Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 12
12 i DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER1978. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Evrópukeppni meistaraliða í Nottingham: — Nottingham Forest, Englandi, — Liverpool, Englandi, 2-0 (1-0). Mörkin: Birtles og Bar- rett. Áhorfendur 38.316. í Aþcnu: — AEK Aþenu, Grikklandi, — FC Porto, Portúgal, 6-1 (4-0). Mörkin: AEK: Bayevic, 2, Ardizo- glou, Tassos, Nikolaou, Mavros, Porio; Oliveira. Áhorfendur 35.000. í Malmö: — Malmö, Svíþjóð, — AS Monaco, Frakklandi, 0-0. Áhorfendur 5.500. t Istanbul: Fenerbache, Tyrklandi, — PSV Eind- hoven, Hollandi, 2-1 (2-1). Fenerbahce: Rasit og Emin. PSV: Brandts. Áhorfendur 45.000. t Tampere: — Haka, Finnlandi, — Dinamo Kiev, Sovétrikjunum, 0-1 (0-0). Mark Kiev: Boltacha á 72. mín. Áhorfendur 4000. t Belfast: — Linfield, Norður-trlandi, — Lille- ström, Noregi, 0-0. Áhorfendur 6000. t Belgrad: — Partizan Belgrad, Júgóslavíu — Dynamo Dresden, 2-0 (1-0). Mörkin: Prekazi og Djurovic. Áhorfendur 50.000. í Torino: — Juventus, Ítalíu, — Glasgow Rangers, Skotlandi, 1-0 (1-0). Virdis. Áhorfendur 70.000. t Schkodra, Albaniu: — Vlaznija, Albaniu, — Austria Wien 2-0 (1-0). Mörkin: Zhega og Ballgjini. Áhorfendur 15000. í Madrid: — Real Madrid, Spáni, — Progres Niedercorn, Luxemborg, 5-0 (3-0). Mörkin: Jensen, Juanito, 2, Del Bosque og Wolff. Áhorfendur 60.000. t Nicosia: — Omonia Nicosia, Kýpur, — Bohemians, írlandi, 2-1 (1-1). Mörkin: Omonia: Kanaris og Gootokritou. Bohemians: P.O’Connor. Áhorfendur 14000. í Brugge: — FC Bruggc, Belgiu, — Wisla Krakow, Póllandi, 2-1. Mörkin: Brugge: Ceulemans og Cools. Wisla: Kapka. Áhorfendur 17.000. t Ziirich: — Grasshoppcrs Ziirich, Sviss, — Valletta, Möltu, 8-0 (3-0). Mörkin: Ponte, 2, Sulser, 5, Wehrle. Áhorfcndur 3.200. t Köln: — Köln, V-Þýzkalandi, — Akranes, tsland, 4-1 (3-1). Mörkin: Köln: Neumann, 2, Littbarski og Konopka. Akranes: Matthías Hallgrímsson. Áhorf- endur 9000. í Brno: — Zborjovka Brno, Tékkóslóvakíu — Ujpest Doza, Ungverjalandi, 2-2 (0-1). Mörkin: Brno: Kroupa, Janecka. t Óðinsvéum: — OB, Danmörku — Lokomotiv, Soffiu, Búlgariu, 2-2 (2-0). Mörk: OB: Nielsen, 2, Lokomotiv: Kolev og Velitzkov. Áhorfendur 7700. UEFA-keppnin í Braga: — Braga, Portúgal, — Hibernians, Möltu, 5-0 (3-0. Mörk Braga: Xico, Gordo, 4, Lito. Áhorf- endur 35 þúsund. í Moskvu: Torpendo Moskvu, Sovétríkjunnm— Molde, Noregi, 4-0 (2-0). Mörkin: Vasilyev og Miro- nov, Grishm og Stuchilin. í Tbilsi: — Dynamo Tbilisi, Sovétríkjunum, —- Napoli, ttaliu, 2-0 (1-0). Mörkin: Kipiani og Shengelia. t Mönchengladbach: — Borussia, V-Þýzkalandi, — Sturm Graz, Austurriki, 5-1. Mörkin: Borussia: Bruns, 2, Gores, Nielsen og Simonsen. Graz: Schaffer. Áhorfendur 10.000. í Esch: — Jeunesse Esch, Luxemborg, — Lausanne, Sviss, 0-0. Áhorfendur 2.000. í Milanó: — AC Milanó, ttalíu, — Lokomotiv Kosice, Tékkóslóvakiu, 1-0 (1-0). Markið: Novellino. Áhorfendur 65.000. í Split: — Hajduk Split, Júgóslaviu, — Rapid Wienerberger, Austurríki, 2-0 (1-0). Mörkin: Cop og Luketin. Áhorfendur 20.000. t Austur-Berlín: — Dynamo Bcrlín, A-Þýzkalandi, Rauða stjarnan Belgrad. Júgóslaviu, 