Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978.
2
IERÞETTA
HÆGT,,
HALLDOR?
Gaman þætti mér að sjá í Dagblað-
inu lista yfir umsækjendur um starf
þetta. Hér var nefnilega um að ræða
grófa pólitíska valdniðslu og virðist
mér að Halldór E. hafi í þeim efnum
jafnvel skákað sumum af félögum
sínum í rikisstjórninni.
Garðskagaviti. Er eitthvað bogið við
stöðuveitinguna? — DB-mynd Hörður
Vilhjálmsson.
Borgnesingur skrifar:
Ég var að lesa um vitavörðinn í
Garðskagavita. Kom mér ekki á óvart.
En mál málanna er þó þetta:
Stöðuveiting þessi var öll hin kynd-
ugasta en sigldi samt i gegn eins og
ekkert hefði í skorizt. Menn með ára-
tuga reynslu hjá Hafna- og vitamála-
stofnun fengu ekki starfann.
Hótelhaldarinn í Fornahvammi
fékk stöðuna, enda úr kjördæmi Hall-
dórs E. samgöngumálaráðherra og að
auki flokksbróðir hans.
hvallAturvið
ÍSLANDSSTRENDUR
ERU ÖLL GJÖREYDD
Rósa B. Blöndals skrifan
Kominn er meira en timi til að al-
friða íslands hval. Síðustu hvalalátur
íslands eru gjöreydd. — Stöðvið gjör-
eyðingarstefnu Islands í veiðimálum.
Fram yftr 1940 voru svo þéttar hval-
vöður í Hvalfirði, að dögum saman
var ekki hægt að ferja yfir fjörðinn.
Mörg sumur hefur lagt þar upp
reykinn af síðustu hvalkindum
íslands. 1 nokkur sumur hafa hvalirnir.
Raddir
lesenda
verið sóttir langt á haf út, sem bræddir
voru í Hvalfirði.
Svona gengur eyðingin hratt með
veiðitækni vélaaldar.
Framan af þriðja tug aldarinnar var
Mjóifjörður stærsta hvalstöð íslands.
Þar er nú fátt fólk eftir, flestir bæir
komnir i eyði.
Hesteyri var þar næststærsta hval-
veiðistöð landsins. Þar er nú mann-
autt.
Þannig fer fyrir landi, sem stundar
gjöreyðingu I veiðiskap.
Alfriðun hvalanna er lífsnauðsyn. —
■Ekki eitt sumar enn i þvi voðaverki að
deyða þá allra síðustu.
Minnist þess, að hvalir endurnýjast
ekki eins og þorskur og síld.
Nú er komin siðasta stund að ffiða
Íslands hval.
Er hvalastofninn við landið að deyja út?
Gestirnir uppáklæddir
— enþjónusturnar
í gallabuxum
við ættum að vera í samkvæmisklæðn-
aði. Við klæddum okkur upp á og
mættum í veizlunni í okkar stifasta
pússi.
Borinn var fram matur og drykkur
og ekkert sparað — en stúlkurnar sem
gengu um beina voru klæddar i galla-
buxur!"
V__—ii———_
Maður nokkur sem kýs að halda
nafni sínu leyndu hríngdi og iangaði
að koma á framfæri hve oft gætti
mikils ósamræmis í sambandi við
kröfur um klæðaburð fólks á sam-
komustöðum.
„Fyrir nokkru var okkur hjónunum
boðið til veizlu sem haldin var í sam-
komuhúsi i smábæ. Tekið var fram að
SSSSiSíííi
....... .....■'.■■.-„j.w.o
........"■!
:
Mpjg
—
■ J
.......................................wi;m
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ÍS:
i
!
: :