Dagblaðið - 14.08.1978, Qupperneq 32
f
Fyrsta skreiðin íártil Nígeríu:
Hvalvík
pakka í
losar 39 þús.
Port Harcourt
M/s Hvalvik kom inn á leguna í
Port Harcourt í Nigeriu með 39^
þúsund pakka af íslenzkri skreið. sl.
-föstudag. Stóðu vonir til að skipið gæti
lagzt að bryggju þá um kvöldið eða
nóttina að sögn seljenda. Er þessi
farmur hinn fyrsti af fleiri skreiðar-
förmum til Nígeriu á þessu ári.
Eftir margar og erfiðar tilraunir tis
að selja þessa vöru tókust samningar
milli islenzkra útflutningssamtaka og
Nígeriustjórnar um sölu á 115 þúsund
pökkum. Heildarandvirði er um 6
milljarðar króna.
Á sama tima og Nígeríustjórn
jcaupir 115 þúsund pakka skreiðar af
Íslendingum, kaupir hún 75 þúsund
pakka af Norðmönnum. Miðað við
verkaða skreið i þessum löndum lætur
nærri að Norðmenn þyrftu að losna
við fjórum sinnum meira magn.
„Askorun til þing-
manna að gera
það sem fólk kaus
þá til að gera...”
— sagði Guðmundur J. Guðmundsson
„Líta ber á þessa samþykkt sem mjög
einlæga ósk verkafólks til þessara flokka,
að þeir geri baráttumál verkalýðsins að
sinum. Tuttugu og átta þingmenn eru ef
til vill sterkara afl en við höfum áður átt.
á Alþingi,” sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson um samþykkt Verkamanna-
sambandsins sl. föstudag.
„Viðbrögð flokkanna eru jákvæð.
Tilgangurinn er ekki sá að þeir fari að
rifja upp hvor í sinu blaði ásakanir og
gagnáskanir, heldur ræði þeir í alvöru
um hvort þeir geti orðið við kröfu verka
fólks úr báðum flokkum. Þrætubókinnij
má hreinlega loka, ef svo er,” sagðij
Guðmundur.
„Hér eru ekki á ferðinni neinir póli-
tiskir klækir heldur áskorun til þing-
manna þessara flokka um að þeir geri
það sem þeir lofuðu og fólkið kaus þá tií
að gera,” sagði GuðmundurJ.
Guðmundsson.
BS,
METAREGN í VÍÐI-
DAL UM HELGINA
Skeiðmannafélagið og Fákur héldu
hestamót á Fáksvellinum í Víðidal á
laugardaginn. Mótið var vel sótt. Þar
komu um 400 manns.
Að sögn Sigurbjörns Bárðarsonar
voru mörg glæsileg met sett á mótinu,
þ.á.m. Evrópumet.
Garpur, 8 vetra, sem Hörður G.
Albertsson á, en Aðalsteinn Aðalsteins-i
son reið, setti Evrópumet í 150 metra
skeiði. Fór hann á 14,8 sek en metið er
16,2. |
Þá setti Funi Marteins Valdimars-
sonar frá Búðardal glæsilegt íslandsmet i'
800 metra brokki. Fór hann á 1,35,4!
min. en gildandi met er 1,40,6. -GM.,
Frá 250 metra skeiði. Fyrstur i mark varð Skjóni. Knapi var Albert Jónsson. Skjónij
varað þessu sinni aðeins 0,1 broti undir tslandsmetinu.
’
Fallhlifarstökkvarargetaláttþað á hættu að fá óvægilegarbyltur. Hér er Sigurður
Bjarklind að lenda á mótinu nyrðra um helgina. DB-mynd Fax.
Slasaðist í lendingu
— á íslandsmótinu ífallhlífarstökki
Ungur Akureyringur, Magnús
Pétursson, slasaðist er hann kom illa
niður úr fallhlifarstökki á íslands-
mótinu I fallhlifarstökki um helgina.
Áhorfendur urðu þó ekki varir við
neitt óeðlilegt i fyrstu, enda var
lendingin ekki ljót, að sögn leikmanns.
Sennilegast hefur hann ekki gefið
nægilega vel eftir í fótunum, er þeir
snertu jörðina, með þeim afleiðingum
að höggið leiddi upp hrygginn og
brákaði hálslið. Var Magnús fluttur áj
sjúkrahús í Reykjavik, og eftir þvi sem
blaðið kemst næst, er líðan hans eftir
atvikum góð.
