Dagblaðið - 14.08.1978, Síða 11

Dagblaðið - 14.08.1978, Síða 11
•\f DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. ..... 11 N HARALDIBLONDAL SVARAÐ Haraldur Blöndal skrifaði grein í Visi um hið svonefnda Guðbjartsmál. Telur hann van[jekkingu blaðamanna, einkanlega á sviði dómsmála, vera átakanlega og að öll hugtök þvælist fyrir þeim og nákvæmni í frásögn sé undantekning. Þessar órökstuddu full- yrðingar Haralds lýsa nú ekki neinni nákvæmni löglærðs manns. Það er augljós skortur á siðgæðiskennd og sannleiksgildi að ásaka aðra um illgirni og heimsku en ganga síðan sjálfur i sömu gildru. Slíkt framferði flokkast undir of- stæki, sem er að sjálfsögðu ekki sæm- andi virtum lögfræðingi. Svo virðist sem Haraldur hafi gjör- samlega misskilið höfuðtilgang þeirra blaðagreina, sem undanfarið hafa birzt eftir Halldór Halldórsson, en 1 ' " ........ hann hefur með raunhæfum hætti reynt að vekja almenning í landinu til umhugsunar um athafna- og úrræða- leysi dómsyfirvalda gagnvart stór- felldu fjármálamisferli ákveðinna manna í þjóðfélaginu. Haraldur minnist ekki á nauðsyn þess, að ríkissaksóknari fyrirskipi áframhaldandi dómsrannsókn í svo- nefndu Guðbjartsmáli, heldur verði nú rannsakað af opinberri hálfu, hvaðan þau gögn bárust, sem Halldór Halldórsson virðist hafa stuðzt við í greinum sinum. Vitanlega á að rannsaka hvoru- tveggja. Ef sannleiksástin er Haraldi jafnmikils virði og fram kemur i grein- um hans, af hverju I ósköpunum leggur hann þá ekki til, að Guðbjarts- málið verði rannsakað til hlítar? Opin- ber rannsókn þess er eina raunhæfa svarið við því, hvort Halldór Halldórs- son hafi farið með rangt mál eða ekki. Allar fullyrðingar Haraldar um ósannindi Halldórs eru órökstuddar, nánast hugarórar manns, sem ekkert eða lítið virðist þekkja til málavaxta. Við skulum halda áfram að vona, að málið fái eðlilega réttarfarslega meðferð sem allra fyrst, svo að hið sanna verði leitt í Ijós. Haraldur greinir meðal annars frá því í umræddri grein, að Guðbjartur Pálsson hafi sætt harkalegri meðferð sinna yfirheyrsluaðila. Við hvaða yfir- heyrsluaðila á lögfræðingurinn? Um- rætt mál var eins og kunnugt er bæði til meðferðar hjá bæjarfógetanum í Keflavik og síðar hjá Sakadómi Reykjavíkur. Upplýst er, að handtak- an fór fram með ólögmætum hætti en að Guðbjartur hafi sætt hraklegri meðferð af hálfu yfirheyrsluaðila hef ég aldrei heyrt áður. Rétt er hins vegar að taka undir þau orð Haraldar, að börn Guðbjarts heitins eiga að fá alla þá réttarvernd, sem lög leyfa, ef faðir þeirra hefur verið svertur með óviðurkvæmilegum hætti. Opinber dómsrannsókn á Guð- bjartsmálinu er vænlegasta og réttasta leiðin til að binda enda á þessi skrif. Haraldur ætti að beita áhrifavaldi sinu inn á þá braut i stað þess að gerast liðs- maður þeirra ógæfusömu skriffinna Timans, sem hvað lengst hafa gengið i niðskrifum seinni ára. Kristján Pétursson deildarstjóri. Kjallarinn Kristján Pétursson Sagan endurtekur sig Staðhæfingin þessi hefur oft verið notuð og enn hefur henni ekki verið hnekkt. Þegar Napoleon „mikli” réðst inn i Italíu, þá var auðvitað gripið til þess ráðs að kenna einhverjum itala um undirbúning innrásarinnar. Á páfastóli sat þá Pius, hinn sjötti með þvi nafni. Italskur almenningur skellti skuldinni á páfann, en auðvitað var ekki hægt að ráðast á staðgengil Péturs postula en hann átti frænda, sem var hertoginn í Braschi-Onesti. Lýðurinn gerði árás að höll hans og krafðist blóðsúthellingar til bóta fyrir baktjaldamakk páfans. Garðshliðið var snögglega opnað upp á gátt.hertoginn stóð þar sjáifur með sina hundasvipuna i hvorri hendi. Einkennisklæddir