5-2 (3-2). Mörk- in: Dynamo: Riediger, 3, Netz og Brillat. Rauða stjarnan: Sestic og Savic. Áhorfendur 26.000. í Izmir: — Falatasaray, Tyrklandi, — WBA, Eng- landi, 1-3. Mörkin: Galatasaray: Fatih, víti. WBA: Robson og Cunningham, 2. Áhorfendur 50.000. í Jena: — Carl Zeiss Jena, A-Þýzkalandi, — Lierse, Belgíu, 1-0 (1-0). Markið: Töpfer. Áhorfendur 12.000. t Enschede: — Twente, Hollandi, — Man. City, Englandi, 1-1. Mörkin: Twente: Thoresen. Man. City: Watson. Áhorfendur 12.000. í Borás: — Elfsborg, Sviþjóð, — Strassborg, Frakklandi, 2-0 (2-0). Mörkin: Svensson og Magnus- son. Áhorfendur 5.000. í Bilbao: — Atlctico Bilbao, Spáni, — Ajax Amsterdam, Hollandi, 2-0 (1-0). Mörkin: Van Dord, sjálfsmark, og Vidal. Áhorfendur 45.000. í Nantes: — Nantes, Frakklandi, — Benfica, Portúgal, 0-2. Mörkin: Chalana og Nene. í Kuopio: — Kuopio Palloseura, Finnlandi, — B- 1903, Kaupmannahöfn, Danmörku, 2-1 (1-1). Mörkin: Kuopio: Monkkonen og Heiskanen, B-1903: Haar- bye. Áhorfendur 646. í Timosoara: — Timosoara Politehnica, Rúmeniu, — MTK, Ungverjalandi, 2-0 (1-0). Mörkin: Cotec og Platinisan. Áhorfendur 20.000. t Pitesti: — Arges Pitesti, Rúmeniu, — Panathinai- kos, Grikklandi, 3-0 (1-0). Mörkin: Toma og Moi- ceanu. Áhorfendur 20.000. t London: — Arsenal, Englandi, — Leipzig, A- Þýzkalandi 3-0 (0-0). Mörkin: Stapleton, 2, og Sunder- land. Áhorfcndur 34.233. t Gijon: — Real Sporting Gijon, Spáni, — Torinó, ttaliu, 3-0 (2-0). Mörkin: Ferrero og Moran, 2. Áhorf- endur 30.000. í Prag: — Dukla Prag, Tékkóslóvakíu, — Lane- rossi, Ítalíu, 1-0 (1-0). Markið: Nehoda. Áhorfendur 14.000. t Edinborg: — Hibernian, Skotlandi, — Norrköp- ing, Sviþjóð, 3-2 (1-0). Mörkin: Hibernian: Higgins, 2, og Temperley. Norrköping: Ohlsson og Andersson. Áhorfendur 10.000. t Kristiansand: — Start, Noregi, Esbjerg, Dan- mörku, 0-0. Áhorfendur 1.417. t Vestur-Berlín: — Hertha, V-Þýzkalandi, — Trakia Plovdiv, Búlgaríu, 0-0. Áhorfendur 4.000. í Basel: — Basel, Sviss, — Stuttgart, V-Þýzka- landi, 2-3 (1-1). Mörkin: Basel: Stohler og Tanner. Stuttgart: Hoeness og Ohlicher, 2. Áhorfendur 25.100. t Duisburg: — MSV Duisburg, V-Þýzkalandi, — Lech Poznan, Póllandi, 5-0 (4-0). Mörkin: Worm, 2, Jara, Alhaus og Buessers. Áhorfendur 8.000. t Sofia: — CSKA Sofia, Búlgariu, — Valencia, Spáni, 2-1 (1-0). Mörkin: CSKA: Djevizov og Hrístov. Valencia: Solsona. Áhorfendur 40.000. a ______________- Karl Þórðarson sýndi góðan leik I Köln. Erlend Uö sýna Skagamanninum snjalla nú mikinn áhuga. Telja verður liklegt að Karl ásamt Pétri Péturssyni hverfi nú i atvinnumennsku. Snilldartaktar Karís í Köln en ósigur Skagans 4-1, í Evrópukeppni meistaraliða. Matthfas Hallgrímsson skoraði eina mark Skagamanna Skagamenn biðu lægri hlut í Köln i gærkvöld í Evrópukeppni meistaraliða, 1-4 gegn þýzku meisturunum, FC Köln. Leikurinn i Köln var þó ekki einstefna að marki Skagamanna — bikarmeistarar ÍA léku ákaflega vel, drifnir áfram af stórgóðum leik Karls Þórðarsonar — minnsta mannsins á vellinum, sem þó var sá stærsti. Hvað eftir annað hreif Karl áhorfendur með snilldarleik sínum og hann lagði upp mark Skagamanna á 30. mínútu, lék upp vinstri vænginn, gaf góða