Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÍJNÍ1978. Nú er mál að vakna Nýkosin stjórn Reykjavikurborgar gaf út sínar fyrstu yfirlýsingar i gær. Þá fengum við, fólkið í landinu, smjör- þefinn af því sem koma skal. Er búið að heilaþvo okkur svo í kjaramálum, að við vöknum ekki upp við svo aug- Ijósar aðgerðir, í átt að atvinnuleysi og hörmungum. Borgarstjórn segir að ekki séu til peningar fyrir framkvæmd- um en kastar um leið 300 milljónum í launabætur, en um leið engar fram- kvæmdir. Hvað um þá sem vinna að framkvæmdum. Þeir eiga vist að verða at- vinnulausir eða hvað? Einhverjir hljóta að vinna við framkvæmdir borgarinnar eða gleymdust þeir í þess- ari sýndarmennsku borgarfulltrúa. Er það ekki sýndarmennska að hækka hjá vissum hópum laun en gera aðra atvinnulausa um leið? Hvað héldu þessir fulltrúar „fólksins í landinu” að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar væri að gera i vetur þegar hún gaf út lög um minni visitölubætur. Héldu borg- arfulltrúar að það væri af mann- vonsku einni sem þau lög voru sett. Er ekki augljóst nú hversvegna? Til þess að hér rikti ekki atvinnuleysi, sem alls- staðar er i kringum okkur. Svo ábyrg er sem betur fer sú ríkisstjórn er situr við völd nú, en hvað með þessa borgarfull- trúa, hverskonar ábyrgðarleysi er þar? Eru þeir að krýna sjálfan sig þessum margumtalaða geislabaug i krafti launauppbóta; þeir skyldu fara hægt i þeim sökum. Það væri gaman að fá upplýsingar um hversu vel stæður at- vinnuleysissjóður er I dag eftir að BILAPARTASALAN Höfum urvalnotadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Ford Pick-up 1966 Volvo Duet 1965 Rambler American 1967 Moskvitch 1972 Chevrolet Impala 1965 Skoda1001972 Cortina 1967—1970 Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleda. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Simi 11397 Lausar stöður Kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar eru íslenska, erlend tungumál (danska, enska, þýska, franska), stærðfræði, raungreinar (eðlis-, efna- og liffræði), samfélags- og við- skiptagreinar, tré-, málm- og rafiðnagreinar, kennslu- greinar á vélstjórabraut. Nauðsynlegt er að kennarar geti kennt fleiri en eina kennslugrein. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 16. júni 1978. Smurbrauðstofqn Njibgitii 49 - Smi 15105 Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag stæðu verði, m.a. 5_6manna ly. 36.770.- 3 manna kr. 27.300.- Hústjöld kr. 68.820.- Póstsendum um allt land. Seglagerðin Ægir Eyjðrgötu 7, örfirsey — Sími 14093. hann hefur borgað fleiri milljónir i fæðingarorlof. Hér skal bara staldrað við, er það ekki kjarabót fyrir okkur konur að fá greidd laun í þriggja mán- aða fæðingarorlofi. Við skyldum líka hugsa um fleira. Kjarabætur þurfa ekki alltaf að koma fram í krónutölu. Lítum á hitaveitumálin. Voru það ekki kjarabætur allar þær hitaveitu- framkvæmdir sem hafa átt sér stað í tið þessarar rikisstjórnar. Fyrir mig voru þær það, þvi meðan ég kynti með olíu tæplega 100 ferm íbúð kost- aði það mig á mánuði yfir árið 1975 kr. 5.665 en árið 1976 greiði ég í hita- kostnað af sömu íbúð kr. 1.967 á mán- uði. Mismunurinn á mánuði er kr. 3.698, yfir árið gerir það kr. 44.376. Ég spyr: Eru þetta ekki kjarabætur lika? Þeim gleymist það oft í verka- lýðsbaráttunni að tala um þær kjara- bætur sem við fáum á þennan hátt. Þeir mæna alltaf á krónutöluna sem kemur í vasann, en er svo tekin af okk- ur aftur í hækkuðum búvörum því bóndinn þarf líka sitt. Því held ég gott fólk að nú sé mál að vakna og hugsa fyrir næstu kosningar. Hvað tekur þá við ef þessir menn komast að. Ef við hugsum aðeins getum við séð fyrir okkur hvað mun