Dagblaðið - 21.06.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978.
HÆKJUR AUSTANRODANS
kvæðum heimasetumenna. Island
hrópar á atkvæði ykkar um næstu
helgi.
Útstrikun er
kosningaréttur
lslenzk löggjöf gerir ráð fyrir að
kjósendur geti breytt röðun á fram-
boðslistum á tvennan hátt: í fyrsta lagi
má flytja einstaka frambjóðendur einn
eða fleiri framar eða aftar á listanum
með þvi að skrifa tilsvarandi sætis-
númer framan við þau nöfn sem flytja
skal. Í annan stað getur kjósandi strik-
að yfir nöfn þeirra frambjóðenda sem
hann vill fella út af listanum. Þannig
mega kjósendur færa til frambjóðend-
ur á þeim lista sem þeir ætla að kjósa.
Tilfærslur á listum annarra flokka en
krossað er við ógilda hinsvegar kjör-
seðilinn.
Gramir sjálfstæðismenn hafa iðu-
lega kosið Alþýðuflokkinn til þings I
gegn um árin. Stundum hafa kratar
fengið slíkt magn gremju í kjöltu sér
að orðið hefur þeim tilefni til rangláts
mats á eigin verðleikum. Flokkurinn
hefur áunnið sér þann undarlega sess í
sögunni sem fjóspúki Sæmundar forð-
um. Hann fitnar sjálfkrafa i hlutfalli
við óánægða bölverki sjálfstæðisfólks.
I komandi alþingiskosningum munu
reiðir sjálfstæðismenn finna gremju
sinni útrás á eðlilegan hátt. Þeir kjósa
D-listann um land allt en strika yfir
nöfn þeirra frambjóðenda sem þeir
telja mega missa sín i þjóðmálabarátt-
unni. Af tvennu iilu er útstrikaður D-
seðill steinn I vamarmúr borgarastétt-
ar en atkvæði greitt krötum styrkir
hækju austanroðans yfir Sovét-ís-
landi.
urinn sérstaklega rétt frambjóðenda til
að fylgjast með kosningum.
Eftirlit
nauðsynlegt
Alþýðuflokkurinn I Reykjavík hefur
iýst því yfir, að hann muni ekki fylgj-
ast með þvi hvort menn kjósi á kjör-
dag. Með þessu segist flokkurinn vera
að láta af leiðinlegum og hvimleiðum
njósnum um borgarana. Benedikt
Gröndal getur þess ekki í grein sinni,
að hér er um að ræða rétt frambjóð-
enda til þess að fylgjast með kosning-
unni, reglur, sem m.a. eru settar til
þess að koma i veg fyrir að reynd séu
kosningasvik. Það vill alltaf bregða við
I kosningum, að einhverjir óprúttnir
menn reyni að kjósa fyrir annarra
hönd. Fulltrúar frambjóðenda i kjör-
deildum hafa komið i veg fyrir slik
svik, m.a. vegna þess að þeir vissu deili
á viðkomandi.
Og þar fyrir utan er ekkert óeðlilegt
Kjallarinn
Haraldur Blöndal
við það að fylgjast með þvl hverjir
kjósi og hverjir ekki. Það var einu
sinni reynt að banna slikt eða árið
1958, þegar vinstri flokkarnir ætluðu
að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar.
Reynslan af því banni var slik, að það
var afnumið með atkvæiðum allra
flokka á Alþingi strax á eftir.
Ekki lýðræðisást
Ástæðan fyrir þvi að Alþýðuflokk-
urinn er hættur að notfæra sér rétt
sinn til að fylgjast með kosningunni er
alls ekki ást þessa flokks á lýðræði.