sendingu fyrir á Matthías Hall- grimsson, sem skoraði af öryggi af stuttu færi, — hans fyrsta mark i 7 leikjum. En mark Skagamanna var ekki hið fyrsta — tvívegis hafði Jón Þorbjörns- son hirt knöttinn í netmöskvum marks Skagamanna. fyrsta mark FC Köln kom á 13. minútu, Neumann gaf góða send- ingu inn í vitateig ÍA og Littbarski skoraði með skalla af stuttu færi. Á 26. mínútu bætti FC Köln við öðru marki sínu, enn var Neumann á ferðinni, skall- aði i netið — enn af stuttu færi. Jón Þor- björnsson beinlinis fraus á línunni — mörkin undirstrikuðu mun atvinnu- manna og áhugamanna, ódýr mörk. En Skagamenn létu ekki deigan siga. — Köln skoraði sitt þriðja mark á 40. mín- útu, óvænt mark — skyndisókn og Neu- mann skoraði með skalla af stuttu færi, 3-1. 1 upphafi síðari hálfleiks átti Pétur Meistarar Liverpool töpuðu í Nottingham —gegn Forest, 2-0 og eru nú í stórhættu að falla út í 1. umferð ffyrsta sinn í Evrópukeppni Evrópumeistarar Liverpool eru í mikilli hættu að falla úr keppni — þegar í 1. umferð. Ensku meistararnir Notting- I ham Forest sigruðu Liverpool 2—0 á | Gity Ground i Nottingham í gærkvöld I — og það var 22 ára gamall nýliði, Gary Birtlcs sem varð Liverpool að falli. : Birtles lék aðeins sinn þriðja leik með ! Forest — en hann skoraði á 26. mínútu og lagði upp annað mark Forest aðeins þremur mínútum fyrir leikslok en þá ; skoraði bakvörðurinn Colin Barrctt. Liverpool lék sinn 100. Evrópuleik — | leikir Forest hins vegar taldir á fingrum i annarrar handar. Þrátt fyrir það átti : Liverpool mjög í vök að verjast á City j Ground. Liverpool hefur ekki enn tapað leik í 1. deild á Englandi og ósigurinn í | Nottingham er verulegt áfall fyrir | Evrópumeistarana síðastliðin tvö ár. j Hvort þeim tekst að halda hinu góða í striki í 1. deild — og hvort Evrópumeist- arar Liverpool falla út þegar í 1. umferð í Evrópukeppni meistaraliða, á eftir að koma í ljós, en slíkt hefur ekki gerzt áður hjá hinu fræga félagi eftir 15 ár í | Evrópukeppninni. í Tórínó lék Glasgow Rangers við Juventus — með alla ítölsku stjörnuleik- mennina sína. Pietro Paolo Virdis skoraði fyrir Juventus þegar á 9. mínútu en þrátt fyrir þunga sókn Juventus urðu mörkin ekki fleiri, hinum 70 þúsund áhorfendum í Tórínó til sárrar raunar. Annað frægt lið, Real Madrid vann áreynslulítinn sigur i Madrid, gegn Progress Niederhorn frá Luxemburg5— 0. Áhorfendur í Madrid voru 60 þúsund. Jensen, Juanito 2, Del Bosque og Wolff skoruðu mörk Real. FC Brugge vann í úrslitum gegn Liverpool á Wembley í vor, nauman sigur gegn pólsku meisturunum Wisla frá Krakow, 2—1. Áhorfendur i Brugge voru 17 þúsund, Ceulemanns og Colls skoruðu fyrir Brugge en Kapka fyrir Wisla Krakow. Tveir óvæntir heimasigrar vöktu mikla athygli i Evrópúkeppni meistaraliða. Annars vegar stórsigur AEK frá Aþenu gegn portúgölsku meisturunum, FC Porto, 6—1. Staðan í leikhíéi var 4—0 og 35 þúsund áhorf- endur í Aþenu voru i sjöunda himni. Bayevic, 2, Ardizoglou, Tassos, Nikolaou, og Mavros skoruðu fyrir AEK en Oliviera svaraði fyrir Porto. Þá vakti athygli leikur í Sckhodra í Albaníu. Þar sigraði Vlaznija Albaníu, hið þekkta lið Austria frá Vin, 2—0, Zhega og Ballgjini