Dagblaðið - 21.06.1978, Side 12
12,
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21, JÚNÍ 1978.
* ...
Réttmætog B ■ ■
heiöarleg JQft H iWvÍ
^0 ^yi
SEÐLARNIR
í nýafstöðnum bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum voru taldir nokkuð
á annaö þúsund auðir atkvæðaseðlar.
Það munu vera um 1,5% greiddra at-
kvæða.
Þetta vakti nokkra athygli og hafa
ýmsir reynt að útskýra ástæðurnar
fyrir þvi hve margir skila auðu að
þessu sinni. Allir hafa verið sammála
um að um sé að ræða óánægju með
flokkana — eða með öðrum orðum:
Margir kjósendur úr hópi vinnandi al-
þýðu eiga sér ekki valkost sem þeir
treysta til raunverulegrarbaráttu með
fjöldanum.
Þrátt fyrir blæbrigðamun á flokkun-
um fimm hafa margir komið auga á þá
staðreynd að meginstefna þeirra og
starfsaðferðir eru þær sömu — hvað
svo sem öllum yfirlýsingum um
„grundvallarmun” líður.
Eftirtalin fimm atriði segja sína
sögu:
1. Flokkarnir treysta allir ísl.
„atvinnulíf’ á núverandi grunni —
þ.e. arðrán manns á manni.
2. Flokkarnir eru allir hallir undir
annað hvort risaveldið, Bandarikin
eða Sovétrikin, eða t.d. norska
auðhringi.
3. Flokkarnir telja allir að ríkisvaldið,
með stofnunum og embættum, sé
helsti starfsvettvangurinn — að það sé
aðeins háð meginstéttunum eftir því
hverjir skipa ríkisstjórn.
4. Flokkarnir segja allir þjóðmála-
stefnu breytast með nýjum ríkisstjórn-
um í grundvallardráttum.
5. Flokkarnir miða allt starf sitt við
þinglið, kosningar á nokkurra ára
fresti og fámennan hóp virks fólks.
Vegna alls þessa segja mörg
hundruð Islendingar: „Nei — þetta er
ekki barátta vinnandi fólks — þetta
eru ekki okkar flokkar.”
Atkvæðafylgi flokkanna sýnir
vissulega trú allt of margra á þing-
ræðisbaráttuna og á að „sá skásti
hlýtur aðgera eitthvað”. En þjóðmála-
baráttan sýnir hins vegar að þorri
alþýðu manna gefur lítið fyrir stjórn-
málaflokkana — sérstaklega þá sem
þykjast vera verkalýðsflokkar í starfi.
Og auðum seðlum mun fjölga þar til
raunverulegur verkalýðs- og baráttu-
flokkur verður til.
Hvað sýnir
reynslan?
Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa
unnið einhvern tíma saman í ríkis-
'stjórn. Allir kenna þeir hvor öðrum
um ófarir ríkisstjórnanna og allt
„öngþveitið”, en ekki hagkerfinu.
Mjög margir kjósendur brosa úti
annað við þessu, því þeir muna vel að
meðan á samvinnu stóð voru a.m.k.
samstarfsflokkarnir ábyrgir hvors í
annars munni.
Svo sýnir reynslan að kreppuþróun
arðránsþjóðfélagsins er óstöðvandi og
hvorki ráðin á þingi eða í ríkisstjórn.
Hver stjórn baslar þangað til hún
fellur vegna óánægju almennings —
með tilheyrandi fylgisaukningu stjórn-
arandstöðunnar. Á sínum tíma var
„vinstri” stjórnin felld og Sjálfstæðis-
flokkurinn stórjók fylgi sitt. Nú fellur
rikisstjórn hans og Framsóknar en
stjórnarandstaðan eflist.
Meðan á þessu stendur versna
kjörin þegar til lengri tíma er gáð,
byggðaeyðingin eykst, erlend ásælni
sömuleiðis og flokkarnir sneiða jafn
vandlega framhjá áð skipuleggja eigin
baráttu fólks.
Smáframboðin
í fyrrgreindu ástandi sjá nýjar
stjórnmálahreyfingar dagsins ljós. Til
þeirra flestra sést ekkert í starfi, en
menn á þing vantar þær. Auðstéttin
og millistétt geyma fólk sem reynir
örvæntingartilraunir til þess að
„bjarga samfélaginu”. En innan
millistéttar og verkalýðsstéttar eru
aðrir sem reyna að lappa uppá
Alþýðubandalagið i stað þess að af-
marka sig í einu og öllu frá því.
