Dagblaðið - 19.08.1978, Side 3

Dagblaðið - 19.08.1978, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978. Fnn ai* hð/i iil>2ftnhincrcctÍAi*n • Spurning biiii ci |i<iu uidii|iiiig5dijuni dagsins Óli skáti skrifar: Fyrir mér er það staðreynd að ykkar lóð á vogarskálina gerði herzlumuninn um fall síðustu stjómar. Nú finnst mér að þið ættuð að þurrka burtu sigur- brosið og taka til hendinni við að aðstoða við ntyndun nýrrar stjórnar. Brunalyktin af þeirri gömlu er að kæfa heila þjóð og með tilliti til þess að það er tekið ntark á ykkur er skylda ykkar að koma með uppástungur unt menn i utanþingsstjóm en annað virðist varla konia til greina þvi ævin- týrið uni litlu gulu hænuna er i fullum gangi hjá þessum sjálfkjörnu forystu- mönnum sent allt geta nema það sem þeireiga aðgera. Ég þykist vita að erfitt verður fyrir ykkur að stinga upp á mönnum. sem þið hafið deilt á vegna annarra starfa i þjóðfélaginu og bendi ykkur á að slíkt má alls ekki henda ykkur. Margir hafa að undanfömu gert sér að leik í grini og alvöru að koma með uppástungur um væntanlega stjórn i blaði ykkar. Sumar þeirra eru þó þannig að varla hafa þær verið gerðar í alvöru. En málið er það að ég hef komið saman minni óskastjórn eftir mikla umhugs- un og er í dag sannfærður um að betri stjórn mundi aldrei hafa verið mynduð á íslandi fyrr og siðar. Þetta eru alll menn sem þora og eru ekki háðir neinum klíkum eða þrýstihópum. Þeir mundu segja öllu slíku að fara i það kolgræna og fylgja fram sinum málum af þeim kjarki og drengskap sem til þarf en það er einmitt það sem við þurfpm i dag því höfuðið hefur vantað i alltof mörg ár. Hér á eftir er min óskastjórn og hugsið ykkur nú vel um áður en þið gerið grín að hug myndinni. Forsætisráðherra. Albert Guðmunds- son hefur tvimælalaust mesta per- sónufylgi allra stjórnmálamanna og það væri móðgun við almenning að fela honum ekki þetta starf. Hann þorir og með það úrval af mönnunt sem hér fer á eftir mundi almenningur sameinast um hann. Utanríkis- og menntamál. Guðlaugur Þorvaldsson er sjálfkjörinn i þetta. Hann er diplómat fram i fingurgóma og mundi sóma sér vel i veigalitlu emb- ætti utanríkisráðherra en gnæfa yfir með sina yfirburðakosti sem mennta- málaráðherra. Fjármálaráðherra. Jón Sigurðsson i járninu er sá eitilharðasti sem við eigum. Hann hefur sýnt fjármálavit og ekki sizt kjark. Hann taiar tæpitungu- laust og mundi hafa litið fyrir að berja af okkur blóðsugurnar og koma hlut unum í lag. Iðnaðar- og orkumál. Davið Sch. Thorsteinsson er vegna frammistöðu sinnar síðustu ár sjálfkjörinn i þetta starf. Hann veit hvar skórinn kreppir og hefur kjark til að lagfæra vitleysur siðustu ára. Heilbrigðis- og félagsmál. Hilmar Helgason i SÁÁ ereinhver eftirtektar- verðasti maður sem fram hefur komið siðustu ár. Það sem hann hefur gert fýrir alkóhólista er með ólikindum. Hann þorir og ekkert verkefni virðist vefjast fyrir honum. Dómsmálaráðherra. Páll S. Pálsson er einhver harðasti málafylgjumaður sem við eigum. Hann mundi ekki laka á málunum með silkihönzkum heldur stinga á kaunin. Hann þorir og fram- kvæmir. Viðskipta- og landbúnaðarmál. Þor- varður Elíasson er maður sem hefur það umfram aðra að hann ekki bara veit hver vandamálin eru heldur virðist hann einnig kunna svör við þeim og er það meira en ónefndir skussar hafa gert. Hann er ábyrgur maður sem hiklaust á að leyfa að spreyta sig. Sjávarútvegsmál. Hér kemur enginn til greina nema Pétur Sigurðsson. sjó- Guðlaugur Þorvaldsson maður. Enginn getur vænt hann um kjarkleysi og hann mundi þora að stjórna sókninni á miðin sem er lifs- spursmál fyrir okkur i