Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978.
tíska flóttamenn en þeim hefur flest-
um verið neitað um landvistarleyfi.
Vegna þessa hafa yfirvöld borgarinnar
staðið fyrir heimflutningi 1350 Pakist-
ana flugleiðis og búizt er við að fleiri
flugferðir muni fylgja á eftir. Helzta
ástæðan fyrir þessu er sú að yfirvöld
óttuðust að flestir þessara manna yrðu
meira og minna á framfæri félags-
stofnana borgarinnar.
Kostnaður vegna heimsendingar
Pakistananna er að sjálfsögðu mikill
en þó telja Vestur-Berlínarbúar það
heppilegra en að þurfa að sjá fyrir
þeim kannski svo árum skiptir,
Flestir innflytjendanna frá Pakistan
og víðar að úr Asiu koma til borgar-
innar frá Austur-Berlín. Þegar þeir eru
komnir þangað þurfa þeir ekki annað
en að stíga inn i lest sem flytur þá yfir
til Vestur-Berlínar. Sjaldan eru per-
sónuskilriki skoðuð hjá fólki sem
kemur þessa leið.
Flutningur fólks til Vestur-Berlínar
hefur aukizt mjög að undanförnu.
Síðasta mánuð komu tvö þúsund og
fjögur hundruð innflytjendur. Þar af
voru tæplega þrettán hundruð frá
Pakistan.
Sumir Pakistananna, sem flutt hafa
til Vestur-Berlínar búa á ódýrum gisti-
stöðum þar sem þeir eru allt að tíu í
hverju herbergi. í flugvélinni á leið til
Pakistan frá Vestur-Berlín sögðu þeir
fréttamanni Reuters að þeir væru til-
búnir til að sætta sig við slikar aðstæð-
ur. Þær væru svipaðar og margir fá-
tæklingar mættu búa við í Pakistan.
Launin í Vestur-Berlín væru miklu
hærri en í heimalandi þeirra. Léleg-
ustu laun þar væru að minnsta kosti
fjórum sinnum hærri en beztu laun í
Pakistan.
VITLAUS AST A ÞJODIN
- MIÐAÐ VIÐ FÓLKSFJÖLDA?
íslendingar eiga vafalaust Evrópu-
met í verðbólgu. Það fer hrollur um
útlending þegar honum er sagt að hér-
lendis sé verðbólgan frá 40 og uppund-
ir 55% á ári. Erlendis er lsland gjarn-
an nefnt „Frumskógur hagfræðinnar”
og ekki að ósekju. Vestur í Bandarikj-
unum ætlaði allt af göflunum að
ganga fyrir nokkrum árum þegar verð-
bólgan jókst þar um 4% á milli ára,
fór úr 8% og uppí 12%.1 sjónvarpinu
þar mátti sjá grafalvarlega hagspek-
inga spá því að bandarískur iðnaður
mundi verða fyrir gífurlegum skakka-
föllum, verðhækkanir innanlands
myndu draga verulega úr neyzlu, sem
þýddi samdrátt í framleiðslu- og þjón-
ustuiðnaði og að sjálfsögðu aukið at-
vinnuleysi. Þetta fannst íslendingi
skrýtið. Hvernig t fjandanum gat
svona ómerkileg verðbólga orsakað
annaðeins uppistand?
Skýringin felst náttúrlega í því, að
bandaríkjamenn eru vanir stöðugleika
í efnahagsmálum og þar fer ekkert á
milli mála að verðbólga er illa séð. Þar
hvarflar það ekki að nokkurri hræðu
að hægt sé að græða á verðbólgu,
hvað þá heldur að hægt sé að byggja
upp heilar atvinnugreinar, sem hafa
ekki annan grundvöll en verðbólgu að
byggja afkomu sína á. Það væri skratti
margt sem islendingar gætu kennt
þessu fólki í sambandi við verðbólgu.
Þeir gætu sýnt könum fram á að verð-
bólga gæti gert menn flugrika, þeir
þyrftu ekki annað en að sýna smáút-
sjónarsemi og hafa sæmileg „sam-
bönd” — áður en þeir vissu af skorti
þá flest nema fé, — þannig er það úti á
hinu verðbólgna íslandi.
