Dagblaðið - 14.08.1978, Page 4

Dagblaðið - 14.08.1978, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR14. ÁGÚST 1978. Má bjóða yður kaff ibolla? Verðlækkun Kaffiverð i SVíþjóð hefur nú verið lækkað um rúmlega 3 kr. sænskar hvert kg (eða um 211 kr. ísl.). Segir í frétt að það sé Kooperativa (StS í Sví- þjóð) sem lækkað hafi kaffiverðið <3 Kaffiverðið hefur verið lækkað I Svi- þjóð vegna þess að góðar horfur eru með kaffiuppskeru i Brasiliu. Við eigum einnig von á verðlækkun á kaffi — ef gengisfellingar og verðbólga verða þá ekki búnar að koma verðmis- muninum fyrir kattarnef. — Eins og er kostar bolli af „venjulegu” kaffi um 17 kr. DB-mynd Bjarnleifur. Sumarhótelið Nesjaskóla Hornafirði sími 97—8470 Gisting í björtum og rúmgóðum eins og tveggja manna herbergjum. Svejnpokapláss í herbergjum og í skólastofum. Heitur og kaldur matur allan daginn. Góð aðstaða til hvers kyns funda- og ráðstefhuhalda. Verið velkomin í Sumarhótelið Nesjaskóla Horna- firði. ___________ , 28311 28311 Fasteignasalan Eignavör Hverfisgötu 16 A. Til sölu: 2 herbergja íbúð á 3. hæð í Hlíðunum. 2 herbergja ibúð á Stokkseyri. Ekkert áhvílandi. 3 herbergja íbúð við Kópavogsbraut. 3 herbergja íbúð við Njálsgötu. 4 herbergja íbúð við Álfhólsveg. 4—5 herbergja við Álfaskeið í Háfnarfirði. 5 herbergja við Miklubraut. 5 herbergja íbúð við Leifsgötu. Einbýlishús á byggingarstigi í Breiðholti. Einbýlishús, ca 120 fm á Selfossi. Bein sala eða skipti. Fokhelt einbýlishús í Þorlákshöfn. Einbýlishús á Eyrarbakka. Sumarbústaður í Þrastarskógi á eignarlahdi. Skipti á bíl möguleg. Verð: 4 milljónir. Heimasímar eru: 41736 Einar Óskarsson 74035 Pétur Axel Jónsson lögfræðingur. á kaffi væntanleg vegna þess að nú eru góðar uppskeru- horfur i Brasilíu. Það vill oft brenna við að þótt getið sé um verðlækkun á vörum i heims- fréttum þá lækka ekki sömu vörur hér norður á hjara veraldar. Hins vegar finnst neytendum að verðhækkanir séu býsna fljótar að segja til sín. Neytendasíða DB hringdi til Sig- urðar Sigurðssonar sem sér um kaffi- innflutning Sambandsins hér á landi og spurðist fyrir um hvort kaffiverð væri lækkandi. „Snemma i sumar fór kaffiverð að hreyfast verulega niður á við og það er alveg öruggt að það laekkar einnig hér á landi. Það hlýtur að verða fljótlega en ekki gott að segja nákvæmlega hve- nær og heldur ekki gott að spá neinu um hver verðlækkunin verður. Það er yfirvofandi gengisfelling og þvi ekki gott aðsegja neitt ákveðið. Annars koma verðbreytingarnar fram seinna hér en annars staðar, eins og t.d. í Svíþjóð. Við fáum kaffið okkar frá Brasiliu. Það er flutt til Rotterdam þar sem því er umskipað og flutt til Reykjavíkur, umskipað aftur og flutt til Akureyrar þar sem kaffi- brennslan okkar er. En Svíar fá sitt kaffi frá Rio eða Santos beint til heimahafnar,” sagði Sigurður. Hann sagði ennfremur að kaffi- neyzla í heiminum hefði minnkað um 15% við verðhækkanirnar sem urðu þegar uppskeran eyðilagðist vegna frosta árið 1975. Til þess að ná þeirri neyzlu uppaftur verður að verða veru- leg verðlækkun á kaffinu, sagði Sigurður. En hvað kostar svo venjulegt kaffi á íslandi i dag? Sigurður upplýsti okkur um að „venjulegt” kaffi kosti 2.340 kr. kg. eða kr. 585 hver 250 gr. pakki. Við mældum upp úr einum pakka með mæliskeið fyrir kaffivél og taldist til að hægt sé að laga allt að 35 bolla af kaffi úr einum slíkum pakka. Þannig kostar hver kaffibolli í kringum 17 kr. — Það er nokkuð sterkt kaffi, en ef menn vilja frekar „lap-þunnt” kaffi má að sjálfsögðu búa til fleiri bolla úr hverj- um pakka. A.Bj. .UTSALA - ÚTSALA — Sakaði ekki að hafa spegil á útsölumarkaðinum „Mig langar til að biðja neytenda- síðuna að athuga aðbúnað viðskipta- vina á útsölumörkuðum, eins og nú er í gangi hjá Völvu í Iðnaðarmannahús- inu við Hallveigarstíg. Ég fór þangað i morgun og mig langaði að máta tvær