Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978.
I
Iþróttir
Iþróttir
23
D
Iþróttir
Iþróttsr
Yfirburðir KR
gegn Völsungi
— í 2. deild á Laugardalsvelli
KR-ingar unnu öruggan og sanngjarn-
an sigur á Völsungi frá Húsavik í 2. deild
íslandsmötsins í knattspyrnu á Laugar-
dalsvellinum i gær, 4—0. Þar meö þok-
uðu KR-ingar sér í efsta sætið i 2. deild
íslandsmótsins ásamt Ármanni. Eru
með 4 stig eftir tvo leiki. KR fékk vind-
inn á móti sér i fyrri hálfleik en Sigurður
Indriðason skoraði þó fyrsta mark leiks-
ins á 8. min fyrri hálfleiks. KR-ingar áttu
mörg tækifæri til þess að skora i hálf-
leiknum, sem þeim tókst ekki að nýta
sem skyldi. Aðeins þetta eina mark var
skorað f hálfleiknum. Staðan var þvi 1—
0 þegar Baldur Scheving flautaði til hlés.
Völsungur byrjaði með knöttinn i síð-
ari hálfleik en KR-ingar tóku hann fljót-
lega i sína vörzlu. Misstu hann strax aft-
ur og hinn kunni handknattleiksmaður
úrFram, Pálmi Pálmason, sem nú leikur
með Völsungum. skoraði á 8. min, en
markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Þegar um það bil 10 min. voru liðnar
var Stefáni Sigurðssyni brugðið í vitateig
Völsunga. Baldur dæmdi að sjálfsögðu
víti. Stefán Sigurðsson tók vítaspyrnuna
og spyrnti hann langt framhjá. Baldur
benti aftur á vítapunktinn, Gunnar
Straumland markmaður hafði hreyft sig
í marki. Stefán tók vítaspyrnuna aftur,
en heppnin var ekki meiri en það, að
hann skaut langt yfir markið. Sverrir
Herbertsson skoraði á 18. min. annað
mark KR, 2—0 fyrir KR. Tólf minútum
síðar var glæsilegasta mark leiksins skor-
að er Birgir Guðjónsson skaut glæsilegu
skoti að marki. Fór boltinn fyrst i þver-
slá, síðan i stöng og hafnaði hann síðan i
rtetinu, 3—0 KR i vil. í fjórða skipti
þurfti Gunnar Straumland að sækja
knöttinn i mark Völsunga, er Stefán Sig-
urðsson hafði brunað upp völlinn á 36.
mín ogskoraðörugglega.4—0 KR í vil.
Atkvæðamestur maður KR-inga var
Guðjón Hilmarsson. En fátt er hægt að
segja um lið Völsunga. Þeir virðast vera
ansi úthaldslitlir.
Dómari leiksins var Baldur Scheving.
Oft hefur hann skilað dómgæzlu betur
en i gær.
Áhorfendur voru í fleira lagi ef miðað
er við að þessi leikur var spilaður i 2.
deild.
h.jóns.
AUSTRIJAFNAÐI
A SÖMU MÍNÚTU
SandgerOiwöAur ll-deitd, Reynir Austri, 1:1 (0^)1.
Eftir frcmur þófkenndan leik sýndist
sem Reynismenn ætluðu loks að merja
sigur yfir nýliðunum í 2. deildinni,
Austra frá Eskifirði, þegar Sigurður
Guðnason tók undir sig stökk, hátt og
langt, og skallaði knöttinn mjög failega í
mark austanmanna þegar langt var liðið
á seinni hálfleik, en fram til þess hafði
hvorki gengið né rekið né rekið hjá lið-
unum i markaskoruninni.
Áhorfendur, sem voru skiljanlega
flestir á bandi heimamanna, höfðu varla
lokið við að fagna markinu þegar hinn
kröftugi framherji Austra, Bjarni Kristj-
ánsson, var búinn að brjóta sér leið í
gegnum Reynisvörnina og senda knött-
inn af öryggi framhjá Jóni Örvari mark-
verði og jafna metin, 1:1, en Bjarni var
ásamt Rúnari Sigurjónssyni skæðastur i
liðiaustanmanna.