Hvers vegna eru
aðrar þjóðir hrædd-
ar við verðbólgu?
Það er dálítið undarlegt hvað íslend-
ingar hafa gert sér furðulegar hug-
myndir um ameríkana. Þeir telja þá
imynd eyðslusemi, ofneyzlu og flott-
ræfilsháttar. Staðreyndin mun hins-
vegar vera sú, að fáar þjóðir hafa
orðið jafn ríkar á sparsemi og nýtni án
nizku og bandaríkjamenn. Það kemur
islendingi mjög á óvart að sjá hús-
mæður þar vestra ganga með vasatölv-
ur um kjörbúðir til þess að reikna jafn-
harðan út, í hvaða vöru séu beztu
kaupin. Hérlendis vita fæstar hús-
mæður hvað mjólkurlítrinn kostar frá
degi til dags og yrðu klumsa ef þær
væru spurðar um það á götu. í Banda-
rikjunum er ekki annað verðlagseftir-
lit t.d. á matvöru en það sem almenn-
ingur annast sjálfur af áhuga, enda er
matvara hvergi ódýrari en þar.
í uppeldi barna tíðkast það enn með
flestum þjóðum að vegurinn til efna-
hagslegs sjálfstæðis sé dugnaður og
sparsemi. Á Islandi þýddi slikt aðeins
að maður lygi að börnum sínum, því
glataður er geymdur eyrir. í verðbólgu
verður sparsemi að hengingaról, skyn-
samleg meðferð verðmæta hrein
heimska, dugnaður og heiðarleiki i
fjármálum verður að greiðri leið til
gjaldþrots. Þessa hættu sáu banda-
rikjamenn í 12% verðbólgu og þá
getum við spurt okkur sjálf hvort von
sé til þess að viðskiptasiðferði sé burð-
ugt á Íslandi þegar „venjuleg” verð-
bólga er ekki innan við 40%. Einhver
hefði nú talið kominn tíma til að fara
að biðja Guð að hjálpa sér.
Þegar verðbólga er komin á það
stig, að hún er talin sjálfsögð, — jafn-
vel tekjulind, svo fráleitt sem það nú
er, þá er sú þjóð á vonarveli og gott
betur. Verðmætaskyn brenglast og
heilbrigð markmið atvinnurekstrar og
félagslegrar umsýslu umturnast i það
að bókstaflega launa handvömm og
óhagkvæmni á öllum sviðum frá heim-
ilishaldi til heildarreksturs þjóðarbús-
ins.
Slíkt ástand brýtur niður siðferðis-
kennd þjóða og gerir þær að vilpu von-
leysis og stigmagnandi óréttlætis.
Þetta vita upplýstar þjóðir eins og
bandaríkjamenn og þessvegna er verð-
bólgan álitin ógna hagsmunum þjóð-
arheildarinnar. Lönd á borð við ís-
land, sem telja sig fær í flestan sjó
þrátt fyrir Evrópumet i verðbólgu,
kallast „banana-lýðveldi” á máli er-
lendra spekinga og eru stjórnmála-
menn frá slikum löndum gjarnan
skoðaðir í krók og kring eins og hottin-
tottar, þegar þá rekur á fjörur.
Ríkið -
hver er það?
Átslandi hefur löngum verið litið á
„Rikið” sem eins konar „landsbyidiot”
samfélagsins. Sem atvinnurekandi er
það arftaki Bretavinnunnar þar sem
landinn lærði fyrst, að með leti má
land byggja. Sem rétthafi og eigandi í
landinu er Ríkið talið sjálfsagður skot-
spónn og þolandi þeirra sem stunda
það eins og sportveiði að stela af því
öllu steini léttara.
