Dagblaðið - 27.10.1978, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
DB á neytendamarkaði
Hvað kostar að reka f jölskylduna?_
virðist heppilegasta
stærð fjölskyldunnar
—en tveir sú óheppilegasta
Lokið hefur verið við að reikna út
meðaltalskostnað þeirra sem sendu
upplýsingaseðla inn fyrir september-
mánuð. Að [tessu sinni reyndist
ódýrasta fjölskyldan fimm manna
fjölskylda í Garðinum, með
meðalkostnað upp á 9.139 kr. á mann
yfir mánuðinn (sjá viðtal). Dýrasta
fjölskyldan var tveggja manna
fjölskylda í Reykjavik með rúmlega 40
þúsund kr. kostnað á mann. Okkur
bárust margir seðlar eins og áður og
ekki sakar að geta þess að þeir koma
víðs vegar að af landinu, eða frá
tuttugu og sjö stöðum á landinu.
Mannfæsta fjölskyldan taldi einn en
sú mannflesta átta. Lítum nú nánar á
hverja fjölskyldustærð út af fyrir sig.
Eins manns
Eins manns „fjölskyldan” er búsett í
Reykjavík og notaði 18.045 kr. til
kaupa á mat og hreinlætisvörum í
septembermánuði.
Tveggja manna
Meðalkostnaður tveggja manna
fjölskyldnanna var 26.294. Hæsta var
með 40.506 kr. meðalkostnað og er sú
fjölskylda langhæst, búsett i Reykja-
vík. Ódýrasta tveggja manna heimilið
er í Hveragerði með 18.495 kr.
Þriggja manna
Hjá þriggja manna fjölskyldunum
reyndist kostnaður ívið minni. Hann
var 17.927 á mann. Hæst var
fjölskylda I Vogum með 33.114 kr., en
lægst fjölskylda á Hellu á Rangarvöll-
um með 17.924 kr.
Fjögurra manna
Mun hagkvæmara virðist vera að
reka fjögurra manna fjölskyldu en
þriggja, því þar reyndist meðal-
kostnaðurinn 23.651 kr. Hæst var fjöl-
skylda I Þorlákshöfn með 31.265
kr.,en lægst var fjölskylda á Egils-
stöðum með 9.727 kr., sem var reynd-
ar næstlægsti seðillinn sem okkur
barst. Fyrsti vinningshafinn okkar,
sem dreginn var út úr júlíseðlunum,
var einmitt frá Egilsstöðum. —
Vinningshafinn að þessu sinni var
með fjögurra manna fjölskyldu, úr
Mosfellssveit.
Fimm manna
Það virðist heppileg fjölskyldustærð
þvi meðaltalskostnaðurinn kemur vel
út. Meðalkostnaðurinn reyndist
21.496 kr. — 1 þessari fjölskyldustærð
reyndist langlægsti seðillinn, 9.139
kr. úr Garði (sjá viðtal). Sá hæsti var
nokkuð mikið hærri eða rúml. 20 þús.
kr., var hann upp á 29.848 og tilheyrði
fjölskyldu á Bíldudal.
Sex manna
Kostnaðurinn hjá sex manna
fjölskyldunum var ivið hærri eða
22.028 kr. á mann. Sú hæsta var með
30.884 kr., búsett i Kópavogi en sú
lægsta var með 15.191 kr. og búsett I
Reykjavík.
Sjö manna
Sjö manna fjölskyldan var fáeinum
hundruð krónum yfir þeirri sex manna
eða með 22,320 kr. i meðaltals-
kostnað. Hæst var Reykjavikur-
fjölskylda með 26.818 kr. Það var
einnig Reykjavikurfjölskylda sem var
með lægstan kostnaðeða 17.500 kr.
Átta manna
Stærstu fjölskyldurnar er sendu inn
seðil að þessu sinni voru átta manna,
en þær voru aðeins tvær. Sú hærri var
meö 21.650 kr. meðalútgjöld og var
hún úr Reykjavik. Sú lægri var úr
Kópavogi með 16.584 kr.
Sendið tímanlega
inn seðlana
Nú geta menn borið saman sín eigin
útgjöld við meðalútgjöld fjöl-
skyldnanna sem komu með i út-
reikninginn okkar. Við viljum þakka
þeim sem gerðu sér það ómak að senda
okkur seðlana. Við minnum á að til
mikils er að vinna, því mánaðarlega
drögum við út vinning sem er meðaltal
mánaðarútgjalda þeirrar fjölskyldu-
stærðar sem vinnur.
Loks viljum við einnig hvetja sem
allra flesta til þess að vera með — og
senda inn október seðilinn sem allra
fyrst. Því miður koma alltaf nokkrir
seðlar of seint — og eru þvi ekki með I
útreikningum okkar, — þótt þeir séu
með í pottinum þegar dregið er.
•A.Bj.
?'
Foreldrar með þrjú börn, — það virðist vera hin æskilega fjölskyldustærð hvað
heimilisútgjöldin varðar. Það er sú fjölskyldustærð sem kemur bezt út i heimilis-
reikningunum I septembermánuði.
