Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 4
Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndirsf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu íslenskir Aðalverktakar s/f ‘ Kef lavíkurf lugvelli óska eftir að ráða: 1. Bifvélavirkja, vélvirkja eða menn vana viðgerðum ó bifreiðum og þungavinnu- vélum. 2. Járniðnaðarmenn. 3. Blikksmiði. Fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. á skrifstofu vorri Lækjargötu 12 Reykjavík þriðjud. 23. maí kl. 16—18 Einnig alla vinnudaga á skrifstofu félagsins Kefla- víkurflugvelli. BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fáanlegt í 4 gerðum. Hver og einn getur fengið shampoo við sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel líka. BLOSSOM Contí»nis: 250 C.c Heildsölubirgöir. KRISTJÁNSSON HF. Ingóllsstræti 12, símar: 12800 - 14878 Sweet Aldehydíc *hampoo for normal hair Úr lcikritinu: Fréttaviötal um lærlegg dannebrogsmanns. Harald G. Haraldsson sem fréttamaður og Jón Sigurbjörnsson sem Keops. Leiklist DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAOtJR 22. MAt 1978. Fólk í kirkjugardi leiknum þrátt fyrir hans létta og gáskafulla brag. Vera má að frami Skjaldhamra hafi ýtt undir hann að gefa alvörugefni, rómantiskri tilfinn- ingasemi sinni lausari taum í næsta leik. svo mikið er víst að undarlega hefur skipt um Jónas Árnason í nýja leikritinu, Valmúinn springur út á nóttunni. Nú er engu likara en skopgáfa hafi brugðist höfundinum, eða hann þá enga rækt lagt við hana i þetta sinn, fyndnin í leikritinu öll ósköp lúin og lasleg. Uppistaða efnisins (sem mun að sínu leyti sótt i meir en 20 ára gamla smásögu, úr bókinni Sjór og menn, (I956) er rómantísk tröllasaga aftan úr kreppu. Hún segir frá ungl- ingum sem þá fella hugi saman, strák- urinn öreigi og stelpan burgeis, og fá þau einu sinni að elska og njótast úti i kirkjugarði. Af þessu verður auðvitað mesta hneyksli í þorpinu við sjóinn, strák og stelpu strax stiað í sundur og strákurinn reyndar dæmdur fyrir nauðgun, og eru þeir atburðir allir með ólíkindum eins og þeim er lýst í leiknum. Það sýnir sig að útgerðarauð- valdið í þorpinu gamla er ekki frýni- legt: manndráparar og fasistar upp til hópa. en þaðan eru runnir fyrirmenn Leikfálag Reykjavlkur VALMÚINN SPRINGUR ÚT A NÓTTUNNI Leikrit eftir Jönas Amason. Leikstjóm: Þorsteinn Gunnarsson. Leðtmunir Þorieikur Karisson. Lýsing: Doníel Wiiliamsson. Rómantíska og tilfinningasemi Jónasar Árnasonar eru af þvi taginu að hrollur fer um mig altan. Og það er ekki beinlinis neinn sæluhrollur. Tilfinningasemi, rómantík er raunar engin nýbóla hjá Jónasi, minnsta kosti ívaf af því tagi í flestum eða öllum fyrri leikjum hans, oftast tengt ástamálum. Það má rifja upp ágústkvöld austur í Þingvallasveit i Delerium búbónis til sannindamerkis, eða þá mállaus stelpuskoffín sem dandalast út og inn um seinni leiki hans, Jörund og Skjaldhamra, og eiga víst að fyrirstilla æsku, sakleysi og ást. Raunar held ég að rómantiska Jónasar Árnasonar risti mun dýpra en þessi dæmi gefa til kynna og stafi fyrst og fremst af einlægri aðdáun á einföldu, frumstæðu, upprunalegu fólki og lifs- háttum og verðmætum. Af þessum til- finningalega toga er frúlega spunnin sú rómantíska íhaldssemi sem tengir saman pólitiska starfsemi og skáldskap höfundarins, en líka eftirsókn hans eftir alþýðuhylli og atkvæðum annars vegar, en hins vegar alþýðudaðrið eða -snobbið sem svo ríkulega gætir i mörgum verkum hans. Hvað sem liður lífsviðhorfum stjórnmálamanns og rithöfundar og hvernig sem þau blandast i orði og verki, þá er Jónas Árnason eða hefur til þessa fyrst og fremst verið reviu- og farsaskáld. Leikrit hans hafa umfram allt lifað og framfleytt