Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.09.1978, Qupperneq 24

Dagblaðið - 02.09.1978, Qupperneq 24
I Seiuúteéa 1 Kom með 1066 gS^tonn að landi Skiptaverðmæti er yf ir 90 milljónir og hásetahluturinn rúmlega 800 þúsund krónur Togarinn Ögri hefur komið að landi l'jórum sinnum i ágústmánuði með góðan afla og samtals lagt á land i ágústmánuði 1.066.510 kg af fiski. Ekki fékkst i gær staðfesting á því hvorl hér væri um algert met að ræða i mánaðarafla. en vel má vera að svo sé. Skiptavcrð þessa afla er. að sögn Ögurvíkur sem gerir Ögra út. rúmlega 90 milljónir króna og hásetahluturinn yfir mánuðinn verður ntilli 8 og 900 þúsund krónur. Skipstjóri á Ögra frá byrjun hefur verið Brynjólfur Halldórsson. Var hann nteð skipið i þremur af fjórum túruni i ágúst en siðan tók Einar Jónsson stýrimaður, scm lcngi hefur verið ntcð Bryi.jólfi á Ögra. við. Brynjólfur brá sér til Mallorka cftir góðu túrana i júli og getur slik l'erð talizt góð tilbreyting frá þvi að stiga ölduna í Atlantsálum. Veiðitími Ögra fyrir þessar fjórar landanir er rúmur mánuður því hann landaði á fyrstu dögum ágúst afla er veiddist í júli, en er að uppgjöri kemur er það löndunin i almanaksmánuðin- um sem gildir. Á Vestfjörðum var skuttogarinn. Bessi aflahæstur i júli með 759 tonn og í júli i fyrra var Júlíus hæstur nteð 764 tonn. Þar lágu ekki fyrir tölur um ágúst en þær voru ekki taldar ná þúsund tonna afla Ögra. Slikt hafði heldur ekki gerzt á Akur- eyri en þó Akureyrartogararnir séu lægri i tonnafjölda en t.d. Ögri eru þeir yfirleitt með verðmætari fisk. þvi þeir leita þorsksins sem gefur fleiri krónur. Færri tonn geta þvi gefið fleiri krónur en Ögri fékk fyrir sinn ágúst- afla. Ögri átti að fara á veiðar í gærkvöldi og siðan sigla með aflann, að minnsta kosti ef ekki yrðu komnar aðgerðir rikisstjórnar i frystihúsamálum. ASt. ^ Islenzkt (?) skip undir fána Panama kyrrsett í Noregi Áhöfnin átti inni 12,5 milljónir ívinnulaun ogsvalt Skipstjórinn er sakaður um að hafa stolið skipinu Lögfræðingur norska sjómanna- sambandsins hefur að beiðni alþjóða- sambands flutningamanna óskað kyrr- setningar á flutningaskipinu ms. Thule sem skráð er í Pananta en liggur nú i Skarbövik i Noregi mikið skemrnt eftir að hafa tekið niðri utan við Álasund. Hefur réttur i Álasundi orðið við beiðninni, sem fram er sett vegna ógreiddra launa til fintm áhafnarmeðlima ms. Thule. samtals að upphæð n.kr. 210.000. eða 12.4 milljónir islenzkra króna miðað við siðast skráða gengi að viðbættum 20% aukagjaldi sem islenzkir bankar laka nú. Mál þetta snertir ísland af þvi að ís- lenzkur maður undirritar bréf út- gerðarfélagsins sent gerir Thule út og mun eigandi þess. Hefur íslendingur- inn, Guðmundur A. Guðmundsson, gert skipstjóra Thule persónulega ábyrgan fyrir hrakförum skipsins. En kröfur norska sjómannasam- bandsins f.h. sjómannanna fimm eru ekki þær einú sem leitað hefur verið með til réttarins í Álasundi. Er skipið tók niðri utan við Álasund drógu tvö björgunarskip það á flot. Hafa eig- endur þeirra farið fram á veð i ms. Thule til tryggingar greiðslu björg- unarlauna. Rétturinn hefur orðið við kröfu þeirra. Áhöfn skipsins átti hvorki fé eða mat er hún kom til Álasunds. Félags- málastofnun staðarins hljóp undir bagga og sá áhöfninni fyrir nauðsyn- legum dagpeningum. Og nú hefur íslendingurinn Guð mundur A. Guðmundsson skrifað skipstjóranum á Thule bréf í nafni