Karlmenn geta líka verið hagsýnir:
Eiginmaðurinn
sér um innkaupin
— Spjallað við eina af sparsömustu húsmæðrum landsins
,Ef heimilisreikningur minn hefur
komið vel út miðaö við aðra seðla vil
ég þakka það þvi að við erum
fiskætur,” sagði Helga Jóhanna Þor-
steinsdóttir húsmóðir I Garðinum I
samtali við DB. Helga Jóhanna var
með meðaleyðsluna 9.139 kr. á mann,
en fimm eru í fjölskyldunni, eigin-
maðurinn, Þórður Guðmundsson og
þrjú börn á aldrinum sjö til nitján ára.
— Meðaleyðsla innsendra upplýsinga-
seðla hjá fimm manna fjölskyldu var ■
21.046 kr. — Helga Jóhanna var með
lægstan kostnað við heimilishald á
mann af öllum innsendum seðlum. —
Við ræddum við þessa sparsömu hús-
móður til þess að reyna að komast að
raun um hvernig hún færi að þessu.
„Það verður auðvitað að taka fram
að við fáum oft gefinn fisk í soðið og
upp.staðan i okkar máltiðum er fiskur
kartöflur. — Það er hægt að mat-
reiða fisk á svo marga skemmtilega
vegu. — Svo nota ég mikið pakka-
súpurnar, en drýgi þær með þvi að
baka súpuduftið upp meö svolitlu
hveiti og þynni svo með vatninu sem á
að fara I súpuna. Þannig fæst mjög
saðsöm súpa, sem er prýðisgóð sem
aðaluppistaðan í máltið ásamt smurðu
brauði. — En aðallega borðum við
fisk, eins og áður sagði. Okkur þykir
síldin góð og reynum að hafa hana
eins oft á borðum og nokkur leið er að
útvega hana. Þá bý ég til bollur og mér
finnst gott að blanda einhverju saman
við síldarbollumar, annaðhvort
einhverjum kjöt- eða fiskafgöngum
eða mörðum köldum kartöflum.
Mér finnst afleitt að ekki skuli vera
hægt að kenna íslenzkum neytendum
að borða sild, þetta er alveg dásam-
legur matur og mjög næringarrikur.
Það er bara svo erfitt að fá síldina, hún
fæst yfirleitt ekki I búðum.
Það hefur heldur aldrei verið fúlsað
við hafragraut og slátri á mínu heimili.
Það þykir kannske undarlegt, en ég
þykist hafa komizt að raun um að það
sé miklu dýrara að baka sjálfur heldur
en að kaupa með kaffinu I bakaríum.
Ég hef því gert það — þegar ég hef
boðið upp á eitthvað slikt með kaffi.
Loks sakar ekki að geta þess að það
er eiginmaðurinn sem sér um
innkaupin. Þeir geta oft verið
skynsamari í innkaupum en margur
heldur, blessaðir karlarnir,” sagði
Helga Jóhanna.
— Eruð þið dugleg að skrifa niður á
veggspjaldið góða frá Vikunni og Dag-
blaðinu?
„Já, við gerum það alltaf. Ég hef
heyrt fólk segja að það kæri sig ekki
um að hafa þetta spjald hangandi á
eldhúsveggnum. Mér finnst það líka
alveg óþarfi og geymi það niðri I
skúffu, en nota það samt alltaf,” sagði
ein af sparsömustu húsmæðrum
landsins, sem búsett er i Garðinum.
-A.Bj.
ívandræðum með afgangana?
Rúgbrauðið
ígómsæta
brauðsúpu
Neyzla á grófum brauðum hefur
verið brýnd fyrir almenningi á undan-
förnum árum. Hefur neyzla á þeim
stóraukizt og er það vel. Stundum vilja
verða afgangar af brauðinu og
rúgbrauð og maltbrauð er af ganga er
hægt að nýta með mjög góðu móti I
brauðsúpu. Brauðsúpa er hollur matur
og saðsamur og getur verið sem aðal-
uppistaða i máltiðinni þann daginn. —
1 dag skulum við borða brauðsúpu:
Rúgbrauðsafgangur (ca 300 g)
3/41 vatn
um75g sykur
rúsínur, ca 1 bolli
saft — rabarbara-, rifs- eða berjasaft.
Brauðið er skorið I smábita og látið
liggja I bleyti í nokkra klukkutíma.
Það er síðan soðið í vatninu og marið í
gegnum sigti. Síðan eru sykurinn,
saftin og rúsínurnar látin út í súpuna
og hún soðin við vægan hita, þar til
rúsinurnar eru orðnar soðnar. —
Súpan er borin fram með þeyttum
rjóma.
Ef, við reiknum með að nota
brauðafgang í súpuna kostar hver
skammtur af henni ekki ýkja mikið.
Svo sem ekki heldur þótt við kaupum
brauðið sérstaklega fyrir súpugerðina.
Okkur telst til að brauðsúpa fyrir fjóra
kosti um 90 kr. fyrir utan rjómann. Ef
notaður er þeyttur rjómi (1 peli) kost-
ar hann 232 kr, en ef nota á óþreyttan
rjóma út á er hægt að nota kaffirjóma
og pelinn af honum kostar aðeins 128
kr.
Súpan með þeyttum rjóma kostar því
322 kr., eða um 80 kr. á mann, en
með óþeyttum rjómanum 218 kr. eða
um 55 kr. á mann.
-A.Bj.