Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 5
i DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. ' ------------ 5 B0R6ARSTJÓRN SAMÞYKKIR „TÍVÓLÍ-TILLÖGUNA” Mikið og gott samkomulag var á síðasta fundi borgarstjórnar jx;ssa kjörtímabils á fimmtudagskvöld. Var á fundinum samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum tillaga Björgvins Guðmundssonar um að borgin beitti sér fyrir stofnun og rekstri skemmti- garðs i Reykjavik. Var ákveðið að skipa nefnd. sem kannaði með hvaða hætti væri heppi- legast að stofna til slíkrar starfsemi og grundvöllinn fyrir henni. I hinni samþykktu tillögu var einnig vikið að þvi, að samráð bæri að hafa við áhuga- sama unga menn, sem hafa beitt sér fyrir undirskriftasöfnun til hvatningar stofnunar skemmtigarðs — tivolís — af þessu tagi. Lágu fyrir borgar- stjórnarfundinum í gær undirskriftir 650 manna, sem þessir ungu menn höfðu safnað. Sagt var frá undir skriftasöfnun þeirra i siðustu viku. í umræðum um tillögu Björgvins Guðmundssonar benti flutningsmaður á nokkra staði, þar sem hugsanlega væri hægt að setja upp skemmtigarð. Til dæmis nefnid hann auða svæðið á milli Suðurlandsbrautar og Miklu- brautar, uppfyllinguna i Elliðaárós, Öskjuhlið og'Miklatún. „Ég tel æskilegt að borgin komi sjálf upp garðinum, en hafi svo sam- starf við einkaaðila um rekstur hans og tækjanna i honum," sagði Björgvin í samtali við fréttamann DBeftir fund- inn. „Ég lagði i ræðu minni einnig áherzlu á að þar væri hægt að hafa ýmiss konar menningarstarfsemi, svo sem leiksýningar og kvikmyndasýn- ingar úti og inni, málverkasýningar og fleira. Mini-golf er einnig möguleiki. Ég vék einnig að þvi. að hugsanlega væri rétt að byggja garðinn upp i áföngum eftir efnum og ástæöum borgarinnar hverju sinni.". Undirskriftasöfnun áhugamann- anna ungu verður haldið áfram næstu dagaogvikur. I ALLAR LAGNIR í HÖFÐINU Jón L. Árnason i fjöltefli. „Pólitikin, jú, ætli verði ekki einhverj- ar breytingar. Menn kjósa varla ríkis- stjórnarflokkana aftur. Það get ég ekki meint," sagði þessi aldni skörungur sem við hittum við að grafa hitaveituskurð norður á Siglufirði. Jón heitir hann og er Sigurbjörnsson, „titlaðu mig bara verka- mann". Siglfirðingar segja að Jón hafi hita- lögnina og allar aðrar lagnir kortlagðar i höfðinu. Ef eitthvað bilar er ekki annað en kalla á Jón og hann bendir niður og segir ákveðið „hérna er þetta." Þó að verkfræðingar að sunnan komi með kort sem sýni annað bregzt samt ekki að það er Jón sem rétt hefur fyrir sér. • DS DB-mynd Bjarni Árnason JÓNLÁRNASONFERÁ $KÁK- SKOLA BOTVINNIKSIMOSKW Heimsmeistarapeningurinn með Jóni L. Árnasyni er nú kominn á markaðinn. Skáksamband íslands gefur peninginn út í bronsi, silfri og gulli. Er hann sem fyrr segir tileinkaður fyrsta íslenzka heims- meistaranum, Jóni L. Árnasyni, heims- meistara unglinga i skák. Manni bjargað úr logandi sængurfötum Maður, búsettur I risibúð við Grettis- götu. slapp naumlega lífs af er eldur kviknaði i sængurföturh hans á föstu- dagskvöldið. Sennilega hefur maðurinn sofnað út frá logandi vindlingi með fyrr- greindum afleiðingum. Fólk i húsinu varð reykjar vart og kallaði á slökkvi- liðið, sem kom á staðinn rétt i þann mund er maðurinn var að reyna að koma sér út. Reykkafarar hjálpuðu honum og slökktu eldinn á skammri stundu. Maðurinn var fluttur á Slysa- deildina en mun ekki hafa orðið meint af. G5. GRIPNIR VIÐAÐ „SKRÆLA” BÍL Eitthvað hafa piltarnir þrir, sem Árbæjarlögreglan greip við Vagnhöfða í fyrrakvöld, talið varahlutaverð úr hófi gengið, því fremur völdu þeir þá leiðina að stela hlutum úr sams konar bíl og sinum en að kaupa hlutina í verzlun. Lögreglumenn á eftirlitsferð gripu einn þeirra er hann var að skrúfa hjól undan bil, sem þar var geymdur. Hlupu þeir annan uppi og visuðu hinir hand- teknu á þann þriðja og gekk máliö upp. • G.S. Helmingur af söluhagnaði peningsins verður til styrktar Jóni á skákbrautinni. meðal annars til þess að kosta hann i skákskóla Botvinniks i Moskvu nú í haust. Upplag peningsins er mjög takmark- að: 25 gullpeningar.200 silfurpeningar og 500 bronspeningar. Peningurinn er stór, 5 sentimetrar í þvermál og öðrum megin á honum upphleypt mynd af Jóni L. en hinum megin taflstaða á skák borði auk merkja FIDE — Alþjóðaskák- sambandsins. Aðalútsölustaður er Samvinnubank- inn í Reykjavik. • BS »3 3 GRIKKLAND AÞENUSTRENDUR RHODOS SKEMMTISIGLING Dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumarleyfis- staður (slendinga. Yfir 1000 farþegar fóru þangaö ó síðasta ári þegar Sunna hóf fyrsta íslenska farþegaflugið til Grikklands og hafa margir þeirra pantað í ár. Þér getið valið um dvöl í frægasta tískubaöstrandarbæjum Gylfada í nágrenni Aþenu, þér gatið dvaliö þar á íbúðarhótelinu Oasis, bestu íbúðum á öllum Aþenu- svæðinu með hótelgaröi og tveimur sundlaugum, rétt við lúxusvillu Onassis-fjölskyldunnar, góðum hótelum, eða rólegu grísku umhverfi, Vouliagmeni, 26 km frá Aþenu. Einnig glæsileg hótel og íbúðir á eyjunum fögru, Rhodos og Korfu að ógleymdri ævintýrasiglingu með 17. þús. lesta skemmtiferðaskipi til eyjanna Rhodos, Kritar og Korfu, auk viðkomu í Júgóslavíu og Feneyjum. Hægt er að skipta Grikklandsdvöl, og velja viku með skemmtiferöaskipinu, og 1 eða 2 vikur á Aþenuströndum eða eynni Rhodos. Reyndir íslenskir farastjórar Sunnu og íslensk skrifstofa. Einnig Sunnuflug til: MALLORCA dagflug á sunnudögum > COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum * s KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum Z' PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum SVNNA REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835 L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.