Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14.ÁGÚST 1978.
vnsan
e I i áSjli
Iþróttir
Iþróttir
Þjálfarinn flúði
Bill Haydock, sem verið hefur þjálfari
meistaraflokks Víkings í knattspyrnunni
siðustu þrjú sumur, flúði frá íslandi á
föstudagsmorgun án þess að kveðja
kóng eða prest. Enginn i Víking vissi
neitt um brottför hans — eða að hann
væri á förum.
Víkingar léku við íslandsmeistara
Akraness á laugardag — og Haydock
hafði boðað leikmenn sina á fund með
sér á föstudag kl. sjö. Þeir mættu — og
biðu — en Haydock lét ekki sjá sig.
Mætti ekki á fundinn — og leikmenn og
forráðamenn knattspymudeildar voru
steini lostnir.
Þegar þeir komust að þvi siðar um
kvöldið að fleiri hefðu verið að biða og
leita að Bill Haydock — kvenfólk — fór
þá að gruna margt. Þeir snéru sér til
Flugleiða og komust þá að þvi, að
Haydock hafði pantað far til Lundúna á
föstudagsmorgun — og farið með flug-
vél félagsins utan þá um morguninn.
Hafði pakkað niður og horfið sporlaust
án þess að láta nokkurn mann vita um
þafyrirætlunsína!
Bill Haydock hefur átt í ýmsum erfið-
leikum í sumar og engan veginn staðið
sig í því starfi, sem hann var ráðinn til.
Mikið rót á persónulegu lífi hans og
ástæðuna hægt að rekja til þess, að
eiginkona hans var ekki með honum hér
á landi í sumar eins og áður. Það hefur
dregið dilk á eftir sér og orðið til þess, að
maðurinn tók þá ákvörðun upp á eigin
spýtur að flýja frá Íslandi.
Þetta kom á óvart — eins og þruma úr
heiðskíru lofti á leikmenn Vikings og
Iþróttir
Bill Haydock, þjálfari Víkings,
hvarf f rá íslandi án þess að
kveðja kóng eða prest
Iþróttir
setti ýmsa þeirra úr skorðum fyrir
leikinn við Akranes. Þeir Pétur Bjarnar-
son og Hafsteinn Tómasson stjórnuðu
Víkingsliðinu í leiknum á laugardag.
Engin ákvörðún hefur verið tekin um
það hvað tekur við hjá Viking i þeim
leikjum, sem liðið á eftir í 1. deild — eða
hvort nýrþjálfariverðurráðinn.
Bill Haydock er 41 árs og var á árum
áður kunnur atvinnumaður í enskri
knattspyrnu — lék meðal annars með
Manch. City. Hann réðst til Víkings
snemma árs 1976 og byrjaði vel. Gerði
Vikinga strax að Reykjavíkurmeistur-
um. Þá um sumarið náði Vikingur betri
árangri en áður í 1. deild. Varð i fjórða
sæti — og það varð til þess, að Víkingur
gerði samning við Haydock á ný þá um
haustið.- Samning til tveggja ára.
Sumarið 1977 varð Víkingur i fimmta
sæti i 1. deild og hlaut hærri stigatölu en
áður, eða 20 stig. Miklar vonir voru
bundnar við Víkingsliðið i suntar, sem
ekki hafa rætzt. Ástæðan fyrst og fremst
að þjálfunin hjá Haydock hcfur vcrið i
molum. Hann engan veginn staðið sig i
starfi sinu.
Það má þvi segjá, að það skipti
Viking litlu ntáli úr þvi sem kontið er
hvar Haydock heldur sig — þó vissulcga
hafi hin fyrirvaralausa og óvænta brott-
för komið róti á marga leikmenn liðsins.
sem voru farnir að gera sér von unt
þriðja sætið i I. deildinni og þar ntcð
sæti í UEFA-keppninni.
hsim.
Markaregn í Laugardal
Það er ekki á hverjum dcgi, sem
íslenzkum knattspyrnuunnendum gefst
kostur á að sjá átta mörk skoruð í einum
leik eins og á Laugardalsvellinum i gær-
kvöldi. Þar leiddu saman hesta sína
Fram og FH og skildu jöfn, fjögur mörk
: skoruð af hvoru liði.
