Dagblaðið - 23.10.1978, Page 12

Dagblaðið - 23.10.1978, Page 12
12 IMfíBIAÐIÐ frfálst, oháð dagblað Útgefandi Dmgblaðifl hf. Framkvæmdasljóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónaa Kristjónason. Fróttastjó' 'on Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rrtstjómar Jó- hannos Reyndal. íþróttir Hallur Simonarson. Aflstoóarfróttastjórar Atli Steinarason og ómar Valdi- marason. Menningarmál: Aflateteinn Ingólfsson. Handrif Ásgrimur Pólsson. Blaðamenn Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sígurflsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Alberts- dóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson. Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drelfing- aratjóri: Már E.M. Halldórason. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskrrftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. á mánuði inrpnlands. Í lausasöki 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skorfunni 10. Þriðja heimsstyrjöldin Þriðja heimsstyrjöldin er komin á fulla /5 ferð í þriðja heiminum að mati Sinnathamby Rajaratnam, utanríkisráð- herra Singapúr. Síðan 1945 hafa 25 milljónir manna farizt í 130 styrjöldum milli 80 ríkja þriðja heimsins. í ræðu á þingi hlutlausra ríkja í Belgrad í sumar benti utanríkisráðherrann á, að ríki þriðja heimsins hefðu á sinum vegum fjórðung af öllum vígbúnaði jarðar og verðu að meðaltali 10% ríkistekna sinna til vígbúnaðar. Rajaratnam varaði við tilhneigingu einstakra ríkja og valdaklíkna innan einstakra ríkja í þriðja heiminum að kalla á heimsveldin tvö eða leppríki þeirra til hernaðarlegrar aðstoðar. Á næsta ári er ætlunin að halda þing hlutlausra ríkja í Havana á Kúbu, einmitt í því ríki, sem hefur nú um 50.000 hermenn í Afríku til að drepa þar svertingja fyrir aðra svertingja. Svo kann að fara, að framtak Kúbustjórnar í Afríku verði kornið, sem fylli mælinn í samtökum hlutlausra ríkja heims. Þessi 22 ára samtök 86 ríkja, einkum í þriðja heiminum, ramba á barmi klofnings. Marokkó hefur skorað á ríkin að mæta ekki til leiks í Havana. Egyptaland og Nígería hafa harðlega gagnrýnt Kúbu fyrir Afríkustríðin. Og Tító Júgóslavíuforseti hefur varað við nýjustu nýlendustefnunni í bandalagi Sovétríkjanna og Kúbu. Júgóslavía leggur mikla áherzlu á, að hlutlausu ríkin gæti sín á ofurvaldi Sovétríkjanna. Kúba vill hins vegar, að hlutlausu ríkin geri bandalag við sovézku blokkina. Þetta misræmi sjónarmiða er skýrasta dæmið um and- stæðurnar í samtökum hlutlausra ríkja. Einnig að öðru leyti eiga ríkin í þessum hópi í heiftar- legum deilum og styrjöldum sínum í milli. Marokkó og Máritanía standa andspænis Alsír, Chad andspænis Libyu, Víetnam andspænis Kambódíu og Eþíópía andspænis Sómalíu og Súdan, svo að nokkur dæmi séu nefnd, kunn úr heimsfréttunum. Spennan milli ríkjanna er skiljanleg. Mörg eru þetta nýfrjáls ríki, sem skortir aldagamlar landamærahefðir Evrópu. Þau eru nú að heyja þau landamærastríð, sem Evrópuríkin eru búin að afgreiða sín í milli. Þar á ofan eru hlutlausu ríkin flest einræðis- og alræðisríki, sem enga virðingu bera fyrir íbúum sínum. Líf og limir skipta litlu máli sem og mannréttindi og matarréttindi. íbúarnir eru ekki spurðir, hvort heyja skuli stríð. Af ýmsum slíkum ástæðum eru styrjaldir orðnar daglegt brauð í þriðja heiminum, raunar orðnar að hversdagslegu ástandi. Og auðvitað ákalla deiluaðilar heimsveldin í sífellu. Heimsveldin hafa svo ekkert á móti því að stæla hernaðarvöðvana. Hópur hlutlausu ríkjanna var á sínum tíma stofn- aður til að hamla gegn heimsvaldastefnu. Á síðustu tveimur áratugum hefur heimsvaldastefna orðið fjöl- breyttari og margslungnari. Hin gömlu nýlenduveldi, sem áður voru hötuð í þriðja heiminum, hafa gersamlega fallið í skugga nýrra nýlenduvelda í vestri og austri, suðri og norðri. Neyðaróp utanríkisráðherra Singapúr er því einstak- lega tímabært. Annaðhvort klofna samtök hlutlausra ríkja í frumeindir eða þau taka frumkvæði í að leysa erjur þátttökuríkjanna án styrjalda og án afskipta heims- velda og leppríkja þeirra, Trójuhestanna í samtökum hlutlausra ríkja. