Eiríksson
(G-lista):
Stofnum
samvinnu-
útgerð
Suðurnesja
— eigum að ráða
orkumálum okkar
sjáffir
í sjávarútvegsmálum hefur Suður-
nesjamenn borið að vegamótum. Frá
ómunatíð og fram til seinustu ára hefur
sóknin og afkoma manna hér um slóðir
byggzt á miklum vetrarvertíðarafla, sem t
sóttur var i göngu hrygningarfisks, sem
gekk á miðin i kringum Reykjanes á út-
mánuðum. Til þess að veiða þennan fisk
hentuðu vel fiskibátar af staerðinni 50 til
250 rúmlestir.
Vart verður komið auga á hagkvæm-
ara form við fiskvinnsluna við þær að-
stæður sem hér er lýst heldur en hinar
mörgu og tiltölulega smáu vinnslu-
stöðvar, sem settu svip sinn á sjávar-
plássin hér um slóðir. Þegar þær voru
allar settar í gang og heimamenn sem
vettlingi gátu valdið unnu við aflann
auk fjölda aðkomumanna var næstum
með ólíkindum hversu miklu var af-
kastað á skömmum tíma.
Nú eru timarnir breyttir og kemur
fleira til. Fyrir það fyrsta hefur tekið
fyrir hinar miklu fiskigöngur á heima-
mið á vetrarvertið. Og í öðru lagi sækist
fólk nú fremur eftir fastri vinnu allt árið
en skorpuvinnu i fjóra mánuði.
Það sem gera þarf í þessum málum
þegar að afstöðnum kosningum til
sveitarstjórna og Alþingis er að sveitar-
stjórnir fyrir sunnan Straum beiti sér
fyrir endurskipulagningu og nauðsyn-
legri uppbyggingu fiskveiðanna og
vinnslunnar. Hugsanlegt væri í þessu
sambandi að fjórir togarar kæmu til við-
bótar þeim sem fyrir eru. Það skal tekið
fram að þessum skipum yrði ekki stefnt
til aukinnar sðknar í þorskstofninn
heldur að afla þess hluta sem Suður-
nesjamönnum ber af því sem leyft er að
veiða ár hvert auk annarra fiskitegunda.
Til þess að hrinda i framkvæmd þessu
verkefni verði myndað samvinnufélag
umræddra sveitarfélaga auk þess sem til
verði kvaddir þeir útvegsmenn og fisk-
verkendur, sem hafa vilja, þor og fram-
sýni til að ganga til sliks samstarfs. Af
hálfu Alþingis og væntanlegrar rikis-
stjórnar verður að krefjast gjörbreyttrar
afstöðu til þessa landsvæðis samfara
nauðsynlegum stuðningi við fram-
kvæmdir þessar.
Við fögnum þeim árangri sem náðst
hefur með samstarfi sveitarfélaganna á
Suðurnesjum og minnum á þátttöku Al-
þýðubandalagsins við að koma samtök-
unum á fót.
Hin sameiginlegu verkefni eru mörg
og stór; við minnum sérstaklega á skipu-
lega uppbyggingu atvinnulífs á Suður-
nesjum ogOrkubú Reykjaness. Orkubú-
ið teljum við að eigi að hafa á sínum
höndum alla vinnslu og dreifingu raforku
og varmaorku á svæðinu, svo og þau við-
skipti sem hafa þarf við Rafmagnsveitur
rikisins og Landsvirkjun. Við teljum að
ekki eigi að vera neitt feimnismál, að
hægt er að framleiða alla þá orku sem
Suðurnesin þurfa á heimaslóðum og
ekki á að skammta orkuna í minívöttum.
Félagsleg málefni eins og til dæmis
mál unglinga, barna, aldraðra og fleiri
hópa eru öll á mjög miklu frumstigi hér i
Njarðvík, um þau mætti ræða mikið en
erekki kostur í stuttu spjalli. -ÓG
Hverju spáir þú um
úrslit kosninganna?
Jóhann Lfndal rafveitustjóri: Ja, hvað á
nú að segja, líklega óbreytt og Sjálf-
stæðisflokkurinn heldur meirihlutanum.
Oliver Bárðarson múrarameistari: Sjálf-
stæðisflokkurinn heldur meirihlutanum
og fær fjóra fulltrúa. Annað væri
ósanngjarnt eftir það sem gert hefur
verið hér siðasta kjörtímabil.
Óskar Kristjánsson trésmiðun Ég hugsa
nú að sjálfstæðismenn haldi
meirihlutanum en það verður mjótt á
mununum. Hinir fá síðan einn fulltrúa
hver.