gerast. B.S.R.B. mun ekki láta sér það lynda, að borgar- starfsmenn fái hækkun, en þeir ekki, sem sagt meira atvinnuleysi. Sjálf- stæðismenn hafa aldrei leynt okkur því hvernig fjárhag landsins er háttað. Þeir reyna að takast á við vandann i staðinn fyrir að hlaupast á brott, eru ábyrgir menn. Er ekki betra að hafa aðeins svolítið minna handa milli en fulla atvinnu, sem ekki mun verða ef ábyrgðarleysi eins og borgarstjórnar- fulltrúar Reykjavikur sýna, á að setj- ast við völd í ríkisstjórn landsins, því- lík stjórn. Guðrún Helgadóttir fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn er búin að sýna okkur réttu hliðarnar á hugsjónum sínum. Það á að segja upp óæskilegu starfsfólki og endurmennta hina sem líklega standa þeirra megin. Sem sagt svo klókindalega ætla þeir að koma sínum að, því fólki sem tilheyrir sérréttindahópi kommúnismans „menntafólkinu”. Við hin skiptum engu máli. Ég vona að þeir sem lesa þessa grein skilji nú hvert mun stefna ef þetta ævintýrafólk kemst að i ríkis- stjórn. Hér mun ríkja atvinnuleysi og hörmungar hjá því unga fólki okkar sem er að byggja og þarf að standa i skilum með afborganir sínar. Eitt er líka víst að borgarfulltrúar eru búnir að leggja drög að því að hér logi allt i María Magnúsdóttir verkföllum ef þeir komast ekki að i rík- isstjórn með þessum síðustu aðgerðum í borgarstjóm. Því þeirra menn sitja við völd i flest öllum verkalýðsfélög- um, en ég treysti sjálfstæðismönnum vel að leysa þann vanda með hjálp okkar, hinum almenna launþega eftir að við erum búin að fá smjörþefinn af aðgerðum vinstristjórnaref hún kemst að. Því er það kjósendur góðir, að við kjósum ábyrga menn í stjórn landsins og veljum X-D 25. júní næst- komandi. María Magnúsdóttir, Ásbraut21, Kópavogi. TIL STYRKTAR LÝÐRÆÐINU Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálaflokkur viðurkennir að mis- ferli hafi átt sér stað í starfi sinu. Slíkt hélt ég að bara gæti gerst í útlandinu og að íslendingar væru svo ófor- skammaðir að þeim gæti aldrei dottið slíkt i hug. Og þó ... Formaður Al- þýðuflokksins staðhæfði nú fyrir skömmu frammi fyrir alþjóð í kjallara- grein Dagblaðsins, að flokkur sinn hefði misnotað þær merkingar sem hann hefði i gegnum árin safnað á kjörskrá i þeim opinbera tilgangi að nauðsynlegt væri að hafa þær við hendina á kjördag. En nú kallar Bene- dikt Gröndal þessar merkingar njósnir og mannréttindabrot og iðrast sáran. Ég hlýt að ganga út frá því sem vísu að Benedikt Gröndal taki mið af verkum síns eigin flokks. Þar þekkir hann lang- best til enda hefur hann aldrei unnið fyrir neinn annan flokk. Samkvæmt þessu sem gefnu hafa kratar notað þessar merkingar sínum kjósendum til framdráttar t.d. við veitingu embætta, enda ekki langt síðan það var yfirlýst stefna þeirra að koma svo mörgum krötum fyrir í stjórnkerfi landsins sem framast væri unnt. Það væri þvi ráð fyrir vilmunda þjóðfélagsins að kanna t.d. hversu mikil brögð voru að þessu þegar kratar höfðu menntamálaráð- herra í viðreisnarstjórninni. t öðru lagi væri það einnig knýjandi rannsóknar- efni að kanna hversu mikil brögð hafi verið af pólitískum veitingum á gjald- eyri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar en eins og allir vita er borgar- fulltrúi krata höfuðpaurinn í gjaldeyr- isskömmtunardeildinni. Lýðskrum Alþýðuflokksins Það er eitt að standa upp sem iðr- andi syndari og játa yfirsjónir sínar frammi fyrir kjósendum, en annað er það að ætla að verða sér úti um synda- aflausn með því að benda á aðra flokka og bera það þeim á brýn að þeir hljóti einnig að hafa svindlað. Það er ómerkilegt og ekki annarra háttur en lýðskrumara. Ótrúlegt er að Benedikt Gröndal