Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 22.05.1978, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAl 1978 1. deild Úrslit i leikjum í 2. umferð íslands- mótsins í knattspyrnu urðu þessi um helgina. FH—KA Keflavík-ÍBV Víkingur-Valur Akranes-Breiðablik Staðan er nú þannig. Valur 2 2 0 0 0—0 2-3 2—5 4-0 8—2 4 Akranes 2 1 1 0 6—2 3 FH 2 0 2 0 2—2 2 KA 2 0 2 0 2-2 2 Vikingur 2 1 0 1 4—5 2 ÍBV 2 1 0 1 3-4 2 Þróttur 1 0 1 0 2—2 1 Kcflavik 2 0 1 1 4—5 1 Breiðablik 2 0 1 1 2-6 1 Fram 1 0 0 1 0-3 0 t kvöld leika Fram og Þróttur á Laug- ardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20.00. Þriðja umferðin verður um næstu helgi. Fjórir leikir verða á laugardag 27. mai. Kl. 14.00 leika Valur og Keflavik á Laugardalsvelli og á sama tima verður leikur BreiðabUks og Fram i Kópavogi. t Vestmannaeyjum leika ÍBV og FH og hefst leikurinn kl. 15.00 og þá leika einnig Akranes og KA á Akranesi. Á sunnudag 28. mai verður einn leikur. Þróttur og Vikingur á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20.00. Óánægja með miðasölu Margar raddir óánægju heyrðust á Laugardalsvelli i gærkvöld á leik Vik- ings og Vals — og menn hringdu á rit- stjóm DB i morgun til að láta gremju sína í Ijós. Margir höfðu komið inn á Laugardalsvöll 5—10 min. fyrir leiktima en komust ekki inn á vöUinn fyrr en 20 min. eftir að leikurinn hófst. Langar bið- raðir við aðgöngumiðasölurnar og salan gekk hægt. 2363 keyptu sig inn á völlinn, svo áhorfendur hafa verið hátt i þrjú þús- und. Andretti með f lest stigin — eftir siguríBelgfu Mario Andretti, Bandarikjunum sigraði í gær i belgiska grand prix kappakstrinum i Zolder i Belgiu — og náði við það forustu i stigakeppninni. Hann keyrði á einni klst. 39 min. 52.02 sek. hina 70 hringi. Meðalhraði 179.45 km á klukkustund. Ronnie Petterson, Svíþjóð, varð annar 9.9 sek. á eftir Andretti. í þriðja sæti varð Carlos Reuteman, Argentínu. Giles Villeneuve, Kanada, varð fjórði, og Jazques Lafitte, Frakklandi, fimmti. Kapparnir frægu, Niki Lauda og James Hunt komust ekki á blað. Luku ekki keppni og það sama henti Patrick Depailler, Frakklandi, sem sigraði í Monte Carlo á dögunum. í stigakeppninni er staðan nú þannig. 1. Mario Andretti, USA, 27 2. Patrick Depailler, Frakkl. 23 3. Carlos Reutemann, Arg. 22 4. Ronnie Petterson, Sviþj. 20 5. Niki Lauda, Austurriki 16 Jafntefli íra ogNorðmanna Norcgur og Irland gerðu jafntefli í landsleik i knattspyrnu í Osló i gær- kvöld.>Ekkert mark var skorað og Irar voru með sína kunnustu lcikmcnn eins og Stcve Heighway, Liverpool, og Don Givens, QPR. Áhorfendur voru 11.413. Ballesteros sigraði Severiano Ballesteros, Spáni, sigraði á miklu alþjóðlegu golfmóti í Epson á Englandi i gær. Hafði yfirburði en verðlaun á mótinu námu 30 þúsund sterlingspundum. Ballesteros lék holurnar 72 á 270 höggum. Annar varð Nick Faldo, Bretlandi, með 275 högg. Jóhann Torfason frír viö Valsmarkið en dómarinn hafði flautað. Dæmt víti á Val. DB—mynd Bjarnleifur. Kjamakraftur fVals- liðinu, en ódýr mörk þegarValur sigraði Víking5-2 á Laugardalsvelli í gærkvöld Það er kjarnakraftur I Valsliðinu. Það kom vel I Ijós, þegar Valur sigraði Vík- ing 11. deild með 5—2 á Laugardalsvclli I gærkvöld. Liðið sýndi oft snilldarleik — meistaratakta — og skapaði sér færi. Beztu tækifæri liðsins fóru forgörðum en Valsmenn nýttu sér hins