Dagblaðið - 19.05.1978, Page 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978.
35
Útvarp
Sjónvarp
Utvarpið í kvöld kl. 19.35: Boðið til veizlu
miklu í
Veizluhöldin
Kína^flH
í kvöld kl. 19,35 verður í útvarpinu 6.
þáttur Björns Þorsteinssonar, Boðið til
veizlu. Þessir þættir eru úr Kínaferð sem
farin var árið 1956 og í kvöld ætlar
Bjöm að segja okkur frá fagnaði hjá Sjú-
en-laí fyrrverandi forsætisráðherra
Kina.
Þessi fagnaður var haldinn 1. október
1956 og var sá fyrsti sem haldinn var
eftir Maóbyltinguna og því nokkurs
konar opnunarhátið þar sem lýðum var
gert Ijóst að Kína væri orðið nýtt stór-
veldi.
í tilefni veizluhaldanna voru reistir
veizluskálar sem voru engin smásmíði,
þeir rúmuðu um 1000 manns.
Sagði Björn að veizluhöld hjá Kín-
verjum væru alltaf miklar veizlur og
hefði þessi verið alveg með einsdæmum,
enda dagurinn þjóhátíðardagur Kín-
verja. Veizlan stóð í þrjá daga og var
mikið um að vera með alls kyns
skemmtiatriðum og gleðskap.
Þáttur Björns er ums 25 mínútna
langur.
RK
Björn brá sér á bak steinhesti með þessa
litlu kinversku stúlku fyrir framan sig og
virðist hún kunna félagsskapnum vel.
Björn Þorsteinsson tök mjög mikið af myndum i Kínaförinni 1956 og á þessari sjáum
við Sjr-en-laí. Ljósm. Bjöm Þorsteinss.
Sjónvarpíkvöld kl. 22.00:
FrancisGaryPowers
ÞEGAR RÚSSAR SKUTU
NIÐUR BANDARÍSKU
NJÓSNAVÉLINA U-2
„Þetta er leikin fréttamynd sem segir
frá þeim fræga atburði er Rússar skutu
niður bandarísku njósnaflugvélina U-2,”
sagði Ellert Sigurbjömsson okkur m.a.
um myndina Francis Gary Powers sem
er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl.
22,00.
Í maímánuði árið 1960 flaug banda-
riski flugmaðurinn Francis Gary Powers
vél sinni, U-2, yfir Rússland en þessi vél
var útbúin Ijósmyndavélum og var sér-
staklega hönnuð til þess að geta tekið
myndir úr lofti. Er Rússar skutu vélina
niður kom það Bandarikjamönnum illi-
lega á óvart að Rússar skyldu búa yfir
þeirri tækni sem þurfti til slíkra hluta.
sjálfs en hún nefnist Operation Over-
flight.
Með aðalhlutverk fer Lee Majors og
er myndin i litum og tekur hálfa aðra
klukkustund í sýningu.
Þýðandi er Ellert Sigurbjörnsson.
RK
Flugmaðurinn var handtekinn og
sagði Ellert að myndin fjallaði að miklu
leyti um hann sjálfan, handtöku hans og
yfirheyrslur. Hann sat í rússnesku fang-
elsi i u.þ.b. tvö ár og var þá skipt á
honum og öðrum þekktum njósnara.
Myndin er byggð á bók flugmannsins
Lee Majors fer með hlutverk
flugmannsins Francis Gary Powers 1
myndinni i sjónvarpinu 1 kvöld.
I
Sjónvarp
Föstudagir
19. maí
20.00 Fréítir og veóur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Prúðu lcikaramir (L). Gestur leik-
brúðanna i þessum þætti er söngkonan *
ClecLaine. Þýðandi ÞrándurThoroddsen.
21.0Ó Kastljós (L). Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir.
22.00 Francis Gary Powers (L). í maimánuði
1960 var bandarísk U-2 njósnaflugvél skotin
niöur yfir Sovétrikjunum. Flugmaöurinn var
handtekinn og dæmdur til fangavistar. Þessi
bandaríska sjónvarpsmynd er byggð á bók
flugmannsins Francis Gary Powers,
Operation Overflight. Aðalhlutverk Lee
Majors. Þýðandi EUert Sigurbjömsson.
23.35 Dagskrárlok.
i
Q Útvarp
Föstudagur
19. maí
12.00 Dagskráin. Tónleikar. TUkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. TUkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Middegissagan: „Saga af Bróður Ylfing”
eftir Fríðrík Ásmundsson Brekkan. Séra Bolli
Gústavsson les sögulok (24).
15.00 Miðdegistónleikar. Josef Suk og Alfred
Holecek leika Sónötu í G-dúr op. 100 fyrir
fiðlu og píanó eftir Antonin Dvorák. Melos
hljómUstarflokkurinn leikur Septett i B-dúr
eftir Franz Berwakl.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. TUkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popp.
17.20 TónUstartimi barnanna. Egill Friðleifsson
sér um timann.
17.40 Tónleikar. TUkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. TUkynningar.
19.35 Boðió til veizlu. Bjöm Þorsteinsson
prófessor flytur þætti úr Kínaferð 1956; — VI:
t fagnaöi hjá Sjú-en-lai.
20.00 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i
Háskólabiói kvöldiö áður, — fyrri hluti.
Stjórnandi: Karsten Anderscn. Sinfónía nr.
12, „Lenin-hljómkviðan,,, eftir Dmitri Sjostak-
hovitsj. — Jón Múli Ámason kynnir.
20.50 Hákarlaútgerð Eyfirðinga á síðari hluta
19. aldar. Jón Þ. Þór sagnfræðingur flytur
annað eríndi sitt.
21.20 Flmm sálmar á atómöld eftir Herbert H.
Ágústsson við Ijóð eftir Matthias Johannes-
sen. Rut L. Magnússon syngur. Jósef Magnús-
son leikur á flautu, Kristján Þ. Stephensen á
óbó, Pétur Þorvaldsson á seUó og Guðrún
Kristjánsdóttir á pianó; höfundurínn stj.
21.40 Ór visnasafni Útvarpstfðinda. Jón úr Vör
flytur tíunda þátt.
21.50 Þrjú Intermezzi op. 117 eftir Johannes
Brahms. WUhelm Kempff leikur á pianó.
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga, Sigurðar Ingjalds-
sonar firá BalaskarðL Indriði G. Þorsteinsson
les siðari hluta (10).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni
Einarsson og Sam Daniel Glad.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
SÚPER-SPÁNARSKÓR
Á SPÁNARVERÐUM
Brúnir
karlmannaskór.
Kr. 1.400.-
Bláir
kvenskór.
Kr. I.OOO.-
Hvítir leðurskór
Kr. 2.600.-
Leðurskór á börnin
Frá löunni
Stærðir:25-34. Kr. 4.650.
Stærðir:35-40. Kr. 4.940.-
Litir: Ljósbrúnt
eða dökkbrúnt
Frá Marbot
Óreimaður
meðinnleggi.
Nr. 28-34. Kr. 4275.-
Nr. 35-40. Kr. 4.940.-
Mikið úrvaíaf
barnainniskóm
alitárið
Aðeinskr. 1350.-
PÓSTSENDUM
Skóbúðin Suðurveri
StigahKð 45.
Sími 83225.