Dagblaðið - 14.08.1978, Qupperneq 8
8’-
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978.
Washington:
Hiti vetnissprengjunnar
virkjaður til raforku
Bandarískir visindamenn telja sig
hafa stigið risaskref í áttina til þess að
ráða yfir ótakmarkaðri orku. Þar eiga
þeir við kjarnorkuna. En i siðasta
mánuði tókst vísindamönnum við
Princeton háskólann að mynda hita
allt að sextíu milljón gráðum á celcius
eða fjórum sinnum meiri hita en
myndast i sólinni.
Visindamennimir tclja sig á naestunni
geta tnyndað eitt hutjdrað milljón
gráðu hita. Þá tclja þeir sig munu i
framhaldi af því geta myndað orku við
samruna frumeinda. Hingað til hefur
aðeins tekizt að mynda slikan hita við
kjarnorkusprengingu sem á lengan
hátt hefur verið hægt að stjórna.
Haft er eftir sérfræðingum að
enginn vafi sé á að kenningin hvernig
hægt væri að hemja slíkan ofsahita
hefði veriðsönnuð.
Næsta skrefið væri að finna út
hvernig yrði fjárhagslega hagkvæmt
að vinna orkuna úr svo miklu hita.
Langt mun því verða þar til farið
verður að vinna raforku á þann hátt
fyrir almennan markað. Núverandi
kjarnorkuver vinna raforkuna úr
urattium eða plutonium, sem hvort
tveggja eru efni sem finnast í
takmörkuðu magni hér á jörðinni.
Eregnir af þessari uppgötvun áttu
ekki að birtast fyrr en á miðvikudagen
einhverjir aðilar á vegum fyrirtækis
þess sem kostað hefur tilraunimar
sögðu frá þeim á laugardaginn.
Tilraunamennirnir i Princeton
háskóla komust fyrst að niðurstöðum
sínum í mjög litlum mæli en nú er
verið að framleiða stærri tæki og
munu þau taka til starfa á árinu 1981.
Forustumaður vísindahópsins hefur
sagt að þeir vonuðust til að fyrsta
raforkan yrði framleidd með hinni
nýju aðferð árið 1983. Aftur á móti
yrði vafalaust að biða í tvo til þrjá
áratugi þar til fjárhagslega yrði hag-
kvæmt að vinna raforku á þennan
hátt.
Vitað hefur verið um þennan
möguleika til orkuframleiðslu um
nokkurt skeið og telja vísindamenn að
er tekst að fullkomna þessa orku-
vinnsluaðferð verði hægt að vera
óháður þeim orkulindum sem
mannkynið er háð í dag. Vandamálið
við að losna við geislavirk úrgangsefni
yrði ekki lengur fyrir hendi. Engin
úrgangsefni yrðu við þessa nýju
orkuvinnslu.
Portúgal:
Sósíalistar ekki
i stjóm Da Costa
Búizt var við því að Alfredo M„rio
Da Costa sá sem Eanes forseti
Portugals hefur tilnefnt til að reyna að
mynda stjórn fari þess á leit við Soares
formann sósíalista að hann heimili ein-
hverjum flokksmanna sinna að taka
sæti i stjórn hans sem einstaklingar.
Einnig var gert ráð fyrir að hann
ræddi við forustumenn hins íhalds-
santa Miðdcmókrataflokks en stjórn
Soares hraktist frá völdum er þeir
vildu ekki styðja hana lengur. Sögðu
þá þrir ráðherrar miðdemókrata sig úr
stjórninni. sem þar með missti meiri-
hluta á þingi.
Miðdemókratar styðja stjórnar-
ntyndunartilraunir Da Costa en telja
engu að siður æskilegt að nokkrir
ráðherrar hennar verði frá sósialistum.
Talið er að horfurnar fyrir að
stjórnarmyndunartilraunir að þessu,
sinni munu takast hafi versnað nijög
er Soares tilkynnti að Sósialista-
flokkurinn teldi ekki æskilegt að
flokksmenn hans tækju þátt i stjórn-
inni. Fyrrverandi fjármálaráðherra
Victor Constancio hefur þegar hafnað
ósk Da Costa um að taka sæti í
stjórninni.
Soares hefur i sjónvarpsviðtali
neitað þvi að hann væri með þessum
aðgerðum að hefna sín á Eanes forseta
fyrir.að reka hann frá völdum fyrir
þrem vikum og skipa siðan Da Costa
til að mynda nýja rikisstjórn. Sú
skipan kom mjög á óvart þvi Da Costa
er auðugur iðjuhöldur. sem ekki
hefur niikið komið nærri stjórn-
málum, þó svo að hann hafi áður verið
iðnaðarmálaráðherra landsins. Soares
sagði að Sósíalistar mundu ekki beita
sér fyrir neinum árásum á stjórn Da
Costa ef hann héldi uppi svipaðri
stefnu og þær tvær ríkisstjórnir sem
setið hafa í Portúgal frá byltingunni
þar. Þær hafa báðar verið undir
forustu sósíalista.
Ekki er Ijóst hvernig stjórnar-
myndunartilraunir AÍfredo Nobre da
Costa í Portógal muni ganga eftir að
sósialistar hafa lýst því yfir að þeir
muni ekki taka þar sæti.