vegar vel gróf varnarmistök Víkings i leiknum og flmm urðu mörkin áður en yfir lauk. En i raun má segja, að Víkingar hafi fært Vals- mönnum fjögur mörk á silfurbakka — dómarinn eitt — en það dregur þó ekki úr sanngjörnum sigri Valsliðsins. Það fór aldrei milli mála hvort liðið var sterk- ari aðilinn I leiknum. Þrátt fyrir tapið þurfa Vikingar ekki að örvænta. Það er lika mikill kjarni í Vikingsliðinu. Margir stórefnilegir, kornungir leikmenn — og eftir leik liðs- ins gegn Val í gær kemur sigurinn i Vestmannaeyjum ekki á óvart. Þetta er raunverulega i fyrsta skipti i áratugi, sem Víkingur getur gert sér vonir um að eignast stórlið á islenzkan mælikvarða. Efniviðurinn er fyrir hendi — nú þarf að slipa hann. En varnarmistökin í gær og óheppni gerðu það að verkum, að tapið varð meira gegn Val en ástæða var til. Leikurinn var bráðskemmtilegur og oft vel leikinn á erfiðum, blautum Laug- ardalsleikvanginum eftir rigningar að Fótbohaskór, æfíngaskór, íþrótta- töskur, stutt- undanförnu. Mun betri en hægt var að ætlast til við þessar aðstæður. Valsmenn gáfu tóninn lengstum — en bleytan skapaði hættu á mistökum. Strax á 2. mín. renndi hinn bráðefni- legi Jón Einarsson sér i gegnum Vikings- vörnina. Komst frir inn i vitateig en Dið- rik Ólafsson, markvörður Víkings, varði með tilþrifum með tánni! — en fyrsta markið lét ekki á sér standa. Á 6. mín. fékk Valur innkast. Atli Eðvaldsson kastaði knettinum langt inn i vítateig Vikings og þar hafði Dýri Guðmunds- son betur i viðureign við Diðrik. Renndi knettinum fyrir mark Víkings — en þar var aðeins bakvörður Víkings, Ragnar Gislason, til staðar. Hætta engin en Ragnar hikaði — og ætlaði svo að spyrna knettinum fram völlinn. En ekki tókst betur til en að hann spymti beint i Albert Guðmundsson, sem kom aðvíf- andi, og af honum hrökk knötturinn i mark Víkings. Furðulegt klaufamark og það i 1. deild. Slikt mundi ekki einu sinni sjást hjá litlu strákunum i fimmta flokki!! Valsmenn voru sprækir og rétt á eftir komst Ingi Bjöm Albertsson i færi — rangstæður — en spymti himinhátt yfir og svo fór leikurinn að jafnast. erma- bofír ★ Veitum fé/ögum magnafslátt ★ Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 Simt 11783 Arnórskorar Á 14. mín. iéku Vikingar laglega upp — Jóhann Torfason, Arnór Guðjohn- sen, Viðar Elíasson, sem gaf á Gunnar örn Kristjánsson, sem var i góðu færi. En fast skot Gunnars þaut framhjá f Valsmarkinu. En Viking tókst að jafna. Á 16. mín. náði Víkingur aftur góðu upphlaupi og Helgi Helgason, unglinga- landsliðsmaðurinn efnilegi, spyrnti fast á Valsmarkið innan vítateigs. Sigurður Haraldsson gerði vel að verja en hélt ekki knettinum. Arnór var á réttum stað og spymti knettinum óverjandi i mark Vals. 1—1. Skömmu siðar fékk Viking- ur tækifæri til að ná forustu en Jóhann Torfason misnotaði gott færi. En smám saman þyngdist Valssóknin aftur. Guðmundur Þorbjörnsson átti lúmskt skot á mark frá hliðarlínu en Diðrik tókst að slá yfir í horn. Þungi var mikill í sókn Vals — þrjár homspymur á skömmum tima, og svo aukaspyrna á 36. min. Gefið inn í teiginn en hætta virtist ekki fyrir hendi. En þegar Róbert Agnarsson, miðvörður, ætlaði að spyma frá rann hann til og féll síðan. Knöttur- inn barst til Atla og fast skot hans frá markteigshorninu í mótstætt horn réð Diðrik ekki við. Vel gert hjá Atla. Bæði liðin fengu