Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. I Iþróttir Iþróttir 15 Iþróttir Iþróttir D Glaðir sigurvegarar viö verðlaunaafhendinguna á Golfmóti íslands. Stórtap þegar Víkingur loks tapaði á Akranesi — í A sigraði 5-0. Pétur Pétursson skoraði tvö af mörkum liðsins og hef ur nú jafnað markamet Hermanns Gunnarssonar. Skorað 17 mörk í 1. deild Óskabyrjun Keflvíkinga - og þeir sigruðu KA 5-0 KeflvlkinKar l’ennu óskahyrjun í leik sínum vió KA í I. deild á Akureyri á fösludaK. Eftir aöeins rúrnar þrjár rnín- útur höföu Kef1víkini>ar skorað tvö mörk — on si(>ur þeirra í lokin varð stór, 5-0. Akureyrarliðið er í alvarlcgri fallhættu eftir þessi úrslit — en Keflvíkinuar hins veuar á nrænni urein eftir þrjá sigurleiki i röð. Hafa mcira að segja möguleika að blanda sér i keppnina um þriðja sætið. Það er nokkuð, sem fáir hafa látið sér detta i hup fvrir nokkrum vikum. Leikurinn á Akureyri var leiðinlegur og illa leikinn. Keflvikingar sýndu einu sandeikskaflana, sem þar sáust og það var i kringum Ólaf Júliusson. Strax á fyrstu min. skoraði Rúnar Georgsson. Skot hans frá vítateig hafnaði i marki KA. Á fjórðu min. fékk ÍBK hornspyrnu. sem Ólafur Júliusson tók. Gal' inn á markteigshornið fjær. Þar spyrnti Steinar Jóhannsson viðstöðu- laust i mark. Fjórunt min. fyrir hálfleik skoraði Rúnar þriðja mark ÍBK cn á lokaminútunni fékk KA tækifæri til að minnka muninn. Gunnar Gunnarsson. skaut yfir i dauðafæri. Þórður Karlsson kom ÍBK i 4 0 rneð sinni fyrstu spyrnu i leiknum. Hafði kwmið inn sem varamaður og spyrnti knettinum á markið utan vilatcigs. Það var á 74. min. og fintm min. siðar skoraði Rúnar fimmia ntark ÍBK ntcð skalla. Þriðja mark hans i lciknum. Það er furðulcgt hve lið KA dettur niður. þegar mest liggur á að standa sig vcl. Hel/t að Gunnar Gislason og Flmar Geirsson sýndu citthvað. Hinir áttu slæman dag. Hjá ÍBK lék Ól afur Július son vcl og Þorstcinn Bjarnason var afar öruggur i marki. Greip vel inn i cn ckki reyndi mikið á liann. Það kom á óvart að Arnar Einarsson. Akurev ri. dænivh leikinn. Hann cr Þórsari Áhorl'-- tnr 817._____________ StA. SeturHreinn íslandsmet Víkingur tapaði í fyrsta sinn í fjögur ár 1 1. dcildinni á Akranesi á laugardag — og þá varð það stórtap. Islands- meistarar Akraness sigruðu með 5-0 og höfðu tögl og hagldir allan tímann. Skoruðu fimm fallcg mörk — en mörk beggja liða komust að auki nokkrum sinnum í mikla hættu. Pétur Pétursson skoraði tvö af mörkum Akurnesinga. Hefur skorað 17 mörk í 1. deild og þar með jafnað markamet Hermanns Gunn- arssonar, Val. Vikingar léku undan suðaustan strekkingi. sem stóð á annað markið, i fyrri hálfleik — en heimamenn voru þó fljótir að ná frumkvæðinu. Litið vit i þeirri knattspyrnu. sem Vikingar sýndu. Mikið sparkað og hlaupið. Litið reynt að finna samherja. Á 15. min. var fyrsta mark leiksins skorað. Kristinn Björnsson „negldi" knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Guðjóns íþróttir Þórðarsonar bakvarðar. Átta min. síðar munaði litlu að Pétur skoraði. Hann skallaði á mark Vikings — Diðrik Ólafsson varði en hélt ekki knettinum. Varð svo aðeins á undan Pétri að góma hann aftur. Á næstu mín. komst mark Skagamanna