Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978.
17
Bogi
Sigurbjörnsson
(B-lista):
Byggja þarf vatnsmiðlunartank
„Umhverfismálin eru mál málanna.
Við þurfum að ljúka varanlegri gatna-
I gerð á næstu tíu árum samkvæmt
áætlun sem gerð var á síðasta kjörtíma-
bili og þegar er byrjað að vinna að,”
Bogi Sigurbjörnsson var staddur í
Reykjavik á þingi Lionssamtakanna.
DB-mynd Hörður.
sagði Bogi Sigurbjörnsson skattendur-
skoðandi, efsti maður á B-lista.
„Sorpeyðingarmálið verður einnig
mikið til athugunar á kjörtimabilinu.
Eins er með vatnsmálið. Það mál hefur
setið á hakanum hjá okkur en núna
þurfum við að koma upp vatnsmiðlunar-
tanki svo sumir bæjarhlutar verði ekki
vatnslausir.
' Byggja þarf upp aöstöðu til íþrótta og
útivistar fyrir bæjarbúa. Einnig er bygg-
ing, félagsheimilis mál sem ég hef alltaf
haft áhuga á. Þegar hefur verið varið
hálfri milljón í athugun á því stórmáli.
Þetta verður að taka i áföngum.
í atvinnumálum hefur sveitarfélagið
beitt sér fyrir uppbyggingu síðustu tvö
kjörtímabil. Það er mál sem verður alltaf
að hafa vakandi auga á. Atvinnulif hér
var í mjög mikilli lægð á tímum við-
reisnarstjórnarinnar,” sagði Bogi.
- DS
Kolbeinn Friðbjamarson (6-lista):
Án atvinnu - ekkert
„Atvinnan og sjálf framleiðslan er
það sem allt annað byggist á,” sagði Kol-
beinn Friðbjamarson, efsti maður á G-
lista.
„Tekjur bæjarins koma að 90% hluta
frá einstaklingum og ef engin atvinna er
koma heldur engar tekjur. Við urðum
fyrir mjög miklum skakkaföllum þegar
síldin hvarf því þeir einkaaðilar sem
„áttu” bæinn hér áður fluttu allt sitt
suður, nema húsarústir sem eru til stórra
vandræða. Við vorum áratugi að
komast yfir áfallið og það var ekki fyrr
en 1972—3 sem aðeins fór að glæðast
hér. Munaði þá mest um að i tið vinstri
stjórnar voru keyptir hingað tveir skut-
togarar. Þormóður rammi, sem gerir þá
út, er í eigu Siglufjarðarbæjar og ríkis-
ins. Þannig er með flest önnur fyrirtæki
hér, þau eru i opinberri eigu. Mestu máli
skiptir að treysta grundvöllinn undir
þessum fyrirtækjum og með nýja frysti-
húsinu veitir ekki af einum togara i við-
bót. Einnig er mjög brýnt að kanna
hvort sú sild sem sézt hefur hér fyrir
Norðurlandi er veiðanleg og hvort stofn-
inn þolir veiði,” sagði Kolbeinn. • DS
Kolbeinn Friðbjarnarson á skrifstofu verkalýðsfélagsins Vöku. Hann er formaður
þess enda atvinnumálin hugleikin.
Bjöm Jónasson (D-lista):
— ereinnsá Ijótasti ogóþrífalegasti
„Umhverftsmálin eru núna í brenni-
depli. Siglufjörður gæti verið einhver
fallegasti bær á íslandi en er einn sá
Ijótasti og óþrifalegasti af manna völd-
um,” sagði Bjöm Jónasson, efsti maður
D-listans.
„Varanleg gatnagerð er einn hluti
umhverfismála. Einnig þurfum við að
koma okkur upp varanlegri sorpeyð-
ingu.
Ibúða- og skipulagsmál koma þama
einnig við sögu. Fólk fær ekki nóg hús-
næði hér og stepdur það bænum fyrir
þrifum. Þvi miður neyðumst við liklega
til að taka eignarnámi lóðir í einkaeigu
sem eru óbyggðar hér um allan bæ en
það er neyðarúrræði þvi þessar lóðir
vantar undir hús.
Við þurfum einnig að Ijúka togara-
bryggjunni og að skipuleggja smábáta-
höfn. Ónýtar síldarbryggjur og mann-
virki í kringum þær standa þó í vegi fyrir
þessu. Við þurfum að rífa þessi mann-
virki og gera þeim sem það vilja kleift að
koma sér upp aðstöðu til að verka fisk úr
eigin bátum,” sagði Bjöm.
- DSi
Björn Jónasson er fulltrúi I Sparisjóði
SigluQarðar. Hónum finnst óhugnan-
legur sóðaskapur á Siglufirði og i kring.
Skúli Jónasson (B-lista):
BYGGJA VERDUR NÝJAN
BÆ Á GÖMLUM GRUNNI
áratug enda ekkert fjármagn til vegna
atvinnuleysis. Núna, þegar búið er að
styrkja atvinnuvegina sæmilega, er hægt
að fara að hefjast handa.
Við þurfum að steypa götur sem er
mikið verk því jarðvegurinn hér er lé-
legur undir götur og þarf jafnvel að
skipta um hann allt að hálfum öðrum
metra niður.