skoruðu fyrir Albaniumenn. Pétursson, undir smásjá erlendra félaga, tvívegis tækifæri. Hann átti skalla naumlega framhjá á 3. mínútu og skömmu síðar þrumuskot, sem mark- vörður Köln varði glæsilega. Þá komst Pétur innfyrir vöm Kölnar, en mark- vörður Köln hirti knöttinn af tám hans. Eins og svo oft áður var mikil ógnun í kring um Pétur en á 15. mínútu fór Pétur illa með gott tækifæri — Svein- bjöm lék í gegn um vörn Köln, gaf á Pétur, sem hitti ekki knöttinn í góðu færi. Skagamenn sýndu hinum þýzku mót- herjum sínum enga undanlátssemi, léku af skynsemi og reyndu að halda knettin- um. En við ofurefli var að etja og á 26. mínútu siðari hálfleiks kom fjórða mark Köln. V-þýzki landsliðsbakvörðurinn Konpoka skoraði með góðu skoti af 25 metra færi, 4-1. Skagamenn léku vel, drifnír áfram af stórgóðum leik Karls Þórðarsonar. Leik- menn börðust vel, allir — og Pétur Pétursson var mjög ógnandi. En engu að síður unnu Þjóðverjarnir 4-1, vegna skorts á einbeitni Skagamanna á mikil- vægum augnablikum, ódýr mörk. Munurinn hefði ekki þurft að vera jafn mikillogjjauiibarvkiú^^^^^^^^^ ttalinn Pietro Mennea er nú fljótasti maður Evrópu, hann varð tvöfaldur Evrópumeistari i Prag nýverið, i 100 metra hlaupi og 200 metrunum. Á Bari á ftaliu hljóp Mennea 100 metrana á 9.99 en hlaup Mennea var ekki löglegt, með- vindur var 7 m/sek., of mikill til að metið verði viðurkennt. Bezti tfmi Mennea i hæfllegum vindi er 10.19. Evrópumetið á Valery Borzov, 10.07. Tvö mörk Krankl fyrir Barcelona í 3-0 sigri gegn sovézku bikarmeisturunum. Ipswich og AZ ’67 skildu löfn í Hollandi Markakóngur Evrópu síðastliðið ár, Austurríkismaðurinn Hans Krankl, var á skotskónum i Barcelona gegn sovézku bikarmeisturunum Schaktor Donetsk. Heitt í kolunum þegar Ajax tapaði í Bilbao — knötturinn virtist fara í hliðarnetið en mark dæmt og leikmenn Ajax mótmæltu mjög Atletic Bilbao, Spáni vann 2—0 sigur |á Ajax, Amsterdam í Bilbao í UEFA- keppninni i gærkvöld. Mikill hiti og Iharka var i Bilbao. Van Dord skoraði sjálfsmark þegar á 10. mínútu og Ajax átti i vök að verjast. En leikmenn Ajax sóttu i sig veðrið, sóttu stift i von um að jafna. Á 58. minútu náði Atletio Bilbao jskyndisókn og Vidal skaut að marki. ínötturínn virtist fara i hliðarnetið, en i netmöskvunum hafnaði knötturinn. Jómarínn ráðfærði sig við linuvörð sinn dæmdi siðan mark. Leikmenn Ajax nótmæltu mjög. Þeir vildu meina að gat hafi verið á nctinu, en allt um það þótti narkið i Bilbao dularfullt. Ensku liðunum gekk vel i UEFA- |<eppninni. WBA vann athyglisverðan sigur í Tyrklandi gegn Galatasary, -1. 50 þús. áhorfendur hvöttu Galata laray mjög en það dugði skammt — Robson og Cunningham skoruðu mörk WBAen Fatih svaraðifyrirTyrkina. Dave Watson náði forustu fyrir Manchester City í Enschede i Hollandi gegn Twente. En Twente náði að svara fyrir sig í síðari hálfleik, Thoresen jafnaði og þar við sat. Arsenal vann góðan sigur á Highbury í Lundúnum, gegn'Dynamo Leipzig — 3—0. Staðan i leikhléi var 2—0, en á einni mínútu fljót- lega i síðari hálfleik skoraði trinn Frank Stapelton tvívegis. Alan Sunderland bætti við þriðja markinu, en hann átti auk þess skot í stöng, Brady, bezti maður vallarins átti og skot í slá fyrir Arsenal — en hinir 34 þúsund áhorfendur i Lundúnum fóru ánægðir heim. Borussia Mönchengladbach vann stóran sigur á Sturm Graz, Austurríki i Mönchengladbach, 5—1. Bruns, Gores og Danirnir Nielsen og Simonsen skoruðu mörk Borussia en Schaffer svaraði fyrir Sturm Graz. Áhorfendur voru aðeins 10 þúsund. 