Stjórnmálaflokkurinn er dæmi um
flokk fyrri hópsins. Hann vill sam-
þjöppun valds, forseta af bandarískri
gerð og nokkur „ofurmenni” sem
stýra arðránsskipulaginu með „sterkri
stjórn”, uppúr öldudal kreppunnar. Til
þess að tæla til sin fylgi alþýðufólks er
„sterka stjórnin” krydduð með
tveimur hrossameðulum: Gjaldtöku af
Kjallarinn
AriT.Guðmundsson
NATO-hernum og lækkun skatta skv.
innantómri Glistrup-formúlu. Vegna
uppruna sins og stefnu er þessi flokkur
ekki valkostur, heldur andstæðingur
verkafólks og annars alþýðufólks.
Að baki Alþýðubandalaginu örlar á
tveimur framboðslistum. Fylkingin
hefur vaðið ský og staðið í stað, með
fast fylgi fárra háskólanema, síðan
1968. Hún veitir verkalýðsforystu Al-
þýðubandalags og Alþýðuflokksins
„gagnrýninn stuðning”, berst gegn
varðveislu íslensks sjálfræðis, ver er-
lenda stóriðju, snérist gegn fiskveiði-
lögsögunni og útfærslu hennar og
styður Sovétrikin sem „verkalýðsríki”.
Með þessa „glæsilegu ogsósialísku”
stefnu leitar hún atkvæða í Reykjavík,
en hvetur annars staðar fólk til að
kjósa Alþýðubandalagið. í síðustu al-
þingiskosningum, með nokkur rétt-
mæt stefnumið og stuðningi nokkurra
„ÞO STÓDST A TINDI
HEKLU HAM”
í hinu fræga kvæði sinu til Páls
Gaimard spyr listaskáldið góða Jónas
Hallgrímsson þennan íslandsvin,
hvort honum hafi ekki þótt landið yfir-
bragðsmikið að sjá ofan af Heklutindi.
Við sjóndeildarhringinn á hafi úti
gnæfa Vestmannaeyjar. Grænar og
svartar til skiptis ber þær við blátt
hafið. Stærsta verstöð landsins
núna og margfaldur hlekkur í efnahag
og gjaldeyrisöflun landsmanna.
Nær breiðir Suðurlandsundirlendið
úr sér. öflugasta landbúnaðarhérað
landsins og trygg matarkista öllum
þeim sem búa í þéttbýlinu við Faxa-
flóa. Ekki vantar heldur magnþrungna
náttúrufegurð gúta jöklum og fjöllum,
jökulám og hverasvæðum. Hér hefur
saga landsins mótazt á Þingvöllum,
Skálholti og Odda og hér á listfengi og
sagnarandi hinna norrænu þjóða slík
tök, að bjarmar af á gjörvallan heim
germanskrar menningar.
En undir fótum vísindamannsins
blundar eldurinn, hinn ægilegi ógn-
valdur héraðsins, en um leið sá sem
skapaö hafði héraðið og reyndar allt
landið, og því gefið íbúum þess vett-
vang lífs síns. Hann hefði því getað
sagt eins og Jónas á öðrum stað. „Gat
ei nema guð og eldur gjört svo dýrð-
legt furðuverk”.
Félagsleg
viðhorf
Nú kann einhver að segja að svona
rómantiskur inngangur passi ekki
beint í grein sem augljóslega sé skrifuð
í stjómmálalegum tilgangi, rétt fyrir
kosningar. Því er til að svara eins og
máltækið segir, að fjórðungi bregði til
fósturs og draga þvi allir nokkurt dám
af umhverfi sínu og uppeldi. Jafnframt
er það ekki að ástæðulausu að Sunn-
lendingar eru minntir á það hversu,
skjótt getur brugðið sumri í þessu
blómlegasta og orkumesta héraði
landsins. Einnig hversu nauðsynlegt
það getur verið að temja sér félagsleg
viðhorf, jafnvel í góðæri og á blóma-
tímum, þegar engrar samhjálpar er
þörf, en reynist svo einmitt eina leiðin
þegar á móti blæs.