Grundvöllur þessa alls er samt skipu-
lagið sem vinna verður að. Það er kross
á bænum að rústir þær sem hér eru eftir
síldarspekúlantana eru flestar í eigu ein-
hverra aðila sem eru burtfluttir og veita
ekki leyfi til niðurrifs,” sagði Skúli.
• DS
„Við þurfum að halda áfram því sem
við erum byrjaðir á, að byggja nýjan bæ
á gömlum grunni,” sagði Skúli Jónasson
byggingameistari sem er í öðru sæti B-
listans. B-listinn hefur 2 menn í bæjar-
stjórn.
„Þegar hefur verið hafið skipulagt
niðurrif á gömlum húsum og bygging
nýrra. I þessum málum var ládeyða í
Skúli Jónasson við nýja frystihúsið sem
Þormóður rammi er að byggja. Það
fyrirtæki hleypti nýju lifi í Siglufjörð.
Úrslitífjórum
síðustu kosningum
Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur
Sjólfstæðisflokkur
Alþýðubandalag
1974 1970
270-2 244-2
291-2 263-2
320-3 317-2
270-2 325-3
1966 1962
260-2 273-2
279-2 233-2
322-3 392-3
312-2 325-2
Fjórir listar í kjöri
A-listi
Alþýðuflokks:
1. Jóhann Möller
2. Jón Dýrfjörð
3. Viktor Þorkelsson
4. Anton Jóhannsson
5. Amarólafsson
6. Hörður Hannesson
7. Björn Þór Haraldsson
8. Sigfús Steingrímsson
9. Erla Ólafsdóttir
10. ErlingJónsson
11. BirgirGuðlaugsson
12. Ragnar Hansson
13. Óli Geir Þorgeirsson
14. Ásta Kristjánsdóttir
15. PállGislason
16. Sigurgeir Þórarinsson
17. Þórarinn Vilbergsson
18. Friðrik Márusson.
B-listi
Framsóknarflokks:
1. Bogi Sigurbjömsson
2. Skúli Jónasson
3. Sveinn Bjömsson
4. Sverrir Sveinsson
5. Bjami Þorgeirsson
6. Hrefna Hermannsdóttir
7. Skarphéðinn Guðmundsson
8. Hermann Friðriksson
9. Oddur Vagn Hjálmarsson
10. Sveinn Þorsteinsson
11. FriðfinnaSimonardóttir
12. Benedikt Sigurjónsson
13. HilmarÁgústsson
14. Ámi Theodór Ámason
15. Maria Jóhannsdóttir
16. Magnús Eiriksson
17. Jón Hólm Pálsson
18. Sigurjón Steinsson
D-listi
Sjálfstæðisflokks:
1. Bjöm Jónasson
2. Vigfús Þór Ámason
3. Runólfur Birgisson
4. Ámi V. Þórðarson
5. Steingrimur Kristinsson
6. Ómar Hauksson
7. MarkúsKristinsson
8.Steinar Jónasson
9. PállG. Jónasson
10. óli J. Blöndal.
11. Jóhannes Þ. Egilsson
12. Soffia Andersen
13. Matthias Jóhannsson
14. Ásgrímur Helgason
15. Hreinn Júlíusson
16. Kristinn Georgsson
17. Þórhalla Hjálmarsdóttir
18. Knútur Jónsson
G-listi
Alþýðubandalags:
1. Kolbeinn Friðbjamarson
2. Gunnar Rafn Sigurbjömsson
*3. Kári Eðvaldsson
4. Kristján Rögnvaldsson
5. Sigurður Hlöðversson
6. Hafþór Rósmundsson
7. Kristján Eliasson
8. Flóra Baldvinsdóttir
9. Tómas Jóhannsson
10. Þórunn Guðmundsdóttir
11. Leifur Halldórsson
12. Hannes Baldvinsson
13. Jóhann Sv. Jónsson
14. Kolbrún Eggertsdóttir
15. Bjöm Hannesson
16. Svava Baldvinsdóttir
17. óskar Garibaldason
18. Benedikt Sigurðsson
Hverju spáir þú um
úrslit kosninganna?
Jónas Steingrímsson verkstjóri hjá hita-
veitu: Það veit ég ekki, ætli þetta verði
ekki svipað og var. Ég hugsa að það
verði að minnsta kosti ekki miklar breyt-
ingar. Ég kýs ekki neitt sem ég segi frá.
Jón Sigurbjörnsson verkamaóur Ég hef
ekkert hugsað um það. Það gætu orðið
breytingar, menn kjósa varía þá flokka
sem nú eru i rikisstjórn. Menn vilja
breyta til. Ég er ekki búinn að átta mig á
hvaðégkýs.
Bergþór Atiason loftskeytamaður:
Vinstri flokkarnir vinna á. ég segi ekki
;meira. Þaðer leyndarmál hvaðég kýs.
Ásgeir Björnsson verzlunarmaður:
Ihaldið vinnur á en verður að gera betur.
Það má ekki endalaust ganga svona
undir Reykjavík. Sjálfstæðismenn hér
fá 3 og hálfan mann. Ég kýs þá auð-
vitað.
Matthias Jóhannesson verzlunarmaður:
Við sjálfstæðismenn höldum okkar hlut.
Annað verður mjög likt og hefur verið.
Sóley Þorkelsdóttir verzlunarmaðun Eg
get engu spáð, ég hugsa ekkert um póli-
tik. Ég hef ekki ákveðið hvað ég kýs.