i hættu. Lárus Guðmunds- son. langbezti framherji Víkings i leikn- um, komst frir innfyrir en spyrnti knett- inum framhjá markinu. Á 39. min. skoraði Pétur annað mark ÍA. Kristinn lék upp að endamörkum. Gaf fyrir og þar tókst Pétri að reka knöttinn með tánni i mark — að- þrengdur af varnarmönnum og úr jafn- vægi. Það var vel af sér vikið. Framan af siðari hálfleiknum voru Víkingar sprækir — og reyndu að spila. Þeir höfðu samt ekki árangur sem erfiði. Á 54. min. fékk liðiðsitt bezta tækifæri. Viðar Eliasson i opnu færi en Árna Sveinssyni, bakverði ÍA. tókst að bjarga á marklínu. Hinum megin fékk Matthias Hallgrímsson óvænt færi á 57. mín. þegar Diðrik spyrnti knettinum bcint til hans úr markspymu. Matthías sendi knöttinn á Víkings-markið en Diðrik tókst á síðustu stundu að slá hann yfir þverslá. Tveimur min. siðar nötraði þverslá Vikings-marksins eftir hörku- skot Jóns Áskelssonar. Síðasta stundarfjórðunginn skoruðu Skagamenn þrisvar. Á 75. min. lék Karl Þórðarson upp endamörkum og gaf fyrir. Diðrik hafði hönd á knettinum. Hélt honum þó ekki og Kristinn. sem EKKIDAGUR ÞÓRS Þaö var ekki dagur Þórsara í gær, þegar þeir fengu Þrótt frá Neskaupstaó í heimsökn. Þróttur sigraði 1-0 i slökum leik. Tvívegis átti Þór skot i þverslá Þróttar-marksins og hefði átt að hijóta stig. Fleiri mörk hefðu átt að sjá dagsins Ijós — báðum megin. Þróttur lék undan norðangolu i fyrri hálfleik og sótti þá heldur meir. Helgi Benediktsson átti skot i þverslá KA- marksins af 30 metra færi. í siðari hálfleik voru Þórsarar ágeng- ari en Þróttur skoraði. Það var á 55. mín. að Björgúlfur Halldórsson skallaði i mark rétt utan markteigs eftir fyrirgjöf Andrésar Kristjánssonar. Áður hafði Óskar Gunnarsson átt skot i þverslá marks Þróttar og Sigþór Ómarsson skallað yfir í dauðafæri inn á markteig. Rétt fyrir leikslok átti Óskar aftur skot i þverslá marks Þróttar og Norðfirðingar héldu því heim með bæði stigin. - StA. fylgdi fast eftir. skoraði. 3-0. Rétt á eftir var hætta hinum megin. Jóhann Torfason komst í gott færi. Spyrnti rétt framhjá. Á 81. min. fékk Pétur langan stungu- bolta fram. Hljóp af sér varnarmenn og Diðrik kom út á móti honuni. Pétur sendi knöttinn framhjá honum i markið. 4-0. Á næstu mín. átti Jóhann Torfason að skora fyrir Víking. Stóð fyrir opnu marki en hitti ekki knöttinn. Á 85. min. fengu Skagamenn hornspyrnu. Karl Þórðarson tók hana vel. Jón Gunnlaugs- son stökk hæst og skallaði knöttinn i Víkings-markið. Hjá ÍA léku Pétur og Karl mjög vel i framlinunni — en i vörninni voru Jóhannes Guðjónsson og Árni Sveins son beztir. Vörnin var þó heldur óörugg i byrjun. Hjá Víking var Lárus lang beztur — mikið efni — og Jóhann Torfason sæmilegur i s.h. Róbert Agnarsson og Ragnar Gislason voru beztir varnarmanna. — KP íkvöld Afmælismót Ármanns i frjálsum iþróttum — til tilefni 90 ára afmælis félagsins — fer fram á nýja vellinum í Laugardal i kvöld. Hefst kl. 19.30. Keppt verður I fjölmörgum greinum og bezta frjálsiþróttafóik okkar meðal þátt- takenda cins og Hreinn llalldórsson, Jón Diðriksson, Vilmundur Vilhjálms- son og Óskar Jakohsson svo fáir einir séu nefndir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.