Ástæðan er miklu fremur sú, að
flokksfylgi Alþýðuflokksins er orðið
svo litið, að það hefur enga þýðingu
fyrir flokkinn að fylgjast með. Það eru
nokkur hundruð flokksbundnir al-
þýðuflokksmenn í Reykjavík á kosn-
ingaaldri. Alþýðuflokkurinn hefur
ekki hugmynd um hverjir kjósa hann
og hverjir ekki. Hann hefur ekki end-
urbyggt upp fylgi sitt með jákvæðu
flokksstarfi heldur með því, að treysta
á æsiskrif Vilmundar Gylfasonar og
óánægju kjósenda. Af þessum ástæð-
Sigur
fjölskyldunnar
Fjölskyldan er sterkasta vé i sjálf-
stæðu þjóðfélagi. Þess vegna vilja
bolsévikar leysa hana upp i ósjálf-
stæða einstaklinga og koma fyrir á til-
heyrandi dagvistunarhælum. í öllum
fjölskyldum liggja hins vegar dauð
atkvæði' í almennum kosningum.
Sumir eru gæddir minni áhuga fyrir
þjóðmálum en aðrir. Víða gætir ein-
hverrar óánægju með ýmsa skipan
dægurmála.
um hefur það enga þýðingu fyrir Al-
þýðuflokkinn að fylgjast með kosning-
unum.
En einnig liggja til þessarar ákvörð-
unar aðrar og veigameiri ástæður.
Undanfarin misseri hefur Alþýðu-
flokkurinn verið gerður út af sænska
sósíaldemókrataflokknum og blað
flokksins verið prentað á norskan
gjafapappír. Gjaldkeri Alþýðuflokks-
ins er ekki Vilmundur Gylfason,
heldur Olov Palme, sá ráðherra sænsk-
ur, sem hefur sýnt Islendingum mest-
an fjandskap. Eðlilega stöðvaði Al-
þingi útgerð erlendra manna á islensk
kjósendamið. Hefur Alþýðuflokkur-
inn siðan barist í bökkum fjárhagslega,
enda snikjudýrseðlið orðið svo mikið,
að flokkurinn getur tæpast staðið einn
og óstuddur.
Að Ijúga sér
út fylgi
Það kostar vitanlega fé að fylgjast
Oft má glæða áhugann eða leið-
rétta misskilning ef réttur maður
vinnur verkið. Það er til dæmis telj-
andi á fingrum annarrar handar sem
börn og tengdabörn vilja ekki gera
fyrir gömlu hjónin séu málin rædd af
einlægni.
Islenzk borgarastétt þarf á slíkri ein-
lægni að halda um helgina. Það er orð-
ið stutt til kjördags en þó nógur tími til
að spjalla við fjölskylduna.Góð kvöid-
stund innan um litlu barnabörnin
getur riðið bapamuninn.
Ásgeir Hannes Eiriksson
verzlunarmaður.
glöggt með kosningunum. Það fé er
ekki mikið, en þó meira en svo, að Ai-
þýðuflokkurinn eigi það til.
Það er af þessum ástæðum ein-
göngu, sem Alþýðuflokkurinn í
Reykjavik hefur hætt að fylgjast með
kjörfundum í Reykjavík. Alvaran á
bak við grein Benedikts sést svo á þvi,
að hvergi annars staðar á landinu
hefur Alþýðuflokkurinn hætt við að
fylgjast með kjörfundum. Alls staðar,
þar sem flokkurinn telur sig vita eitt-
hvað um kjósendur sína verður fylgst
grannt með kjörfundi og unnið sam-
kvæmt þvi.
Grein Benedikts Gröndal er því
tómur loddaraskapur og lygi. Hún er.
skrifuð til þess að blekkja menn, — til
þess að Ijúga menn til fylgis við Al-
þýðuflokkinn. Hún er skrifuð í þeim
anda, sem einkennir hina nýju for-
ystumenn Alþýðuflokksins.
Haraldur Blöndal
lögfræðingur.
.........
AB GEFA BARNINU TÚKALL
sameiginlega yfirlýsingu með fulltrúa
fulltrúa síns. Um þær mundir áttu
verkalýðsfélög og samtök opinberra
starfsmanna viðræður við ríkisstjórn-
ina og væntu sameiginlegrar yfirlýs-
ingar um niðurstöðu. Ríkisstjórnin
kallaði fulltrúa launamanna á sinn
fund og gaf þeim kerlingarklof.
