Dagblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2l.JÚNtl978.
Syngurmeð rödd
Bonnie Tyler—
ný söngkona á stjömuhimninum
Rods Stewart
Bonnie Tyler nýtur mikilla vin-
sælda þessa dagana fyrir söng sinn í
laginu It’s A Heartache. Fólk kemst
ekki hjá því aö taka eftir laginu, þeg-
ar það heyrir þaö. Veldur þar mestu
sérkennileg og rám rödd söngkon-
unnar.
En þessi ræma Bonnie Tyler á sér
ekki langa sögu. Hún sem áður söng
með silkimjúkri röddu lög eins og
Lost In France, More Than A Lover
og fleiri slik, minnir nú orðið einna
helzt á Rod Stewart. Það voru eitlar
í koki söngkonunnar, sem ollu breyt-
ingunni. Þeir voru fjarlægðir fyrir
tveimur árum og er Bonnie fékk að
reyna á hálsinn að nýju fyrst eftir
uppskurðinn kom gallinn í Ijós.
Bonnie Tyler er ættuð frá Wales
og bjó þar til skamms tima. Lengi vel
vann hún í sælgætisheildverzlun á
daginn og söng síðan annarra lög á
smáskemmtistöðum á kvöldin. Loks
kom þó að því að Ronnie Scott og
Steve Wolfe uppgötvuðu hæfileika
hennar og tóku hana með sér til
London. Þeir sjá nú um að semja
fyrir hana lög og koma þeim á fram-
færi.
DEILDARBUNGUBRÆÐUR eins og þeir lita út í dag. Lengst til vinstri er Olafur Kolbeins trommuleikari og við
hlið hans Ágúst Birgisson bassaleikari. Þeir hafa oft áður ieikið saman i hljómsveitum. Þá kemur Axel Einarsson git-
arleikari og söngvari og lengst til hægri er Jón Ragnarsson, sem lék meðal annars með hljómsveitunum Pops og
Sálinni hér fyrr á árum. Ljósn). Hörður Guðnason.
Deildarbungubnæður
ætlaað halda sig
við landsbyggðina
Veruleg uppstokkun hefur orðið í
hljómsveitinni Deildarbungu-
bræðrum á síðustu vikum.
Helmingur meðlimanna — Kristinn
Sigurjónsson og Árni Sigurðsson —
er hættur. 1 þeirra stað komu í
hljómsveitina þeir Jón Ragnarsson
og Ágúst Birgisson.
Svona einfaldléga virðast manna-
breytingarnar hafa orðið á yfir-
borðinu, en eru öllu flóknari undir
niðri. Axel Einarsson hljómsveitar-
stjóri vildi kannski gjöra svo vel að
útskýra málið betur:
„1 raun og veru erum þaö við
Ólafur Kolbeins trommuleikari sem
hættum í Deildarbungubræðrum,”
sagði Axel, er Dagblaðið ræddi við
hann um hljómsveitina. „Það kom
upp ágreiningur milli mín annars
vegar og Kristins og Árna hins veg-
ar, sem leiddi til þess að ég sagði upp,
og Ólafur stuttu síðar. Hinir virtust
þá ekki hafa áhuga á að starfa frekar
áfram undir Deildarbungubræðra-
nafninu, svo að við Ólafur stofn-
uðum hljómsveitina aftur með
nýjum mönnum."
Agreiningsefnið kvað Axel hafa
verið það, hvort bæta ætti fimmta
manni i hljómsveitina.
„Ég tel hæpinn grundvöll fyrir
stærri hljómsveitum en kvartettum
hér á landi á meðan verði hvers
aðgöngumiða að dansleikjum er
skipt eins og nú,” sagði Axel.
Þrjár vikur eru liðnar síðan
Deildarbungubræður hófu starf-
semina á nýjan leik eftir manna-
breytingar. Hljómsveitin hefur
eingöngu haldið sig við lands-
byggðina og ætlar að gera það í
sumar. Hún er fullbókuð fram á
haustið, utan tvær helgar
.síðsumars. 1 næstu framtíð kemur
hljómsveitin ekki nær Reykjavik en
í Búðardal, svo að aðdáendur verða
heldur betur að leggja land undir fót.
