Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 18
BLAÐAMAÐUR Vikan vill ráða til starfa 1. ritstjórnarfulltrúa og 2. blaðamann Umsóknir, er tilgreini menntun og fýrri störf, skulu hafa borizt ritstjóra fyrir 6. júní nk. VIKAN, ritstjóri, Síðumúla 12, Reykjavík BLAÐAMAÐUR BIAÐIÐ vill ráða til starfa 1. reyndan blaðamann og 2. háskólamenntaðan nýliða í blaðamennsku.' Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, skulu hafa borizt ritstjóra fyrir 6. júní nk. Eldri umsóknir verða því aðeins teknar til greina að þær verði endurnýjaðar við þetta tækifæri. DAGBLAÐIÐ, ritstjóri Slðumúla 12, Reykjavík Tækjastjórar Viljum ráða tækjastjóra. Upplýsingar á skrifstofu vorri í Lækjargötu 12 Reykjavík kl. 15—17 mánudaginn 22. maí. Einnig alla vinnudaga á skrifstofu félagsins á Kefla- víkurflugvelli. L íslenzkir aðalverktakar sf., Keflavíkurflugvelli SÍMI B1500-ÁRMÚLA11 TUNGSTONE RAFGEYMAR DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. öryggismál Norður-Evrópu Urho Kekkonen Finnlandsforseti hefur enn einu sinni beint athygli manna að málefnum Norður-Evrópu. Fyrir skömmu hélt hann erindi í utan- ríkismálastofnuninni i Stokkhólmi um „öryggi Norður-Evrópu eftir Helsinki- ráðstefnuna”. Þar stakk hann upp á því að hafnar yrðu viðræður milli ríkja N-Evrópu innbyrðis og einnig með þátttöku stórveldanna um eftirlit með vígbúnaðarkapphlaupinu. Tilgangur slíkra viðræðna yrði, að sögn Kekkonens, sá að ná fram sérstöku samkomulagi til að vernda norður- hluta Evrópu fyrir kjarnorkuvopnum yfirleitt, og þó sérstaklega fyrir nýjum tegundum kjarnavopna. Þessar tillögur Finnlandsforseta ber að skoða í pólitísku samhengi. Í fyrsta lagi eru þær í samræmi við meginstefnu Finna í stjórnmálum sem miðar að eflingu friðar og öryggis. Enn eru í fullu gildi tillögur Kekkonens frá árunum 1963 og 1965, um kjarnorkulaust belti í Norður- Evrópu og friðarráðstafanir á landa- mærum Finnlands og Noregs. Áður var mögulegt að einhver efaðist um nauðsyn þessara ráðstafana og segði sem svo að ástandið í N-Evrópu væri stöðugt en á síðari árum hafa viðhorf manna breyst með breyttu ástandi. Framleiðsla og hugsanleg notkun nýrra vopnategunda, eins og t.d. nifteindarsprengju og vængjaðra flugskeyta, breyta algjörlega venju- legum viðhorfum í öryggismálum og valda nýjum óstöðugleika í Evrópu og þá einnig nyrst í álfunni. Norðurhluti Evrópu er svæði sem gegnir sérstöku hlutverki frá sjónar- miði hernaðarlegs mikilvægis og þvi verður að gefa þessu svæði sérstakan gaum þegar öryggismál eru annars vegar. Sovésk-finnska samkomulagið um vináttu, samstarf og gagnkvæma aðstoð, sem undirritað var 1948, svo og hefðbundið hlutleysi Svíþjóðar eru tvö atriði sem stuðla að stöðugleika á svæðinu. Karin Söder, utanríkisráð- herra Sviþjóðar, lýsti því yfir í svari við tillögum Kekkonens að „fyrir tilstilli slíks samkomulags mætti með góðu móti einangra norðurhluta Evrópu frá kjamorkuáhrifum og þá einkum og sérílagi losa hann við nýjar tegundir vopna.” 1 Noregi hafa einnig heyrst raddir um að taka beri tillögur Finnlandsforseta til umræðu. Þá hefur það einnig jákvæð áhrif að Danir og Norðmenn hafa, þrátt fyrir Kjallarinn MikaelKostikof aðild sína að Nató, lýst því yfir oftar en einu sinni að kjarnorkuvopn og erlendur her fái ekki aðstöðu í löndum þeirra á friðartimum. En fleira kemur til, og ekki allt til bóta. Með vafasömum röksemdum reyna menn að gera lítið úr þætti smá - rikja, eins og t.d. Finnlands, í lausn ýmissa vandamála álfunnar. Sumir stjómmálamenn og fréttamenn á Norðurlöndum — og þá einkum í þeim löndum sem eiga aðild að Nató — bera fram þá meginröksemd að smáríki hafi litla möguleika til að ráða fram úr alþjóðlegum vandamálum og að aðildin að Nató tryggi þeim öryggi. En sé stefna Nató í málefnum norðursins skoðuð gaumgæfilega kemur í ljós að það er einmitt hún sem grefur undan örygginu á þessu svæði. E. Landkvist gat þess réttilega í riti sinu um utanríkismál, „Norðurlönd á alþjóðavettvangi”, að norræn Natóriki „stuðli sjálf að hernaðarspennu á svæðinu” og hann kemst að þeirri niðurstöðu að „vegna aðildar Danmerkur og Noregs að Nató er vel hugsanlegt að öll Norður-Evrópa verði að bardagasvæði komi til styrjaldar. Þessu hættulega ástandi verður aðeins bægt frá með því að minnka áhrif Nató í N-Evrópu eða gera þau að engu”. í þessu sambandi eru tillögur Urho Kekkonens um eftirlit með vopna- búnaði á norðursvæðinu mjög mikil- vægar, sérstaklega fyrir þau lönd sem byggja svæðið. Ekki síst ef haft er í huga að fyrir dyrum stendur sérstök ráðstefna Allsherjarþings SÞ um afvopnunarmál. Hvað snertir afstöðu Sovétríkjanna er hún þegar kunn. Sovéskir leiðtogar hafa oftar en einu sinni lýst þvi yfir að Sovétríkin séu fylgjandi hinu friðsam- lega frumkvæði Finna sem miði að því að gera Norður-Evrópu að kjarn- orkulausu svæði og tryggja þar með friðinn. Sovétmenn eru reiðubúnir til að taka virkan þátt í umræðum um þessar tillögur og tryggja kjarnorku- leysi i N-Evrópu fyrir sína parta, svo framarlega sem önnur hlutaðeigandi ríki sýna málinu áhuga. Norður-Evrópa er óaðskiljanlegur hluti álfunnar. Framlag sérhvers ríkis á svæðinu til hins sameiginlega mál- efnis öryggis í Evrópu kemur því sjálfu fyrst og fremst til til góða. Hinar nýju tillögur Finnlandsforseta gefa þessum þjóðum tækifæri til að ráða sjálfar fram úr vandamáli sem er þeim afar mikilvægt. Mikael Kostikof. Borðstofuhúsgögn, smáborð, hornskápar og innskotsborð frá dTeprobux^) Englandi HÚSGAGNAVERZLUNIN LAUFÁS Laufásvegi 17 — Sími 12411

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.