1 Borás sigraði Elfsborg franska liðið Strassborg, sem þegar hefur náð forustu í Frakklandi, 2— 0. Áhorfendur í Borás voru 5000. Svenson og Magnusson skoruðu fyrir Elfsborg. Benfica frá Portúgal vann góðan sigur á Nantes í Frakklandi, 2— 0. Chalana og Nene skoruðu mörk Benfica. Hibernian, Skotlandi vann nauman sigur á Norrköping i Edinborg, 3- 2. 1 Kuopio í Finnlandi áttust við Kuopio og B—1903. Finnarnir sigruðu 2—1 en aðeins 646 áhorfendur sáu leikinn. Þá áttust við í Kristiansand í Noregi Start og Esbjerg. Þar varð jafn- tefli, 0—0 — og áhorfendur aðeins rétt um 1400. Barcelona sigraði 3—0 að viðstöddum 60 þúsund áhorfendum. Krankl skoraði tvívegis og Sanchez bætti við þriðja marki Barcelona. Ensku bikarmeistararnir Ipswich Town náðu jafntefli i Hollandi gegn AZ ’67 frá Alkmaar, 0—0 jafntefli. í Kaupmannahöfn vann Frem athyglis- verðan sigur á frönsku bikar- meisturunum Nancy. Michel Platini, stjarna franska liðsins, var ekki með Nancy og Frem sigraði 2—0 með mörkurn Jacobsen og Hansen. Athygli vekur, að á Idrætsparken voru aðeins 1136 áhorfendur. Banik Ostrava vann óvæntan sigur i Portúgal, sigraði Sporting Lissabon 1 —0. Enn góður sigur Watford Tveir leikir fóru fram i gærkvöld i ensk-skozka bikarnum, báðir i Skot- landi. Mortun úr úrvalsdeildinni skozku sigraði 2. deildarliö Oldham 3-0. Þá sigraði Partick úr úrvalsdeildinni, 3. deildarlið Mansfield 1-0. Þá úrslit frá Englandi: 3. deiid: Exeter — Shrewsbury 0-1 Lincoln — Watford 0-5 4. deild: Hereford — Reading 0-0 Wigan — Rochdale 3-0 Ingi Björn Albertsson sendir knöttinn af öryggi i netmöskvana úr vitaspyrnu, jafntefli í Laugardal, 1-1. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Valsmenn skóku þýzku knatt- spyrnurisana frá Magdeburg —Valur hefði verðskuldað sigur gegn Magdeburg Valsmenn bættu enn einni skrautfjöður i hatt sinn er þeir í gær- kvöld í Laugardal gerðu jafntefli við a- þýzku bikarmeistarana, FC Magdeburg, 1—1. Ekkert islenzkt félagslið getur státað af jafn góðrí útkomu i Evrópukeppni á heimavelli og Valur. Að vísu aðeins einn sigur i sjö heimaleikjum — en fimm jafntefli. Aðeins Celtic getur státað af sigrí gegn Val í Reykjavik, en stórlið á evrópskan mælikvarða eins og Benfica, Magdeburg og Standard hafa orðið að fara frá íslandi án sigurs. Frammistaða Valsmanna gegn Magdeburg hlýtur að teljast ein hin bezta íslenzks félagsliðs i Evrópukeppni — ekki aðeins jafntefli, heldur hvernig Valsmenn léku, komu þýzku vörninni i vandræði — já, sigurinn hefði allt eins getað orðið Vals i Laugardal. Fyrir tíu árum léku Valsmenn við hið þekkta stórlið Benfica með Eusebio í broddi fylkingar og náðu frægu jafntefli, 0—0 að viðstöddum liðlega 18 þúsund áhorfendum. í gærkvöld léku Valsmenn við Magdeburg — Evrópumeistara bikarhafa 1974 með tíu a-þýzka lands- liðsmenn