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. Tæmast sjóöir Sameinuöu þjóöanna vegna nýrra iaga á Bandaríkjaþingi? Hugsanlegt er, aö lög sem samþykkt voru nýlega í öldungadeild Banda- ríkjaþings og siðan undirrituð af Jimmy Carter forseta landsins geti orðið til þess að tillag Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna falli niður. Þó svo að í þeim efnum séu Sameinuðu þjóðirnar ekki neinn fjár- hagslegur baggi á Bandaríkjunum er því þó þannig varið að rikið leggur samtökunum til um það bil þriðjung þeirra fjármuna sem það hefur umráð yfir. Framlag Bandarikjanna eru þrjú hundruð fimmtíu og fjórar milljónir dollara á þessu ári. Áðurgreind lög voru að öllum líkindum undirrituð og samþykkt án þess að aðilar gerðu sér almennt grein fyrir, að þarna væri verið að vekja upp draug, sem erfitt gæti orðið aðkveðaniður aftur. Þarna varaðeinsumaðræðaminni háttar mál fjárhagslega séð. Kveður það á um, að frestað skuli greiðslu tuttugu og sjö milljón dollara framlags Bandaríkjanna til ýmissra tækniverk- efna á vegum Sameinuðu þjóðanna eða stofnanna þeirra sem eru tólf að tölu. Ástæðan fyrir þessarri frestun er skiljanleg frá sjónarmiði Bandarikja- manna. Lýðræðinu hjá Sameinuðu þjóðunum er þannig varið að minni þjóðirnar í samtökunum geta i krafti atkvæðafjölda samþykkt að styðja fjárhagslega ýmis verkefni, sem Bandaríkin eru jafnvel á móti en verða að horfa upp á að fjármunum sem eru að stórum hluta frá þeim runnir, sé varið til. Hefur þetta lengi verið eitt þeirra mála, sem brunnið hefur á sinni margra bandarískra þingmanna og þeir bent á i gagnrýnisræðum sínum um meðferð opinbers fjár í landi sínu. Lögin, sem Jimmy Carter Banda- rikjaforseti undirritaði varðandi fjár- framlag Bandaríkjanna til tækni- aðstoðar Sameinuðu þjóðanna kveða skýrt á um það að ekkert af því fé sem Bandaríkin leggja samtökunum til megi fara til tækniaðstoðar. í raun þýðir þetta, að Carter Bandaríkja- forseti og stjórn hans verður að fá einhvers konar tryggingu fyrir því að engu af þeim hátt í fjögur hundruð milljónum dollara sem stórveldið í vestri leggur þar til, verði varið til þess verkefnis. Slíka tryggingu verður erfitt ef ekki ómögulegt að fá frá Kurt Waldheim aðalritara eða neinum ábyrgum aðila hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við getum engan veginn fallizt á að þeim framlögum meðlimaríkja okkar séu bundin einhverjum skilyrðum,” sagði einn talsmaður samtakanna fyrir nokkrum dögum. Gildistaka áðurgreindra laga þýðir í raun, að Sameinuðu þjóðirnar geta ekki að óbreyttu tekið á móti fjárframlagi frá Bandarikjunum þar sem samkvæmt orðanna hljóðan verður að eyrna- merkja hvern dollara til að hann komist í galtómann kassa samtak- anna. Ekki er ofmælt að segja að sjóðir Sameinuðu þjóðanna séu uppurnir. Þeir eru það fyrir langa löngu og raunverulega hafa það verið Bandarikin, sem haldið hafa lífinu í samtökunum en við vaxandi gagnrýni heima fyrir. Carter forseti var andvígur þessarri lagasetningu og sérfræðingar hans bentu á vankanta þeirra. Að vísu koma lögin ekki til framkvæmda strax, þannig að rúmlega hálft ár er til stefnu. Á þeim tíma er lika möguleiki á að breyta lögunum þannig að aðild Bandaríkjanna að Sameinuðu þjóðunum sé ekki hætt. í þessu tilfelli er raunverulega ekki aðeins um að ræða aðild einnar þjóðar. Einnig er tilveru samtakanna hætt því án Bandaríkjanna geta Sameinuðu þjóð- irnar ekki haldið uppi sínu núverandi starfi. 1 það minnsta ekki að óbreyttri fjármálastefnu annarra stórvelda. Orsökin fyrir því að öldungadeild þingsins i Washington samþykkir slík lög, sem frumvarpið um fjárframlög til Sameinuðu þjóðanna, er að lik- indum í það minnsta tvíþætt. Bæði virðist vera um að ræða vaxandi íhaldssenti meðal þingmanna á Banda- ríkjaþingi og einnig eiga margir þing- menn erfitt með að sætta sig við síaukin áhrif ríkja þriðja heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Óánægjan hefur til dæmis fengið byr undir vængi með fregnum af að Sameinuðu þjóðirnar og í raun banda- rískir skattborgarar eigi að greiða mestan hluta af fræðslukvikmynd um PLO Samtök Palestínumanna. Þar verður meðal annars rætt við Yasser Arafat leiðtoga samtakanna, sem í áravís hefur í augum velflestra Banda- ríkjamanna verið líkastur hinum vonda sjálfum. Fulltrúar Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum beittu sér gegn fjárstuðningi við myndina. frWm eWm .■* i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.