Gott er að eiga góða að. Það fór
ekki fram hjá forsætisráðherra vorum
er kosningar nálguðust að staða
„atvinnuveganna” hafði batnað. Að
visu hafði það allt farið fyrir ofan
garð og neðan hjá alþingi meðan það
sat og þingmenn nú farnir að þeysa .
um hreppavegi og heimreiðir.
Richterskvarði efnahagslifsins er
tengdur skrifborðsskúffu ráðherrans
með undr^verðum hætti. Þar titra
siritar segulsviðs efnahags og
afkomureikninga Eimskipafélagsins,
Flugleiða, Sameinaðra verktaka,
Morgunblaðsins, Ræsis, Nóa, Hreins
og Sirius, Steypustöðvarinnar, H. Ben.
& Co., Sjóvátryggingafél. íslands og
hvað þau heita nú öll gróskufyrir-
tækin er forsætisráðherra ber fyrir
brjósti og mæla hverja hreyfingu á
debet og kreditdálkum, auk afskrifta
og flýtifyrningar.
Því var það að ráðherra vor
og landsfaðir hafði snör handtök og
ákvað. í samráði við tindátana
staðföstu í Garðastræti, að liðnum
ársfundi, að skila aftur hluta af ráns-
feng þeirra, ef verða mætti að kurr
launaþræla lægði.
Launajafnaðar-
mannaflokkur
Morgunblaðsmanna
Morgunblaðsmönnum verður nú
tiörætt um launajöfnuð og byrðar
þjóðarbúsins. Er það ætlun þeirra að
stofna flokk Launajafnaðarmanna?
öðruvísi þaut i þeim skjá. Hver veit
nema siðar gefist tækifæri til þess að
rifja upp afstöðu blaðsins til tekjujöfn-
unar og jafnréttismála. Þeim er tamt
að skirskota til lagasetningar, lög-
hlýðni og samábyrgðar er rætt er um
þunga þjóðfélagsbyrða og skyldur
þegnanna.
Svo var og á dögum Farísea og lög-
vitringa í Miðjarðarhafsbotnum fyrir
nær tvö þúsund árum. Sá sem þá varð
fyrir svörum er rætt var um löghlýðni
og byrðar sagði: „Vei yður líka, þér
lögvitringar því að þér íþyngið
mönnum með lití-bærum byrðum, og
sjálfir snertið þér byrðarnar ekki með
einum fingri.”
Varnarsigrar
íslenskum verkalýð er nú mikill
vandi á höndum. Ýmis loddarabrögð
svonefndra vinstri manna verða
honum lítil stoð. Mannalæti músar-
innar: Komið þið nú með helvitis
köttinn, leysa engin vandræði. Engin
ein þjóð leysir þann vanda er blasir við
heimi nifteindasprengju, mann-
réttindaskerðingar og aðráns. Slíkt
verður sameiginlegt átak mannkyns,
vinnandi almúga og hugvitsmanna um
gjörvallan heim. En varnarsigrar eru
einnig sigrar. Því ber oss að sækja rétt
vorn til þeirra launa er ákveðin voru
með samningum og hlifa hvergi
ræningjum þeim er sóttu með
rangindum og reikningskúnst ofrikis-
manna i launaumslög vinnandi fólks.
Kjörorð og raunsæi
1 seinustu alþingiskosningum var
kjörorð Geirs Hallgrimssonar: Við
eigum samleið. Nú kemur hann og
segir: Fylg þú mér. Hann Doddi kunni
að koma fyrir sig orði við svipaðar
kringumstæður, í Ijósi þess sem orðið
er. Hann reis á fætur i hópi lags-
bræðra og sagði: „Strákar. Ég er að
fara i hundana. Er nokkur samferða?
Pétur Pétursson
útvarpsþulur.