peysur en sá þá ekki nema einn (að þvi er mér sýndist Ijóslausan) mátunar- klefa. Var að sjálfsögðu löng biðröð fólks fyrir framan hann. Var fólk bæði með mismikið og misjafnlega „erfið" föt til mátunar. Enga spegla sá ég fyrir utan klefann þó ég hefði treyst mér til að fara út í horn, snúa mér undan og smeygja mér í peysurnar. Að sjálf- sögðu var „ekkert endurgreitt” þegar ég bauð að greiða báðar peysurnar og fara burt með þær í kortér til mátunar, koma síðan og fá aðra eða báðar endurgreiddar. Svoég hætti við þetta. Finnst mér sjálfsagt, viðskiptavin- anna vegna, að setja upp mátunar- klefa með speglum og lýsingu (eða bara einn stóran spegil fyrir framan). Klefarnir þurfa ekki að vera merki- legir, t.d. má nota óseljanlega efnis- stranga úr gömlum lagerum og setja þá upp á gamaldags gorma. Ég held að, söluaðili græddi á þessu líka. Margir mega ekki vera að því að bíða í löng- um röðum við mátunarklefa þar sem fólk er mislengi inni og þá tapast við- skiptavinir (eins og ég). Með hinu lag- inu gengi sala hraðar fyrir sig og þá sparast sjálfsagt leiga á salnum (?) og kaupsiarfsfólks. Þetta eru beztu „kúnnarnir” í bænum sem á svona sölur koma, þ.e.a.s. húsmæður og mæður að kaupa skóla- og vinnufötin fyrir veturinn, stundum á fleiri manns. Ber að sýna þeim lágmarksþjónustu og iétta þeim innkaupin, því ekki get ég ímyndað mér (ég er ekki móðir) að þetta sé skemmtilegt eða þakklátt verk. Vinsemd og virðing Sigurbjörg Guðmundsdóttir.” SVAR: Blaðamaður Neytendasíðunnar lagði leið sína á útsölumarkaðinn sem Sigurbjörg minnist á. Sá hann að mátunarklefar voru af skornum skammti. Hitt var aftur augljóst að markaði þessum hafði verið komið upp til þess að bjóða vöru á nógu ódýru verði og hafði allt verið til sparað. Húsnæðið þetta mun vera leigt út í smátima i einu til slikra skyndisalna. Erlendis eru svona markaðir algengir og þykja sjálfsagðir. P.S. Blm. spurði um verð á skyrtu sem hann sá. Þegar hann hins vegar var ekki viss um að hún passaði bauð afgreiðslumaður að skipta henni ef komið væri með hana aftur. — DS Soðin ýsa með hollenzkri sósu Við skulum fá okkur soðna ýsu i dag. Gott að hvíla innyflin á kjötmeti eftir helgina. Eins og áður reiknum við með fjórum i matinn. — 1 — 1 1/4 kgýsa eða 5—600 gr flök. Fiskurinn er hreinsaður og skorinn i sneiðar ca 4 cm þykkar áður en hann er soðinn í saltvatni. Flökin má gufusjóða eða sjóða eins og niður- skorinn fisk, í stykkjum. Þegar soðinn fiskur er á boðstólum er gott að bera fram með honum einhvers konar sósu, t.d. hollenzka sósu, sem er þá búin til úr soðinu. — Gætið þess jafnan er þið sjóðið ýsu að henda ekki soðinu þvi það er svo dæmalaust gott í súpur eða sósur. Hollenzka sósan er búin til á eftir- farandi hátt: Tvö egg eru þeytt vel í hrærivél og ca 20. gr. (2 matsk) af hveiti bætt út i. Smávegis af heitu soðinu er hrært varlega saman við (alls má reikna með um 3 dl. af soði í sósuna). Þessu er síðan hellt út í pottinn og hrært í allan tímann. Sósan á að sjóða í um það bil 5 mín., þá er safi úr einni sítrónu og pínulítið salt látið saman við. Þessi sósa er mjög góð, en ef hún sýður of „sterkt” og án þess að hrært sé í henni er hætt við að hún „skilji”. Svona sósu er einnig hægt að búa til með því að „baka” hana upp með smjörlíki, en það er talið óhollt (og einnig mjög fitandi) að búa sósur til á þann hátt og flestar húsmæður fyrir löngu hættar slíkri sósugerð. Verö: Ef notuð er heil ýsa kostar þessi Soðið af fiskinum verður langtum kraftmeira ef notuð er „heil” ýsa I stað flak- anna sem hentugri eru ef á að steikja fiskinn. DB-mvnd Ari matur (með sósunni og soðnum kartöflum) um 680 kr. eða um 170 kr. á mann. Ef notuð eru flök (sem er í rauninni ekki eins gott, vegna sósunnar) þá kostar rétturinn um 635 kr. eða um 160 kr. á mann. A.Bj. Vi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.