Dagblaðið - 14.08.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978.
5
Kveikt í
bifreið
Kveikt var i bifreið við Suður-
landsbraut aðfaranótt sunnudags-
ins. Slökkviliðið var tilkvatt og
gekk greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins en bifreiðin skemmdist
töluvert. Sá er ikveikjunni olli
náðist og reyndist hann ölvaður.
Hann var færður i fangageymslur
lögreglunnar.
- GAJ
Allarfanga-
geymslur
fullar á
Akureyri
Óvenju mikil ölvun var á Akur-
eyri á laugardagskvöld og aðfara-
nótt sunnudags að sögn lögregl-
unnar þar. M.a. voru tveir öku-
ntenn teknir fyrir ölvun við akstur.
Fangageymslur lögreglunnar
voru fullar alla helgina, en slíkt
gerist mjögsjaldan.
- GM
12-15 þúsund landar
búa á eriendrí grund
— flestir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum
Talið er að 12—15 þúsund íslending-
ar séu búsettir erlendis um þessar
mundir. Flestir eru í Bandarikjunum eða
um fjögur þúsund. Hátt á þriðja þúsund
eru i Danmörku og Sviþjóð. Þá eru í
kringum eitt þúsund íslendingar búsettir
í Noregi og Kanada. Vestur-lslendingar
eru aðsjálfsögðu ekki taldir með.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Hag-
stofa íslands hefur tekið saman um Ís-
lendinga erlendis og birt hefur verið í
Hagtiðindum.
Ýmsir erfiðleikar eru á þvj að gefa
upp nákvæmar tölur. Aðalstofn þjóð-
skrár í upphafi var manntal sem fram
fór 1952. Fólk sem var dáið eða alfarið
af landinu þá hefur aldrei komið á þjóð-
skrá. Það er undir hælinn lagt Itvort
hingað berst vitneskja um andlát íslend-
inga sem setzt hafa að i útlöndum. Og
nefna má að á tölu islenzkra rikisborg-
ara erlendis vantar trúlega allstóran hóp
barna sem fæðzt hafa erlendis en hafa ís-
lenzkt ríkisfang samkvæmt íslenzkum
lögum. Vegna alls þessa er fjöldi
íslendinga erlendis að nokkru áætlaður,
en ekki er talið að verulega geti skeikað
frá þeim tölum sem hér hafa verið
nefndar.
Landflótti?
í byrjun þessa áratugs fjölgaði svo
mjög íslendingum búsettum erlendis að
likt hefur verið við landflótta. Var út-
flutningur þessi tengdur atvinnuleysi og
efnahagskreppu hér á landi á árunum
1967—70.
Á þessum árum flutti stór hópur
íslendinga, nokkur þúsund manns, til
Norðurlanda og Ástraliu. Árið 1965
voru aðeins sex íslendingar búsettir í
Ástralíu en árið 1970 voru þeir orðnir
293. Siðan hefur þeim fækkað verulega
og var tala þeirra I. desember orðin 195.
Árið 1970 voru íslendingar búsettir á
Norðurlöndum rösklega 2700. Þeim
fjölgaði á árunum 1975—77 og voru I.
desember sl. á sjötta þúsund.
í námi og starfi
Hópur Íslendinga er búsettur erlendis
tímabundið vegna náms og starfs.
íslenz.kir námsmenn á Norðurlöndum
eru taldir til „íslendinga erlendis” á
manntali vegna nýrra laga. Þeir eru um
800. Flestireru i Danmörku.
Starfsfólki á vegum íslenzkra fyrir-
tækja erlendis hefur og fjölgað. Hér er
einkum um að ræða starfsfólk hjá Flug-
leiðum ogCargolux.
íslenzkir starfsmenn Flugleiða
erlcndis voru 74 í desember sl. Á sama
tima voru starfsmenn Cargolux 100. Við
þessar tölur bætist heimilisfólk. Flest
þetta fólk er talið eiga lögheimili í við-
komandi landi þótt dvölin þar sé stutt.
500 giftar varnar-
liðsmönnum
Á árabilinu 1954—76 giftust tæplega
500 íslenzkar konur bandariskum her-
mönnum á Keflavikurflugvelli eða ,.sér-
fræðingum" sem þar hafa starfað.
Flestar voru þessar giftingar 1957 (rúm-
lega 40) en fæstar 1967 og 1975 (9 hvort
árið).