Þegar ameriskar túristakellíngar um
áttrætt leggja lykkju á leið sína um
París til að kikja á bandariska sendi-
herrann og sjá hvort hann sé ekki
örugglega edrú í vinnutímanum, af þvi
að þær borga og af því þær eru ríkið,
þá er islenzki ríkisidjótinn hafður að
athlægi hér og erlendis fyrir að senda
heilan flokk bananatrúða á Hafréttar-
ráðstefnu sem fjallar um nýtingu hafs-
botnsins. Og til að bæta gráu ofan á
svart eru greyin alveg botnlaus og bíða
nú eftir einum sérfræðingi að heiman
sem á að þýða fyrir þá dagskrána og
kenna þeim að rata heim á hótelið. Ef
bandaríkjamenn væru hlutfallslega
jafn vitlausir og íslendingar hefðu þeir
sent 9750 fulltrúa á Hafréttarráðstefn-
una.
Sviar eru taldir hafa fleiri banka en
flestar aðrar þjóðir í Evrópu. Það
lætur nærri að þar séu tveir bankar á
hverju götuhorni. 1 Svíþjóð munu
bankamenn vera nálægt 35 þúsund
talsins. En á Islandi, þar sem peningar
eru sem óðast að verða einskis virði,
eru 1850 bankamenn önnum kafnir á
þönum. Það eru rúmlega helmingi
fleiri bankamenn á hvern staur-
blankan islending heldur en á hvern
vellríkan svia og eru þó tölvur komn-
ar í gagnið hér á landi fyrir löngu. Það
var einu sinni spurt: Er það gleði and-
skotans, umboðslaun oggróði?
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur.
LANDGRUNN 200 SJOMILUR
— eða meira
grunn, sem er þá orðið „bókstaflegt”,
og „eiga” íslendingar t.d. spildu á
landfræðilegu landgrunni Grænlands
handan Grænlandssunds.
Jafnfjarlægöarreglur eru lika mun
einfaldari viðfangs en einhver mið af
botnlögum og botngerð. Þær hafa
sannað gildi sitt hvort sem fjarlægðin
var 3, 4, 12, 50 eða nú 200 sjómilur
eða miðlínur.
Nú skyldi haldið að 200 mílurnar
væru „lokatakmark” eins og það er
kallað. En hið sama er upp á teningn-
um nú sem fyrr, lengra skal haldið í
leit að auðlindum með bættri tækni.
íslendingar virðast nú einnig láta lik-
lega i þessum efnum, ekki lengur
vegna fisksins i sjónum, heldur vegna
hugsanlegra auðlinda á sjávarbotni.
Hvað er nú orðið af „saméign
mannkyns’? Til skamms tíma var
reyndar talið að mest lítið væri að hafa
þar úti handan við 200 mílna mörkin,
og mátti því e.t.v. gjarnan kalla það
„sameign mannkyns” til að ginna
þjóðir sem skorti þekkingu og getu til
leiks. Nú, þegar vonir glæðast um
verðmæti á þessum svæðum þá seilast
strandþjóðirnar enn til yfirráða. Stór-
veldin biða albúin og óþolinmóð eftir
arðráni úti þar. Reyndar virðist þeim
enn blandast hugur um hvort sé hag-
stæðara, séreign eða eins konar sam-
eign. Séreignarmenn reyna að byggja
kröfurnar á einhverjum jarðfræði-
legum rökum, eins og efnasamsetn-
ingu botnsins, þykkt setlaga og halla
botnsins og almennri lögun hans. En
eins og jarðfræðilegt landgrunn vék
fyrirþvi bókstaflega með200milun-
um, þá hlýtur þessi svonefnda „írska
formúla” að falla vegna þekkingar-
skorts. E.t.v. er það ætlunin, svo síðat
megi sættast á einfaldari reglur, eins
og t.d. jafnfjarlægð á heimshöfunum
yfirleitt, ekki aðeins á hafsbotni,
heldur einnig i sjónum. Slíkum reglum
hefur reyndar stundum verið fram-
fylgt á sviði hafrannsókna, einkum þó
hafsbotnsrannsókna. Vil ég í þeim efn-
um visa til greinar i Morgunblaðinu 4.
júli 1973 um „Rannsóknafrelsi á höf-
unum”.
