Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 23.10.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1978. 15' \ List og last um brosið fræga Það hefur ætíð verið óútskýranlegt hvers vegna sum listaverk virðast búa yfir meira seiðmagni en önnur. Kannski veltur þetta á hæfileikum listamannsins til að búa til tviræð eða margræð verk sem ekki láta uppi afdráttarlausa skoðun eða viðhorf. Allt um það verða sum verk að óræðum táknmyndum sem hver og einn túlkar eftir sinu höfði — þetta verða „vinsæl” verk og umtöluð. Af þessu leiðir að þjófar girnast þau sem verðmæti og ofstækisfólk gerir að þeim atlögur til að vekja athygli á einhverjum málstað. Eitt af þessum seiðmögnuðu verkum er Móna Lisa eftir Leonardo da Vinci sem máluð var i Flórensborg um 1504. Er Leonardo hélt til Frakklands á efri árum tók hann þessa mynd með sér og þvi er hún nú í Louvre-safninu I París. Tilurð myndarinnar hefur verið mönnum ráðgáta síðan og aukið á orðstír hennar. Hvers vegna tók Leonardo, sem ekki málaði nema ca 20—30 olíumálverk um dagana og var umsetinn af höfðingjum, upp á því að mála óþekkta eiginkonu kaupmanns i Flórens? Og hvers vegna brosir konan svona? Um þetta hafa fræðimenn, rithöfundar og ýmiss konar leikmenn rætt allt frá þvi Leonardo lauk mynd- inni fyrir 474 árum en fyrirferðarmest hefur þessi umræða verið á þessari öld. Blekbændur hafa búið sér til skáld- sögur kringum Mónu Lisu, kvik- myndaleikstjórar hafa gert myndir um hana, ljóðskáld hafa ort Ijóð til hennar, tónskáld hafa vitnað i hana, auglýsendur hafa spilað á töfra hennar og myndlistarmenn hafa bókstaflega verið með hana á heilanum. Tilbrigði Fyrir þremur vikum var sett upp mikil sýning i Wilhelm-Lehmbruck listasafninu í Duisburg í V-Þýskalandi á útsetningum og tilbrigðum mynd- listarmanna á 20stu öld um Mónu Lísu. Var undirritaður svo heppinn að hitta á opnun þessarar sýningar. Það er næsta ótrúlegt hve margir þekktir listamenn hafa lagt þar orð i belg. Einna frægust þessara „Mónu- mynda” og jafnframt ein fyrsta mynd sinnar tegundar á öldinni er að sjálf- sögðu póstkort Marcels Duchamp af Mónu með yfirskegg og hökutopp, með undirskriftinni „L.H.O.O.Q” sem mun vera fónetískt letur fyrir „Henni er heitt i brókum”. Aörir listamenn sem koma við sögu eru m.a. Arakawa, Erró, Filliou Johns, Léger, Malvitsch, Dali, Rotella, Spoerri, og Rauscen- berg. Afstaða listamannanna er tals- vert mismunandi. Sumir hylla Mónu I ljóðrænum fantasium, aðrir gera gys að henni og þeim trúarbrögðum sem myndast hafa í kringum hana og enn aðrir reyna að finna leyndardóminn i brosi hennar. Tónlistog kvikmyndir 1 sambandi við þessa sýningu var gerð mikil leit i námunda við Duisburg að stúlku sem liktist Mónu Lísu og fannst loks ein sem ekki var fjarri lagi og var hún máluð af þekktum lista- Bls. 133 — Sigarettuauglýsing manni þar i bæ. Ekki fannst mér hún sláandi lík, en nóg um það. Einnig var sýnd notkun auglýsingaiðnaðarins á töfrum Mónu Lísú og tekinn var saman listi yfir allar þær hljómplötur og kvikmyndir þar sem Móna Lísa kemur á einhvern hátt við sögu. Þegar þeirri statístík er flett, kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Alls virðast 39 dægurlagasöngvarar og hljómsveitir um allan heim hafa minnst á Mónu Lísu í lögum sínum, en frægast þeirra er án efa „Mona Lisa” eftir þá Jay Livingston og Ray Evans sem Nat King Cing Cole söng svo yndislega. Frá Dylan til Eisensteins En meðal annarra skemmtikrafta sem sungið hafa um Mónu Lisu eru Hank Ballard, Pat Boone, Bob Dylan (I „Visions of Johanna”), Duane Eddy, Elton John, Mantovani, Gisela May, Chris Montez, Donny Osmond, Demis Roussos, Roxy Music, Smokie, Conway Twitty og Billy Vaughn. Eftir því sem aðstendendur þessarar sýningar segja virðast 'um 20 kvik- myndir og sjónvarpsmyndir á þessari öld minnast á Mónu Lísu eða fjalla beinlínis um hana. Hún mun koma fyrir i stuttri mynd Eisensteins,” Gamalt og nýtt,” frá 1926—29 og þá sem tákn fyrir hnignun. Philippe de Broca gerði myndina „Monsieur de Compagnie” með Catherine Deneuve árið 1964 þar sem Móna Lísa kemur fyrir, John Houston minnist á hana í „Moulin Rouge” frá 1952 og ótal aðrar litt þekktar kvikmyndir mætti nefna um ævi hennar, stuld hennar 1911 o.fl. Og enn yrkja menn, hugsa, teikna, kvikmynda og syngja um Mónu Lísu. Sýningin í Duisburg stendur til 3. desember og verður enginn svikinn af henni. Bls. 127 — Úr timaritinu „Lui”, okt. 1977 Timm Ulrichs 1x klingeln Mona Lisa 2x klingeln Bls. 284 — Timm Ulrichs — M6na Lisa 423,5 km. Bls. 56 Marcel Duchamp — L.H.O.O.Q. 1919 og Marvin Lazarus — Duchamp sem Móna Lisa, 1963. Húsgagnavika 20-29 október GLÆSILEG SYNING ÍÁG HÚSÍNU, ÁRTÚNSHÖFÐA Skoóið nýjungar innlendra framleióenda: húsgögn, áklœói og innréttingar. Opió virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 argus

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.