Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 24
0
„Þetta hefur komið fyrir oftar en einu sinni og trúlega hefur þessi garður bjargað Áreksturinn varð á norð-vestur horni gatnamóta Tjarnargötu og Skothúsvegar í
mörgum mannslifum,” sagði Flosi Ólafsson leikari og rithöfundur, er DB spurði gærkvöldi. Volkswagenbill kom akandi norður Tjarnargötuna en Trabantinn var á
hann, hvernig honum hefði orðið við að fá bíl inn i garðinn sinn í gærkvöldi. leið vestur Skothúsveginn. Sem fyrr segir urðu ekki alvarleg slys á mönnum en
„Þessi árekstur olli eyðileggingu á tveim trjám í garðinum. Það er auðvitað sárast bílarnir skemmdust báðir nokkuð.
fyrir okkur,” sagði Flosi. — Ljósm. Sv. Þorm. / - BS
Loksins
líf íReykjavík:
Útimark-
aður opn-
aðurá
morgun
Útimarkaður verður opnaður á
Lækjartorgi i fyrramálið og geta
vegfarandur keypt sér þar ýmis-
legt smálegt eins og blóm, bækur
og fleira. Það eru arkitektarnir
Gestur Ólafsson og Kristinn Ragn-
arsson sem ætla að reyna þetta ný-
stárlega verzlunarform, fyrstir
manna á íslandi. Fannst þeim
félögunum tími til* kominn að
hleypa nýju lífi í miðborg Reykja-
vikur og veitir víst sannarlega ekki
Hagur vísitöluf jölskyldunnar vænkast:
Nú verður það
fimmtungi ódýr-
ara að borða
Matvörur lækka mjög í verði á morgun vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Söluskattur af matvörum hefur
verið felldur niður og niðurgreiðslur landbúnaðarvara auknar. Talið er að þetta verði til þess að matrvöruútgjöld
vísitölufjölskyldunnar lækki um allt að 20%.
Nokkur dæmi um verðlækkunina skulu hér nefnd:
Lambahryggur fyrir sex manna
fjölskyldu sem kostaði 3072 kr. mun
kosta 2560 kr. Stór krukka af
rauðkáli sem kostaði 969 kr. kostar á
morgun 808 kr. Einn pakki af sultu
lcekkar úr 379 kr. I 316 kr. Einn og
hálfur keppur af slátri lœkkar úr 450
kr. 1375 kg. Eitt klló af sykri lœkkar
úr 135 kr. i 113. Tveir litrar af
tropicana lœkka úr 725 kr. 1604. Tvö
og hálft klló af hveiti lœkka úr 395 kr.
1329 kr. Þá lœkka 400 gr. af mayonesi
úr 339 kr. 1333.
Landbúnaðarvörur hafa þegar
lœkkað I verði. Eitt klló af smjöri sem
kostaði 2240 kostar nú 1274 kr. Eitt
klló af skyri sem kostaði 306 kr.
kostar nú 204 kr. Einn lltri af rjóma
sem kostaði 1100 kr. kostar nú 914 kr..
Mjólkurlítrinn lœkkaði úr 155 kr. I
115kr.
Þá hafa kartöflur lœkkað mjög
verulega i verðL
GM.
fijálst, áháð daghlað
FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1978.
Bensín-
hækkun
— lítirinn í 167 kr.
Enn hækkar bensinið. Einhvern
næstu daga mun hver bensinlítri
hækka um 15.2% ogkostarþá 167
kr. Ríkisstjórnin hefur enn ekki
ákveðið hvaða dag hækkunin
kemur til framkvæmda. Bensín-
lítrinn kostar í dag 145 kr. Þá mun
gasolía á disilbíla hækka í 69 kr. úr
63 kr. Gasolía til húshitunar
verður seld á 49.70 kr. *
Hækkun þessis tafar af gengis-
fellingu krónunnar og hækkunum
á oliu erlendis.
- JH
Enn gefin út
spariskírteini:
Milljarður
boðinn til
kaups
Á morgun, föstudaginn 15. sept-
ember, hefst sala spariskirteina
ríkissjóðs í 2. fl. 1978, samtals að
fjárhæð eitt þúsund milljónir
króna. Byggist útgáfan á fjárlaga-
heimild, og verður lánsandvirðinu
varið til opinberra framkvæmda á
grundvelli lánsfjáráætlunar ríkis-
stjórnarinnar fyrir þetta ár.
Kjör skirteinanna eru hin sömu
og undanfarinna flokka.Höfuðstóll
og vextir eru verðtryggðir miðað
við breytingar á byggingarvísitölu.
Skirteinin eru bundin fyrstu fimm
árin, en frá 10. sept. 1983 eru þau
innleysanleg hvenær sem er næstu
fimmtán. árin. Skírteinín, svo og
vextir af þeim og verðbætur, eru
undanþegin framtalsskyldu og
skattlagningu á sama hátt og spari-
fé.
Skírteinin eru gefin út í þremur
verðgildum, 10.000, 50.000 og
100.000 krónum og skulu þau
skráð á nafn með nafnnúmeri eig-
anda.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
fást hjá söluaðilum, sem eru sem
fyrr bankar, sparisjóðir og nokkrir
verðbréfasalar í Reykjavjk.
• GM
FIKTAÐ
MEÐ ELD
Eldur varð laus i bílskúr að
Álftamýri 54 rétt eftir klukkan sex
i gær. Höfðu börn verið að fikta
með eld og komst hann í gúmmi-
stigvél og fleira dót sem vel logaði.
Varð af mikill reykur og fór
slökkviliðið i ofboði á staðinn.
Fljótlega tókst að slökkva og ekki
varð umtalsvert tjón.
- ASt.