Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. 'l 'IAÐID Útgevand! Dagbladið hf. Framkvaamdastjóri: Sveínn R. Eyjólftson. Rhstjórí: Jónas Kristj&nsson. Fréttastjór Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoóarfróttastjórí: Atii Steinarsson. Handrit Asgrímur Pfiisson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóras Haraldsson, óiafur Geirsson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Höröur VilhjálmsSon, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjórí: Óiafur Eyjótfsson, Gjaldkerí: Þráinn Poríeifsson. SÖkistjóri: Ingvar Svoinsson Dreifingarstjórí: Mór E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsía Þverhohi 2. Áskríftir, augiýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aða(- simi blaðsins 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasöki 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Skkimúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 10. *vir i-■ímívi—irnSmÉamBmmaááBmmBmÉmm 11 i— ". ■■■ ■ ■> ' n.i .. Níu umhugsunarefn: Margt veldur því, að ekki er hægt að taka bókstaflega niðurstöðutölur skoð- anakönnunar Dagblaðsins um úrslit borgarstjórnarkosninganna og alþingis- kosninganna í Reykjavík. Vegur þar hvort tveggja þungt á metunum, vísinda- legir annmarkar slíkra kannana og hinn mikli fjöldi kjós- enda, er ekki hefur gert upp hug sinn til listanna, sem í boði eru. Eiginlega er því ekki hægt að líta á niðurstöðutölurnar sem kosningaspá, heldur fremur sem umhugsunarefni, sem túlka má á ýmsa vegu. Bitastæðust eru kannski ein- stök ummæli hinna spurðu, er segja í heild nokkra sögu um þau mál, sem eru efst í hugum kjósenda í kosninga- baráttunni. Eitt af umhugsunarefnunum er spáin um, að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur, þótt hann tapi einum fulltrúa. Hlutfallstal- an 52% skiptir ekki ýkja miklu máli, því að niðurstaðan yrði hin sama, þótt fylgið yrði í raun ekki nema 48%. Það stafar af því, að atkvæði minnihlutaflokkanna geta aldrei nýtzt til fulls. Annað umhugsunarefnanna er spáin um gífurlega fylgisaukningu Alþýðuflokksins, einkum í alþingiskosn- ingum í Reykjavík. Svo virðist sem lítið sem ekkert lát sé á hinum mikla meðbyr, sem lesa mátti úr annarri skoð- anakönnun Dagblaðsins í vetur. Þriðja umhugsunarefnið er spáin um fylgishrun Fram- sóknarflokksins, bæði í borgarstjórnar- og alþingiskosn- ingum í Reykjavík. Vafalaust geldur þar flokkurinn eins og Sjálfstæðisflokkurinn óvinsælda ríkisstjórnarinnar. Sú skýring er þó engan veginn fullnægjandi, að því er varðar borgarstjórnarkosningarnar. Fjórða umhugsunarefnið er spáin um trausta fylgis- aukningu Alþýðubandalagsins, bæði í borgarstjórnar- og alþingiskosningunum í Reykjavík. Hún bendir til, að Al- þýðubandalagið hafi endanlega stungið Framsóknar- flokkinn af sem næststærsti ílokkur þéttbýlisins á suð- vesturhorni landsins og sem veigamesta aflið gegn Sjálf- stæðisflokknum. Fimmta umhugsunarefnið er spáin um fylgisrýrnun Sjálfstæðisflokksins. Hún þarf að vísu ekki að koma á óvart, því að fyrir fjórum árum fékk hann óeðlilega mikið fylgi vegna óvinsælda þáverandi vinstri stjórnar. Sjötta umhugsunarefnið er spáin um hinn mikla fjölda kjósenda, sem muni að þessu sinni sveiflast frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum yfir í stuðning við Alþýðuflokkinn í alþingiskosningun- um í Reykjavík. Slík sveifla hefur að vísu alltaf verið til, en aldrei eins mikil og könnunin bendir til, að verði núna. Sjöunda umhugsunarefnið er spáin um hrapallega út- komu aiínarra stjórnmálaafla en hinna fjögurra stóru. Hún er í samræmi við svipaða skoðanakönnun Dag- blaðsins í vetur. Það er einkar athyglisvert á þvílíkum óánægjutímum, sem nú eru, að slik stjórnmálaöfl skuli ekki fá neitt út úr skoðanakönnunum. Áttunda umhugsunarefnið er, að spárnar fela i raun- inni í sér eflingu fjögurra flokka kerfisins, er þær telja minni flokkana tvo og einkum hinn minnsta munu hafa fylgi af stærri flokkunum tveimur. Níunda umhugsunarefnið er svo, hvort kannanir sem þessar eigi rétt á sér, hvort þær rugli menn í riminu og hafi óeðlileg áhrif á kjósendur eða hvort þær séu fróðlegt innlegg í stjórnmálin. Misjöfn túlkun á máli sovézka andófsmannsins Yuri Orlovs Réttarhöldin yfir sovézka andófs- manninum Yuri Orlov, sem undan- farið hafa farið fram i Moskvu, hafa vakið mikla athygli og verið mikið umrædd í fjölmiðlum hins vestræna heims. Síðastliðinn fimmtudag var hann dæmdur sekur fyrir and- sovézka starfsemi og áróður. Dómurinn hljóðaði upp á sjö ára fangelsi í vinnubúðum og síðan fimm ára útlegð. Gagnrýni vestrænna stjórnvalda lét ekki standa á sér og strax eftir að dómurinn var birtur bárust mótmæli hvaðanæva