Dagblaðið - 21.06.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNt 1978.
LÁTIÐ ekki blekkjast af stráks-
LEGU OFSÓKNARÆÐIKRATADRENGJA
Gráskeggur skrifan
Sú skoðun er nú orðin mjög út-
breidd meðal manna á höfuðborgar-
svæðinu að andstæðingar sjálfstæðis-
manna óttist verulegt fylgistap frá
borgarstjórnarkosningunum. Vonandi
er þessi ótti á rökum reistur þvi að vit-
að er að fjölmargir fylgjendur Sjálf-
stæðisflokksins létu blekkjast af
áróðri, eða öllu heldur áróðursleysi,
andstæðinganna fyrir kosningar og
það var einmitt þessi blekking, þetta
andvaraleysi sjálfstæðismanna, sem
varð til þess að „rauða hættan” náði
Hver
kaus
Alfreð í
umferð-
arnefnd?
Óánægður kjósandi skrifan
Nú er búið að birta lista yfir þá sem
sæti eiga í nefndum og ráðum borg-
arinnar eftir valdatöku vinstri stjórn-
arinnar. Ég varð forviða þegar ég sá að
í hópi fulltrúa vinstri flokkanna eru
tveir alræmdir íhaldsmenn úr Fram-
sóknarflokknum: Alfreð Þorsteinsson
skransali bandariska hersins og Jón
Aðalsteinn Jónasson kaupmaður. Ég
spyr: Hver kaus þessa menn?
Ég veit ekki betur en að skömmu
fyrir kosningar hafi farið fram miklar
„hreinsanir” í Framsóknarflokknum.
Þá misstu Alfreð, Jón Aðalsteinn,
Kiddi Finnboga og það lið öll völd í
flokknum, eða svo var manni sagt. En
núna fáum dögum eftir kosningar
kemur í Ijós að það er alls ekki búið að
„hreinsa” þessa menn. Þeir eru ennþá
i forystu Framsóknarflokksins. Þeim
er bara ekki hampað fyrir kosningar.
Mér finnst það alveg sérstakur
dónaskapur að skipa Alfreð Þorsteins-
son sem fulltr. vinstri stjórnarinnar i
umferðarnefnd Reykjavíkur. Hann lét
Morgunblaðið taka við sig viðtal
skömmu fyrir kosningar þar sem hann
lýsti þvi yfir að samstarf Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks væri dæmt til aö mistak-
ast. Þar með gekk hann i verki til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn og hefur senni-
lega greitt honum atkvæði i kosning-
unum.
Á slíkur maður skilið að gegna trún-
aðarstörfum fyrir vinstri stjórnina i
Reykjavík?
Eitt er víst. Hinn almenni kjósandi
Framsóknarflokksins greiddi B-listan-
um ekki atkvæði sitt til þess að Alfreð,
Jón Aðalsteinn og klíka þeirra kæmist
til forystu í Reykjavíkurborg. Ef leið-
togar Framsóknarflokksins hafa ein-
hverja sómatilfinningu ættu þeir að
sjá að sér og skipa nýja fulltrúa i stað
þeirra Alfreðs og Jóns Aðalsteins.
Hver kaus Alfreð Þorsteinsson I um-
ferðarnefnd Reykjavíkur? spyr bréfrit-.
ari. Eins og kunnugt er var Alfreð ckki
i framboði fyrir B-listann í síðustu
borgarstjórnarkosningum þar sem
hann beið ósigur i prófkjöri framsókn-
armanna fyrr á árinu.
fótfestu í stjórn Reykjavikur. Og nú
óttast einmitt þessir menn líka að enn
geti illa farið og þess vegna halda þeir
vöku sinni við alþingiskosningarnar.
Enginn kjósandi Sjálfstæðisflokks-
ins má láta undir höfuð leggjast að
mæta til alþingiskosninganna. Og þó
að mörgum þeirra sé gramt í geði til
forystunnar og telji frammistöðu
hennar á ýmsan hátt ámælisverða má
Sjálfstæðisflokkurinn í heild ekki
gjalda þess. Það koma timar og það
koma ráð og þá er að snúa sér að mis-
tökunum inn á við og muna það að
„alltaf má fá annað skip og annað
föruneyti”. Verkefni framtíðarinnar
er að byggja upp það sem fúið er og
'forgengilegt í dag, velja nýtt og sterkt
timbur i flokksbygginguna.
Einn meginþátturinn í því að vel
megi takast í þeim efnum er að magna
ótta andstæðinganna. Við vitum að
óttinn hefur náð tökum á þeim og lið
sem slegið er ótta og hræðslu á fallið
víst.
