Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAt 1978.
d
Iþróttir
Iþróttir
'19
íþróttir
Iþróttir
I)
Q PATRICK
KEVIN KEEGAN ■ Lauf/éttír
notar ^ eingöngu 4. og Hprir
Þrenna Matthíasar skaut
í Kaplakrika
Heimsmeistararnir
unnu Danina létt!
— í landsleik í Hamborg í handkna ttleik
Hcimsmeistarar Vcstur-Þýzkalands í
handknattleiknum sigruöu Dani í lands-
leik í Hamborg á föstudag. Lokatölur
20-15 eftir aö Þjööverjar höfóu yfirspilaö
Dani í fyrri hálfleik. í hálfleik var staóan
13-6. Danir uróu sem kunnugt er i fjórða
sæti í HM í vetur.
Mörk V-Þýzkalands skoruðu Kliih-
spiess sjö, Freisler fimm, Ehret fjögur,
Brand tvö, og Fey og Spengler. Fyrir
Danmörku skoruðu Erik Bue Petersen,
fjögur, Morten Stig Christiansen, þrjú,
Michacl Berg, Anders Dahl-Nielsen og
Kikael Kold, tvö hver, Thor Munkager
og Carsten Haurum. Áhorfendur voru
4050.
— FH gerði jafntef li við nýliða KA, 0-0,
í Hafnarfirði á laugardag
Nýliðar KA hrepptu sitt annað stig í
1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í
Hafnarfirði gegn FH á laugardag. Jafn-
tefii varð, 0-0, og byrjun KA er miklum
mun betri en norðanmenn gátu átt von á,
tvö stig úr tveimur fyrstu leikjum KA hér
fyrir sunnan. Fyrst jafht gegn Breiða-
blik, 2-2, ogsíðan FH,0-0.
Hitt eri að leikur FH og KA bar ekki
merki góðrar knattspymu. Raunar hafði
maður á tilfinningunni, að þarna færu
tvð lið er í sumar mundu eiga í vök að
verjast i neðri helmingi deildarinnar. Sér
i lagi olii leikur FH vonbrigðum. FH-
ingar náðu ekki að sýna þá skemmtilegu
takta er þeir sýndu iðulega síðastliðið
sumar. Nú er aðeins Janus Guðlaugs-
son, sem leikur eins og hann á að sér —
kraftur hans setti vörn KA i vandræði.
En Viðar Halldórsson er ekki sami
maður og siöastliðið sumar er hann
vann sér sæti í landsliðinu. Ólafur Dani-
valsson hefur átt við meiðsli að stríða i
vor, kom aðeins inná i síðari hálfleik og
Þórir Jónsson lék ekki með. Þessir fjórir
voru máttarstólpar síðastliðið sumar —
en vonandi ná þeir sér á strik — og þá
þarf FH ekki að kviða erfiðu sumri.
Eins og er á FH erfitt uppdráttar. Það
kom berlega i Ijós á laugardag. Leik-
menn náðu aldrei tökum á miðjunni né
var sóknarleikurinn beittur. Vörnin stóð
fyrir sinu — en þá var lika sókn KA ekki
beitt. Tækifæri í leiknum voru fá, talin á
fingrum annarrar handar. Þau féllu FH
flest í skaut. Þannig náðu varnarmenn
KA að bjarga á linu á 15. minútu, í
horn. Upp úr hornspyrnunni fékk Logi
Ólafsson knöttinn einn fyrir framan
mark KA en skot hans fór framhjá, úr
þröngri aðstöðu. Á 37. minútu komst
Janus Guðlaugsson í gott færi, en skot
hans af 15 metra færi fór framhjá.
FH hafði undirtökin í fyrri hálfleik en
í þeim siðari náðu leikmenn KA betri
tökum á miðjunni án þess þó að ógna
veruiega. Hins vegar tókst FH að koma
knettinum í netmöskvana að baki Þor-
bergs Atlasonar, en ágætur dómari leiks-
ins, Róbert Jónsson, dæmdi hindrun á
Þorbergi. Jafntefli voru réttlátust úrslit i
daufum leik.
KA getur vel við unað, markmiðið i
sumar hlýtur fyrst og fremst að vera að
tryggja stöðu félagsins i 1. deild —
aðeins þremur árum eftir að félagið hóf
að leika i 3. deild. Vörn K A var traustari
en gegn Breiðablik og Þorbergur
Atlason öruggur í markinu. Á miðjunni
börðust þeir Guðjón Harðarson og
Jóhann Jakobsson vel en sóknin var
máttlitil. Helzt að Gunnar Blöndal
skapaði hættu — tvívegis átti hann góð
skot og föst en framhjá.
FH, rétt eins og KA, hefur nú hreppt
tvö stig i 1. deild, úr tveimur leikjum.
Hins vegar hefur leikur liðsins valdið
vonbrigðum , fyrst og fremst vegna þess
að máttarstólpar liðsins eru ekki komnir
í toppform enn.
