Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 19.05.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978. 25 VILJA ÞEIR? Ef enginn væri fiskurinn yrði lítið úr mörgum plássum úti við sjóinn, þar á meðal Sandgerði. Þeir rétt rúmir 1100 ibúar sem þar eru lifa ýmist á fiski eða við það að þjónusta sjómenn og fisk- verkafólk, nema einir 30—40 sem vinna á Keflavíkurflugvelli, bæði hjá hernum og íslenzkum aðilum. Sandgerði eða Miðneshreppur eins og staðurinn heitir samkvæmt símaskrá og öðrum viðurkenndum bókum tekur nú mikinn þátt i samvinnu sem komin er á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sú samvinna hefur stöðugt aukizt með ár- unum enda stutt á milli staða og sam- göngur góðar. Öll sveitarfélögin reka þannig saman sjúkrahús í Keflavík sem er með útibú á hverjum hinna staðanna. Einnig er rekið sameiginlegt elliheimili i Garðinum sem öll sveitarfélögin nema Grindavik standa að. í Sandgerði er stjórn hreppsmála sér- stök að því leyti að enginn formlegur meirihluti er í hreppsnefnd, heldur nokk- urs konar þjóðstjórn allra flokka. Hefur þetta fyrirkomulag gefizt vel að flestra mati. Á kjörskrá i Miðneshreppi eru 635. DS. Lif og fjör var á hafnargarðinum í Sandgerði er DB-menn sóttu staðinn heim. Menn þar máttu ekki vera að slíkum óþarfa og spjalli við blaðamenn þvi helgin var framundan og bjarga þurfti bless- uðum fiskinum undan skemmdum. Unga stúlkan á myndinni setur ís í kassa og fer hamförum en verk- stjóranum finnst samt vissara að hafa auga með hlutunum._ Úrslitífjórum síðustu kosningum Þiír listar i kjori Aðalat- vinnu- veitand- inn Miðnes hf. er það fyrirtæki í Sandgerði sem flestum veitir atvinnu, við fiskinn, auðvitað. Jón Norðfjörð (K-lista): Bætta höfn ogíþróttaaðstöðu „Þau mál sem efst eru á baugi i Sand- gerði cru uppbygging hafnarinnar og bygging íþróttahúss,” sagði Jón Norð- fjörð brunavörður, efsti maður á K-list- anum. „Herða þarf mjög á framkvæmdum við höfnina. Ef rétt er á málum haldið getur hér verið ein bezta höfn á Suður- nesjum. Með byggingu íþróttahúss sem Ijúka á 1979 batnar öll féiagsleg aðstaða fyrir yngri'jafnt sem eldri. Bygging sundlaug- ar er fyrirhuguð á lóð hússins og munum við beita okkur fyrir að flýta hennieftir mætti. í dagvistunarmálum verður að gera stórátak og einnig i að endurnýja hol- ræsi og vatnslagnir. Auk þess verður að leggja varanlegt slitlag á götur bæjarins. Þættir eins og atvinnumál, málefni aldraðra. fræðslumál. æskulýðsmál. stjórnunarmál sveitarfélagsins og sam- starf við nærliggjandi sveitarfélög eru allir ofarlega i huga okkar sem stöndum að framboði K—listans." sagði Jón. DS. Jón Norðfjörð. „Ég vona að byggðarlag- ið verði rekið skynsamlega og með góðu aðhaldi sem aðeins verður ef sterkur meirihluti er fyrir hendi.” DB-mynd Ragnar. Jón H. Júkusson (D-lista): Bæta þarf höfnina, undirstöðu byggðarlagsins „Á siðasta kjörtimabili vareins konar sé lika aðkallandi sem ekki er tóm til að þjóðstjórn allra flokka sem gafst mjög ræða núna,” sagði Jón. DS. vel. En vitaskuld stefnum við öll að þvi ná meirihluta," sagði Jón H. Július- son vigtarmaður. sem er í efsta sæti D— listans. hreppsnefnd af og til frá árinu 1958. DB-myndir Hörður. „Efst er mér í huga áframhaldandi uppbygging við höfnina sem er undir- staða byggðarlagsins. Bæta þarf bæði höfnina ogaðstöðuna við hana. Svo eru það iþróttamálin. Þau eru reyndar nokkuð vel á veg komin. En mörg mál eru þar óleyst, til dæmis vant- ar