Alþýðuflokkurinn er flokkur félags-
hyggju og samhjálpar, flokkur jafnað-
arstefnunnar á íslandi. Engin stefna
hefur mótað þjóðlíf rikja heims á við-
lika hátt eins og jafnaðarstefnan.
Stefnan er til komin upp úr iðnbylting-
unni og sem slík leitast hún við að
vernda helgi einstaklingsins en um leið
að visa honum veginn fram á við í
tæknivæddu og flóknu þjóðfélagi.
Þannig er islenzkt þjóðfélag orðið og
því þarf rödd jafnaðarstefnunnar ekki
síður að hljóma hér en í nágrannarikj-
um okkar. Allir íslenzkir stjórnmála-
flokkar styðjast að meira eða minna
leyti við jafnaðarstefnuna, sumir
meira að segja svo mjög, að þeir lýsa
þvi yfir að þeir séu jafnaðarmanna-
flokkur.' Ástæðurnar fyrir því, að fé-
lagar þessara flokka hafa ekki treyst
sér að ganga í Alþýðuflokkinn eru
margar, sumar persónulegs eðlis eins
og gerist og gengur, aðrar vegna
stefnu flokksins í utanrfkis- og varnar-
málum.
Lýðræðisleg
afstaða
í Alþýðuflokkinn eru allir jafnað-
armenn hjartanlega velkomnir. Þeir
mega hafa sínar skoðanir á mönnum
og málefnum. En jafnaðarstefnan er
lýðræðisleg og það þýöir að menn geta
lent i minnihluta í einu máli og verið
meirihluta megin í öðru. Minnihluta-
mál í dag getur líka orðið meirihluta-
mál á morgun. Svona er lýðræðið.
Þetta getur virzt seinvirkt og mátt-
laust, en til lengdar er þetta öllum fyrir
beztu. Því endanlega er allt vald hjá
fólkinu og um þess vilja snúast málin.
Þeir, sem telja sig jafnaðarmenn, en
hafa ekki stutt Alþýðuflokkinn ættu
að hugleiða þetta. Þeir ættu einnig að
minnast þess að sameinaðir stöndum
vér en sundraðir föllum vér. Þess
vegna þarf rödd jafnaðarstefnunnar
að vera samhljóma. Þannig heyrist
hún bezt, þannig hefur hún mest áhrif
öllum til framdráttar.
Utanrfkismál
1 utanrikismálum er stefna flokksins
alveg skýr. Flokkur mannhelgi og
mannvirðingar vill frið þjóða i milli
svo þjóðir megi dafna og þroskast. Á'
grundvelli þessa styður flokkurinn allt.
starf Sameinuðu þjóðanna og telur
það endanlegt markmið þeirra að
koma á lýðræðislegri stjórn þjóðanna i
málefnum sin á milli eins og lýðræði á
reyndar að ríkja hjá þeim hverri og
einni. Á þessum grundvelli styður
flokkurinn aukið framkvæmdavald
Sameinuðu þjóðanna með útfærðu
löggjafar- og dómsvaldi. Flokkurinn
styður einnig öU heimshlutaráð og
bandalög, sem eru í þágu friðar og ör-
yggis þegnanna og telur alveg eðlilegt
að samtök eins og Norðurlandaráð og
Evrópuráð komi fram sem nokkurs-
konar þrýstihópar aðildarþjóðanna á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Flokkurinn er einnig hlynntur hvers
konar efnahagssamvinnu þjóða i milli,
enda sé henni ekki stefnt gegn öðrum
heimshlutum og telji þjóðimar að ör-
yggis sín vegna neyðist þær til að vera i
varnarbandalögum, þá styður flokkur-
inn þá stefnu I Ijósi þess, að ekki hefur
tekizt að efla alþjóðlegt lögregluvald
Sameinuðu þjóðanna svo, að svæða-
varnarbandalög séu í reynd óþörf. Á
grundvelli þessa studdi Alþýðuflokk-
urinn inngöngu íslendinga i Fríverzl-
unarsamtök Evrópu EFTA og mælir
með öllum þeim samskiptum við Efna-
hagsbandalagið EBE, sem raunveru-
lega þjóna hagsmunum landsins. Þá
telur flokkurinn að öryggi landsmanna
sé bezt tryggt i samstarfi við þær þjóð-
ir sem eru þeim skyldastar þ.e. í At-
lantshafsbandalaginu.