Eftir góða frammistöðu Reynis gegn
Þór var þessi leikur þeim mikil von-
brigði. Liðið náði sér aldrei á strik auk
þess sem upplögð marktækifæri voru
misnotuð, eða markvörður Austra,
Benedikt Jóhannsson áður ÍBK, varði af
snilld, eins og t.d. skot frá Hirti Jóhanns-
syni snemma í seinni hálfleik. En
Austramenn áttu lika sín færi sem Jón
Örvar varði vel.
Pétur Brynjarsson og Þórður Marels-
son eru vaxandi leikmenn, ásamt Pétri
Sveinssyni í Reynisliðinu. Fljótir og
leiknir. Aðrir voru eitthvað klénir nema
einna helztSigurðurGuðnason.
Hlöðver Rafnsson fyrirliði Austra og
þjálfari var ánægður með úrslitin.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég næ liðinu
saman i vor og við komum hingað hálf-
þvældir eftir langt ferðalag, svo að
reikna má með þvi að við verðum sterk-
ari þegar lengra liður."
emm.
Ármenningar með
fullt hús stiga
— í 2. deild ef tir sigur gegn Þrótti
Ármann er nú í efsta sæti 2. deildar á-
samt KR eftir sigur gegn Þrótti, Nes-
kaupstað, í Reykjavik á laugardag.
Óskabyrjun Ármanns cn margir höfðu
spáð liðinu einu af neðstu sætunum, jafn-
vel falli. Auðvitað er enn snemmt sumars
en hin góða byrjun hlýtur aö stappa
stálinu í leikmenn.
Þróttur náði forustu með markr
Guðmundar Ingvasonar, fyrrum KR,en
Ármann svaraði með þremur mörkum
Heimsmetí
stangarstökki
Mike Tully, Bandaríkjunum, setti
nýtt heimsmet i stangarstökki á móti í
Corvallis í Oregon á föstudag. Stökk
5.71 metra. Bætti þar með hcimsmet
Dave Roberts, landa sins, um einn senti-
metra en það var sett í Eugene í Oregan
fyrir tveimurárum.
Mike Tully er aðeins 21 árs og
stundar nám i háskólanum á Long Beach
í Kaliforníu. Hann hafði sigrað á mótinu
á föstudag, þegar hann stökk yfir 18 fet,
tæplcga 5.50 m. Lét þá hækka í heims-
meti; 5.71 m og stökk yfir þá hæð í
fyrstu tilraun.
fyrir hlé. Þráinn Ásmundsson 2 og
Smári Jósafatsson skoruðu mörk
Ármanns. í síðari hálfleik náði
Guðmundur Bjarnason að minnka
muninn — og þar við sat. Tvö stig til Ár-
manns.
Tropicana-
keppni í júdó
Hin árlega Tropicana-kcppni í judo
var háð sl. sunnudag, 21. maí. Á þessu
móti keppa judomenn sem eru í þremur
léttustu þyngdarflokkunum, þ.e. léttari
en71 kg.
Úrslitin urðu þau að Gunnar Guð-
mundsson sigraði eftir mjög jafna keppni
við félaga sinn úr UMFK, Ömar
Sigurðsson. Gunnar sigraði einnig í þess-
ari keppni í fyrra. Þriðji að þessu sinni
varð Steinþór Skúlason JFR, ungur og
upprennandi judomaður.
Halldór Guðbjörnsson, sem er
Íslandsmeistari í 71 kg-flokknum, tók
ekki þátt i keppninni nú vegna meiðsla.
Á þessu móti er keppt um Tropicana-
bikarinn sem gefinn er af framleiðendum
ávaxtadrykkjarins góðkunna.
Knötturinn á leið í mark Völsunga eftir glæsispymu Bjarna Guðjónssonar, KR, þar sem knötturinn lenti fyrst i þverslá.
siðan stöng, á leið sinni í markið. DB—mynd Bjarnleifur.
sending
afenskum
símaborðum
Grosvenoi
kr. 77.500
Yeomani®
kr. 123.000
Queen Anne kr. 78.500
Breton kr. 43.500
Stuart kr. 46.000
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sím
Húsgagnadeild
Tudor ^
kr. 85.000
m éh in @ m m - !i-J
fk BBjíís: Ml [1_ L_J _ □