Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. 7 24. skoðanakönnun DB: Almennt vantraust áberandi í athugasemdum þátttakenda Svör og athugasemdir þeirra, sem spurðir voru í 24. skoðanakönnun Dag- blaðsins, voru að vonum afar mismun- andi. Var þó nokkuð áberandi aimenn þreyta og vantraust á stjórnmálamenn landsins. Hér á eftir fylgja nokkrar þess- ara athugasemda, valdar nokkuð af handahóf. Um landsmálin: ★ Ég kýs D-listann í von um að traust- asti aðilinn sé íhaldið. ★ Þeir eru allir jafn vitlausir — eins og smákrakkar, sem eru að rifast. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn á meðan ekkert betra býðst. ★ Ég kýs trélistann. Það er listi óháðra. Hann hallast bæði að minnihluta og meirihluta, annars gæti hann ekki lifað. ★ Verst er þegar nýir flokkar spretta upp og koma enn meiri ringulreið á — ég var reyndar i Félagi ungra jafnaðar- manna á meðan Alþýðuflokkurinn var flokkur. ★ Aðalmálið er að fækka prúðu leikur- unum. ★ Ég vil óbreytt ástand. Ég er hjólfars- manneskja. hef það gott og vil hafa það áfram eins og ég hef það núna. ★ Það er sama hvað maður kýs, það kemurallt þaðsama fráöllum flokkum. ★ Hér er upplausn og- rotnun i öllunt málurn. Þessir menn sem við stjórnvöld- in sitja hafa brugðizt okkur illa og þvi verðum við að svipast um eftir nýjum mönnum. Ekki skiptir máli i hvaða flokki þeir eru. aðeins ef þeir eru heiðar legir. ★ Nei. ég get ekki i fljótu bragði nel'nt neinn málallokk sem gæti verið verri en hann er. Semsagt. þetta er allt vitleysa. cina ntálið er að ég þekki enga sem gætu bætt úr þessu og liklegast eru þetta allt ágætismenn sem eru að reyna að stjórna. ★ Maður cr óákveðinn al'þvi að maður er leiksoppur og lætur allt viðgangast. óafvitandi hvað er að ske. ★ Ég kýs mistök frjálslyndra og allra handa. ★ Af trúarlegum ástæðum tek ég ekki þátt i kosningunum. ★ Éger hneyksluðá þvi hvernig íslend- ingar hegöa sér, þeir kjósa bara eftir tradisjón. hafa engar heilbrigðar skoð- anir. Sjálf er ég aronisti ogætla aðógilda atkvæði ntitt. (Erlend koma með islenzk- an ríkisborgararétt og kosningaréttl. ★ Það er mál. sem enginn flokkur virðist hreyfa við. það eru efnahagsmál- in. ★ Það er búið að skemnia fyrir manni allar gömlu hugsjónirnar og það er ómögulegt þjóðfélag þar sem hús- móðirin hefur ekki nokkra möguleika á að fylgjast með hvað verðlagið er frá degi til dags. ★ Þvi miður hef ég ekki trú á að nýir strákar á Alþingi breyti neinu. þeim verður strax spillt nteð launuðum auka störfum og öðrunt bitlingum. Stjórn málamenn hér nota sömu aðferðir og mafiuforingjarnir i Bandarikjununt. gera menn samseka svo þeir þegi. hlýði ogeigi ekki sómasamlega útleið. ★ Það þarf aö skipa siðareglunefnd Al- þingis myndaða af óháðum fulltrúum lögfræðinga, viðskiptafræðinga. lækna. blaðamanna. bænda. útvegsntanna. iðn- rekenda og félagsfulltrúa. svo eitthvað sé nefnt. Það gengur ekki lengur að þess- um mönnum sé sjálfum falið að fylgjast með og gagnrýna eigin störl'. ★ Yfirbygging rikisins verður að minnka — og þaðstrax! ★ Ekkert nema gott einræði getur bjargað okkur úr þessu. Við erum lik legast of fámennir til að hal'a lýðræði. hér þekkja allir alla og allir eru skyldir öllum og þvi fer sem fer, dekur við þessa einstaklinga verður þjóðarhag