frá, meðal annars gagn- rýndi utanrikisráðuneytið í Washington dóminn harðlega og James Callaghan forsætisráðherra Breta einnig. Sovétstjórnin hefur tekið þessari gagnrýni á réttarfar í Sovétríkjunum illa, bæði fyrir og eftir að dómur féll. Hér á eftir fer opinber túlkun sovézkra stjómvalda á Orlov-mál- inu. Greinin er að vísu rituð áður en dómsuppkvaðningin fór fram en efnislega heldur hún fullkomlega gildi sinu eftir sem áður. Eins og lesa má fer því fjarri að túlkun Sovét- manna sé hin sama og vestrænna fréttastofa og stjórnvalda sem látið hafa sig málið varða. Mismuninum þar á verður ekki lýst betur en sem svörtu og hvitu. Aðgerðir Yuri Orlovs sem veg- samaðar eru í vestrænum fjölmiðl- um eru til dæmis kallaðar dreifing á óhróðri um Sovétrikin að yfirlögðu ráði í umsögnum sovézkra stjórn- valda. Athygli vekur meðal annars að í byrjun sovézku frásagnarinnar er það sérstaklega tekið fram að réttar- höldin séu opin. Samkvæmt frásögn- um vestrænna fréttastofa hefur þvi farið fjarri að svo sé. Sagt hefur verið að ættingjar hins ákærða hafi að vísu fengið aðgöngu að áhorfenda- bekkjum réttarins en fáir aðrir sem stutt hafa Orlov. Vestrænir frétta- miðlar hafa aftur á móti sagt að áhorfendur sem viðstaddir hafi verið réttarhöldin hafi verið sakborningn- um mjög fjandsamlegir og jafnvel talið dóminn yfir honum of vægan. Mjög er umhugsunarvert hvers vegna dómur yfir einstaklingi eins og Yuri Orlov vekur svo mikla athygli og er helgað svo mikið rúm í vest- rænum fjölmiðlum. Hvort hér er um að ræða svokallað réttarmorð eða ekki hlýtur meira að liggja að baki en umhyggjan fyrir einum manni. Or- lov hefur haldið því fram að Sovét- rikin brytu visvitandi hið svokallaða Helsinki-samkomulag um mannrétt- indi og skoðanafrelsi. Hér skal ekkert um það sagt hvert hið rétta er í þessu máli, hitt er aftur á móti fullvíst að okkur íslendingum mundi bregða við ef samborgari okkar væri dæmdur í sjö ára fangelsi og fimm ára útlegð frá heimabyggð sinni fyrir áróður og andíslenzka starfsemi. ÓG Dagvistun bama og vemd fjölskyldunnar Það sem fyrir mér vakir í þessu stutta spjalli er að ræða um dagvistun barna á nokkuð breiðum grundvelli. Sannast sagna hefur mér. fundizt að nokkuð hafi skort á að svo hafi verið gert í opinberri umræðu um þetta mál- efni. Málflutningurinn hefur að mörgu leyti eðlilega mótazt af því að þörfin fyrir æ fleiri dagvistarstofnanir hefur verið brýn. Því hefur verið knúið á að takast á við vandann af miklu kappi en í hreinskilni sagt, þá hefi ég á stundum efast um forsjána. 1 þessu máli liggja fyrir nokkrar augljósar staðreyndir sem engum tilgangi þjónar að horfa fram hjá. Fyrst vildi ég nefna þá staðreynd að það samfélag sem við lifum og störfum í er borgarsamfélag. Það er í grund- vallaratriðum frábrugðið þeirri sam- félagsgerð sem einkennt hefur íslenzkt þjóðfélag allt fram á okkar daga, þ.e. bændasamfélagið. Þessum umskiptum frá bændalífsmenningu til borgmenn- ingar hafa hvarvetna fylgt róttækar breytingar á lifnaðarháttum fólks og sú hefur einnig orðið raunin hér á landi eins og við var að búast. Þessara breyttu lifnaðarhátta gætir á öllum sviðum lífs okkar og það frá vöggu til grafar. Ekkert svið er ósnortið: upp- eldis- og skólamál, atvinnumál, hjú- skapar- og fjölskyldumál, félagslíf og tómstundir, málefni eldri borgaranna og svo mætti lengi telja. Hvað varðar það málefni sem hér er til umræðu, dagvistun barna, þá eru það einkum tvö svið sem miklu máli skipta, atvinnumál og fjölskyldumál. Nýir og breyttir atvinnuhættir valda því m.a. að heimilið og vinnu- staðurinn eiga nú ekki lengur samleið. Sú tíð er liðin þegar fjölskyldan sem ein heild, ungir og aldnir og þar í millum gengu sameiginlega til dag- legra starfa. Nú hefur orðið sú breyt- ing á að vinnustaðurinn hefur fjar- lægzt heimilið. Heimilisstörf eru að sjálfsögðu ennþá unnin en i siauknum mæli í hjáverkum. Ræður þar mestu næsta almenn þátttaka kvenna á vinnumarkaðinum. Þetta atriði, úti- vinna kvenna, sem svo er nefnd, — enginn talar um útivinnu karla — á sér eðlilegar skýringar. Hvort tveggja er að nútimaþjóðfélag hefur ekki ráð á því að geyma helminginn af vinnu- kraftinum innan veggja heimilisins og svo hitt að þessi hinn sami vinnukraft- ur, konurnar, telur sér það ekki sam- boðið að vera settur hjá, bæði hvað snertir menntun og störf. Veikari staða fjölskyldunnar Samhliða þessari atvinnuþróun hefur orðið gjörtæk breyting á stöðu og hlutverki fjölskyldunnar. Einkum birtist þessi breyting i því að mjög hefur gengið á ýms hefðbundin hlut- verk fjölskyldunnar. Margt af því sem fjölskyldan var áður talin einfær um

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.