þjónar hans voru með og þeir báru á milli sín körfu kúfaða af gulli, sem þeir fleygðu út á meðal lýðsins. Hrópin þögnuðu, ákærurnar hljóðnuðu, lýðurinn beygði sig til að týna upp gullmyntina. Þá hóf hertoginn göngu sína meðal hinna bograndi manna og lét svipur sína sveiflast af afli til beggja hliða. Gullsoltnir þegnar voru einnig þiggjendur svipuhögga af hendi þess manns, sem skemmti sér við að sýna hvernig ætti að fara með rómverskan lýð. Þegar hann hafði lokið umferð sinni sneri hann til hallar sinnar og hliðið lokaðist. Islenzkir kjósendur hafa nýlega látið i Ijósi skoðun sina á þvi hvaða páfar stæðu að baki verðbólgunni, vandræðunum á efnahagssviði þjóðar- innar. Með atkvæðum sínum gerðu þeir aðsúg að veldisstólum séréttinda- fólksins í landinu, og þóttust hafa ráð þess í hendi sér, þar sem lýðnum buðust liðsoddar galvaskir í ræðu- stólum og gallharðir í blaðagreinum. En hvað skeður svo þegar liðskönnun er lokið og likur eru til að það kunni að takast, sem að var stefnt, þ.e. að ná höllinni hertogans á Vald fólksins í landinu? Hver fleygði út gullmyntinni sem liðsoddarnir beygðu sig eftir? Raunar var það engin gullmynt, sem þeir lutu eftir, heldur persónulegur, hégómlegur metingur um valdastóla lýðræðisins. Báðir veifa íhaldsúrræðum Hagsmunir fólksins hurfu út i himinblámann fyrir augum viðstaddra. Flokkar þeir sem styðja sig við launþega og frjálshuga borgara þjóðarinnar tóku allt i einu — báðir tveir — að veifa gömlum úrræðum íhaldsins, gengislækkun og eða uppbótakerfi, án þess að leggja undir dóm launþegasamtakanna hvora eða hvaða leið unnt myndi að semja um. Nú þurfti ekki lengur að heimsækja vinnustaði fólksins, hagfræðingar þeir sem unnið hafa fyrir rikisvaldið og lagt spilin fyrir fráfarandi, stjórn, reyndust notadrjúgir við ráðgjöfina, eða þá hins vegar sýndarmennskutillögur undirbúnar I verðbólgunefnd af litilli fyrirhyggju, með kosningar að leiðar- Ijósi fyrst og fremst. I trausti þess að alltaf mætti finna einhver úrræði þegar og ef þar að kæmi að stjórnar- andstaðan ætti kost á að verða stjórnarsinna. Gullið sem þeir köstuðu „selst sem gull,” vegna þess að þeir komu sér ekki saman um gulltrygging- una, hver hún ætti að vera. Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Allir hljóta að gera sér Ijóst ástandið á vinnumarkaðinum. Samningum um kaup var rift með lagasetningu. Verka- lýðssamtökin fóru i strið, laga- setningunni var harkalega mótmælt með tveggja daga verkfalli. Launþega kosningarnar stóðu ekki hvað sist um það hvort samningar aðila um kaup og kjör skyldu í heiðri hafðir eður ei. Auðvitað samkvæmt hefð var ekki kveðið upp úr með það að efnahags- ástand þjóðarinnar krefðist fórr.a einnig af hendi launþega. Laga- setningin inargrædda var gerð án samráðs við launþegasamtökin. Getur nokkur búist við þvi að óbreytt lög, ný gengisfelling eða nýjar álögur í annarri Kjallarinn Guðjón B. Baldvinsson mynd fái staðis’ án þess að launþega- samtökin séu f jfð með í ráðum? Þing- meirihluti, h.er sem hann er, kemst ekki upp með hvað sem honum dettur i hug til kjaraskerðingar fyrir launa- menn. Verkalýðssamtökin eru vald í þjóðfélaginu, sem verður að taka tillit til. Þeir sem vanir eru valdastólum ættu að kannast við eigin tilfinningar ef skerða á völd þeirra. Valdi verður 'ekki mætt með valdi nema af þvi leiði átök, stríð, kosti hvað það kosta vill, þeir sem um taumana halda horfa ekki á það heldur metnað sinn að sleppa ekki tökunum. Viðhorfið til vanda- mála þjóðarinnar einkennist ekki af sáttfýsi né tillitssemi heldur af einkennum einstaklingshyggjunnar og hégómagirni valdstreitumanna, sen hvarvetna