innanborðs og jafntefli varð, 1—1. Að því leyti eru viðureignir Vals við Benfica og Magdeburg ólíkar, aö gegn Benfica lágu Valsmenn lengst af i vörn, ánægöir með jafntefli. í gærkvöld voru Valsmenn hvergi smeykir, sóknar- leikurinn var á köflum beittur, sigurinn hefði allt eins getað orðið Vals — tækifæri þeirra voru ekki lakari en Magdeburg — Valsmenn léku upp á sigur. Frammistaða Vals er merki um sókn islenzkrar knattspyrnu, merki um hugarfarsbreytingu. íslenzk félagslið hafa í gegn um árin borið allt of mikla virðingu fyrir erlendum félögum — minnimáttarkennd. Þetta hugarfar hefur þýtt að i raun áður en leikur hefst þá er íslenzka liðið einu til tveimur mörkum undir — með breyttu hugarfari geta íslenzk lið náð betri árangri, þó að sjálfsögðu sé við ramman reip að draga. Fyrri hálfleikur var fremur tiðinda- litill, bæði lið fóru sér hægt en greinilegt að Valsmenn báru allt of mikla virðingu fyrir a-þýzku bikarmeisturunum. Of mikið fát, knötturinn gefinn of fljótt, og þá iðulega tfl andstæðings. A- Þjóðverjar höfðu undirtökin án þess þó að vera verulega ógnandi. Raugust átti gott skot úr teignum, sem Sigurður varði vel, á 26. mínútu gaf Guðmundur Þor- björnsson á Albert Guðmundsson, fyrir opnu marki en a-þýzku varnarmennirnir náðu að bægja hættunni frá. Hálfdán Watford heldur sínu striki — stór- sigur Watford í Lincoln sannar svo ekki ■veröur um viilzt að liðið hans Elton John hefur nú sett stefnuna i 2. deild, eftir að hafa hlotið meistaratign 4. deildar i vor. Knötturínn á leið I netmöskvana — Sigurður Haraldsson markvörður Vals hefur þegar kastað séi*— og skot Wolfgang Steinbach á leið í mannlaust markið. Slæmt hjá Sigurði. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson. átti gott skot, eftir laglegan samleik Valsmanna og greinilegt að Valsmenn voru að öðlast meiri trú á1 sjálfa sig, eftir því sem á leikinn leið. Valsmenn sluppu naumlega fyrir horn er Sigurður Haraldsson missti klaufalega frá sér sendingu fyrir mark Vals á 3. mín. siðari hálfleiks — en Pommerenke skaut yfir af stuttu færi. Valsmenn komu æ meir inn í myndina, og á 9. minútu fengu Valsmenn bezta tækifæri leiksins. Ingi Björn Albertsson lék laglega á Decker, aftasta varnar- mann Magdeburg og komst einn að. marki — aðeins Heyne, markvörður eftir en Heyne varði skot Inga—þar fór sannarlega gott tækifæri forgörðum, knötturinn fór af Heyne og naumlega framhjá. Valsmenn voru nú hvergi smeykir við orðstír Magdeburg, öðluðust sjálfstraust með hverri mínútunni — en einmitt þá dundi ógæfan yfir. Steinbach gaf á Joachim Streich, er aftur sendi stutta sendingu til Steinbach og hann komst á auðan sjó í vítateig Vals — og skoraði með góðu skoti, sem Sigurður Haraldsson réð ekki við, 0—1. Valsmenn hinsvegarlögðuekki árar í bát. Spiluðu vel frá vörn og á 18. minútu björguðu Þjóðverjar á linu. Guðmundur Þorbjörnsson braust laglega upp vinstri vænginn, gaf vel fyrir. Heyne, mark- vörður átti í höggi við Inga Björn, frá .