Sjálfstæðísmenn mega ekki láta
blekkjast af strákslegu ofsóknaræði
kratadrengja á athafnasama og dug-
mikla flokksbræður eða af gaspri póli-
tískra snældusnúða sem uppeldi hafa
fengið í Framsóknarflokknum,
Möðruvallarhreyfmgu, Frjálslyndum
og vinstri og nú siðast hjá kommúnist-
um, jafnvel þó að þeir séu háskóla-
kennarar. Allra sízt má nokkur sjálf-
stæðismaður rétta hendi til hjálpar
Frjálslyndum og vinstri-samtökunum
‘hér i Reykjavík. Slíkt ólán gæti þýtt 2
töpuð uppbótarsæti fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Sjálfstæðismenn vita og finna að
andskotaflokkarnir eru óttaslegnir.
Látum þá finna enn betur fyrir því að
sjálfstæðismenn eru hvarvetna að
starfi. Látum þá finna fyrir því að
sjálfstæðismenn hafa tekið upp leikað-
ferðina:
Maðurá mann!
cciv,.
conu í
CUCi
FORSALA
AÐGÖNGUMIÐA
Á ^
Gerry Cottle’ s sirkus Laugar-
dalshöll dagana 30. júní — 9.
júlí, kl. 18 og 21 virka daga og
kl. 15 og 20 um helgar.
HEFST Á MORGUN
í hjólhýsi í Austurstræti og í Laugardalshöll kl. 13—17.
Takmarkaðar sýningar — Takmarkaðir miðar
i
tVE
A- kr. 3700,-
B- “ 3300,-
C- - 2800.-
\L.
J
Miöapantanir í símum
29820 og 29821 milli
kl. 13 og 17.
Miðaverð er þrenns
konar, eftir staðsetn-
ingu á sætum:
A bestu sæti kr. 3.700.-
B betri sæti kr. 3.300.-
C almenn sæti kr. 2.700.-
Mörg heimsfræg sirkusatriði, sem sum hver hafa aldrei sést
áður. Sýning sem enga hefur átt sér líka hérlendis, m.a.
mótorhjólaakstur á háloftalínu, loftfimleikar, king kong apinn
mikli, eldgleypir, hnífakastari, stjörnustúlkur, austurlenskur
fakír, sterkasti maður allra sirkusa, sprengfyndnir trúðar og
fjölmargt fleira.
FÆRRI KOMAST
AÐ EN VILJA!
21
<0
Finnst þér gaman
að vinna i
skólagörðunum?
(Spurt i skólagörðum Reykjavikurborg-
ari Laugardal).
Svanhildur Björk Sigfúsdóttir, 9 ára: Já,
mér finnst mjög gaman að vinna hér.
Skemmtilegast finnst mér að setja niður
blóm. Þetta er fyrsta sumarið sem ég
vinn hér, kannski verð ég aftur hérna
næsta sumar.
Björn Róbert Jensson, 9 ára: Já, það er
ofsalega gaman hérna. Mest þótti mér
gaman að setja niður kartöflurnar, það
gerðum við fyrsta daginn. Ég hef aldrei
unnið hér áður, ég ætla að reyna að
komast i vinnu hér á hverju sumri. Það
er svo gaman að vinna úti, þegar það er
svona gott veður.
Henrik Óskar Þórðarson, 8 ára: Sko, ég
er ekki að vinna hérna. Ég kem hingað
til þess að hjálpa systur minni henni
Lindu Björk. Skemmtilegast fannst mér
þegar var verið að sá fræinu. Ég ætla
kannski að byrja að vinna hérna ekki
næsta sumar heldur þarnæsta, þvi þá
verð ég orðinn nógu gamall til þess.
Linda Björk Þórðardóttir, 10 ára: Já,
há, það er sko gaman hér. Þetta er
annað sumarið sem ég vinn hérna. 1
fyrra var ofsalega skemmtilegt, vonandi
veröur bara meiri sól í sumar en í fyrra.
Mest þykir mér gaman að setja niður
blóm, því mér finnst öll blóm svo falleg.
Ingunn Steinþórsdóttir verkstjóri, 19
ára: Persónulega finnst mér einna
skemmtilegast að leiðbeina krökkunum.
Þau eru mjög viljug og iðin við það sem
þau eru að gera. Einnig ér mjög gaman
að gróðursetja og svo auðvitað að taka
upp. Við byrjum að taka upp i endaðan
júli, þá er yfirleitt byrjað á að taka upp
radísur, sem er mjög auðvelt. Þetta er
annað sumarið sem ég vinn hér.