Oliufurstinn Hamad Sabah hefur fest kaup á gjaldþrota danskri teppaverksmiðju.
Hátt á annað hundrað manns fá aftur atvinnu og þykir Dönum það ekki lakara því
atvinnuleysi er mikið i Danmörku. Furstinn hefur einnig áhuga á ntjólkuriðnaði í
Kuwait.
OLÍUPENINGAR
RÚLLA í DANMÖRKU
Þá eru Arabapeningarnir farnir að
rúlla i Danmörku og fyrir helgina
keypti einn þeirra danska teppaverk-
smiðju á uppboði fyrir jafnvirði um
bað bil fjögur hundruð og fimmtiu
milljóna islenzkra króna. Mun sá heita
Hamad Sabah og eiga stóran hlut í
Gulf olíuhlutafélaginu. Teppaverk-
smiðjan varð gjaldþrota og hefur ekki
verið starfrækt siðan i marz síðast-
liðnum.
Þegar að uppboðinu loknu lýsti
Arabinn þvi yfir að hann hyggðist
setja starfsemina i gang hið fyrsta.
Nýtt danskt hlutafélag var stofnað
til að bjóða i teppaverksmiðjuna en
það félag mun nær eingöngu vera í
höndum Hamad Sabah. Hann mun
einnig hafa lýst yfir áhuga sínum á
mjólkurvinnslu. Fór í heimsókn í
mjólkurbúið í Holsterbro og smakkaði
þar á framleiðslunni. Að sögn hefur
hann hug á að koma upp einhvers
konar vinnslu mjólkur í Kuwait. Gera
Danir sér vonir um að geta selt þangað
tækniþekkingu eða tæki en ekkert
mun ákveðið í þeim málum enn.
FundaðíLondon um:
MILUÓNATUGA SVINDL í
DÖNSKU SKIPAFÉLAGI
Danskt fraktskipafyrirtæki hefur nú
verið staðið að milljónatuga svikum
við samningsaðila sina í Angola. Þessi
svik kunna að hafa margvíslegar
afleiðingar.
Formaður Sambands hafnarstjórna
í Bretlandi, Eric Ellen, hefur nú
eindregið mælt með því að stofnaður
verði alþjóðlegur sjóður til þess að
standa undir kostnaði við starf
rannsóknarlögreglu á _sviði farm-
flutninga með skipum. Er þetta i beinu
framhaldi af því að upp komst um hin
stórfelldu svik danska skipafélagsins.
Skipafélagið átti að flytja kjöt til
Angóla fyrir um það bil 600 milljónir
íslenzkra kr. Það hefur nú komið á
daginn, að fyrirtækið hafði ekki svo
mikið sem hugsað sér að reyna að
afhenda þetta kjöt eins og samningar
voru þó gerðir um. Skipin, sem sögð
voru eiga að flytja kjötið voru ýmist
alls ekki til ellegar að þau höfðu verið
leigð öðrum aðilum.
Samningar voru svo á veg komnir
að Angola hafði opnað reikning í
svissneskum banka með um það bil
tveim milljónum bandarískra dala, eða
sem svarar um 500 milljónum ísl.
króna. Skipafélagið danska hafði tekið
út af þessum reikningi á annað
hundruð milljón ísl. króna til þess að
halda i skefjum lánardrottnum sem
ógnuðu fyrirtækinu með gjaldþroti.
Þetta Angóla-mál er aðeins eitt
margra sem rædd voru á fundi sem
haldinn var í London, meðal annars
um slík mál. Hingað og þangað í
heiminum liggja skip sem lagt hefur
verið hald á vegna samningssvika, sem
um margt eru lik þeim sem hið danska
skipafélag varð uppvist að.
Danir smygla og
skióta í Manilla
Skipstjóri og skipshöfn á dönsku
flutningaskipi hafa verið kyrrsett í
Manilla á Filippseyjum sökuð um að
hafa reynt að smygla ýmsum „lúksus"
varningi þangað fyrir jafnvirði nærri
tuttugu milljóna íslenzkra króna. Er
þetta samkvæmt upplýsingum frá
danska utanrikisráðuneytinu.
Á meðan verið var að afferma
skipið i höfninni í Manilla, en það
mun hafa farið fram með prömmum,
komu tollverðir um borð. Brást
skipshöfnin þannig við að kastað var
fyrir borð þrjátíu og átta kössum sem í
voru ilmvötn, sjónvarpstæki, og
segulbandstæki. Að sögn franskrar
fréttastofu skiptust tollverðirnir og
smyglararnir á skotum. Kom í Ijós að
meðal hinna síðarnefndu var einn
tollvörður sem gert hafði samning við
skipverja um að koma góssinu í land.
Byrjað var á að taka vegabréfin af allri’
áhöfn hins danska skips sem heitir
Junior Lilo og er gert út frá Kaup-
mannahöfn, 1600 BRT að stærð.
Skipinu var síðar heimilað að sigla á
brott með nýja áhöfn um borð. Í hinni
kyrrsettu áhöfn eru átta danir og átta
kínverjar með brezk vegabréf. Sam-
kvæmt upplýsingum brezka utanríkis-
ráðuneytisins verður áhöfnin leidd
fyrir rétt á næstunni og þá tekin
ákvörðun um hvort henni verður
stungið í fangelsi eða ekki.