Valgarður Oskarsson rafvirkjanemi: Ég
held úrslitin verði alveg óbreytt og sjálf-
stæðismenn haldi meirihlutanum. Hér
hefur verið gert svo mikið á síðasta
kjörtimabili.
Kjartan Rafnsson tæknifræðingur: Ég er
ekki í nokkrum vafa um að Sjálfstæðis-
flokkurinn heldur meirihlutanum, jafn-
vel bætir við sig fimmta fulltrúanum.
Hvaða flokkur missir þá sinn fulltrúa vil
ég ekkert segja um.
Hildur Hilmarsdóttir, nemi I Fjölbrauta-
skólanum: Ég á siður von á því að nein
breyting verði i bæjarstjórninni en verið
getur að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við
sig fulltrúa eða þá Alþýðuflokkurinn.
Mesti lúðrahljómur landsinsá laugardag:
450 UNGMENNIÁ
LÚÐRASVEITARMÓT
Áhugi unglinga og bama á tónlist
hefur farið mjög vaxandi hin siðari árin,
enda komin á bein tónmenntafræðsla i
skólunum og tónlistarskólar, sem risið
hafa víða um landið. Þá hafa lúðra-
sveitir barna og unglinga skotið upp koll-
inum viða um land og þótt vinsæll þátt-
ur i bæjarlífi viðkomandi staða.
Tónlistarskólinn i Görðum, Garðabæ,
hefur nú boðið lúðrasveitum þessum til
hátiðar um næstu helgi. Og þar verður
sannarlega þeyttur lúðurinn, þvi hvorki
meira né minna en 450 ungir hljóm-
listarmenn koma þar fram. Þar mun
stærsta lúðrasveit allra tima hér á landi
leika 1 > -ir áhorfendur. Tónleikarnir
verða á laugardaginn kemur kl. 15.15.
Myndin eraf æfingu hjá hljómsveitinni i
Görðum. scm býður til tónlcikanna.
Björn R. Einarsson, sá landsþekkti tón-
listarmaður, æfir hljómsveitina.
Sigurður Örlygsson tilbúinn I slaginn. Hér er hann við eina af klippimyndum sinum sem honum þvkir svo gaman að fást > ið.
DB-mynd Bjarnleifur.
SiguröurOrlygsson með sýningu:
Að brjótast út úr geometríunni
Sigurður Örlygsson listamaður sýnir
þessa dagana verk sín á Kjarvalsstöðum.
Er hann þar með 7 mjög stór málverk og
36 klippimyndir eða myndir með formi
sem kallast blandað. Eru þá bæði málað-
ir og teiknaðir fletir og aðklipptir hlutir.
Sýning Sigurðar er opin kl. 4—10 virka
dagaen kl. 2—lOum helgar.
Öll verkin á sýningu Sigurðar eru til
sölu. Hann er einn af þeim sem reyna að
lifa á listinni hér á landi og eins og hann
orðaði það þá lifir hann ennþá þó erfitt
sé. Enda má sjá það i húsum fólks að nú
tímalist er þar litt á veggjum þósýningar
ungra listamanna séu jafnan talsvert
sóttar.
Verðið á myndum Sigurðar er mis-
jafnt eftir stærð og öðru. Þær ódýrustu
kosta 40 þúsund en þær dýrustu 600
þúsund. Liggur misjafnlega mikil vinna
á bak við myndirnar því „stundum get
ég unnið þetta alveg beint af augum en
stundum þarf ég að margbreyta mynd-
unum," sagði Sigurður. Að sumum
myndunum hefur Sigurður unnið frá
1976 og verið stöðugt að breyta og bæta.
En flestar eru þó unnar á síðasta ári.
Að sögn Sigurðar fylgjast islenzkir
listamenn mjög vel með nýjum stefnum
i listum og á sýningu Myndlista- og
handiðaskólans sagðist Sigurður hafa
séð flestar þær nýjungar sem hefðu
komið fram úti i hinum slóra heimi. En
sjálfur væri hann alveg „hættur að pæla
i þessu" og ynni bara eftir eigin leiðum.
Við hið blandaða form væri sérlega
skemmtilegt að vinna og nú væri hann
að reyna aðbrjóla sig út úr hinum hörðu
geometrisku línum og bæta inn hlutum.
- DS
Húseign til sölu.
Til sölu er verkstæðis- og skrifstofubygging
Norðurflugs á Akureyrarflugvelli. Húsið er
ein hæð, 360 fermetrar.
Tryggvi Helgason flugmaður,
Átfabyggð 4 Akureyri.
Sími 96-21124.