út- gerðarfélags skipsins, sem ber nafnið Jóna Line Ltd S.A. I bréfinu spyr Ís- lendingurinn i upphafi: „Hvernig gat á þvi staðið að ms. Thule strandaði á Ressöyrifinu út af Álasundi?" ...Undrandi fékk ég seint og unt siðir fréttir um að þér hefðuð strandað skipinu á leið þess frá Kaupmanna- höfn til Þrándheims. Undrun mín stafaði ekki sizt af þvi að þér höfðuð aldrei fengið skipun um siglingu þangað. heldur þvert á móti að halda til Kilar. Er ég kom til Kaupmannahafnar var skipið á brott og enginn vissi hvert það hafði haldið. Eftir margra daga út- köll á stuttbylgjum komumst við að þvi að þér hafið strandað eftir að hafa tekið yður yfirráð yfir skipinu. Vegna svo grófrar vanrækslu og þjófnaðar á skipinu. er ' i önnur hús að venda en gera yður persónu- lega .ábyrgan fyrir öllum áföllnum kostnaði. Ofan á siðastnefnda atriðið bætist sú sorglega staðreynd að við sjáum ekki enn fram á hvernig við get- um uppfyllt skyldur okkar gagnvart veðhöfum, þar sem okkur er sagt að við strandið hafi orðiö miklar skemmdir á botni skipsins og það hafi nú verið kyrrsett.” segir i bréfi íslend- ingsins. Þessi viðskipti norska sjómannasam- bandsins og norskra yfirvalda við ms. Thule eru rakin í félagsblaði norska sjómannasambandsins, júli/ágústhefti. Ms. Thule er samkvæmt skipaskrá Lloyds 491 tonn að s'ærð smiðað 1957. Það hefur borðið nöfnin Pirat. Baltus og Askvik áður en það fékk nafnið Thití- og komst að þvi er bezt er vitað í eigu islendinga þótt skipiðsé skráðí Panama. - ASt. frfálst, óháð daghlað LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1978. Sjónvarpsauglýsingar: FARA í LIT ÁFOSTUDAG Auglýsingar sjónvarpsins fara form- lega yfir i litbyltingu stofnunarinnar á föstudaginn kemur að sögn Auðar Óskarsdóttur. auglýsingastjóra Sjón- varps. Fyrstu útsendingartimarnir eru þegar orðnir yfirbókaðir að sögn Auðar. Sagði hún að auglýsingar gerðar undanfarna mánuði hefðu yfirleitt verið gerðar i lit- um. Sama verð er á auglýsingum i litum. einar litlar 102 þúsund krónur fyrir mín- útuna á skjánum en það verð hækkar I. októberuppi I40þúsund krónur. — JBP Halló! Halló! Hvað eru strákarnir að bauka? Eða þurfa þeir annars nokkuð að vera að gera af sér. Þó telur sérfræðinj#tr vor i handahreyfingunt, þeir eru lika til — að handahreyfing þess í miðjunni bendi til að inni i simaklefanunt hafi eitthvað óvenju spennandi átt sér stað. Við vitum það ekki. en hitt er vitað að simtólið og símatækið voru heil eftir strákana og ekki óðu þeir út með simaklefann sjálfan á herðunum eins og sumir berserkir af eldri kynslóðinni virðast ótrúlega oft gera. «C jMunið að taka myndavélina með um helgina og takið Sumarmynd fyrir Dag- blaðið. Verðlaunin fyrir bezlu mynd sumarsins er Canon A-l, glæsileg m.vndavél. Sumarmynd '78: Magn. Hjörl. ísland með f aðgerðum gegn flug- ræningjum Stórþjóðir heimsins undirbúa nú sameiginlegar aðgerðir i þvi skyni að koma í veg fyrir alþjóðleg ofbeldisverk og töku gisla. Munu Bandarikin. Bretland, Frakkland. Ítalía. Japan. Kanada og V-Þýzkaland i framtiðinni stöðva flugsamgöngur við lönd sem framselja ekki eða lögsækja flugræningja og/eða skila ekki flugvélum sem rænt hefur verið. Leita þessar þjóðir eftir viðtækum stuðningi annarra þjóða. Ríkisstjórn íslands hefur fallizt á þessa stefnu. segir í frétt frá utanríkisráðuneyti i gær. JBP. Kaupið TÖLVUR. í IX QGTÖLVUUR 8 BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.