ofar. ★ Þessi verkföll duga ekki. Stjórnin verður að gera skyldu sina og leysa þann hnút. sent hún hefur 'sett kjarantálin i. Það er ekki vist að hér gildi santa for múla og hjá Alþjóðabankanum eða i Bilderberg-klúbbnunt. ★ Hér er allt i kaldakoli. Það þarf að hrólla viðembæltisntannabákninu. Þeir. sem ekki beinlinis á að henda úr stólun- unt. verða að minnsta kosti að vakna. ★ Mikilvægasta ntálið i alþingiskosn- ingununt er að kosnir verði ntenn. sent geta stjórnað landinu. Þeir. sent nú sitja á þingi. hafa sýnt að þeir gera það ekki. Það skiptir cngu ntáli hvcrnig þingið er samansett í flokkslegu tilliti. ★ Þessir gæjar ættu að gefa yfirlýsingu um að ef þeir ráði ekki við verðbólguna. þá fari þeir frá. Að stoppa hana hlýtur að vera númereitt. ★ Herinn burt. þaðeraðalatriðið. Um borgarmálin: ★ Málið cr að halda meirihlutanunt. Birgir er svo traustur ntaður. Minni- hlutanokkamir eiga ekki santbærilegan borgarstjóra. ★ Félagsntálin skipta vist ntestu. en ég er þóá móti allri þcssari aðstoð við félög. Þau eiga að sjá um sig sjálf. ★ Reyna að stöðva að unga fólkið flytjist úr borginni. ★ Að bærinn verði ekki að elliheimili og tæmist ekki algjörlega. ★ Það er allra mikilvægast að koma ihaldinu frá í Reykjavik. Sjálfur ætla ég að kjósa Alþýðubandalagið. ★ Við vitum hvað við höfum. ekki hvað við fáum. ★ Þetta eru örugglega allt ágætismenn en stefnuntunurinn er hreint kjaftæði og þess vegna kýs ég meirihlutann til að forðast ringulreið. ★ Þori ekki annað en að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn af ótta við stjórn sem sjá má i nágrannabyggðunum. svo sem Kópavogi. ★ Málið er að sameina öll byggðarlög á Stór-Reykjavikursvæðinu undir einn hatt og skipa svo borgarráð fulltrúum hinna ýmsu hverfa svo sent Breiðholts. Hafnarfjarðar. Vesturbæjar o.s.lrv. Þjóðhagslega kæmi þetta vel út. hvað þá fyrir þá sem búa á þcssu svæði. ★ Kýs Sjálfstæðisllokkinn af ótta við að of naumur meirihluti hans verði til að of miklum tima vcrði eytt i póíitiskt þras i stað þarira athafna. ★ í alþingiskosningununt gildir annað en i bæjarstjórnarkosningum. Hjá ntér cr það A i alþingiskosningum. en D i bæjarstjórn. Ég veit unt marga slika. Tjáningap'frelsi . erein meginforsenda þe áö frdsi getí vidha':di7( í samtélagi. TRC 8600: — Fyrir skrifstofur.Fyrir venjulegar kassettur, bein upptaka frá síma. Hægt að flýta og hægja á afspii- un. Þurrkar út af spólu með upptöku. Hægt að stjórna með hljóðnema. — Eyrnatæki og fóthemill. SKRIFSTOFUTÆKI GARÐASTRÆT117. - SÍM113730. lot0 tCHECS 0[S BlllMiMM SKAKSERIA II Upplag takmarkað við aðeins 500 bronspeninga 200 silfur ------ 25 gull -------- Pöntunarseðill: □ grelðsla fylgirkr. SÖLUUMBOÐ: SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI TlIJIimilll □ óskast sent í póstkröfu Nafn___ Heimili Staður sími □ brons kr. 7500 □ silfur - 14500 □ gull — breytli. Skáksamband íslands, Pósthólf 674, Reykjavík Teg. 610 Litur: Bleikt rúskinn. Teg. 613 Litur Svart rúskinn. Stærðir 36—41. Verð 7.985.- ATHUGIÐ! AÐEINS KR. 7.985.- Teg. 606 Litir: Svart eða beige rúskinn. Stærðir 36—41. Verð 7.985.- V Teg.602 V Litur: Beige rúskinn. Stærðir 36-41. ' ^ Verð7.985.- NÝ SENDING NÝ SENDING Skóverzlun Þóröar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.