Útlitið hjá Frant var reyndar ekki
:glæsilegt i gærkvöldi. Hafnfirðingamir
búnir að skora hjá þeim þrjú mörk og
höfðu átt meira i leiknum þó þriggja
marka munur væri kannski of mikið af
þvi góða. En mörkin telja og þau fóru að
telja fyrir Fram i siðari hálfleik.
Fallegasta markið í gær var örugglega
jöfnunarmark Frammara á tuttugustu
og fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guð-
þegar Fram og FH gerðu jafntef li 4-4
mundur Steinsson lék með knöttinn
utan af kanti inn á völlinn. Enginn átti
von á skoti þegar það reið af frá
Guðmundi af tuttugu metra færi rétt við
samskeytin. Leikar stóðu jafnir eftir
sannkallað draumamark.
Fyrsta mark leiksins kom annars eftir
góða sendingu frá Janusi til Ásgeirs
Arnbjörnssonar sem skoraði 1—0 fyrir
FH á 14. minútu. FH réði meiru á miðju
vallarins og voru þeir fremur afgerandi i
fyrri hálfleiknum. Annað markið kom
síðan á þrítugustu og annarri minútu er
Leifur Helgason gaf fyrir og Guðjón
skaut knettinum í vamarmann Fram og
þaðan fór hann í netið, 2—0. Tveim
minútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom
þriðja mark FH er Magnús Teitsson gaf
fyrir frá hægri, knötturinn fór yfir
Guðmund markvörðog Leifur Helgason
skallaði í opið markið.
Strax á sjöttu minútu síðari hálfleiks
kom fyrsta mark Fram. Þar var Pétur
Ormslev að verki eftir góða sendingu frá
Guðmundi Hafberg. Strax tveim
minútum síðar kom Guðmundur Steins-
son inn I sendingu til markvarðar FH
oig skoraði annað mark Fram. Þriðja
markið á 21. mínútu eins og áður sagði.
Staðan var nú orðin jöfn og I loftinu
Iá að bæði liðin væru búin að sætta sig
við úrslitin. En síðustu minúturnar kom
skemmtilegur sprettur. Ólafur Danivals-
son FH skaut rétt utan við stöng á 38.
minútu og finim min. siðar nær FH
fjórða markinu eftir gróf varnarmistök
Fram. Aðeins tvær minútur eftir. Frarn
fær innkast á vallarhelmingi FH.
Kristinn Atlason fær knöttinn inn i vila-
teig og skallar yfir markvörðinn. Jafn-
tefli orðið staðreynd þvi andartökunt
síðar flautar Valur Benediktsson dómari
leikinn af. Dóntarinn sá \eröur sannar
lega ekki sakaður um að misnota
flautuna enda komust lcikmenn upp
með ýmis furðuverk. sent þó ollu ckki
skaðaaðþessusinni. ÓCi.
BUBOT FRA BIFRÖJT
25% verðlækkun
Skipafélagið Bifröst hefur nú lækkað farmgjöld sín á leiðinni milli íslands
og Ameríku um 25%, og eru farmgjöld Bifrastar þau lægstu sem boðin
eru á þeirri leið.
HAFNARFJÖRÐUR
NORFOLK
( Portsmou(h)
Lægra vöruverð
Lægri farmgjöld þýða lægra vöruverð og er 25% farmgjaldalækkun
kærkomin búbót bæði innflytjendum og neytendum.
Viðskipti við Bandaríkin hagkvæm
Lág farmgjöld, vörugæði og staða dollarans gera það að verkum að
viðskipti við Bandaríkin eru nú mjög hagkvæm okkur íslendingum.
Ferðir á 23 daga fresti milli Hafnarfjarðar og Portsmouth Va.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofunni að Klapparstíg 29, símar
29066 og 29073.
SKIRAFÉLAGIÐ BIFRÖST HF
Skrifstofur: Klapparstig 29. Sími 29066 og 29073
UmboSsmaöur í USA: Hansen and Tideman Inc. Suite 1627,
ONE WORLD TRADE CENTER, New York, N. Y. 10048.