Ég tel reyndar að ofannefnd viðhorf
um jafnfjarlægðarifnur á heimshöfun-
um yfirleitt sé þróun sem búast mátti
við, hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Fari svo, þá kemur enn til
kasta stjórnsýslumanna hér heima og
sendimanna okkar á erlendum vett-
vangi að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
Þeir munu nú í auknum mæli taka
mið af nálægum löndum og útskerjum
eins og t.d. Jan Mayen og Rockall, en
sem kunnugt er gera Bretar tilkall til
klettadrangsins siðastnefnda. Greinar-
höfundur gerði þvi máli skil í grein í
Morgunblaðinu 1. desember 1971. Þar
sagði m.a.:
„Þessum línum er ætlað að vekja at-
hygli á afskiptum Breta af Rockall svo
af megi læra. Áhersla skal lögð á, að
þjóðir seilast til mikilla umráða á hafs-
Kjallarinn
Svend-Aage Malmberg
botninum jafnframt því sem þær
standa gegn stækkun fiskveiðilögsögu,
bæði hér við land og annars staðar.
Fyrirhuguð stækkun fiskveiðilögsögu
hér við land er þó smámunir miðað við
þær reglur, sem viðurkenndar eru á
sjávarbotninum, enda hlýtur 50
sjómílna landhelgi aðeins að vera spor
til víðáttumeiri svæða, m.a. yfir
neðansjávarhryggjum og ystu mörk-
um landgrunnspallsins og þá sam-
kvæmt jafnfjarlægðarreglum við ná-
grannalönd eins og Grænland, Fær-
eyjar, Jan Mayen og jafnvel Stóra
Bretland.”
Af þessum skrifum frá 1971 má
dæma að þá þegar lá i loftinu hvað
koma skyldi — „Stór svæði utan 200
milnanna koma í hlut íslands,” og
„Nú þurfum við að einbeita okkur að
hafsbotninum, þar kunna að vera
mikil verðmæti”.
Að lokum skal bent á þær leiðir til
landnáms i hinu nýja landnámi á hafs-
botni sem samþykktar voru á síðasta
Náttúruverndarþingi, hinu þriðja í
röðinni, höldnu í Reykjavík 29. og 30.
apríl sl.:
„Náttúruverndarþing 1978 vekur
athygli stjórnvalda á þeim hættum,
sem eru samfara olíuborun við strend-
ur íslands, og kynnu að reynast af-
drifaríkar fyrir lífkerfi sjávarins, þar á
meðal fiskistofna, innan þeirrar lög-
sögu, sem við höfum tekið að okkur að
vernda og berum því ábyrgð á gagn-
vart umheiminum.
Þingið minnir á, að olíulindir eru
endanlegar auðlindir, hér sem annars
staðar, en fiskur og aðrar sjávarnytjar
eru verðmæti, sem geta varað um alla
framtíð, ef rétt er á málum haldið.
Þingið telur nauðsynlegt, að farið
verði með ítrustu varúð i oliuleit við
tsland og ýtarleg könnun fari fram á
líklegum áhrifum olíuborunar, hvort
heldur er til leitar eða vinnslu, á lífríki
sjávarins og þjóðfélagi okkar, áður en
til greina kemur að veita leyfi til henn-
ar. Verði þar stuðst við reynslu, sem
þegar er fengin, m.a. í grannlöndum
okkar.
Þingið leggur einnig áherslu á að
full aðgát verði höfð í olíuleit án bor-
ana og að slík leit verði algerlega á
vegum innlendra aðila.”
Vonandi bgr okkur gæfa til að land-
námið hið nýja verði þannig, að ekki
komi að skuldadögum eins og gróður-
eyðingin á landi og frekari eyðingu
fiskistofna.
Fyrri landnám okkar hafa skilað
gróðureyðingu og ofveiði ýmissa fiski-
stofna. Vonandi er, að ekki komi að
nýjum skuldadögum við nýja land-
námið.
Yfirlitsmynd með jafnfjarlægðarlinum milli landa og 200 milna mörkunum út frá
löndum við norðanvert Atlantshaf.