Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 21
Vestmannaeyingar hlutu bæði stigin í Kef lavík — Sigruðu 3-2 og úrslit eru ærið umhugsunarefni fyrir leikmenn ÍBK íslandsmótið, 1. deild, Keflavfkurvöllur, ÍBK:ÍBV, Tómas Pálsson reyndist Keflvikingum þungur i skauti þegar Eyjamenn sigruðu ÍBK á grasvellinum i Keðavik á laugar- daginn með þremur mörkum gegn tveim- ur. Það voru réttlát úrslit, en ár og dagur er síðan tBV-liðið hefur haldið með bæði stigin af Suðurnesjunum. Tómas virðist vera kominn á skotskóna og skoraði tvö af mörkunum þremur. Sigur Eyjamanna var sanngjarn. Þeir voru sterkari aðilinn en fyrir ÍBK hljóta úrslitin að vera um- hugsunarefni og það ærið. Leikur þess var fálmkenndur og baráttuviljinn, sem einkenndi það i fyrrasumar, er ekki lengur fyrir hendi. Framan af fóru bæði liðin sér hægt. Vamarleikurinn sat i fyrirrúmi, en smám saman fóru sóknarlotumar að verða beittari, án þess að veruleg hættu- leg tækifæri sköpuðust. Á 15. mínútu, sóttu Eyjamenn fram með hægri hliðar- linu og sendu knöttinn inn á miðjuna, þar sem Einar Friðþjófsson, vinstri bak- vörður, kom á þeysispretti og skaut af um 25 metra færi, i áttina að þéttum vamarvegg ÍBK. En einhvers staðar reyndist vera nægileg smuga fyrir knött- inn. Áður en Þorsteinn Bjamason mark- vörður fékk áttað sig, hafnaði knöttur- inn í netinu, 1:0. Keflviskum áhorfendum til uppörv- unar, liðu ekki nema 7 mínútur, þar til að Sigurður Björgvinsson fékk hæðar- knött inn á markteig og skallaði glæsi- lega að marki. Sveinn Sveinsson mið- vörður sá sér ekki annað ráð vænna, en að slá knöttinn með hendi til að koma i veg fyrir að hann færi inn fyrir mark- línu. Fyrir hinn ágæta dómara leiksins, Guðmund Haraldsson var ekkert annað að gera en dæma vitaspymu og úr henni skoraði Gísli Torfason; 1:1. Undir lok fyrri hálfleiks, sóttu Eyja- menn fast, og fengu tvær aukaspymur i röð, fyrir óþarfa brot. Úr seinni spym- unni fékk Tómas Pálsson knöttinn rétt utan markteigs, þar sem hann lá eigin- lega á öðm hnénu, en tókst eigi að síður að vinda sér i hálfhring og skora, 2:1. Vel af sér vikið i þröngri stöðu. Undan strekkings vindi mátti ætla að heimamenn gætu jafnað metin, en ekki voru liðnar nema nokkrar mínútur, þeg- ar Eyjamenn náðu skyndiupphlaupi, — senda knöttinn inn i vitateiginn, þar sem tveir varnarmenn og markvörður ætl- uðu hinum að spyrna en Tómas Pálsson beið ekkert eftir ákvörðun þeirra, smeygði sér á milli og sendi knöttinn i ,markið, 3:1. Með þessu marki voru úrslitin raunar ráðin. ÍBK-liðið missti móðinn, en hresstist svolitið undir lokin. Þá tókst Rúnari Georgssyni, að rétta aðeins hlut heimamanna, með marki á lokamínút- unni, 3:2. Páll Pálmason varði mark ÍBV að þessu sinni, Ekki reyndi mikið á hann, en hann virðist ekki hafa gleymt neinu. Liðið orkaði vel sem heild, en leikur þess er, a.m.k. ennþá, nokkuð þunglamalegur Tómas Pálsson, Einar Friðþjófsson og Karl Sveinsson, voru einna skæðastir og , I örn Óskarsson er engu síðri sem bak- vörður en framherji. Sigurlás Þorleifs- son miðherji var óheppinn að skora ekki í leiknum, en sýndi oft sínar ógnandi hliðar. Einhvern veginn fékk maður það á tilfinninguna að iBV liðið búi yfir meiru en það sýndi að þessu sinni. Næstu leikir skera úr um það. Þótt Gísli Torfason hafi sýnilega verið skástur ÍBK-liðamanna vantar mikið á Rúnar Georgsson skorar annað mark ÍBK á lokaminútu leiksins. DB—mynd emm. S1ERKT LANDSUD UNGRA MANNA GEGN NORDMÖNNUM — og úrvalsliðið gegn stjörnulið i Bobby Charlton valið Ísland u-21 árs leikur á mánudag landsleik við Noreg I Osló. Landsliðsnefnd KSÍ, en hana skipa þeir Ámi Þorgrimsson og Youri IUtschev, hefúr vaUð 15 leikmenn til fararinnar. Þá hefur landsUðsnefnd vaUð leikmenn gegn úrvalsUði Bobby Charlton, Youri Ilitschev mun fara með lands- liðinu u-21 árs til Noregs og daginn eftir leikinn mun hann fylgjast með landsleik Dana og Norðmanna í Osló en tsland leikur einmitt við Dani á Laugardalsvelli í júní. Landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 21 árs er: Markverðir Jón Þor- björnsson ÍA og Guðmundur