Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaði LIKAMSHIHNN MÆLDUR AN HEFÐBUNDINS HITAMÆLIS Hentug aðf erð ef um er að ræða krakka eða mikið slasað f ólk Á dögunum átti blm. Neytendasíð- unnar erindi I eina af lyfjaverzlunum borgarinnar. Rakst hann þar á mjög sniðugan „skyndimæli” til þess að mæla likamshita hjá börnum og full- orðnum. Þetta er einfaldur strimill sem látinn er á enni viðkomandi. Á 15 sekúndum kemur I ljós hvort viðkom- andi hefur hækkaðan likamshita eða ekki. Strimillinn er merktur með tveimur svörtum reitum, annar er auð- kenndur með N (sem þýðir normal eða eðiilegur), hinn með F (sem þýðir fever eða hiti). Ef viðkomandi hefur eðli- legan líkamshita lýsist N-reiturinn en ef likamshitinn er hækkaður þá lýsist F-reiturinn. — Að vísu hefur enginn af þeim, sem blm. hefur reynt strimil- inn á verið með hækkaðan líkamshita, hins vegar hefur strimillinn sýnt um- svifalaust, að likamshitinn hefur verið eðlilegur. Strimillinn dugar þar til i september 1979 og kostar 987 kr. Hann er hægt að nota aftur og aftur og er tilvalinn til þess að ganga úr skugga um hvort t.d. barn er með hækkaðan líkamshita. Það getur oft verið erfitt að mæla likamshita barna með venjulegum hitamæli, — en þessi aðferð skapar engin vandkvæði. Ef um hækkaðan likamshita er að ræða verður að mæla hitann með hefðbundnum hætti til að komast að raun um hve mikið hann er hækkaður, áður en haft er samráð við lækni. Strimillinn er I handhægum um- búðum og segir i leiðarvísi að hentugt sé að hafa hann jafnan á sér, I bílnum, I sjúkrakassanum, á skrifstofunni og bara hvar sem viðkomandi er staddur. — Strimillinn er framleiddur I Banda- rikjunum og við keyptum hann i Há- leitis Apóteki. - A.Bj. Strimillinn sýnir á 15 sekúndum hvort viðkomandi hefur eðiilegan eða hækkaðan likamshita, svo ekki verður um villzt. Raddir neytenda Eyðið oxalsýrunni úr rabarbaranum með kalki Kristín Sigurðardóttir hringdi. Hún sagðist vilja vekja athygli Neytendasiðunnar á að í rabarbara sé oxalsýra, sem eyði kalki úr likamanum en sýrunni sé auðvelt að eyða ef ákveðið magn af calcium chloridi sé bætt i sultu eða grauta úr rabarbara. — Má fá kalk þetta I apótekum og skal láta 1 matsk. út I 1 kgaf rabarbara. Þessu er hér með komið á framfæri. ÞINGHOLTSSTRÆTI24. Kaupum, seljum nýjar ognotaðar hljómplötur OPIÐKL. 1-6 LAUGARDAGA KL. 9-12 28311 28311 Eignavör, fasteignasala Hverfisgötu 16A Til sölu: Einbýlishús á Selfossi, viðlagasjóðshús. Verð: 11,7—12 m. Einbýlishús í Þorlákshöfn, viðlagasjóðshús — skipti möguleg. Verð ca 12 m. Einbýlishús á Eyrarbakka, viðlagasjóðshús með bílskýli. Fokhelt einbýlishús í Hveragerði. Verð ca 8 m. Einbýlishús á Stokkseyri, verð 6—6,5 m., útb. 2,5—3,5 m. 100 fermetra íbúð á Selfossi. Okkur vantar einbýli, raðhús eða sérhæð með bílskúr á Seifossi. Þá vantar alltaf ýmsar gerðir íbúða á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Kvöldsímar 41736 og 74035. Blómkál með beikoni Það er freistandi að nota blómkáliö núna um háuppskerutímann. Hérna er skemmtileg uppskrift, blómkál með beikoni. I stór blómkálshaus 6 sneiðar beikon I dósgrænarbaunir 4 tómatar I búntgraslaukur Hvít sósa l—2 matsk. smjörl. 2 matsk. hveiti 4dl mjólk salt og hvitur pipar eftir smekk. Sjóðið blómkálið i léttsöltu vatni. Skerið kross í stilkinn, þá sýður kálið fyrr. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu. Búið til sósuna. Látið blómkálið á fat, hellið sósunni yfir og stráið beikoni yfir og loks gras- lauknum. Hitið baunirnar og látið í kringum kálið, skreytt með tómötum. Verð: Um 1974 kr. allur rétturinn eða 487 kr. á mann. Að sjálfsögðu verður rétturinn mun ódýrari ef blómkálið vex í matjurtagarðinum, en kg af blómkáli kostar núna 840 kr. -A.Bj. Blómkálsrétturínn sem uppskríftin er af I dag er dálítid öðruvisi en venjulega. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.