sundlaug við íþróttahúsið. Við þurfum að stórauka byggingu leiguhúsnæðis á vegum bæjarins. Þetta allt er mér efst í huga þó að margt annað Elsa Kristjánsdóttir (H-lista): Mál málanna höfnin og innsiglingin „Mál málanna er að sjálfsögðu að höfnin og innsiglingin komist i viðun- andi horf,” sagði Elsa Kristjánsdóttir. húsmóðir. bankastarfsmaður og nem- andi i Öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðumesja, en hún skipar efsta sæti H—listans við sveitarstjórnarkosningar í Sandgerði, „en einnig er mjög brýnt að auka fjölbreytni atvinnulífsins í byggð- arlaginu, sem er mjög einhæft." Önnur aðkallandi verkefni taldi hún vera byggingu nýs leikvallarhúss, aukna æskulýðsstarfsemi og aðstöðu fyrir hana, endurbyggingu vatnsveitunnar i tengslum við væntanlega hitaveitu, var- anlegt slitlag á allar götur, en í þeim efn- um hefur eitt elzta hverfi bæjarins oröið útundan. „Að fegrun byggðarlagsins þarf að vinna betur en hingað til,” sagði Elsa. „og í sambandi við málefni aldraðra kemur mjög til greina heimilisaðstoð á vegum sveitarfélagsins. Ýmislegt fleira mætti nefna, en það yrði of langt mál. Þó vil ég geta þess, að meira samband milli sveitarstjórnarinnar og hins al- menna borgara væri mjög nauðsynlegt.” Elsa er aðflutt — hefur búið i Sand- gerði í fjögur ár — en henni finnst eigi að siður að Sandgerðingar mæltu hafa meiri „þjóðerniskennd" gagnvart byggð- arlaginu. DS. Elsa Kristjánsdóttir bankamaður, aðflutt í Sandgerði, en finnst menn þar hafa litla þjóðerniskennd. DB-mynd emm. 1974 Sjálfstæðisflokkur 196-2 Frjálsl. kjósendur 127-2 Óháðir borgarar Alþýðufl. og óflokksb. kjós. 190-2 Alþýðuflokkur 1970 1966 1962 98-1 94-1 114-1 67-1 98-1 195-2 141-2 103-1 91-2 120-1 175-3 D-listi Sjálfstæðisflokks: Jón H. Júliusson. ÓskarGuðjónsson, Kári Sæbjömsson. Gunnar Sigtryggsson, Jón Erlendsson. Sigurður Jóhannsson. Sigurður Bjamason. Þorbjörg Tómasdóttir. Reynir Sveinsson, Margrét Pálsdóttir. H—listi frjálslyndra kjósenda: ELsa Kristjánsdóttir. Gylli (Junnlaugsson, Karl Einarsson. Marel Andrésson. Guðjón Bragason. UnnurGuöjónsdóttir. Ómar Bjarnþórsson. Jón Þórðarson. Sigurður Margeirsson. Magnús Marteinsson. K-listi Alþýðuf lokks og óháðra borgara: Jón Norðfjörð. Kristinn Lárussbn. Friðrik Björnsson. Jórunn Ciuðmundsdóttir. Sigurrós Sigurðardóttir. SigurðurCJuðjónsson. Egill Ólafsson. CJuðni Sigurðsson. Elias CJuðmundsson. BcrgurSigurösson. Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Helena Fugk húsmóðir: Það þýðir ekki að spyrja mig. Ég er útlendingur og má ekki hafa skoðun. Að minnsta kosti má ég ekki kjósa. Ármann Halldórsson beitingamaðun Eg vil engu spá. Ég er utanaðkomandi, þó ég kjósi hér og hef litið kynnt mér málin. Ætli sé þó ekki óhætt að segja að D listinn fái 3 mcnn. Guðjón Krístjánsson kennari: É.g veit það ekki. Ég hef satt að segja ekki nug mynd um það. Ætli þetta vcrði ekki svipað og var. Ég gef ekki upp hvað ég kýs. Guðmunda Guðmundsdóttir, vinnur i fiski: Það veit ég ekki. Mér cr satt að segja nákvæmlega sama. Hvað ég svo kýserönnursaga. Sigrún Sigurðardöttir, vinnur i fiski: Ég vona aö K-listinn fái 3 menn og hinir einn hvor. Það cr ekkert leyndarmál að égkýs K listann. Ármann Baldurss., vinnur á l.vftara. Ég hef litið kynnt mér þessi mál. Ætli þetta verði ekki svipað og vanalcga. Ég hel ekki hugsað um hvað ég muni kjósa þvi þetta verður i fyrsta sinn, sem ég geri það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.