Einnig í ljósi þess, að þjóðin hafi
ekki bolmagn til þess að hafa eigin
varnarlið, þá sé það nauðsynlegt að
um það sé samið við aðra. Þetta allt
saman verður þó að skoðast í ljósi
þeirrrar staðreyndar að efling Samein-
uðu þjóðanna hefur ekki náð þeim
mæli, sem að er stefnt. Endanlegt
markmið er efling friðar þjóða í milli,
friðar sem kemur i veg fyrir gífurlega
sóun mannafla og verðmæta í herjum
og hergagnaframleiðslu iandanna, og
friðar sem einn er forsenda þess að
þoka megi sveltandi og örbjarga þjóð-
um nokkuð fram á veg til bjargálna.
Raunsæis
er þörf
Stjórnmál eru talin list hins mögu-
lega, en þvi miður eru öll stjórnmál
líka háð annmörkum þess sem er. Al-
þýðuflokkurinn reynir og hefur reynt
að horfa á málin af raunsæi. Það er oft
erfitt, en vonin er sú að það sé farsælt.
Þeir sem eru jafnaðarmerin i hjarta
sinu, en hafa ekki treyst sér að styrkja
flokkinn vegna stefnu hans í utanrikis-
og varnarmálum ættu að hugleiða
málin á ný. Þaðer biturt fyrir alþýðu-
flokksmenn að horfa stöðugt uppá það
að jafnaðarmenn gangi tvístraðir til
leiks vegna skoðanaágreinings í þess-
um málaflokki. Ef niðurstaða nánari
skoðunar á þessu mikla vandamáli er
sú, að flokkurinn hafi í raun gert það
eina sem hægt var að gera í stöðunni,
eins og hún lá fyrir, — og, að flokkur-
inn hafi gert þetta eftir reglum lýð-
ræðis og jafnaðarstefnu, þá má enginn
sannur jafnaðarmaður láta sér þetta
verða bita i háls, heldur ganga óhikað
og djarflega til stuðnings flokknum,.
svo rödd jafnaðarstefnunnar fái
hljómað hvellt og skýrt öllum íslend-
ingum til aukinnar farsældar og ham-
ingju.
Sjávarútvegur
er grundvöllurinn
Vandamálin i landsmálum eru
nefnilega nógu mörg þótt utanríkis-
málum sé sleppt. Gifurleg verkefni
bíða i skipulagningu og nýtingu mestu
auðæfa landsmanna, fiskimiðunum.
Aldrei má það heldur bregöast að sjó-
mennirnir okkar hafi ekki þau bezfu
skip og tæki, sem völ er á hverju sinni,
til að nýta þessi mið. Aðstaðan i landi
má líka mikið batna og ekki eru hafn-
irnar víst fullbyggðar enn. Til alls
þessa þarf mikið fjármagn og ekki
siður að nýta það vel og rétt. Þar má
skoðun Alþýðuflokksins og jafnaðar-
stefnunnar ekki vanta, því þar eru
hagsmunir flestra í húfi.
Landbúnaðurinn
Landbúnaðurinn hefur átt i
erfiðleikum. 1 þúsund ár hefur þessi at-
vinnugrein haft þá ábyrgð, að fæða
landsmenn og klæða. Nú er vanda-
málið það, að mörgum finnst bændur
hafa staðið of fast í ístaðinu, enda
torgar þjóðin ekki orðið fram-
leiðslunni. Óneitanlega skal á það
minnzt hér að lengst af i sögu
þjóðarinnar hefðu þessi tiðindi þótt
gleðiefrii. Sulturinn hefur nefnilega oft
verið nálægt landanum. Líklega hafa
enn til þessa dags fleiri íslendingar
liðið fyrir skort á matvælum en of-
gnótt svo litið sé sögulega á málið og,
oft vill sagan endurtaka sig.
Margir hafa orðið til þess að ásaka
Alþýðuflokkinn fyrir stefnu hans í
landbúnaðarmálum. Sumir þessara
aðila hafa meira að segja gert sig seka
um slíka ævintýramennsku í orðum,
að vart verður trúað að þeim sé i raun
alvara. Eins og allir vita hefur síðustu