virðast eiga greiða leið fran I fylkingarbrjóstin. Launþegahreyfingin hélt að séi höndum og horfði á sjónarspil þeirra flokka, sem styðjast við launafólkið En nú þegar liðsoddarnir hafa kastað út mörsiðrum sinum og eyða tíma og kröftum sínum til að vega og meta hvor bitinn er betri, hvað blasir þá við? Ríkisstjórn, sem lætur hagsmuni launafólks lönd og leið, ef það rekst á hagsmuni núverandi ráðastéttar, for- réttindafólksins í landinu. Er rétt að horfa þegjandi á? Er ekki hægt að knýja fram vinstri stjórn? Vilja ekki kjósendur knýja umbjóðendur sina til samkomulags eða ræður orðið alger- lega sjónarmiðið: Allt fer einhvern- veginn. Hversvegna leita ekki flokkar sem kenna sig við verkafólk og frjáls- lyndi eftir samkomulagi við launþega? Er það bara í munninum sem lýðræðið á að vera opið og greið leið til skoðana- skipta? Það er erfitt að hlusta á gagn- rýni þegar lengi hefur tekist að verjast henni með þvi að skella við skolla- eyrum og beita útilokun með ýmsum hætti. En ungu menn, eruð þið hræddir við gamla fordóma eða ætlið þið að gerast skósveinar ihaldsseminnar strax i fyrstu atrennu. Hvaða lifsskoðun hafið þið, þessir nýju liðsoddar? Ætlið þið að fórna hagsmunum kjósenda ykkar til að tryggja óbreytta ihalds- stefnu? Guðjón B. Baldvinsson deildarstjóri. Stefnumörkun eða lýðskrum Hvað uppskera launþegarnir? Marmið rekast á Sá vandi blasir ávallt við í stjórn- málum, að eitt markmið rekur sig á annað, en svo er að sjá, sem mörgum stjórnmálamönnum sé litið um það gefið að viðurkenna þessa staöreynd. Er nú um stundir nærtækast að vekja athygli á málflutningi talsmanna Al- þýðubandalagsins undanfarna mánuði, þar sem fyrirheit hafa verið gefin um allt i senn hærra kaup, lægri vexti, fulla atvinnu, niðurfærslu á verðlagi — þar á meðal lægra búvöru- verði, en um leið hærra verði til bænda — óbreytt gengi, réttingu við- skiptahalla við útlönd, stöðvun skulda- söfnunar erlendis, svo að dæmi séu nefnd. Þegar til framkvæmda kemur hlýtur slík stefna að sjálfsögðu að hlaupa í hnút, eins og annazt hefur síðustu daga. örvæntingarfullar út- skýringartilraunir talsmanna Alþýðu- bandalagsins á efnahagsstefnu iflokksins og fyrirvarar í öðru hverju orði sýna bezt í hverjar ógöngur þeir eru komnir. Undanþágu- frumskógur skattalaga Þessa daga hafa skattamál að venju 'komizt á dagskrá og kröfur um hert skatteftirlit og þyngri viðurlög við 1 skattsvikum verið' áréttaðar. En skattar eru nú einu sinni ekki vinsælir og í reynd vilja flestir víkja sér undan þeim ef kostur er. Reyna stjórnmála- menn að koma til móts við slíkar óskir með ýmiss konar tilhliðrunarsemi. Fyrir kosningar bar Alþýðubanda- lagið meðal annars fram það stefnu- mál, að felldur yrði niður söluskattur af kjöti. Slik undanþága og ívilnanastefna setur mark sitt á alla skattalöggjöfina, og má sem dæmi nefna, að í lögum um söluskatt nr. 10/1960 eru í 6. gr. taldar undanþágur, sem lúta að vörusölu, i 15 liðum og í 7. gr. undanþágur, sem lúta að þjónustu i 11 liðum. í 22. gr. 1. nr. 11/1975 er fjármálaráðherra veitt almenn og næsta óákveðin heimild til að veita ýmiss konar undanþágur frá söluskatti af matvörum og I reglugerð nr. 206/1975 eru þær undanþágur taldar í 27 liðum. Við þessar undan- þágur í lögum og reglugerðum bætast svo undanþágur samkvæmt sérstakri ákvörðun og úrskurðir um undanþág- ur, sem ógerlegt er að telja upp hér. Verður undanþágum frá söluskatti i stuttu máli ekki líkt við annað fremur en hinn myrkasta frumskóg. Skriffinnskan í 8. gr. söluskattslaganna er sú skylda lögð á skattgreiðanda að aðgreina skilmerkilega í bókhaldi og skattframtali viðskipti, sem stafa af