Dagblaðið - 23.10.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. - MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978 - 235. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11. — AÐALSÍMI 27022.
iru komin til landsins ívor:
Senaútaftur
á meðan kerfið
tris og Gunnar Þór — fórnarlömb kerfisins.
DB-mynd
þrefaði um málið
— ráðuneytin kasta málinu á milli sín á meðan t. d.
Danir tolla ekki slík tæki af mannúðarástæðum
„Heyrnartækin voru komin til
landsins í vor, en vegna þófs í kerfinu
um greiðslur sendu tollayfirvöld þau
aftur til framleiðanda þótt óskað hafi
verið sérstaklega eftir að slíkt yrði ekki
gert að svo stöddu,” sagði Birgir Ás
Guðmundsson, forstöðumaður
heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvar-
innar I viðtali við DB í morgun er
hann var spurður nánar um mála-
rekstur \egna heyrnartækja handa sex
ára dreng, sem skýrt var frá I laugar-
dagsblaðinu.
í fyrra hófst málið með þvi að haft
var samband við Tryggingastofnun
ríkisins, sem taldi af og frá að greiða
slíkt fyrir börn á skólaaldri. Þá var
haft samband við menntamálaráðu-
neytið og taldi sérkennslufulltrúi þar
þetta vera mál Tryggingastofnunar-
innar.
Þar sem tækin voru komin I sumar
en óljóst með hvaða hætti þau yrðu
leyst út, var fjármálaráðuneytinu
skrifað bréf og óskað eftir fyrir-
greiðslu. Ekki var málinu tekiö þar illa
í fyrstu, en í sept. sl. ritaði ráðuneytið
til baka tilkynningu um tolla.lækkun-
ina á tækjunum. Áður hafði ménnta-
málaráðuneytið talið koma til greina
að greiða hámark helming tækjanna.
Birgir tók fram að tryggingalæknir
hafi ávallt sýnt þessu máli jákvæða af-
stöðu, en greinilegt væri að hann hefði
ekki frjálsar hendur um lausn þess.
Það nýjasta í málinu er að trygg-
ingaráðuneytinu var ritað bréf fyrir
viku siðan og hefur ekki enn frétzt af
viðbrögðum viö því. Það skal tekið hér
fram að heyrnardeild Heilsuvemdar-
stöðvarinnar hefur ekkert fjármagn til
slíkra tækjakaupa. Að lokum má geta
þess að t.d. Danir tolla slík tæki ekki,
af mannúðarástæðum.
- G.S.
„Lady” er
fegursti
hundur
íslands
Hér er Lady sem dæmd var
fegursti hundur tslands á hunda-
sýningunni í Garðabæ á
sunnudaginn. Aðaldómarinn var
enskur sérfræðingur. Eigandi
Lady er Jón Sigurðsson. DB-mynd
Helgi Garðarsson. Sjá bls. 5.
ANDRIHEIÐ-
BERG LÁTINN
. Hinn landskunni þyrluflug-
maður og kafari, Andri Heiðberg,
varð bráðkvaddur á heimili sinu
siðastliðinn laugardagsmorgun.
Andri var 48 ára gamall.
Þingmenn
fái ekki laun
fyrir önnur
störf en
þingstörf
— Sjábls.6
V___
Dönsuðu i þrettan tima samfleytt
Það er ekki öllum gefið að halda út
þrettán klukkustunda langan dans.
Það tókst þó átta pörum, sem tóku
fyrsta sporið laust fyrir klukkan tólf i
gærdag og hættu ekki fyrr en eitt eftir
miðnætti síðustu nótt. Það var veit-
ingahúsið Klúbburinn sem stóð að
þessari maraþondanskeppni. Á meðan
hún stóð yfir var opið hús fyrir alla,
sem vildu fylgjast með keppninni. AIIs
komu um þrjú þúsund manns og litu á
dýrðina.
Sigurvegarar keppninnar urðu að
mati dómnefndar þau Ragna Sigur-
steinsdóttir og Hjalti Jensson. Sjö pör
til viðbótar héldu þrettán tímana út,
sem er afrek út af fyrir sig. — Þá má
geta þess að Vilhjálmur Ástráðsson,
sem stjórnaði tónlistinni, stóð alla
þrettán klukkutímana í búri sínu. Það
er væntanlega met hér á landi. —
Myndin er af sigurvegurunum, eftir að
úrslitin höfðu verið tilkynnt.
- ÁT/DB-mynd Ragnar Th. Sig.
— Sjá nánarábls.7
Magnús H. Magnús-
son ráðherra:
„Þetta er
mjög sorg.
legt slys”
-hyggst þegarbeita
sérfyrir úrbótum
„Mér finnst þetta mjög sorglegt
slys, annað orð er ekki til yfir það,
og mun ég þegar gera það sem ég
get til að bæta þarna úr,” sagði
Magnús Magnússon tryggingaráð-
herra i viðtali við DB í morgun.
Hann svaraði þessu til er saga
litils drengs er ekki fær viðeigandi
heyrnartæki, m.a. vegna lúxus-
tolla, var rakin fyrir honum.
Fyrir nokkrum dögum ritaði
heyrnardeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar ráðuneytinu bréf, en
Magnús hafði ekki séð það enn.
Sagðist hann strax ætla að kanna
málið til hlitar. . G.S.
Hálkan
olli fáum
óhöppum
Allt söltunarverk gatnakerfis
höfuðborgarinnar var sett í gang í
nótt er vetur heilsaði borgarbúum
á fyrsta vinnudegi vetrarins. Víða
var glæra á götum og hált, en þó
sennilega hvergi eins og verst getur
orðið.
En eins og oft áður fóru öku-
menn sér varlega I fyrstu hálkunni.
Ekki urðu nema 5 árekstrar og
umferðaróhöpp frá kl. 6 til kl. 9 í
Reykjavík.
í Hafnarfirði fór bíll er kom úr
Lækjargötu út á Reykjavíkurveg á
staur og tveir menn voru fluttir i
slysadeild. Annar var skorinn á
hendi en hinn kvartaði um eymsli i
baki og brjósti. í Kópavogi varð
einn árekstur — án meiðsla.
Nú er bara að menn haldi vöku
sinni. Oft hefur það viljað brenna
við að vari hálkan eitthvað bjóði
menn öllum hættum byrginn án
þess að hugsa um afleiðingarnar.