Sem stendur eru Deildar-
bungubræður á Austurlandi og yfir-
gefa þann sælureit ekki fyrr en eftir
næstu helgi.
„Okkur líkar langbezt að leika úti
á landi og miðum lagavalið
algjörlega við þann markað," segir
Axel. „Við erum meira að segja
fótspor
Jónas Þórir naut aöstoðar nokkurra manna rið gerð plötunnar Sveitin milli sanda. Frá vinstri eru Jónas Þórir Dagbjartsson, Guðjón B. Hilmarsson, Jónas
Þórir Þórisson og Kristján Þórarinsson. DB-mynd Ari.
Nýíslenzk hljómplata—Sveitin milli sanda, erkomin út
Leikur fimmtán íslenzk lög á orgel
Sveitin milli sanda nefnist
hljómplata sem S.G. hljómplötur
sendu nýlega á plötumarkaðinn. Þar
leikur Jónas Þórir Þórisson
orgelleikari fimmtán íslenzk lög frá
ýmsum tímum, þar á meðal eitt eftir
sjálfan sig. Jónasi til aðstoðar eru
þeir Kristján Þórarinsson, Guðjón
B. Hilmarsson og faðir hans, Jónas
Þórir Dagbjartsson, sem leikur á
fiðlu I tveimur lögum. Þá leikur
upptökumaður plötunnar, Sigurður
Árnason, á bassa í einu lagi,
/jvendurá Eyrinni.
Jónas Þórir Þórisson er einna
kunnastur fyrir orgelleik sinn á
tveimur af hótelum borgarinnar,
Sögu og Esju. Þá hefur hann einnig
leikið í einkasamkvæmum og
sömuleiðis kom hann talsvert við
sögu í sjónvarpsþættinum Á vor-
kvöldi.
Upphaflega var áætlað að Sveitin
milli sanda kæmi út í febrúar síðast-
liðnum. Miklar tafir urðu hins vegar
á vinnslu plötunnar og kemur hún
þvi ekki fyrir eyru landsmanna fyrr
en nú. — Upptakan fór fram í
stúdíói Tóntækni í júli í fyrra.
-ÁT-
mömmu
Dóttir Carole King er
að hefja feril sinn
Dóttir Carole King, Louise
Goffin, vinnur nú baki brotnu að
undirbúningi fyrir hljóðritun fyrstu
plötunnar sinnar. Louise er aðeins
sautján ára gömul og undirritaði
fyrir stuttu plötusamning við
Elektra/Asylum útgáfufyrirtækið.
Upptökustjóri hennar er sá marg-
frægi Bob Ezrin, sem gerði hljóm-
sveitina Alice Cooper að þvi sem
hún varð.
„Ég lofaði ættingjum Louise að
hún skyldi Ijúka skólanámi áður en
við byrjuðum á plötunni,” sagði
Steve Wax yfirmaður Elektra/
Asylum er hann var spurður um
plötusamninginn. „Hún útskrifast
eftir nokkra daga og fer þá rakleiðis í
stúdíóið.
Louise hefur fengizt við laga-
smíðar og er býsna liðtæk á því
sviði,” sagði Wax ennfremur. „Lög
hennar hafa mjög persónuleg
einkenni.” úr rolling stone.
búnir að fá okkur Blazer-jeppa méð
kerru. svo að við getum farið allra
okkar ferða." -ÁT.-
BONNIE TYLER — Fólk veltir þvi gjarnan fyrir sér hvers konar herfa það
sé, sem syngur It’s A Heartache. Á myndum kemur i Ijós að útlit hennar er i
litlu samræmi við röddina. — Bonnie játar reyndar að Rod Stewart sé i
uppáhaldi hjá henni.