•CM
Að potast og troðast
í umferðinni
Með ólíkindum er hvernig bifreiða-
árekstrarnir verða og „slys" eins og það
sem myndin sýnir er harla erfitt að
skýra. Svona lokaðist Fellsmúlinn um
tíma á föstudag. Þama sést vel til allra
átta og allt virðist klárt. En i umferðinni
er troðizt, svinað og rétti stolið. Svona
óhöpp verða tryggingamál og lögreglu-
menn þarf á staðinn. Það tekur tíma og
á meðan biða aðrir, hinir saklausu.
Árekstrarnir urðu margir i gær en eng-
inn með alvarlegum afleiðingum —
nema fyrir veski manna.
DB-mynd Bjarnleifur
\ LL i_
# JKmdrsi V
Umferðarslys á Öxnadalsheiði
Umferðarslys varð á Öxnadalsheiði fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
árdegis á laugardaginn. Tvær bifreiðir eyri. Að sögn lögreglunnar fékk annar
rákust á við mætingu. þeirra að fara heim eftir skoðun en hinn
var lagður inn til frekari rannsóknar.
Ökumenn beggja bifreiðanna voru -GM
Sjóður dr. Victors Urbancic:
LEGGUR GRUNN AÐ
KAUPUM DÝRRA
LÆKNINGATÆKJA
1 tilefni af 75 ára fæðingarafmæli dr. málefni.
Victors Urbancic 9. ágúst, hefur stjórn Tæki þessi eru svo dýr að Islendingar
minningarsjóðs hans ákveðið að leggja hafa fram að þessu ekki haft bolmagn til
fram 160 þúsund kr. sem fyrsta stofn- aðkaupaþau.
framlag til kaupa á svonefndu „CAT- Minningarsjóður dr. Victors
scan"-rannsóknartæki. Urbancic skuldbindur sig til að afhenda
Hér er um að ræða röntgen- þessa fjárhæð kaupanda tækisins, þegar
skyggningartæki með tölvuúrvinnslu til þar að kemur, ásamt því fé öðru, sem
rannsóknar á sjúklingum með meinsemd safnast kann í þessu sérstaka augnamiði
i heila, en það er einmitt einn tilgangur og geymt verður á biðreikningi þangað
minningarsjóðsins samkvæmt skipulags- til.
skrá og ósk dr. Urbancic að styrkja slik - GM
Gamla dötið þitt
húsgagn að Sogni?
Samtök áhugafólks um áfengisvanda-
málið, SÁÁ, ætla að slá tvær flugur i
einu höggi þessa dagana. Þau bjóðast til
þess að losa fólk við húsgögn sem ekki
lengur eru í notkun. Þessi húsgögn ætla
þau siðan að nota til að búa upp Sogn i
Ölfusi, hina nýju endurhæfingarstöð.
Verði mikið af dóti afgangs, verður
haldin tombóla þar sem fólki gefstu
kostur á að kaupa það, vitandi að and-
virðið verður notað að Sogni.
Til þess að koma frá sér ónotuðum
hlutum, bæði húsgögnum, eldhúsáhöld-
um og öðru slíku. þarf fólk ekki annað
en að hringja í síma 82399 og þá sækja
sjálfboðaliðar dótið. Þeir taka það allt
saman og flokka ekki fyrr en seinna
hvað er nothæft og hvað ekki.
Að sögn Hilmars Helgasonar.
formanns SÁÁ er búizt við að Sogn taki
til starfa þann 12. ágúst. Við þann dag
eru allar ráðstafanir miðaðar. Núna er
verið að sauma sængurföt, gluggatjöld
og annað þess háttar í Reykjavik fyrir
býlið og um helgina verður settur
krafturiaðkomaþvifyrir. • DS
co
Dýrin á sýningunni
bída spennt ef tir þér
og f jölskyldu þinni
Meðal annars tvær gyltur meö grísi, hænur og ungar, kal-
kúnar, endur og gæsir, folaldsmeri, minnsti og stærsti
hestur landsins, fimmtán mjólkurkýr, nýborinn kálfur, tólf
ær, forystukind með lambi, geitafjölskylda — hafur, huðna
og tveir fjörugir kiðlingar, dúfur, lax og laxaseiði, o.m.fl.
Sýningin er opin 11.-20.ÁGÚST
ffivinlýri fyrir alla !jölskylduna