þeirn barst knötturinn út í teiginn. Þar stökk Atli Eðvaldsson hærra en þýzkur varnarmaður, skallaði að tómu markinu og i netmöskvana stefndi knöttuinn en Raugust bjargaði í línu, skallaði frá upp undir þverslá. Aðeins fimm minútum siðar jöfnuðu Valsmenn. Aukaspyma, há sending inn í vítateig Vals og Atli Eðvaldsson stökk upp, ætlaði að skalla fyrir en þýzkur varnarmaður beinlinis stökk á bakið á Atla, sem féll við. Dómarinn benti umsvifalaust á vítapunktinn — viti. Ingi Björn gegn a-þýzka markverðinum Heyne. Það var ekki að sjá að Ingi Björn væri taugaóstyrkur, öryggið sjálft uppmálað skoraði hann neðst í markhornið, 1—1. Valsmenn fögnuðu innilega. Það var greinilegt að hin mikla mót- spyrna Valsmanna kom A-Þjóðverjum nokkuð í opna skjöldu. Þeir reyndu að keyra hraðann upp en vörn Vals var sterk með Dýra Guðmundsson, sem bezta mann. Á 35. mínútu átti Guðmundur Þorbjörnsson hörkuskot af 30 metra færi en naumlega framhjá. Það stefndi í jafntefli, lokamínúturnar hægðu þýzkir hraðann, greinilega sáttir vð jafntefli — gáfu hvað eftir annað til markvarðar. Þvi jafntefli — í leik þar sem Vals- menn báru hróður íslenzkrar knatt- spyrnu. Enn einu sinni hafa islenzkir knattspyrnumenn komið á óvart gegrt- A-Þjóðverjum. Það er erfiður leikur framundan í Magdeburg. A-Þjóðverjar munu ekki hyggja á neinar ölmusur þar, irTOnu keyra hraðann upp og áreiðanlega reyna að vinna stóran sigur. Að sjálfsögðu eru möguleikar Vals- manna hverfandi í Magdeburg, þar sem ísland náði frægu jafntefli, 1—1, en hver veit. Frammistaða Valsmanna erlendis hefur að vísu ekki verið beysin. Jafntefli gegn Benfica, 0—8 ósigur í Lissabon: Jafntefli gegn Standard, 1—8 ósigur í Liege — en leikur Vals í Laugardal sannar að Valsmenn eiga sterku liði á að skipa og þrátt fyrir að áframhald í Evrópukeppni sé hverfandi þá er liðið allt of sterkt til að hljóta jafn slæma útreið og fyrir 10 árum í Lissabon — það er merki um framför íslenzkrar knattspyrnu. Bezti maður Vals í gærkvöld var Guðmundur Þorbjörnsson, öðlast sjálfs- traust með hverjum leik við erlend lið, jafnt með Val og landsliðinu. Þá var lngi Björn frískur — Albert Guðmunds- son einnig. Atli Eðvaldsson gerði á köflum laglega hluti, en datt niður þess á milli. Dýri Guðmundsson var kóngur í vörninni, bakverðirnir Grímur Sæmundsson og Magnús Bergs sterkir, og þrátt fyrir ungan aldur er ekki hægt að merkja taugaveiklun hjá Sævari Jóns- syni. Sigurður Haraldsson varði á köflum vel, en var ekki nógu sannfær- andiá köflum. -H. Halls. Lyftingaáhöld Ný islenzk framleiðsla á mjög góðu verði. Einn öxull 1,70 m langur og tveir öxlar 40 cm langir. Tvö lóð ■ 10 kg, fjögur lóð 5 kg og fjögur 2,5 kg. Gott statif fylgir hverju setti. Upplýsingar fyrst um sinn hjá auglýsingaþjónustu DB i sima 27022. Nr.—14799. . Evrópukeppni bikarhafa í Beveren: — Beveren, Belgiu, — Baliymena, Noróur-írlandi, 3-0 (2-0). Mörkin: Albert, Stevens og Schönberger. Áhorfendur 17.000. I Kaupmannahöfn: — Frem, Danmörku, — Nancy, Frakklandi, 2-0 (1-0). Mörkin: Jacobsen og Hansen. Áhorfendur 1.136. í Barcelona: — Barcelona, Spáni, — Shakhtyor, Sovétrikjunumn, 3-0 (2-0). Mörkin: Krankl, 2, Sanchez. Áhorfendur 60.000. I Sosnowiec: — Zaglebie, Póllandi, — Innsbruck, Austurriki, 2-3 (1-2) Mörkin: Zaglebie: Zarychta og Szarynski. Innsbruck: Koncilia, Oberacher og Braschler, víti. í Stanke Dimitrov: — Marek