Simi432-1910
Afgreiösla í Norfolk: Capes Shipping Agencies Inc:
1128 West Olney Road, Norfolk, Virginia 23507.
Símar (804) 625-3658, /59 og /50 og(804) 627-2966 og /67
Telex 823-476
Bill Haydock, fyrrum þjálfari Vikings.
Nær óþekktur
Englendingur
vann Bayi
— á Samveldisleikunum
Samveldislcikunum — mesta íþrótta-
móti sem haldið er í heiminum, þegar
Olympiuleikarnir eru frátaldir — lauk í
Edmonton í Kanada á laugardag.
Kanadamenn stóðu sig með miklum
ágætum — og hlutu fleiri verðlauna-
peninga en nokkur þjóð hefur áður unnið
á leikunum. 45 gull, 31 silfur og 33
bronsverðlaun. England hlaut 27 gull,
Ástraliu 24 og Kenýa sjö. Aðrar þjóðir
færri en þó flestar af þeim 46 þjóðuni,
sem tóku þátt í leikunum cngin verðlaun.
Á siðasta degi mótsins kom mest á
óvart, að 25 ára Englendingur, Dave
Moorcroft, sigraði heimsmethafann
Filbert Bayi, Tanzaníu, í 1500 m.
hlaupinu. Moorcroft hljóp á 3:35.48
mín. Erábær tími. Englendingar höfðu
mikla yfirburöi í frjálsíþróttakeppninni
og þjóðsöngur Englands — Land of
hope and glory — hljómaði mun oftar en
nokkur annar á aöalleikvanginum í
Edmonton. Á lokadeginum lilutu enskir
sex gullpeninga i þeim níu greinum, sem
keppt var í. Enska svcitin varð einnig
fyrst yfir marklínuna i 4X400 m
boðhlaupi karla en var dæmd úr leik.
Það var vegna þess, að Glen Cohen,
Engiandi, hafði hlaupið fyrir Bill Koskei,
Kenya, á þriðja spretti. Kenya hlaul
gullið — var sekúndubroti á eftir ensku
sveitinni í mark. Skotland sigraði í
4X100 m boðhlaupi og þar hljóp Allan
Wells, hinn 26 ára spretthlaupari frá
Edinborg, mjög vel. Hann hlaut líka
gullverðlaun í 200 m hlaupi og varð
annar í 100 m. Wells var hcldur slakur
langstökkvari hér á árum áður en sneri
sér að sprctthlaupum fvrir þremur áruni.
Ensku stúlknrnar sigruðu i háðum
boðhiaupunum. England hlaut 16
gullverðlaun i fri’Kam þ'-c.m.
Ástralía og Kanada sev h- u þjóð og
Kenýa fimm.
í maraþonhlaupinu á lostudag sigiaúi
óþekktur hlaupari frá Tanzaniu
Gidemas Shahanga. Hann er aðeins
tvítugur og varð sjöundi á Afríku-leikun-
um fyrr I sumar.Á siðusti. klómetrunum i
Edmonton fór hann fram ár Kanada-
mönnunum Jerome Dra.'ioa og Paul
Bannon cftii að Bannon hafði liaft
forustu mest allt hlaupið. Drayton. sá
þekkti hiaupari, varð annar. Tanzaníu-
maðurinn vai 13 sek. á eftir Drayton,
þegar míla var eftir af hlaupinu.
Shahanga, elztur 12 svstkina, korn vel
fyrstur 1 mark—alveg óþreyttur og hljóp
strax heiðurshring. Frá sama héraði og
Filbert Bayi. Fréttastofa Reuters hefur
ekkert fyrir því að gefa upp tima hans —
frekar en árangur flestra annarra
verðlaunahafa á leikunum.
Svíinn ók
hraðast
Svíiinn Ronnie Pettersson sigraði i
austurriska grand prix kappakstrinum i
Zeltweg í gær. Keyrði á 1:41.21.57 og
meðalhraði hans var 189.91 km.
Deapiller Frakklandi, varð annar á
1:42.09.01. Mario Andretti, LSA, hefur
forustu í stigakeppninmni með 54 stig.
Pettersson er skammt á eftir með 45
stig. Patrick Dcapillcr hefur 32 stig,
Niki Lauda, Austurriki, og Carlos
Reutemann, Argentinu, 31 stig.