Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. Atvinna Stórt verzlunarfyrirtæki óskar eftir aö ráöa í eftirtalin störf: Afgreiðsla í sérverzlun: Duglegan mann og stúlku til afgreiðslustarfa í sér- verzlun með sjónvarpstæki og fleira. Lagerstörf: Stúlku til afgreiðslu á vörum af lager og vélritun á sölunótum. Einkaritara: Ritara framkvæmdastjóra. Starfið felur í sér m.a. bréfa- skriftir, telex, tollskýrslugerð og launaútreikninga. Fjármálastjóra: Viðskiptafræðing eða mann með staðgóða reynslu í rekstri fyrirtækja. Starfið felur í sér umsjón fjármála, undirbúning undir skýrsluvélavinnslu og daglegan rekstur fyrirtækisins. Vinsamlegast hafiö samband við auglýsinga- þjónustu Dagblaðsins í síma 27022 eða sendíð þangað tilboð merkt „Atvinna 1250”. Atvinna — smurstöð —vélaverkstæði Óskum að ráða hið fyrsta vanan mann á smurstöð, einnig bifvélavirkja eða mann vanan vélaviðgerðum. Upplýsingar hjá verkstjóranum í Borgartúni 5, Reykjavík. Vegagerð ríkisins. Sími 29922 Dalsel Vönduð tveggja herbergja íbúð á 3. hæð. Innréttingar í sérflokki. Sameigin fullfrágengin og bílskýli. Vesturbær Góð tveggja herbergja íbúð við Hagamel. íbúf in er á fyrstu hæð í nýju húsi, góð sameign. Kópavogur Höfum til sölu vandaða og góða 4ra herbergja íbúð á bezta stað í Kópavogi. íbúðin er með 3 stórum svefnherbergjum, góðum teppum og suðursvölum. Gott útsýni. Kópavogur. Einbýli. Til sölu gamalt einbýlishús, ca. 92 ferm með nýlegri viðbyggingu. Húsinu fylgir aukalóð með byggingarrétti. Vesturbær. Sérhæð Úrvals sérhæð með bílskúr. íbúðin er á fyrstu hæð, vel staðsett við Melhaga. Makaskipti æskileg á einbýlishúsi, sem má kosta 40 milljónir. Sumarbústaður Góður sumarbústaður á eignarlandi við Hafravatn. Bátaskýli og báturTylgir. Iðnaðarhúsnæði óskast til sölu. Seljendur athugið Höfum til sölu í makaskiptum fjölda af góðum eignum. a FASTEIGNASALAN ^Skálafell Opið virka daga frá kl. 10- Mjóuhlið 2 (við Miklatorg) Sölustjóri: Sveinn Freyr Sölum. Valur Magnússon. Heimasími 85974. Lögm: Ólafur Axelsson hdl. Vilja 100 milljaröa vegna olíuskaða við Amoco Cadiz strandið Frakkland hefur Trafið eigendur oliuskipsins Amoco Cadis, sem strand- aði á Bretagneskaga norðvestanverð- um fyrir um það bil hálfu ári um baetur sem nema þrjú hundruð millj- ónum dollara. Er það jafnvirði um það bil eitt hundrað milljarða íslenzkra króna. Er krafan rökstudd með því að tvö hundruð og tuttugu þúsund lítrar af hráolíu hafi runnið í hafið og spillt þvi og ströndinni gífurlega. Hafi basði baðstendur, dýralíf 1 sjónum og fisk- iðnaður orðið fyrir miklu tjóni og skemmdum. Hafi franska stjórnin orðið að greiða mikinn kostnað við hreinsunina. Frakkar telja að skipstjórinn hafi sýnt kæruleysi með því að óska ekki eftir aðstoð fyrr en tveim klukku- stundum eftir að hið 230.000 tonna skip hans varð stjórnlaust. Amoco Cadiz var skráð í Liberiu. Er slysið varð var það gert út á vegum Amoco International Oil, hliðarfyrir- tækis Standard Oil i Indiana i Banda- ríkjunum. Frakkar munu krefja Amoco Inter- national Oil og mann að nafni Claude Philips bóta fyrir skaðann. Phillips þessi mun vera forstjóri fyrir skipaút- gerðolíufélagsins. Viöræðum í Camp Davidaö Ijúka Viðræðum í Camp David í Maryland fylki í Bandaríkjunum er nú um það bil að Ijúka og er ekki talið að neinn beinn árangur hafði náðst í samningaviðræðum um frið í Miðausturlöndum. Þó munu þeir Sadat Egyptalandsforseti, Begin for- sætisráðherra ísraels og Carter forseti Bandaríkjanna hafa orðið sammála um að halda áfram samninga- viðræðum. Sadat forseti Egyptalands er létt- klæddur á myndinni en sumar og sól er nú í Maryland og því gott að fá sér sundsprett á milli erfiðra funda. London: Múgæði er John Travolta mætti á frumsýningu Bítlaæðið svokallaða rifjaðist upp fyrir Bretum í gærkvöldi þegar John Travolta, söngvarinn og leikarinn úr kvikmyndunum Saturday Night Fever og Grease, mætti til frumsýningar á þeirri síðartöldu. Mannfjöldi, aðallega unglings- stúlkur, hafði fyllt kvikmyndahúsið og allt umhverfis inngang þess löngu áður en Travolta birtist ásamt fylgdar- liði. Þegar hann svo kom í bifreið sinni rifnuðu kjólar í látunum, stúlkur féllu í yfirlið og sjónvarpsmyndavélar voru rifnar úr höndum tökumanna i öllum hamaganginum, þar sem lá við algjöru múgæði. Mannfjöldinn tróðst að bifreið Travolta og lífvörður hans stóð lengi vel hjálparvana uppi á bifreiðinni og reyndi að fá fólkið til að rýma til syo hann mætti komast út ásamt fylgdar- liði sinu. Að lokum tókst lögreglunni að mynda gang frá bifreiðinni að dyr- um Empire kvikmyndahússins við Leicester torg. John Travolta steig út úr bifreiðinni ásamt vinstúlku sinni Marill Henner, bæði voru augljóslega dauðhrædd í öllum látunum. Einn úr cago, er kvikmyndin var frumsýnd starfsliði hans sagði að lætin í Chi- þar, hefðu ekkert verið á við þetta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.