dag. Hann veit líka hvar hjartað slær hjá sjómönnum. Ég er sannfærður um að þessir drengskaparmenn mundu leiða is- lenzku þjóðina til sigurs og góðra daga. sem hún á svo sannarlega skilið eftir óendanlega hörmungarsögu undanfarinna ára og jafnvel alda. Nú er það ykkar að meta hvort þið komið henni að. Athugasemd DB: Ekki getur þetta nú talizt hreinræktuð utanþingsstjórn. A.m.k. vitum við ekki betur en Albert Guðmundsson sé fyrsti þingmaður Reykvikinga og þvi ekki liklegur til að taka sæti í utanþingsstjórn. Er filman glötuð? Hulda Grimsdóttir Borgarholtsbraut 5 Kópavogi hringdi. Hún sagðist hafa sent filmur i fram- köllun hjá Gíró-myndum um mánaða- mótin mai-júní. „En þetta framköll- unarfyrirtæki lofar sjö daga afgreiðslu- fresti. Þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að ég sendi filmurnar i framköllun hringdi ég til þeirra og þeir lofuðu að athuga málið. Ég hringdi aftur og aftur og fékk alltaf santa svarið. Þeir ætluðu að athuga ntálið en siðan ekk- ert meir. Loks núna fyrir rúmri viku náði ég sambandi við einhvern yfir- ’ ntann þarna. Hann var alveg gáttaður á þessu og sagði að sér þætti þetta mjög leiðinlegt og lofaði að hringja i mig strax daginn eftir. Ég hef ekkert heyrt frá honum eða fyrirtækinu siðan,” sagði Hulda og bætti því við að sér væri kunnugt um að yfirleitt bættu framköllunarfyrirtæki viðskiptavinin- unt a.m.k. filmuna í slikum tilfellum. Baddir Hringið í síma 27022 milli kl. 13ogl5 MMM ISiP Tískusýningar á hverjum degi Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga kl. 14 - 23, kl. 10 - 23 laugardaga og sunnudaga. Landbúnaðarsýningin 1978 væri ekki fullkomin án ' ■ • . . ' -f ■ sérstakrar tískusýningar, sem sýndi nýjustu tísku — unna úr íslenskum ullarvörum. Auk tískusýninganna verður sérstök dagsskrá á hverjum degi, meðýmsum atriðum bæði til fræðslu og skemmtunar. Sérstök barnagæsla fyrir yngstu börnin. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri fyrir alla f jölskylduna Ertu ánægðlur) með sýnínguna? (Spurt á landbúnaðarsýningu) Krístján Sigurðsson bóndi Höskulds- stöðum Húnavatnssýslu: Já, ég er mjög ánægður með það sem ég hef séð. Við vorum einmitt að skoða búvélarnar. Við brugðum okkur hingað suður í þeim til- gangi að skoða sýninguna. Og það er líka margt að skoða hér en svo tekur maður líka heim með sér heilmikið af bæklingum og athugar þetta betur í ró og næði. Steinar Krístjánsson vegavinnumaður: Jú, ég er ánægður með það sem ég er búinn að sjá. Þetta er vel upp sett og skipulagið gott. Annars kom ég hingað eiginlega bara af einskærri forvitni og auðvitað með börnin, þau hafa mest gaman af þessu. Áslaug Sig. Guðjónsdóttir húsmóðir: Mér finnst sýningin ágæt og mun viða- meiri en ég hélt. Það er margt að sjá og sýningin er yfirgripsmikil. Að sjálfsögðu er þetta skemmtilegast fyrir börnin, þau hafa svo gaman af að siá dérin. Laufey Þorgeirsdóttir gagnfræðaskóla- nemi: Jú, ég er ánægð með sýninguna. Það er gaman að skoða dýrin, ég hef aldrei verið i sveit, er úr Kópavoginum. Víst væri gaman að eiga heima i sveit en það fer nú samt eftir ýmsu hvort maður vildi gerast bóndi. Williard Ólason sjómaðun Ég er a.m.k. ánægður með það sem ég er búinn að sjá, annars er ég nýkominn hingað að heiman úr Grindavikinni. Það er nú fremur litill búskapur þarna á Suður- nesjunum, þeir eru helzt með einhverjar kinrlnr Guðborg Hákonardóttir hárgreiðslu- kona: Jú, ég held það. Þetta er þó mest gaman fyrir börnin, þau hafa svogaman af því aö fá að heilsa upp á dýrin. Stóri og litli hesturinn vöktu sérstaklega kátínu þeirra.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.