Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15.ÁGÚST 1978. 7 London: Má ekki kalla páfann fáfróðan gamlan karl Útvarpsmaður í London hefur verið settur af eftir að hann kallaði Pál páfa sjötta sem nýlátinn er fáfróðan gamlan karl. Mótmælin heltust yfir útvarps- stöðina eftir að þessi orð höfðu verið látin falla og linnti simhringingum reiðra hlustenda ekki lengi á eftir. Sviss: Stálu lög- reglubún- ingum Þjófar létu greipar sópa um lögreglu- stöð i Le Landeron i Sviss í gærkvöldi. Komust þeir heldur en ekki i feitt. Höfðu mennirnir á brott með sér byssur, vopn, fimmtán hundruð svissneska franka og siðast en ekki sizt nokkra lögreglubúninga. Ekki er Ijóst hvort þjófarnir ætla sér að skrýðast þeim sér til hægðarauka við störf sín á næst- unni. Moskva: Krístín Onassis komin aftur iír vestrinu Christina Onassis Kauzov er aftur komin til hins nýja eigin- manns sins Sergei eftir að miklar sögur höfðu gengið um að hún ætlaði að binda endi á nokkurra daga hjónaband þeirra. Fékk sú saga byr undir báða vængi er Christina hætti við brúðkaupsför þeirra til S:beriu en fór í þess stað til Aþenu og siðar til London án nokkurra skýringa. Siðar mun hún hafa rætt við framkvæmdastjóra fyrirtækja sinna á eyjunni Scorpios í Miðjafðarhafi. Hún kom til Moskvu i gær- kvöldi en þá höfðu hjónakornin verið aðskilin i niu daga. i gær- kvöldi ræddi Christina við brezkan blaðamann og sagðist aðeins hafa verið í viðskiptaferð eins og hún mundi þurfa oft á næstunni. Munu þau Christina og Sergei hafa mikinn hug á að finna sér ibúðarhúsnæði i Moskvu. Ekki vildi hún ræða við aðra frétta menn en hinn brezka, sem ók frúnni af flugvellinum inn til Moskvu. Sagði hún honum að fregnir af skilnaði hennar að þessu sinni væri alveg úr lausu lofti gripnar. Hinn nýi eiginmaður C'hristina er fyrrverandi yfirmaður við sovézka skipiaútgerð. Hann var ekki á flugvcllinum til að taka á móti eiginkonunni. Hittust þau í íbúð móður hans en óku siðan aftur til flugvallarins til að ná í far- angurhennar. Búizt hafði verið við að þar sem öll leyfi til giftingarinnar fengust með óvenju skjótum hætti, er Christina og Sergei Kauzov gengu i hjónaband, að þau fengju einnig leyfi til að kaupa eina af íbúðum samvinnufélaga i Moskvu. Þar er mikill húsnæðisskortur og fyrir- komulagið þannig að fólk greiðir inn á ibúðir sem það fær síðar til afnota. Þarf leyfi yfirvalda til að selja þær til annarra. A meðan ibúðin finnst ekki munu hjónin búa hjá móður Sergei. Arabarkaupa hótelskip í Danmörku búizt við fleiri viðskiptum þeirra og kaupum á fyrirtækjum Kaup arabiska olíufurstans Hammad Sabah á teppaverksmiðjunni í Holsterbro í Danmörku. sem sagt var frá í DB i gær, mun aðeins vera fyrsta skref Araba i fjármála- og viðskiptalífi þar. Kunnugt er um að Sabah og félagi hans i Gulf olíufélaginu ræddu einnig við forustumenn hjá skipafélaginu DFDS og skipasmiðastöðvar i Helsingör. Mun samningur um sniiði tvö hundruð sjötiu og sex herbergja hótelskips vera fyrirhugaður i Dan- Ollufurstarnir tveir, Hamad Sabah og Khaleel Osman, hafa mikinn hug á að fjár- festa I Danmörku. Nú þegar hafa þeir keypt teppaverksmiðju sem var gjaldþrota. Samningur um hótelskip er I undirbúningi og einnig hafa þeir lýst yfir áhuga á að koma upp mjólkurvinnslu I Kuwait með aðstoð danskra sérfræðinga. mörku. Á skipið að liggja i Alexandriu að halda rekstri sinum áfram um í Egyptalandi. Ekki er enn búið að nokkurt skeið. Voru horfur á að hún undirrita samninga en ef úr vcrður yrði mjög að draga sanian seglin mun skipasmíðastöðin fá verkcfni til vegna verkefnaskorts. In-Line myndlampi (RCA), Kalt Einingakerfi, Snertirásaskipting, Spennuskynjari, Viðarkassi, Möguleikar fyrir Plötu og myndsegulbandstæki Sölustaður: TH. GARÐARSSON HF. Vatnagörðum 6. Sími: 86511 (2 línur) Viðgerðaþjonusta: Radio og Sjónvarpsverkstæðið Laugavegi 147. Simi: 23311 ÚTVARPSVIBKJA MEISTARI ■ 3 ára ábyrgð á myndlampa ■ Staðgreiðsluafsláttur Tækin eru send heim án kostnaðar á Reykjavíkursvæðinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.