Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 8
8 Húseign í Bolungarvík Kauptilboð óskast í neðri hæð húseignarinnar nr. 6 við Höfðastíg, Bolungarvík (Póstur & sími), sem er eign ríkissjóðs. Eignin, sem er 57 fermetrar að flatarmáli, verður til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 4—6 e.h. 19 og 20. sept. nk. Þar verða einnig allar nánari upplýsingar gefnar og þeim afhent tilboðseyðublöð sem þess óska. Einnig eru eyðublöð afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Skráð fasteignamat eignarinnar er kr. 5.447.000.- Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 2. okt. 1978, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ÓDÝRASTA KENNSLAN ER SÚ SEM SPARAR ÞÉR TÍMA Frábærir kennarar sem æfa þig í talmáli. Kvöldnámskeiö — Síðdegisnámskeið — Pitmanspróf Enskuskóli barnanna — Skrifstofuþjálfunin. Simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) MALASKÖLINN MÍMIR, Br.uta>h.M4 DODQE ASPEN 1979 Fyrsta sendingin af hinum eftirsóttu og vinsæiu DODGE ASPEN bílum af 1979 árgerð er komin til landsins. Eigum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara bæði fjögurra og tveggja dy'ra og Station útgáfuna. Hafíð samband og tryggið ykkur bíl strax í dag. Sölumenn Chrysler-sal Símar 83330 og 83454. Ifökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Sniöill hf., Óseyri 8 Akureyri. Sími 22255. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. r Finnska ríkisskattstjóranum vikið úr embætti: ISLANDSREISAN 0G FERÐAVÍNIÐ FÓTA- m t ■■ I IJE% forsætisráðherrann og fleiri jafnaðarmenn ffltl LIV einnigásakaðirum mútuþægni Lystireisa finnska ríkisskattstjórans í laxveiðar hér og meira en lítið svallsöm heimferð hans 1 einkaþotu iðjuhölds nokkurs þar í landi endaði með ósköpum og hefur hann nú ver- ið settur úr embætti, auk þess að sæta yfirheyrslum og eiga yfir sér dóm. Kom skattstjórinn, Mikko Laak- sonen hingað í boði forstjóra Salora- sjónvarps- og hljómtækjaframleiðslu- fyrirtækisins. Er farið var að kanna hin nánu tengsl skattstjórans og for- stjórans kom m.a. i ljós að eftir að lax- veiðunum lauk komu þeir félagar við í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, þar sem skattstjórinn keypti sér fimm eða sex lítra af áfengi, sem er langt um- fram það sem leyfilegt er að koma með inn til Finnlands. Var flogið héðan beint til Finnlands með örstuttri viðkomu á leiðinni til eldsneytistöku. Þrátt fyrir stutt ferða- lag sagði skattstjórinn við yfirheyrslur að hann hefði drukkið vínið, sex potta, á leiðinni og engu smyglað inn. Var honum sleppt við ákæru en óeðlileg tengsl hans við iðjuhöldinn urðu til þess að hann var látinn víkja úr emb- ætti. Finnska blaðið Huvudstadsbladet greinir m.a. frá að skattstjórinn hafi reynt að misnota embætti sitt til að þvæla og rugla rannsókn málsins og jafnvel reynt að þvinga undirmann sinn til rangs framburðar. En Saiora-menn kaupa sér vinfengi fleiri áhrifamanna í Finnlandi og i augljósum tilgangi eins og gengur: að fá smágreiða í staðinn. Sorsa forsætis- ráðherra og nokkrir samflokksmenn hans i jafnaðarmannaflokknum virð- ast hafa þegið, ýmist að gjöf eða á mjög lágu verði iitasjónvarpstæki og hljómtæki. Halda finnsk blöð þvi jafn- vel fram að þetta séu mútur fyrir óeðli- lega mikla fyrirgreiðslu fiokksins við fyrirtækið. Sorsa og fleiri jafnaðar- menn hafa játað að hafa fengið tækin á mjög lágu verði fyrir milligöngu jafnaðarflokksþingmannsins, þing- manns þess héraðs sem Salorafyrir- tækið er i. Hefur hann því verið orðinn nokk- urs konar heildsali í röðum þing- manna. Lítillega hefur forsetinn verið bendlaður við mál þetta, einkum vegna sona sinna, en nánari athugun hefur ieitt í Ijós að hann er saklaus í málinu. —G.S. BusarvígðiríMH Nei, þetta eru ekki götuóeirðir heldur gusa af hveiti yfir busahöpinn. DB-myndir Hörður. Jamberingar, eða vígsla busa, fór fram í Menntaskólanum við Hamra- hlíð i gær. Busar voru þá teknir í sam- félag eldri og reyndari manna. Eftir at- höfn á sal var hópnum smalað út og öll strollan dregin á traktor upp á Öskjuhlíð. Samkvæmt hefð verða bus- arnir að beygja sig og hneigja þar fyrir eldri nemendum. Vigsla sem þessi er hefðbundin i flestum framhaldsskólum, aðeins með nokkuð mismunandi hætti. Þróunin hefur orðið sú á seinni árum að vígslu- ■athafnir þessar hafa orðið svakalegri með hverju árinu sem líður. Er MH- busar voru vigðir í gær var kastað yfir þá skyrblöndu, raksápu, hveiti og- vatni og efiaust ýmsu fleiru. Föt margra voru illa útleikin og raksápan vildi fara í augun þannig að undan sveið. Hætt er við að mörg flíkin hafi verið eyðilögð og er vissara fyrir busa ef framhald verður á þessari þróun, að mæta til vígsluathafnarinnar í fatnaði sem þolir slíka meðferð. —JH. Ekki er það huggulegt Busi með rak- sápu i andliti og skyrslettur i fötum. Leikurínn gengur stundum fulllangt. Hér fær einn busanna óbliða meðferð tveggja böðla. ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.