G.S.
Samningafundur um Breiðholt hf. í dag:
„Breiðholt á fyrir skuldum sínum”
— segir Sigurður Jónsson, forstjóri
„Við héldum fundi með stjórn
Verkamannabústaða fyrir helgi og
fundum verður haldið áfram i dag.>
Við viljum frekar ná samkomulagi við
stjórnina en stefna henni fyrir riftun
verksamnings við Breiðholt hf. um
byggingu verkamannabústaða,” sagði
Sigurður Jónsson, forstjóri Breiðholts,
hf. i samtali við DB i morgun. t
Sigurður kvaðst vera vongóður um
að samningar mundu takast.
Forstjóri Breiðholts hf. var að þvi
spurður hvort blaðafréttir um að fyrir-
tækið hefði veðsett seldar eignir hefðu
við rök að styðjast.
Hann kvað þær fréttir stórlega
ýktar. Þarna væri mest um frágangs-
atriði að ræða sem gleymzt hefði að
ganga frá.
Sigurður Jónsson var að því spurður,
hvort rétt væri eftir honum haft i
blöðum að ákveðin verktakafyrirtæki
væru að setja Breiðholti hf. stólinn
fyrir dyrnar.
„Ég vil ekki nefna nein ákveðin
fyrirtæki. En það er rétt að mér finnst
furðulega að þessu máli staðið,” sagði
hann.
„Ég veit ekki hvort tekst að lyfta
fyrirtækinu upp úr þessum öldudal.
, Það á eftir að koma í ljós á næstu.
dögum. Við sjáum ekki ástæðu til að
opna fyrr en mál skýrast. En ég tel að
Breiðholt hf. eigi fyrir skuldum sínum
ef þaö fer ekki á nauðungaruppboð,”
sagöi Sigurður Jónsson, forstjóri
Breiðholtshf. aðlokum. GM ;
irjálst, úháð dngblað
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978.
Fékk lax á
handfæri
„Þetta er bara lax strákar,” sagði
Þorkell Guðmundsson, skipverji á
Búðarnesinu, GK-101, um leið og hann ,
innbyrti um fimmtán punda lax, fyrir
forvitnum augum tólf skipsfélaga sinna,
;úti á Deildargrunni, sem er um 30 mílur
norðvestur af Deild.
„Ég hélt fyrst að þetta væri ufsi,”
sagði Þorkell þegar hann sýndi okkur
laxinn suður í Keflavik,” en brátt kom í
Ijós að þetta var öllu verðmætari fiskur,
stórlax, veiddur á handfæri, með
svörtum krók.” Og Þorkell lyfti
laxinum, sem reyndar hafði verið
geymdur i frystikistunni, til myndatöku
en þetta er annar laxinn sem hann veiðir
á handfæri í sjó.
emm
Þjófnaður
í Grindavík
upplýstur
Brotizt var inn í nýbyggingu í Grinda-
vík og áfasta verzlun sem Bára heitir,
aðfaranótt laugardagsins. Stolið var tals- •
verðu af hljómplötum, sælgæti,
vindlingum og fleiru.
Rannsóknarlögreglumaður frá Kefla-
vik kom á staðinn og um helgina hafði
hann upp á þjófnum. Reyndist það vera
piltur innan við tvítugt og var hann einn
á ferð. Þýfið hafði hann falið á ýmsum
stöðum en það er nú allt komið i
leitirnarog til skila.
ASt.
45 daga fang-
elsi fyrir
hrefnudráp
Norski hrefnubáturinn Andfjord var
tekinn aðólöglegum hrefnuveiðum út af
Skagatá á laugardag, en þar hafði
áhöfnin skotið eina hrefnu í óleyfi. Flug
vél Landhelgisgæzlunnar flaug fyrst yfir
bátinn, en varðskip náði honum
suðaustur af Grímsey og færði hann til
Akureyrar. Þar var skipstjórinn dæmdur
til að greiða 50 þús. kr. i sekt í gær og
hlaut að auki 45 daga fangelsisdóm. Þá
var hrefnan og veiðarfærin gerð upptæk
en andvirði þess mun vera um ein og
háífmilljón.
I - -G.S.
? Kaupið^
TÖLVUR
OGTÖLVUÚR
BANKASTRÆTI8