skattfrjálsri starfsemi. Er með þessu ákvæði lögð mikil vinnukvöð á sölu- skattsgreiðendur og því fylgir ómæld skriffinnska innan fyrirtækja. Mistök geta hæglega orðið I bókhaldi við slika sundurgreiningu auk þess sem opin leið er til að hagræða fylgiskjölum vís- vitandi til undanskots á skattstofni. Undanþágur kalla einnig á meira starfslið við eftirlit, sem auk venju- legrar skoðunar framtala á við þann vanda að etja að túlka einatt óljósar reglur til dæmis um það, hversu víð- tækar undanþágurnar séu. Er þá ávallt hætta á einhverju misræmi milli skoðana einstakra starfsmanna og þá misrétti í framkvæmd laganna. Undanþágunum fylgir þannig stór- aukin skriffinnska í stjórnsýslu lands- ins, veruleg hætta á mistökum I fram- kvæmd og ekki sizt kjörin tækifæri til skattsvika. Þessi vandi hefur valdið því, að til eru vörur, sem ekki hefur verið talið fært að undanþiggja söluskatti, hversu æskilegt, sem það annars kynni að vera, og er kjöt þar á meðal — eitt helzta undanþágustefnumál Alþýðu- bandalagsins. Er ástæðan meðal ann- ars sú, að vinnsla kjöts I verzlunum er afar margvísleg og það er selt með margs konar söluskattskyldum vörum. Hefur reynzt ógerlegt i bók- haldi eða annars konar skráningu að skilja frá þennan vinnsluþátt til skatt- lagningar. Ef þessi undanþága yrði í lög leidd fylgdi stórfelld skriffinnska til viðbótar þeirri sem fyrir er og nýjar gáttir opnuðust til undanskots. Eflum báknið Þegar talsmenn Alþýðubandalagsins gefa nú fyrirheit um að undanþiggja kjöt söluskatti, sem almennt er viður- kennt, að lítt eða ekki sé fram- kvæmanlegt, eru þeir að koma til móts við hagsmuni neytenda og þá ekki sízt launafólks. Er þetta markmið út af fyrir sig allrar virðingar vert. En málið vandast, þegar litið er á önnur stefnu- mál. Alþýðubandalagið hefur heitið því að dregið skuli úr kostnaði við yftr- byggingu þjóðfélagsins, ekki sízt i einkarekstrinum, svo sem verzlun. Ljóst er þó, að skattundanþágurnar auka þennan kostnað að mun og hljóta að stækka einkarekstuisbáknið. Alþýðubandalagsmenn boða enn fremur sem stefnu sína hert skatteftir- lit. Er það ekki sizt í þágu launafólks og góðra gjalda vert. Undanþágurnar, sem þeir hafa einnig á stefnuskrá sinni, torvelda það mjög auk þess sem þær kalla á fjölmennara starfslið og stórauka allan kostnað. Undanþágu- stefnan verður því ekki samræmd þvi markmiði að spara í ríkisrekstrinum og minnka yftrbygginguna. Alþýðubandalagsmenn krefjast harðari viðurlaga við skattsvikum. Ef þyngri viðurlög eru til þess fallin að draga úr skattsvikum, er ekkert við þá stefnu að athuga. Skattundanþág- urnar gera hins vegar löghlýðnum gjaldendum örðugra um vik að fara að lögum, en auðvelda hinum lögbrot. Auk þess er brotlegum gjaldendum fengin í hendur sú varnarástæða, að þeir hafi ekki áttað sig á reglunum eða A Kjallarinn Sigurður Lfndal ekki haft mannafla til að gera skýrslur svo úr garði sem lög áskilji. Fram hjá slíkum varnarástæðum verður engan veginn alltaf gengið. Undanþágurnar draga þvi úr öllu aðhaldi sem viðurlögin eiga að veita. Ef markmiðið væri í reynd að upp- ræta skattsvik, ættu undanþágur að vera sem allra fæstar, helzt engar. Með þeirri undanþágustefnu sinni, sem hér hefur verið gerð að umtals- jefni, eru alþýðubandalagsmenn vissu- lega að koma til móts við hagsmunin eytenda og þá um leið hagsmuni laun- þega, en um leið verða þeir málsvarar skriffinnsku og smiðir yfirbyggingar — en þó umfram allt stuðningsmenn skattsvikaranna. Og hver verður þá að lyktum uppskera launþeganna? Sigurður Lindal prófessor. \f—.........................

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.