Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 1
4. ÁRG. — MIÐVJKUDAGUR 21. JÚNÍ1978 — Í3Ó TBL. friálst, úháð itanhlafi RITSTJÓRN SÍÐÚMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI í 1. — AÐALSÍMI27022. Greenpeacemenná hvalamiðunum: „VIÐ HEFTUM VEIÐARNAR” — segjaþeir — skipstjórí Hvals9 ósammála „Þetta er i fyrsta skipti, sem Green- peacemenn láta verulega á sér bera og við erum að átta okkur á hvað gera skulisagði Eggert ísaksson í Hval- stöðinni i viðtali við Dagblaðið i morg- un, en skip Greenpeacesamtakann^, Rainbow Warrior, kom að hvalbátn- um Hval 9 á hvalmiðunum snemma í gærmorgun. Settu þeir út gúmbáta og sigldu umhverfis hvalbátinn og sagði í tiikynningu þeirra i gær, að þeim hefði tekizt að hefta veiðamar verulega, þar eð Hvalur 9 hefði aðeins náð einum hval. Eltu þeir hvalbátinn í allan gær- dag, eða þar til hann hóf siglingu heim á ieið i gærkvöldi. Kom Hvalur 9 inn til Hvalfjarðar skömmu fyrir kl. níu í morgun og hélt á veiðar á ný tuttugu mínútum síðar. „Skipstjórinn á Hval 9, Ingólfur Þórðarson, sagði að það væri nú varla hægt að segja, að þeir Greenpeace- menn hefði orðið þess valdandi, að þeir fengu ekki nema einn hval í þetta skiptið,” sagði Eggert ennfremur. „Það var mikil ferð á hvalavöðu þeirri sem þeir komu að og því alls ekki vitað hvort þeir hefðu fengið fleiri hvort eð var.” „Nei, þeir höfðu ekkert samband við hvalbátinn — sigldu aðeins í kring- um hann og mynduðu í gríð og erg,” sagði Eggert ennfremur. „Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma á miðin, eins og ég sagði áðan, hafa mestmegn- is legið i vari fram til þessa og það voru uppi getgátur um það, að ef til hjálpar |belgísku skútunnar, sem verið hefur á ferð hér, hefði ekki komið, hefðu' iGreenpeacemenn sennilega ekki fund- ;ið miðin. Hvalur 9 mætti skútunni á leiðinni út nokkuð djúpt frá landi, og það er hald manna, að þeir hafi látið Rainbow Warrior vita.” „HERRA FORSETI” Breiða brosið á Carter stirðnaði er gagnrýnar spurningar voru lagðar fyrir hann. Trúlegast er forsetinn hrifinn af blaðamönnum í bleikum sumarkjólum. Lesið frásögn Ómars Valdimarssonar af blaðamannafundi Banda- ríkjaforseta i Washington. Bls. 9. Meirafyrir mánaöarlaunin: Hvað kostar hamborgari— heimatiíbúinn eðaá veitingastað? DB á Neytendamarkaði: Hvað kostar hamborgari „fokheldur” og heimatilbúinn: 146 kr. Hvað kostar hann á veitinga- stöðum í dag, og hvað kostaði hann fyrir tveimur árum. Sagt frá nokkrum búðum þar sem hægt er að fá nautahakk og nautakjöt. Sjá bls. 4+ Hvflíkt verkefni, maður? Það er sko allt í lagi að fá sumar- hún raunar ekki ein. Starfsfélagar vinnu en þetta, maður. Einum of hennar voru víst hinum megin við mikið. Stúlkan var að hreinsa hauginn að hreinsa. plöntukassa suður í Fossvogi þar sem -DB-mynd Hörður. skógræktarstöðin er. Verkefnið hafði —.... t '....... I .. Fangarnir hlupu úr höndum lögreglumanna — ogfundust draugfuilirí hótelherbergi níu klukkustundum síðar Þrir fangar af Litla-Hrauni sluppu úr höndum lögreglumanna á gang- stéttinni framan við'Hegningarhúsið við Skólavörðustig i gærmorgun. Höfðu þeir verið í Reykjavík til læknisskoðunar, en er flytja átti þá austur aftur gerðu þeir flóttatilraun sem heppnaðist svo vel í upphafi að lögreglumenn sem sjá um flutningana austur horfðu bara á eftir þeim hlaupa sínum í hverja áttina og „eftirför var tilgangslaus” eins og haft er eftir yfir- lögregluþjóninum í Reykjavík. Fangarnir eru allir um tvitugt, léttir á sér og kræfir enda afplána þeir nú dóma fyrir gróf afbrot. „Veiki punkturinn í fangaflutningum er gangstéttin við Hegningarhúsið og þaö er ekki í fyrsta sinn, sem föngum iekst að flýja á þeim punkti,” sagöi 1 Frelsinu lokið, einn fanginn leiddur inn á lögreglustöð i gærdag. — DB-mynd Sv. lögreglumaður i morgun. „Auðvitað Þorm. . má segja að það sé gáleysi af lög- regiumönnum að hafa menn ekki í járnum er þeir stiga út í bílinn”. Skipuleg leit að föngunum bar litinn árangur í fyrstu, þó mikið lið væri í leitinni. Klukkan um fjögur kom einn fanganna aftur I Hengingarhúsið, hringdi þar dyrabjöllu og gaf sig fram, hafði séð að frekari flótti var tilgangs- laus. Fréttir tóku að berast af hinum tveim, m.a. hafði annar sézt með vínföng. Stóð til að loka leiðum út úr borginni er hringurinn um fangana tók að þrengjast og um klukkan sjö opnuðu lögreglumenn dyr að hótelher- bergi að Hótel Heklu á Rauðarárstíg. Þar sátu félagarnir, orðnir vel' drukknir og nutu lífsins. Sá sem gaf sig fram var i Hegning- arhúsinu í nótt, hinir tveir í Hverfis- steini. 1 dag fara. þeir í ökuferðina austur • i járnum. -ASt. Bretar harðir í landhelgis- baráttunni — Sjá erlendar fréttir bls. 8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.