Dagblaðið - 21.06.1978, Side 32
Skoðanakannanir
DBogVísis:
Vísir her út
enn meiri sveifiu
Vísir birti í gær niðurstöður skoð-
anakönnunar sinnar um fylgi fram-
boðslista og ganga þær í meginatriðum
i sömu átt og niðurstöður Dagblaðsins
en Vísiskönnunin sýnir þó mun rót-
tækari breytingar.
Samkvæmt könnun DB fékk Al-
þýðuflokkurinn 22,1 prósent þeirra
sem tóku afstöðu en 25,1% sam-
kvæmt könnun Vísis. Flokkurinn fékk
9,1% í siðustu kosningum. Framsókn
fékk samkvæmt könnun DB 12,9% en
14,9% í könnun Vísis. Hann fékk
GuðmundurJ.
um hafnamefnd:
Baráttan
stendur
um kjörin
— ekki ráðin
og nef ndirnar
„Kosningabaráttan stendur um laun
og kjör verkafólks en ekki ráð og nefnd-
ir,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson,
er fréttamaður DB innti hann eftir
ágreiningi um formannskjör i Hafnar-
nefnd Reykjavikur.
Svo virðist sem borgarfulltrúar Al-
þýðubandalags hafi sparlega leitað sam-
ráðs um nokkur atriði varðandi skipan
manna í nefndir, m.a. formennsku í
hafnarnefnd. Sýnist nú sitt hverjum og
sló í nokkra brýnu um það mál.
Flokkarnir sem nú mynda meirihluta
í borgarstjórn, gerðu samkomulag um
skipan fulltrúa þeirra í nefndir og ráð
borgarinnar. Kom formennskan i hafn-
arnefnd í hlut Björgvins Guðmundsson-
ar. Mun honum fast i hendi að ekki
verði hvikaöfráþví.
„Ef hvergi verður harðar barizt um
nefndarstörf og bitlinga en af mér þá
verður ákaflega friðsælt í þessu þjóðfé-j
lagi,” sagði Guðmundur J. Hann bætti
við: „Ég neita þvi ekki að mér er ákaf-
lega annt um hafnarverkamenn i
Reykjavík og alla aðstöðu á þeirra:
vinnusvæði. Hvorki eru þó hús eða hús-
munir í hættu vegna ágreinings um|
þetta mál.” BS. I
Vinnuskóli Kópavogs:
Hærri laun—
ogvinnu-
gleðin eykst
Kópavogskaupstaður greiðir ungl-
ingum sínum snöggt um hærri laun í j
vinnuskóla sínum en nágrannabæir I
gera. Unglingar fæddir '62 fá 90% af
Dagsbrúnarkaupi, en unglingar fæddir
'65 60%.
„Þessi stefna hefur gefizt vel og rikir
góður vinnuandi innan skólans og af-
köstin hafa fárið langt fram úr öllum
vonum,” segir Einar G. Bollason, for-: ,
stöðumaður vinnuskólans. ’ !
Skólinn heldur áfram að nota hluta 1
starfstímans til að kynna unglingunum
ýmsa þætti atvinnulifsins og í þessari
viku er farið i dagróðra með v.b.;
Steinunni. ' I
24,9% i siðustu kosningum. Hjá Visi
er fylgisaukning Alþýðuflokks því
meiri en hjá DB en tap Framsóknar j
nokkru minna.
Ennfremur fær Vísir út meiri aukn-
ingu hjá Alþýðubandalaginu en DB og
meira tap hjá sjálfstæðismönnum. Hjá
Visi fær Alþýðubandalagið 26,6% en:
21,0% hjá DB. Bandalagið hafði
18,3% 1974. Hjá DB fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 37,8% en 29,9% hjá Vísi.
Hannhafði 42,7 %árið 1974.
Hvað þýða niðurstöður DB og Vísis
fyrir þingmannatölu flokkanna? Hið
merkilega er að Vísir fer í forsíðufrétt í
gær ekki eftir niðurstöðunum fyrir
einstök kjördæmi, sem birt eru inni 1
blaðinu. Vísir breytir niðurstöðum um
kjördæmakjöma þingmenn í Reykja-
vík, á Vesturlandi og Norðurlandi
vestra. Séu reiknaðir kjördæmakjömir
þingmenn, miðað við tölur Vísis úr
einstökum kjördæmum, og uppbótar-
sæti síðan reiknuð, kemur út eftirfar-
andi: Alþýðuflokkur 16 þingmenn,
Framsókn 8, Sjálfstæðisflokkur 19,
Alþýðubandalag 16 og svo Karvel.
Skoðanakönnun DB leiðir til eftirfar-
andi niðurstöðu um þingmannafjölda:
Alþýðuflokkur 14, Framsókn 8, Sjálf-
stæðisflokkur 24, Alþýðubandalag 13
og svo Karvel.