sér á leikandi fyndni höfundarins og hagmælsku hans bæði á laust mál og bundið, fyndni og hæðni hans oftast sprottin af tilteknum tímabærum tilefnum í samtíð og þjóðlífi, fólkið i leikjunum jafnan einfaldir persónugervingar kunnuglegra manngerða, fulltrúar auðþekktra siða og ósiða úr sögu og samtíð. Hvað sem annars má um leik- rit Jónasar segja hefur hann hingað til jafnan getað komið manni til að hlæja — þótt stundum hafi það að visu kostað hálfgildings fruntabrögð. Og skopið hefur að sínu leyti sett tilfinn- ingasemi og rómantísku hans skefjar, svo ekki varð úr því nema ívaf í glensið og gamnið í leikjunum. Vafalaust er Skjaldhamrar veiga- mesta leikrit Jónasar Árnasonar til þessa: alþýðlegur græskulaus gaman- leikur upp úr efnivið og aðferðum farsaleiks. Og vafalaust er höfundin- um lika heilmikil alvara undir niðri i Höfundur og leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson og Jónas Árnason bera saman bækur sínar á æfingu. þjóðfélagsins i nútið leiksins. Af þess- um atvikum ræðst svo ævi ungling- anna þaðan i frá, verður togarakarl úr stráknum, en grasafræðingur úr stelp- unni, uns fundum ber að nýju saman í hinum sama kirkjugarði að fjörutiu árum liðnum. Þar er karlinn að reisa minnismerki yfir sína sáluðu móður, en þorpið komið í eyði. Taka má eftir því í leikritun Jónasar Árnasonar, og er raunar skýrt dæmi um farsaeðli þeirra, hve algengt er að skop hans beinist að fólki sem á ein- hvern hátt er bæklað eða lýtt á likama eða sál. Þetta er ein af ástæðum þess hve örðugt er að taka alvarlega hið „alþýðlega" verðmætamat sem leikrit- in lika vilja aðhyllast. Byggingameist- arinn í kirkjugarðinum.og hanselskaði grasafræðingur eru bæði bækluð á til- finningunum af þeim atvikum sem fyrr var lýst, en karlinn er þar fyrir utan að sögn brenglaður á geðsmun- um. Það er ekki litið á Jón Sigur- björnsson lagt í vetur. í Refunum sál- aðist hann úr einhverri hinni átakan- legustu hjartveiki. í gervi Keopsar al- þýðumanns er hann sífellt að fá í magann út af einhverju skelfilegu krabbameini sem hann gengur lika með, og er raunar mjög aðframkom- inn um það bil að leiknum lýkur. Jón berst hetjulega af í þessu önuglega hlutverki, en Margrét Ólafsdóttir fannst mér ekkert fá út úr grasafræði- doktornum. Annað fólk í þessum kirkjugarði er eiturlyfjasjúkur háskólastúdent og freudisti: Hjalti Rögnvaldsson, og heitkona hans, Fidela, heitin eftir Fidcli Castro: Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir. Þau leika líka hina viðkvæmnis- legu unglinga i kreppuþorpinu, önnu og Gassa, í upprifjun forsögunnar sem fyrr greinir. Lilja Guðrún er nýliði, út- skrifuð úr leiklistarskólanum í vor, og hefur áður vakið eftirtekt í nemenda- sýningum hans. Sagan úr kirkjugarðinum er í leikn- um sett i revíulega umgerð, lagaða eftir sjónvarpsfréttum og beinir höf- undur þar skopi sínu að ýmsum kunn- uglegum hlutum, afkáralegri stúdenta- pólitik, sænsku mafiunni, andakukli og særingum, pólitískri forskrúfun. Þótt brandur skopsins sé heldur deigur og eggjasljór í þetta sinn fóru þau Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir létt með að búa til úr efninu hnyttna manngervinga. Þjóð- leg kerlingarálft Margrétar og æru- verður ráðherra Sigurðar var raunar það sem helst tók því að hlæja að á þessari dapurlegu leiksýningu. Af reviutagi er lika tilvitnun sú til eins af söngvunum á síðustu hljóm- plötu Megasar sem höfundur og leik- ari hafa sameinast um að reisa á hlut- verk hins morfínsjúka freudista. Hér er um persónulegt eiturskeyti að ræða sem forráðamenn leikhússins hefðu átt að afstýra áður en til sýningar kom, ef smekkvisi gilti þar i húsinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.