Baldurs- son Fram. Aðrir leikmenn eru Börkur Ingvarsson KR, Guðmundur Kjartans- son, Val, Róbert Agnarsson Víking, Úlf- ar Hróarsson Þrótti. Rafn Rafnsson Fram, Einar Á. Ólafs- son ÍBK, Sigurður Björgvinsson ÍBK, Albert Guðmundsson Val, Atli Eðvalds- son Val, Arnór Guðjohnsen Víking, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Pétur Pétursson ÍA, Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni, Pétur Ormslev Fram og Benedikt Guðmundsson Breiðablik. að hans beztu hliðar hafi sézt i leiknum og stundum urðu honum á mistök sem sjaldan hendir Gisla. Sigurður Björg- vinsson og Einar Ásbjörn Ólafsson, reyndu ásamt Hilmari Hjálmarssyni að klóra í bakkann en það nægði ekki til ■ þess að yfirbuga Eyjamenn. Guðmundur Haraldsson dómari hafði , sér til aðstoðar, þá Hreiðar Jónsson og Þórodd Hjaltalín við dómgæzluna og á sú þrenning mikið lof skilið fyrir sín störf. emm. Þá hafa þeir félagar valið eftirtalda eikmenn gegn stjömuliði Bobby Charlton, sem verður stjórnað af Guðna Kjartanssyni. Þorsteinn Bjamason ÍBK, og Diðrik Ólafsson Viking eru mark- verðir. Aðrir leikmenn eru, Viðar Halldórsson FH, Jón Gunnlaugsson í A, Gisli Torfason iBK, Árni Sveinsson ÍA, Sigurður Indriðason KR, Janus Guðlaugsson FH, Karl Þórðarson tA, Ingi Bjöm Albertsson Val, Jóhann Torfason Viking, Kristinn Björnsson tA, Einar Þórhallsson Breiðablik, Hörður Hilmarsson Val og Þór Hreiðarsson Breiðablik. fyr/r fólk á öllum aldn Hussogn Verð mjog ncjrnjdvinui 111. hagstætt -met Skúla! Skúli Óskarsson setti Norðurlanda- met I kraftlyftingum á Meistaramótinu á laugardag. Hann keppti i þyngri flokki en venjulega, 82,5 kg. flokki, og met sitt setti hann i hnébeygju, lyfti 277,5 kg. t bakpressu lyfti Skúli aðeins 100 kilóum en hann á við meiðsli að stríða sem há honum i bekkpressunni. Síðan setti Skúli Íslandsmet i réttstöðulyftu, lyfti 295 kg — samtals 672.5 kg sem er nýtt Íslands- met. Kristján Kristjánsson úr Eyjum sigraði í léttasta flokknum, en í 67.5 kg. flokki setti Kári Elísson íslandsmet í hnébeygju, lyfti 180.5 kg. Sigurvegari í 75 kg flokki varð Ólafur Emilsson, Ármanni, Helgi Jónsson, KR, setti met i 90 kg. flokki. t 100 kg flokki sigraði Óskar Sigurpálsson ÍBV og Arthúr Bogason ÍBA í 110 kg flokki. Treyjanog sokkarnir hurfu Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 Menn geta ágirnzt alla hluti. Þegar einn Eyjamanna ætlaði að klæðast knattspyrnubúningi sínum, sem hann hagði lagt í gluggakistuna, var bæði treyja og sokkar horfið. Einhver fingra- langur hafði gert sér litið fyrir og teygt sig inn um gluggann á búningsher- berginu og tekið áðurnefnda hluti. En starfsmenn iþróttavallarhússins í Kefla- vik eru fljótir til aðgerða og áður en 10 mip. voru liðnar voru þeir búnir að hafa upp á sökudólgnum og þýfinu, þannig að allir Eyjamenn gátu verið með rétt „skrásetningarnúmer” i leiknum. -emm. Björn jafnaði landsleikja- met B. Moore » Fyrirliði sænska landsliðsins i knatt- spyrnu, Björn Nordquist, sem er 35 ára, jafnaði í gær landsleikjamet Englendingsins Bobby Moore, þegar Sviar léku við Tékka i Stokkhólmi. Jafn- tefli varð 0—0 og þetta var 108 lands- leikur Björns.Greinilegt, að hann á eftir að bæta það mjög ef hann sleppur við meiðsli á HM. Úrslitin i leiknum urðu vonbrigði fyrir Svía eftir góða sigra að undanförnu, m.a. gegn heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja þar. Tékkar voru nýkomnir frá Brasilíu, þar sem þeir töpuðu 2—0 fyrir Brasiliumönnum. Sænska liðið i gær var þannig skipað. Ronnic Hellström, Hans Borg, Björn Nordquist, Roy Andersson, Ingemar Erlandsson, Lennart Larsson, Andcrs Linderoth, Staffan Tapper, Bo Larsson, Thomas Sjöberg og Benny Wendt. Beveren belgískur bikarmeistari Beveren sigraði Charleroi i úrslitaleik belgisku bikarkeppninnar 2—0 i Brússel i gærkvöld. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik og voru þeir Conixn og Stevens þar að verki. Áhorfendur voru 35.000 á Heysel-leikvanginum þar sem íslenzkir frjálsiþróttamenn gerðu garðinn frægan á Evrópumeistaramótinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.