Dagblaðið - 05.07.1978, Page 10

Dagblaðið - 05.07.1978, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978. Iijálst, úháð dagblað Útgofandi: Dagbla6>w Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrvii: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aflstoöarfróttastjórar. Atli Steinarsson og Ómar Valdimarsson, Handrít: Ásgrímur Pálsson. Biaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeír Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guflmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónrs Harakfsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Rngnhtrjflur Krístjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Krístinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólnfur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur ÞverhoKi 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 10. Ósigur flokkseigendafélags Sambandsleysi flokkseigendafélagsins, sem ræður Sjálfstæðisflokknum, við hina almennu kjósendur og flokksmenn ræður miklu um hrakfarir flokksins í kosning- unum. Forystumenn flokksins eru ósparir á að eigna sér sérstaklega ást á lýðræði og rétti einstaklingsins. í reynd hefur flokks- eigendafélagið siglt stefnu flokksins þvert á vilja sjálf- siæðisfólks. Ungir og áhugasamir menn sáu til þess, að samliliða prófkjöri sjáifstæðismanna fyrir þingkosningarnar í Reykjavík fór fram skoðanakönnun á afstöðu kjósenda til nokkurra mála, sem miklu skipta. Þetta fyrirkomulag var með réttu auglýst sem spor í átt til aukins lýðræðis. Tilgangurinn hlaut að vera, að þingmenn og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins gætu síðan framfylgt þeirri stefnu, sem kjósendur flokksins vildu. Auglýst var eftir spurningum fyrir þessa skoðana- könnun. Fram komu spurningar um afstöðu til þess, að Bandaríkjamenn legðu fram fé til uppbyggingar sam- göngukerfisins hér. Sú spurning var i tengslum við þá stefnu, sem gjarnan er kölluð aronska. Önnur spurning kom fram um afstöðu til kaupa menntamálaráðu- neytisins á Víðishúsi. Báðar þessar spurningar voru mjög mikilvægar. Þær fjölluðu um afstöðu til grundvallar- atriða í stjórn landsins. Fulltrúar flokkseigendafélagsins sáu til þess, að orðalag spurninganna var ekki haft með þeim hætti, sem þeir vildu, sem báru þær fram. Engu að síður var óyggjandi, um hvað þær snerust. Kjósendur í próf- kjörinu vissu upp á hár, til hvers þeir voru að taka afstöðu, þegar spurningunum var svarað. Til marks um skeytingarleysi forystumanna flokks- eigendafélagsins um skoðanir kjósenda flokksins er rétt að rifja upp niðurstöður þessarar könnunar. Um sjötíu og átta af hundraði tóku afstöðu gegn Viðishúsi. Um áttatíu og þrír af hverjum hundrað vildu, að varnarliðið tæki þátt í þjóðvegagerð hér á landi. Þá voru um áttatíu og fimm af hverjum hundrað fylgjandi frjálsum útvarps- rekstri, og um fimmtíu og sex af hundrað fylgjandi því, að bruggun og sala áfengs öls yrði leyfð. Nú hefði mátt ætla, að forysta Sjálfstæðisflokksins hefði snúið sér að framkvæmd þeirrar stefnu, sem stuðningsmenn flokksins höfðu markað á lýðræðislegan hátt. Því fór víðs fjarri. Þrátt fyrir augljósa viljayfir- lýsingu um andstöðu við Víðishús var í engu hvikað frá ákvörðun um þann spillta gerning. Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, réðist með offorsi gegn öllu því, sem tengdist aronsku. Slíkt skeytingarleysi flokkseigendafélagsins um stefnu almennra flokksmanna finnst, hvar sem litið er í athöfnum forystu Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir fram- bjóðendur í prófkjörinu, svo sem Albert Guðmundsson og Friðrik Sophusson, reyndu að benda á, að flokkurinn hefði í litlu sem engu framfylgt þeirri stefnu, sem lands- fundir hafa mælt fyrir um. Þeir fengu fyrir vikið góðar undirtektir í prófkjörinu. í kosningabaráttunni var slíkum málum hins vegar ýtt til hliðar en sviðsljósinu beint að forsætisráðherra. Því fór sem fór. .... Framtíðardraumur Norðmanna: Iðn- og olfu- rekstraraðstoð til arabaríkja Norðmenn gera sér nú góðar vonir með að ná stórum samningum i hinum efnuðu og oliuríku arabaríkjum við austanvert Miðjarðarhaf. Talið er lík- legt að byrjunin verði samvinna við Sýrland, sem að vísu er olíusnautt og fremur illa statt efnahagslega. Norð- menn meta þó mest að komast á þann hátt inn á markaðinn í þessum heims- hluta. Telja þeir að hin olíuauðugu arabariki muni koma á eftir. Þá geti norsk olíufyrirtæki boðið fram tækni- þjónustu sína og kunnáttu. í norskum blöðum hefur verið sagt frá, að sendimenn Norðmanna hafi rætt við sýrlenzka ráðamenn á sviði stjórnmála og einnig þá sem um iðnað- ar- og olíutækriimál fjalla. Segja sendi- mennirnir að Sýrlendingar hafi lýst miklum áhuga á að hefja víðtækt sam- starf við Norðmenn og sé ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnir á frek- ari framgang málsins. Að sögn eru Sýrlendingar fyrst og fremst að leita eftir tækniaðstoð og fyrirgreiðslu við að byggja upp iðnað sinn. Síðar meir megi fara að ræða um sölu á fullunnum vörum og tækjum til þeirra. Þá skortir einnig sárlega fjár- magn og hafa þess vegna komið með þá hugmynd að Norðmenn eignist til dæmis tiu til fimmtán af hundraði I þeim fyrirtækjum, sem þeir veiti Norsku hafrarnir spruðu ekki í Portúgal og valda stjórnmáladeilum l fyrra fluttu Portúgalir 14.000 tonn af höfrum frá Noregi. Mikill hluti þeirra var síðan seldur bændum sem notuðu þá til útsæðis. Síðar kom i ljós að kornið spíraði ekki og eyðilagðist. Hefur þetta reynzt töluvert hitamál i Portúgal og fyrir nokkru sagði sá maður sem gegnt hefur ráðuneytisstjórastöðu eða sam- svarandi starfi i portúgalska land- búnaðarráðuneytinu af sér. Með afsögninni vildi hann mót- mæla því að ekki hefði verið sett af stað nægilega gagnger rannsókn á or- sökunum fyrir því að bændunum var selt þetta korn til útsæðis. Vildi embættísmaðurinn að fundið yrði út hver bæri ábyrgð á þessum mistökum. Skrifaði hann SoaresforsetaPortúgals persónulega þar sem hann ásakaði landbúnaðarráðherrann fyrir alvarleg mistök í starfi. Raunar var rannsókn hafin en henni fljótlega hætt og sú skýring gefin, að ekki væri hægt að benda á neinn sérstakan sem ábyrgur mætti teljast. Vegna þessara mistaka varð portúgalska stjórnin að veita þeim bændum sérstakan styrk sem fengið höfðu norska kornið til útsæðis. Þóttu þessi mistök ekki bætandi á önnur og fyrri sem meðal annars höfðu valdið þvi að hafrauppskeran í Portúgal varð ekki nema tæpur þriðjungur af meðalársuppskeru. Eru deilur vegna þessara mistaka jafnvel taldar geta valdið erfiöleikum í stjórnarsamvinniptni milli sósialista- flokks Soares forseta og hinna ihalds- samari stuðningsflokka stjórnar hans. Deilur hafa verið uppi um stefnuna i landbúnaðarmálum. Hafa hinir íhalds- samari sakað Soares og landbúnaðar- ráðherra hans um að vera of

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.