færi lokakafla hálfleiks- ins — Óskar Tómasson spymti yfir Valsmarkið, Dýri skallaði yfir Vikings- markið, og Hörður Hilmarsson, Val, var bókaður. Valur eykur forustuna Leikurinn var rétt nýhafinn í s.h. þeg- ar Valur komst í 3—1. Ingi Björn gaf á Guðmund, sem var kolrangstæður inn á markteig, tveimur metrum fyrir innan Vikingsvörnina, þegar Ingi Björn spyrnti. Guðmundur renndi knettinum i markið — og öllum til furðú var það dæmt gilt. Víkingar mótmæltu mjög en án árangurs. Víkingar skiptu um leik- mann, Hannes Lárusson kom í stað Helga og manni virtist sem öðrum hefði átt að skipta út af en Helga. Eftir að Diðrik hafði varið fast skot Grims Sæmundssen neðst í markhornið sáust glæsilegustu tilþrif leiksins. Það var á 71. min. Arnór Guðjohnsen, þessi stórsnjalli 16 ára leikmaður Vikings, lék þá upp allan vinstri kantinn. Lék á nokkra Valsmenn með tilþrifum meist- arans og gaf síðan á Óskar Tómasson, sem var frir inn í markteig Vals. Óskar lék skemmtilega á Sigurð markvörð og stóð fyrir opnu marki. En þá skeðu ósköpin. Hann spymti knettinum i stöngina. Rétt áður hafði Amór einnig sýnt góða takta. Náði langri sendingu fram — og spymti knettinum i hliðar- net, þegar Sigurður kom á móti honum. Siðan minnkaði Víkingur muninn. Það var á 75. min. og enn var Amór á ferðinni. Lék inn i vitateig og spymti knettinum, sem fór beint í hönd Dýra — og siðan fyrir fætur Jóhanns, sem var i opnu færi við Valsmarkið. En ákaflega slakur dómari leiksins, Amþór Óskars- son, hafði flautað og dæmt viti á hendi Dýra. Úr vitaspymunni skoraði Gunnar Örn af miklu öryggi. Fljótt á eftir barst knötturinn inn i vítateig Víkings. Guðmundur Þor- bjömsson átti í baráttu við vamarmann og þegar hann var að missa knöttinn lét hann sig falla í völlinn. Bragðið heppn- aðist. Viti dæmt á Víking og Ingi Björn tók spyrnuna en Diðrik varði fast skot hans með miklum tilþrifum. En Valur jók á forskotið. Strax á eftir urðu Róbert á mikil mistök — einn með knöttinn rétt við miðju. Missti hann klaufalega frá sér til Jóns Einarssonar, sem þakkaði gott boð og brunaði frir að marki Víkings og skoraði. Mikil mistök — en Jón nýtti tækifærið óvænta glæsilega. Siðasta mark Vals kom á 86. min. Albert Guð- mundsson tók aukaspyrnu af 35 m færi og spyrnti inn í vitateig Víkings. Þar stýrði Ragnar knettinum í eigið mark. Leikur Vals var oft mjög góðyr og enginn lék betur en Atli Eðvaldsson. Yfirburðamaður — en þarf að venja sig af grófum leik, sem hreint er að verða ávani hjá honum. Þá voru Jón Einars- son, Albert, Hörður Hilmarsson og Guðmundur bráðsnjallir í Valsliðinu. Ingi Björn hins vegar óvenju daufur og Valsvörnin opnaðist stundum illa, þrátt fyrir sterkan leik Dýra, eins og mörg tækifæri Vikings i leiknum gefa til kynna. Hjá Víking beindist athyglin mest að Arnóri. Hvilikt efni — og kraft- urinn og leiknin hjá þessum unga pilti frábær. Piltur, sem eftir á að setja mik- inn svip á íslenzka knattspyrnu. Helgi átti góðan leik svo og enn einn 16 ára piltur, Heimir Karlsson, bróðir landsliðs- fyrirliðans i handboltanum, Jóns Karls- sonar. Róbert Agnarsson er mjög sterk- ur miðvörður en var óheppinn í þessum leik. Valsmenn nýttu vel, þegar honum urðu tvivegis á mistök. Þá komst Viðar vel frá leiknum og maður bjóst við meiru af Óskari og Jóhanni. —h.sím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.