Ágætur dómari í Hafnarfirði var
Róbert Jónsson.
- H Halls
Verð frá
kr. 6200.-
Póstsendum
Bikorinn /f.
Sportvóruverslun
Hafnarstræti 16 sími 24520
1. Vekjaraklukka
2. Klukka
3. Fullkomin tölva
4. Raf hlöðumar endast
í 3000 klst
— íslandsmeistarar ÍA sigruðu Blikana 4-0 og Ma tthías lék þar sinn
fyrsta leikí íslandsmótinu eftirSvíþjóðarreisuna
Matthías Hallgrímsson — þrjú mörk á
laugardag.
íslandsmeistarar ÍA unnu sannfær-
andi sigur gegn Breiðabliki I 1. deild
íslandsmótsins I knattspyrnu á Skipa-
skaga um helgina, 4-0. Matthias Hall-
grímsson átti sannarlega gott „comc-
back” með ÍAI sínum fyrsta leik á Skag-
anum I I. deild eftir að hafa snúið heim
frá Sviþjóð, skoraði þrjú mörk.
Sannfærandi og stór sigur gegn Blik-
unum en sannleikurinn er sá, að Blik-
arnir eru nú hvorki fugl né fiskur. Það
kemur alls ekki neitt út úr spili liðsins.
Marktækifæri skapaði Breiðablik sér
engin — nei, Breiðablik er vissulega fall-
■kandidat eins og liðið leikur nú.
Fyrri háljleikur í leik meistaranna var
Stigum deilt
daufur á „sandgrasinu”. Völlurinn er nú
gerónýtur og ekki er það vegna hörku
vetrarins. AUt í kring eru iðjagrænir
grasbalar en sandurinn og saltið hafa
kæft grasrótina á vellinum. Slæm mistök
þar.
Nú, en Skagamenn náðu forustu á
'12. minútu leiksins. Karl Þórðarson. er
átti snjallan leik — átti hlut að öllum
mörkum ÍA — tók hornspyrnu. Hann
sendi út á vítateigslínuna á Jón Gunn-
laugsson er skaut föstu skoti sem hafn-
aði í þverslánni. Knötturinn féll fyrir
fætur Matthíasar Hallgrímssonar, sem
skoraði af öryggi af stuttu færi, I -0, —
fyrsta mark Matta í I. deild eftir að
hann sneri heim frá Sviþjóð. Heldur var
lítið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Þó
komst Pétur Pétursson innfyrir á 38.
minútu en skot hans fór framhjá.
Breiðablik fékk eitt tækifæri allan leik-
inn. Upp úr hornspyrnu missti Jón Þor-
björnsson knöttinn í úthlaupi en var
snöggur og kastaði sér vel á eftir honum
og bægði hættunni frá.
Hinir 600 áhorfendur á Akranesi
fengu hins vegar að sjá iátlausa sókn
meistara ÍA i siðari hálfleik i suðaustan
kalda og rigningu. Knötturinn fór vart
út úr vitateig Blikanna í hálfleiknum og
fengu Skagamenn um 17 hornspyrnur.
Þegar á 5. minútu leiksins skoruðu
Skagamenn annað mark sitt. Enn var
Karl á ferðinni. gaf fyrir mark Blikanna.
Þar stökk Pétur Pétursson og skailaði að
marki. Ægir Guðmundsson markvörðui'
Blikanna hálfvarði skot Péturs. knöttur-
inn féll fyrir fætur Matta sem skoraði af
stuttu færi, 2-0. Þegar á næstu mínútu
björguðu Blikarnir á linu eftir að Pétur
Pétursson hafði komizt innfyrir vörnina.
En næsta mark ÍA kom á 10. mínútu.
Karl Þórðarson var enn á ferðinni upp
hægri vænginn. renndi vel fyrir á
Kristin Björnsson, sem fleygði sér fram
og skallaði i netmöskvana. 3-0.
Skagamenn fengu mörg og góð tæki-
færi til að auka forustu sina. Á 30.
minútu átti Jón Gun tlaugsson skot i
stöng en gæfan var honum ekki hliðholl.
En aðeins eitt mark bættist við á siðustu
minútu leiksins. Karl Þórðarson gaf rétt
einu sinni fyrir. Pétur Pétursson skallaði
knöttinn fyrir fætur Matta sem skoraði
sitt þriðja mark með skalla. 4-0. þrenna
Matta staðreynd.
Breiðablik var hvorki fugl né fiskur.
Eftir leikinn gegn KA á dögunum voru
gerðar fimm breytingar á liðinu en það
gafsl ekki vel. Liðið var yfirspilað og Þór
Hreiðarsson var eini maðurinn í liðinu
ersýndi tilburði.
■ Framlina ÍA var hins vegar ntjög
sannfærandi. þeir Karl Þórðarson. Pctur
Pétursson og Matthias Hallgrimsson
ávallt hættulegir. Vörnin var nokkuð
óörugg í byrjun en óx sjálfstraust cr á
leikinn leið. sannfærandi sigur.
- KP