Dimitrov, Búlgaríu, — Aberdeen, Skotlandi, 3-2 (0-1). Mörkin: Marek: V. Petrov, Ivan Petrov, 2, Aberdeen: Jarvie og Harper. Áhorfendur 20.000. í Rijeka: — Rijeka, Júgóslavíu, — Wrexham, Wales, 3-0 (2-0). Mörkin: Tomic, Durkalic og Cukrov. Áhorfendur 9.000. í Alkmaar: — AZ ’67, Hollandi, — Ipswich, Eng- landi, 0-0. Áhorfendur 18.000. í Salonika: — PAOK, Grikklandi, — Servette Genf, Sviss, 2-0 (0-0). Mörkin: Koudas og Sarafis. Áhorfendur 25.000. í Búdapest: — Ferencvaros, Ungverjalandi, — Kalmar, Sviþjóö, 2-0 (2-0). Mörkin: Nyilasi og Major. Áhorfendur 24.000. í Dublin: — Shamrock Rovers, írlandi, — Apoel Nicosia, Kýpur, 2-0 (1-0). Mörkin: Giles og Lynex. Áhorfendur 5.000. í Valetta: — Floriana, Möltu, — Inter Milanó, Ítalíu, 1-3 (0-1). Mörkin: Floriana: Ray Zuereb, viti. Inter: Altobelli 3, eitt viti. Áhorfendur 15.000. í Reykjavik: — Valur — Magdeburg 1-1. Ingi Björn Albertsson fyrir Val, Steinbach fyrir Magde- burg. í Lissabon: — Sporting Lissabon, Porúgal —- Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu, 0-1. Antalik skoraöi mark Banik Ostrava. Áhorfendur 50 þúsund. Árangur Vals vakti athygli Frammistaða Valsmanna I gærkvöld vakti verulega athygli og Reuterfrétta- stofan tvitók i fréttaskeytum árangur Vals. í fréttum Reuters af Evrópukeppni bikarhafa segir fyrst frá viðureign Vals og Magdeburg. „t Evrópukeppni bikar- hafa lék Valur frá Reykjavik stórvel og náði jafntefli gegn stórliði Magdeburg (mighty Magdeburg). Björn Albertsson jafnaði, áhorfendum i Reykjavik til mik- illar gleði,” segir i fréttaskeyti Reuters. Áöur hafði Reuter sagt frá hinum óvæntu úrslitum, einnig f upphafi skeytis um Evrópukeppni bikarhafa. „í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa, Reykja- vík, tsland; „snatched a piece of glory” þegar þeir náðu jafntefli gegn stórliði Magdeburg (mighty Magdeburg) 1-1 í Reykjavik. Wolfgang Steinbach náði forustu fyrír Magdeburg á 57. minútu en Íslendingarnir börðust hetjulega og jöfn- uðu með marki Björns (Inga Björns) Al- bertssonar 12 minútum síðar.” Ali mætir Leon Spinks íhringnum Muhammed Ali, fyrrum heimsmeist- arí, stefnir að þvi að verða eini maðurinn til að endurheimta heimsmeistaratitilinn i hnefaleikum þrívegis. Á föstudagsnótt- ina munu Ali og Leon Spinks mætast i hríngnum i New Orleans og Angelo Dundee þjálfari Ali er bjartsýnn. „Muhammed hefur aldrei æft betur. Hann hefúr ekki verið i betra formi sfðan f Manila.” Einmitt f Manila vann Muhammed Ali einn minnisstæðasta sigur hnefaleikanna er hann sigraði Joe Frazier — í 14. lotu 1975. Þá mættust kapparnir f þriðja sinn, i blóðugri bar- áttu. „Leon Spinks er góður boxari, en Muhammed Ali hefur viljann nú. Hann er maður sem þarf að hafa markmið til að keppa að. Nú hefur hann það, að verða fyrsti maðurínn til að vinna heims- meistaratitilinn þrfvegis. Það mun skipta sköpum fyrir hann,” sagði Angelo Dundee, þjálfari Ali. Fyrír ósigurinn gegn Leon Spinks mátti greinilega sjá kæruleysi, áhugaleysi Ali f hríngnum, rétt eins og um skylduverk væri að ræða. Skyldi Dundee hafa rétt fyrir sér? Mun sá mesti — the greatest — endurheimta titilinn?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.