Dagblaðið - 19.08.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978.
15
Kate Bush
ein bjartasta
von Breta
Brezka söngkonan Kate Bush
virðist eftir öllum sólarmerkjum að
dæma búin að gulltryggja vinsældir
sinar i næstu framtið. Hún hefur
það sem af er þessu ári komið
tveimur lögurn i efstu sæti vinsælda-
lista viða um heim og auk þess selst
fyrsta breiðskífan hennar. The Kick
Inside, mjög vel.
Kate Bush er aðeins nítján ára
gömul. Hún var ellefu ára þegar hún
hóf að dútla við að setja saman lög
við pianóið heima hjá sér. Bræður
hennar fengust við að syngja enska
og irska tónlist í þjóðlagahljómsveit
sem þeir störfuðu i og vildi litla
systir ekki vera eftirbátur þeirra
Kate tók brátt að skemmta opinber-
lega á minniháttar samkomum og
það var á einni slíkri. sem Ðave
Gilmour gitarleikari Pink Floyd
heyrði í henni.
Hann varð ákaflega hrifinn og
hjálpaði Kate að gera prufuupptökur
á nokkrum af lögum hennar. Siðan
kontu þau upptökunum á framfæri
hjá EMI. Er þetta gerðist var Kate
Bush um það bil sextán ára gömul.
Umsvifalaust var gerður við hana
útgáfusamningur en hún jafnframt
„geymd” i nokkur ár á meðan hún
var að þroskast meira. Þennan tima
notaði Kate til að semja lög og sækja
tima i dansi og látbragðsleik.
Það var seint í vetur sem lagið
Wuthering Heights kom út. Það ber
sama nafn og skáldsaga Emely
Bronte og er samið undir áhrifum frá
henni. Öllum bar saman um að
Wuthering Heights væri sérlega
skrýtið lag en mjög gott. Rödd Katie
í laginu er ákaflega há og með
austurlenzkum blæ.
Lagið Man With The Child In His
Eyes kom siðan út í sumar og hlaut
litlu minni vinsældir en Wuthering
Heights. Það var Kate Bush ákaf-
lega mikill léttir að þetta lag skyldi
hljóta hljómgrunn hjá hlustendum
þvi hún var dauðhrædd um að eiga
eftir að staðna með háu. austur-
lenzku röddina.
Það verður að teljast dágóður
Kate Bush tók nýlega þátt 1 söngrakeppni i Japan og hlaut þar silfurverðlaun. Hér er hún á blaðamannafundi (heldur á
mikrófóninum) ásamt sigurvegaranum, Debbie Boone frá Bandarikjunum, sem situr henni til vinstri handar.
árangur á innan við ári að koma
tveimur litlum plötum og einni stórri
á topp vinsældalistanna. Reyndar
er enn eftir að sigra Ameríku og í því
augnamiði var Kate Bush nýlega á
ferðalagi þar. Árangur þeirrar ferðar
er enn ekki kominn í ljós. Hitt er víst
að við eiguni eftir að heyra meira frá
þessari nitján ára gömlu læknis-
dóttur frá Englandi og það áður en
langt um liður.
ÁT
Ég sá manninn minn
breytast í skriðdýr”
- John Lennon reyndi að fá stöðvaða birtingu kafla
úrævisögu fyrrverandi eiginkonu sinnar
Don Henley og Joe Walsh ásamt nýja manninum, Timothy Schmit (lengst til
hægrí). Hann var áður I hljómsveitinni Poco.
Næsta Eaglesplata
verður tvöfóld
Ákaflega litið hefur frétzt frá
hljómsveitinni Eagles allt siðan
siðasta platan. Hotel California, kom
útifyrra. Nú hefur það þó upplýstst
að næsta LP platan. sú sjötta í
röðinni. verði tvöföld og komi út ein-
hvern tima fyrir jólin.
Eagles hafa á undanförnum mán-
uðum unnið við gerð þessarar nýju
plötu. en eru nú komnir i frí fram i
sepiember. Ekki eru þeir þó með öllu
aðgerðalausir. þvi að nú stendur yfir
hljómleikaferð um Bandarikin og
Kanada.
Þá er jafnframt þess að geta að
Randy Meisner er hættur í hljóm
sveitinni. I hans stað kom Timothy
Schmit fyrrum félagi i
hljómsveitinni Poco.
ÚrMELODY MAKER
John Lennon tapaði nýlega máli,
sent hann höfðaði í Englandi til að
stöðva birtingu valdra kafla úr sjálfs-
ævisögu Cynthiu fyrrverandi eigin-
konu hans. Bókin nefnist (Twist of
Lennon (eftirnafn núverandi eigin-
manns hennarereinmitt Twist).
Eftir að tveir kaflar úr bók
C'ynthiu höfðu birzt i vikublaðinu
News Of The World hóf Lennon
aðgerðir sinar, sem báru engan
árangur. Meðal setninga í fyrsta
kaflanum voru þessar: „Ég sá
manninn sem ég elskaði breytast í
skriðdýr." og „Ég kenndi LSD
neytendunum um hvernig fór. Það
voru þeir sem eyðilögðu hljóm-
sveitina og hjónaband mitt."
Lennon varstaddur í Japan ásamt
konu sinni Yoko Ono, er hann
höfðaði málið. — Yoko er lýst sem
versta varmenni i ævisögu Cynthiu.
— Lögfræðingur Lennon sagði um
málið:
„Hann neitar ekki að hafa haldið
partý og neytt eiturlyfja. Hann
harmar að opinberuð skuli smáatriði
úr hjónabandi sínu og Cynthiu.”
í dóntsorðinu. þar sem máls-
höfðun Lennons er hafnað. segir
rueðal annars að árið 1968 hafi
Lennon sjálfur látið hafa ýmislegt
eftir sér um hjónaband sitt i
viðtólum. Þannig hafi hann í
rauninni .orðið fyrstur til að fjalla
opinbcrlega um það og sé ekki
ástæða til að stóðva eiginkonu hans
fyrrverandi i sania verknaði.
Úr ROLLING STONE
Jnhn og Cynthia Lennon ásamt Julian syni þeirra og heimilishundi. Þau giftu sig þegar hún var átján og hann sautján. í
hjónabandi þeirra gekk á ýmsu en út yfir allan þjófabálk tók þó þegar hann birtist einn dag með Yoko Ono og sendi
Cynthiu i ferðalag til ítaliu með einkaspæjara á hxlunum.
Ljóskastarastæða gerði næstum
út af við trommuleikara BTO.
Sáralitlu munaði að dagar Robbie
Bachman, trommuleikara Bachman-
Turner Overdrive. væru taldir. er
hljómsveitin lék á útihljómleikum i
Nebraska á dögunum. Í ntiðju kafi
gekk hvirfilvindur yfir hljómleika-
svæðið og sleit vir. sem hélt uppi
risastórri stæðu af Ijóskösturum.
„Robbie varð snöggvast litið upp i
loftið og hann sá hvað verða vildi."
sagði lögfræðingur BTO, Jay
Bergen. stuttu eftir að atburðurinn
varð. „Hann stökk þegar i stað upp
frá trommusettinu og henti sér fram
af sviðinu. Sckúndu siðar lcnti
kastarastæðan og mölbraut trommu-
settið.”
Að sögn lögfræðingsins. sent varð
sjónarvottur að slysinu. vildi Robbie
Bachman sem minnst um það segja.
„Taugar hans eru i einum hnút.”