hafi annað fyrir sér i þessum efnum varðandi aðra flokka en það sem hann hefur orðið vitni að á kjör- dag svo og samanburðurinn frá sínum eigin flokk sem er krötum greinilega óhagstæður.Réttfyrir siðustu kosning- ar sagðist Alþýðuflokkurinn vera hættur njósnum, slíkum sem hann hefur í áratugi beitt. Því er ekki að Kjallarinn Sigurður Sigurðarson neita að margt bendir til þess að þetta sé kosningabrella sem þjóna eigi alla vega tvíþættum tilgangi. Hinn fyrri er að sveipa sig slæðu siðgæðis en um leið á sú slæða að hylja hinn raunveru- lega tilgang en hann er sá, að Alþýðu- flokkinn skortir fólk til starfa. Fylgi flokksins er svo sveiflukennt og óstöð- ugt að útilokað er að treysta á fylgi flokksins úr einum kosningum til ann- arra. 1500 kratar? Nei! Til þess að kosningakerfi eins og Benedikt Gröndal er að tala um nái til- gangi sinum, þarf, að minsnta kosti eitt þúsund manns, einungis á kjör- degi, — 1500-2000 ef vel á að vera. Þennan mannskap hefur Alþýðuflokk- urinn alls ekki og i Ijósi þessa er kannski ekki svo erfitt að skilja að Al- þýðuflokkurinn reyni að fela uppgjöf sína. „Njósnir" Það er rétt sem Benedikt Gröndal segir, að flokkarnir safni upplýsingum um hvað fólk hyggst kjósa og þessar upplýsingar eru skráðar í kjörskrár sem siðan eru notaðar á kjördag. Þetta á ekki að vera neitt leyndarmál. Eins og málin horfa við mér í þeim flokki sem ég starfa i, Sjálfstæðisflokknum, þá er yfirleitt reynt að stofna til kynna við það fólk sem ekki er vitað hvað muni kjósa. Takist það ekki er leitað til einhvers þess sem hugsanlega geti veitt slikar upplýsingar. Stundum tekst þetta og stundum ekki. Það má vel kalla þessa aðferð njósnir ef vilji er fyrir hendi, en áður en tekið er svo djúpt i árinni er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir þvi hvers vegna í ósköpunum er haft svona mikið fyrir þessu. Starfið á kjördag Lýðræðið byggist meðal annars á því að sem flestir kjósi svo að úrslit kosninganna gefi sem réttasta mynd af vilja þjóðarinnar. Þvi miður vill það oft verða svo, að margir notfæra sér ekki þennan rétt sinn, — því miður. Ástæðurnar geta verið margskonar, s.s. Hlutaðeigandi; a. Kemst ekki á kjörstað, einhverra hluta vegna. B. Ætlarallsekkiaðkjósa. c. Ætlar kannski að kjósa ef hann hefur tima til eða ef hann nennir. í tveimur þessara tilvika kýs kjós- andinn ef honum er auðveldað að komast á kjörstað eða ýtt sé á eftir hon- um nema hvort tveggja komi til. Hundruð tilvika. ekki sist fyrir sið- ustu kosningar, sanna svo ekki verður um villst, að hefði atbeini flokkanna ekki komið til þá hefði kjörsóknin orð- ið mun minni, og þá hefðu úrslitin gef- ið alranga mynd af vilja þjóðarinnar. Hugsum okkur til dæmis gamalt fólk er finnst það fyrirhöfn að staulast á kjörstað fyrir einn kross fyrir framan bókstaf. Miklu líklegar er að þetta fólk komi ef því er auðvelduð ferðin. Eða hugsum okkur þau sem ekki komast vegna þess að þau eru bundin t.d. yfir veiku barni. Úr þessu er hægt að leysa ef vilji er fyrir hendi. Hugsum okkur i þriðja lagi hið kærulausa fólk, sem nennir ekki á kjörstað vegna þess að það heldur að atkvæði sitt vegi svo ósköp lítið. Líkur eru til að það komi verði það hvatt til þess. Hægt væri að nefna fjölda dæma sem rökstyddi það að þetta kosninga- kerfi er ekki brot á mannréttindum. Hvað sem öllu líður vega kostir þessa kerfis svo miklu miklu meira en gallamir, séu þeir nokkrir, að fyllsta ástæða er til að halda þessu áfram. Niðurstaða þessarar greinar er sú, að Alþýðuflokkurinn og Benedikt Gröndal reyndu að gera kosningamá! úr þvi að krata skortir fólk. Siguróur Siguröarson námsmaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.