Núverandi þingmannatala er þessi:
Alþýðuflokkur 5, Framsókn 17, Sjálf-
stæðisflokkur 25, Alþýðubandalag 11,
Samtökin 2.
—HH.
Það er ekki amalegt veðrið 1 Reykjavik. Loks þegar sólin brýzt fram úr skýjum næðir isköld norðanátt um mannskapinn. En
hvað um það, fólk klæðist þá skjólgóðum flikum og reynir að njóta sólargeislanna. Þessir voru að dorga 1 Elliðavatni við
Reykjavík i gær. Ekki er þetta neinn Lagarfljótsormur sem þarna er kominn f vatnið — bara ofur saklaus vatnsleiðsla sem á
þarna leið um. DB-mynd Hörður.
FIRRAN SEM VARÐ
AÐ VERULEIKA!
— Norskir skólakrakkar á íslandi
„Krakkarnir töluðum um i haust að
fara til Islands að loknum grunnskóla.
Ég leit á þetta sem firru i upphafi en
þrákelkni þeirra varð ofan á og hér erum
við nú.fimmtán nemendur ásamt mér,”
sagði Matthías Kristjansen, íslenzkur.
kennari við Rosenborg ungdomsskola í
Þrándheimi.
„Vegna hagstæðs tilboðs Arnarflugs
varð draumurinn að veruleika,” sagði
Matthias ennfremur. Norsku krakkarnir
fimmtán, sem luku grunnskólanámi í
Noregi eru 16 ára og komu hingað fyrir
rúmri viku. Þau fara aftur út 25. júní, á
kosningadaginn. Þau búa í Víghólaskóla
í Kópavogi og hefur Kópavogur, sem er
vinabær Þrándheims, verið krökkunum
sérstaklega innanhandar. Þannig fá
krakkarnir fri strætisvagnagjöld, frítt í
sund, auk þess sem Kópavogsbær lánaði
þeim rútu til að skoða Kópavog og
Reykjanesið.
„Krakkamir eru himinlifandi með
ferðina hingað til íslands. Þeim finnst
mikið til íslenzkrar gestrisni koma,
íslendingar opnir og þeir taka þeim eins
og heimamönnum,” sagði Matthías
ennfremur.
Þá fóru krakkarnir i þriggja daga ferð.
um Suðurland en áður höfðu þau farið
til Eyja og skoðaö sig þar um. Já, það er
merkilegt að á dögum Spánarferða skuli
krakkarnir velja ísland. H. Halls.
Norskn krakkarnir er héldu i ævintýraferö tfl tslands. DB-mynd Ari.
irjálmt' ilaijMaA
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978.
Formaður þ jóðhátíðar-
nefndaríReykjavík:
Hætta ber
við dansleiki
mm m r r
17. jun
„Það er afskaplega leiðinlegt að
þetta skuli koma fyrir ár eftir ár,”
sagði Margrét Einarsdóttir formaður
þjóðhátiðamefndar Reykjavíkur, er
DB spurði hana álits á hinni miklu ölv-
un unglinga i Reykjavik á þjóðhátíöar-
daginn. „Með þessu móti eyðileggja
unglingamir möguleikana á því að
hægt sé að halda uppi slíkum skemmt-
unum.”
„Ég held að það sé alveg tímabært
að athuga,” sagði Margrét, „að hætta
öllu dansleikjahaldi á 17. júní, eða að
.hafa það aðeins á fimm ára fresti. For-
sendurnar fyrir dansleikjunum eru
brostnar. Það hefur trúlega haft sitt að
segja nú, að 17. júní bar upp á laugar-
dag, en ég hef ekki trú á að veðrið
hafi haft afgerandi áhrif. Það virðist
vera þannig að einhver einn staður
dregur að sér fjöldann og þar verða
lætin. Það skiptir ekki máli hvað
haldnir eru margir dansleikir.”
„Það er síðan stóra spurningin.
Hvar fá unglingarnir vínið? Varla
kaupa þeir það sjálfir. Það er ekki
hægt að álíta annað en að það sé full-
orðið fólk sem það gerir.”
„Að öðru leyti er ég afskaplega
ánægð með daginn,” sagði Margrét,
allt annað fór mjög vel fram.”
—JH.
I Kjeil við stýrið á 18 feta bátnum sem
hann er nú að sigla umhverfis landið.
DB-mynd Ari.
Einn Nordmannanna
semhéreru á
hringsiglingu: — of
stuttur fyrirvari nú
Verð með
næst
Einn Norðmannanna sem hér eru á
hringsiglingu á sportbát fyrir tímaritið
Vi Menn og DB sagði frá í gær, Kjell S.
Stenmarch, sagði i viðtali við DB að
'hann hefði hiklaust tekið þátt i Sjórall-
inu nú, líklega á 22 feta báti, hefði hann
vitað af þessu fyrr. Jafnframt sagði hann*
að hann yrði örugglega með næst, ef út-
lendingum stæði slíkt til boða. Hann er
þaulreyndur siglingamaður.
—G.S.