Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 2
2: BIFREIÐA- STÆÐIN UPPTEKIN Ml-Top Reynið þessar næst og finnið muninn. fóstumalltland. RAFBORG s.F. — af starfsf ólkinu Borgarí hríngdi og vildi vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkti í sambandi við bifreiðastæði við opinberar byggingar og raunar mörg önnur fyrirtæki. „Þetta á t.d. við um sjúkrahúsin að Borgarspítalanum þó að nokkru leyti undanskiidum. Bókstaflega öll bílastæðin eru upptekin af starfsfólki. Það virðist vera viðtekin regla, að þegar starf- fólkið er mætt til vinnu þá eru bílastæðin búin. Þetta á ekki sizt við um Landakotsspítala. Þannig að fólk , sem kemur í stuttan heimsóknartíma spitalans til að lita til ættingja verður að leggja bifreiðum sínum langan veg frá spítalanum. Mér finnst miklu nær að starfsfólkið leggi bifreiðum sinum fjær en viðskiptavinir þessara stofnana fái aðgang að bifreiða- stæðunum.” “““““ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. Þessi mynd er tekin við Landakotsspitalann. Heimsóknartimi stóð ekki yfir en þó voru nánast öll bifreiðastxðin upptekin. Borgara finnst þetta óeðlilegt og vill að bifreiðastæðin standi ættingjum sjúklinganna til boða í heimsóknartíma. DB-mynd Ari. Vill fara í drykkjuverkfall: MÓTMÆLUM ÁFENGIS- HÆKKUNINNI Allt er það eins. Ný rikisstjórn hefur ekki setið nema eina viku þegar gripið er til gamla ráðsins — gömlu lummurnar— og áfengið hækkað. Hvar ætlar þessi andsk. vitleysa eiginlega að enda? Halda þessir blessaðir ráðherrar (sem sjálfir drekka frítt) að það séu engin takmörk fyrir hvað hægt er að bjóða „pöplinum”? Eins og venjulega þegar áfengi hækkar eigum við eftir að sjá nokkrar kerlingar af báðum kynjum rísa upp og segja „að það sé nú allt í lagi þó vínið hækki; ef eitthvað eigi að hækka, þá sé það vinið.” Og við eigum líka eftir að heyra nokkra alkóhólista segja að þeim sé alveg sama „af því þeir noti ekki þessa vöru”! Það sem þetta fólk ætlar aldrei að Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 skilja er að áfengi er neyzluvara og fólk almennt ekki sjúklingar. Þegar áfengi er verðlagt hérlendis er einmitt reiknað með að fólk drekki áfengi aðeins til að verða fullt, séu þannig nokkur konar sjúklingar. Veigarnar eru verðlagðar fyrst og fremst eftir prósentum alkóhóls — ekki gæðum eða innkaupsverði. Stundum heyrir maður ráðamenn tala um að áfengisverð sé hér „með því hæsta í heiminum.” Þetta er alrangt. Áfengisverð hér er það hæsta i heiminum. t Englandi kostar ein flaska af viskí f 4.10 eöa röskar 2.400 kr. (hér er það 350% dýrara) og á bar kostar tvöfaldur bakkardí í kók £ 0.75 (450 kr. á móti 1500 kr. hér). 1 Banda- rikjunum er algengasta verðið á einni viskiflösku $ 7 (2200 kr.). t Þýzka- 'landi, Hollandi, Frakklandi og viðarer áfengið jafnvel enn ódýrara. Einu löndin sem nálgast okkur að einhverju marki eru Norðurlöndin (þar sem kaup er 100—300% hærra) en þar er áfengisverðið um 30% lægra. Það er ekki til nema eitt svar við þessari ósvifni stjórnvalda hér; Hörkum af okkur og kaupum ekki áfengi fyrr en það hefur verið lækkað verulega. Það var hækkað til að ná inn auknum tekjum. Ef þær tekjur koma ekki inn þá neyðast þessir labbakútar til að lækka það. Jóhannes B. Lúðvíksson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.