Dagblaðið - 27.10.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978.
11
\
nefnd hefur verið Evrópukommún-
ismi. Bættist það þá við áfallið, sem
varð ljóst eftir marzkosningarnar,
þegar leiðir franskra sósíalista og
kommúnista skildu í það minnsta um
sinn. Vinstri flokkarnir og þar með
taldir kommúnistaflokkarnir í Frakk-
landi, á Ítalíu og Spáni hafa aldrei
getað komið sér saman um mjög mörg
mikilvæg mál. Aftur á móti virtist svo
um nokkurt árabil — um það bil tvö ár
— að stefnumál þeirra nálguðust mjög
og svo virtist sem velgengni í kosning-
um mundi færa flokkana nær hver
öðrum jafnframt sem staða þeirra
gagnvart Moskvuvaldinu styrktist.
Þessi þróun mála var litin illu auga
i Moskvu. Nú eftir að franski komm-
únistaflokkurinn og einnig að nokkru
leyti bræðraflokkarnir á Ítalíu og
Spáni, eru uppteknir við innanflokks-
deilur hafa þeir eins og áður sagði fjar-
lægzt aftur samvinnustefnu Evrópu-
kommúnismans. Hafa leiðtogarnir í
Moskvu lýst ánægju sinni með þá
þróun og samfagnað hinum vestur-
evrópsku félögum sinum.
En franskir kommúnistar eru
margir hverjir hundóánægðir með
þessa þróun mála. Er þá ekki eingöngu
um að ræða þá, sem stefna vilja í meiri
frjálslyndisátt og nálgast stefnumörk
sósialistanna. Nýlega var birt bréf frá
einum flokksmanni i dagblaðinu Le
Monde. Var þar um að ræða stjórnar-
mann í unghreyfingu kommúnista-
flokksins og ritstjóra vikulegs menn-
ingarrits flokksins „Nýtt Frakkland”.
í bréfinu segist hann ætla að hætta
störfum fyrir kommúnistaflokkinn
því flokkurinn hafi bæði misst sjónar á
hlutverki sínu og tapað hæfileikanum
til að læra af reynslunni. Þarna var
ekki á ferðinni frjálslyndur maður
heldur flokksfélagi, sem gekk úr
flokknum vegna þess að hann álítur
kommúnistaflokkinn ekki stefna nóg
til vinstri. Kommúnistaflokkur Frakk-
lands á þvi greinilega við margs konar
erfiðleika að glima.
Flokkurinn hefur ávallt síðan í stúd-
entauppreisninni árið 1968 verið mjög
viðkvæmur fyrir allri gagnrýni frá
vinstri vængnum. 1968 tóku alls
konar vinstri sinnaðir hópar — sumir
hreinir stjórnleysingjar — allt frum-
kvæði af kommúnistaflokknum og í
óeirðum sem urðu í Frakklandi aðal-
lega í Paris varð mörgum ljóst að
kommúnistaflokkurinn eða i það
minnsta foringjar hans voru jafnvel
enn hræddari við afleiðingar þeirrar
óstjórnar, sem hefði getað leitt af at-
burðum þá. Þeir hafa meira að segja
gagnrýnt félagana á Italíu fyrir að
stefna um of inn að miðju i itölskum
stjórnmálum og á þann hátt opnað
leiðir til fylgisaukningar Rauðu her-
deildanna og annarra öfgahópa.
Stjórnarmaðurinn í ungliðahreyf-
ingu kommúnistanna og ritstjórinn
var mjög beizkur i umsögn sinni um
stefnu flokksins á síðustu árum. Sagði
hann að síðan á sjöunda áratugnum
hefði franski kommúnistaflokkurinn
byggt stefnu sína á því, að styrkur og
stöðugleiki sovézka kommúnista-
flokksins væri viss trygging fyrir
Evrópukommúnista. Meðal annars
væri ljóst, að ef kommúnistar og
fylgismenn þeirra kæmust til valda í
kosningum, til dæmis í Frakklandi, þá
mundu þeir halda völdum sínum i
skjóli áhrifavalds stófveldisins í austri.
Þetta segir hinn ungi gagnrýnandi,
að sé hin mesta firra. Nú sé öllum sem
vilja vita orðið ljóst að Bresnev forseti
Sovétríkjanna og félagar hafi á flestu
meiri vilja en að koma kommúnisma á
í Vestur-Evrópu. Þeir séu í óðaönn að
drepa allt sem heitið geti kommúnismi
í Sovétríkjunum. Hann réðst harðlega
gegn Sovétmönnum fyrir að standa nú
fyrir mestu gyðingaofsóknum siðan
Hitler leið.
Einnig er bent á, að nokkuð lang-
sótt sé fyrir franska kommúnista-
flokkinn að berjast fyrir því að stjórn
kommúnistaflokksins í Chile verði
leyst úr haldi en á sama tíma að
gleyma algjörlega Dubcek hinum
tékkneska félaga sinum sem stóð fyrir
„vorinu” í Prag árið 1968.
TEKJUSKATTUR,
TEKJUÖFLUN,
TILBERASMJÖR
Það þykir orðið sjálfsagður hlutur
að bera fram tillögur um afnám tekju-
skatts. Árviss viðburður á Alþingi.
Ársfjórðungslega a.m.k. grein í blaði
Alþýðuflokksins um réttmæti þess að
afnema tekjuskatt. Kannske sama dag
talað um þörf fyrir launajöfnuð. Ekki
skortir okkur þversagnir. Okkur finnst
sumum einfaldara að hafa persónufrá-
dráttinn miðaðan við eðlilegan fram-
færslueyri og halda tekjuskattinum.
Hvers vegna? Vegna þess að við vitum
ofurvel að framlag okkar til opinberra
þarfa, svonefndrar samneyslu, er sjálf-
sagður þáttur í nútímaþjóðfélagi. Við
vitum að óbeinu skattarnir koma
þyngra niður á lágtekjufólki og inn-
heimta þeirra er sífellt tortryggð; að
hvaða leyti er það betri eða hentugri
innheimtuaðgerð?
Hvar var starfandi starfshópur um
skattamál innan Alþýðuflokksins t.d. í
Reykjavík? Er það ekki óþolandi
gamaldags vinnuaðferð að foringjar
segi fyrir um stefnuna, án samráðs við
flokksbundna kjósendur a.m.k.? Ekki
bólar á tillögu um að afnema útsvör,
sem eru auðvitað tekjuskattur. Þykir
ekki ósanngjarnt eða hvað að fólk
greiði til síns sveitarfélags? Er rikið
eitthvað réttlægra i þessu tilliti eða
hefur það sérstöðu? Sést hefur og
heyrst tillaga um brúttóskatt af tekj-
um til ríkisins. Er það ekki girnileg leið
fyrir þá sem telja að menn eigi ekki að
greiða eftir efnum og ástæðum? T n
Kjallarinn
Guðjón B.
Baldvinsson
beita má þeirri álagningaraðferð
einnig á þann veg.
Það fylgir ekki tillögum um afnám
tekjuskatts að draga eigi úr innheimtu
rikisins, enda mun það óraunhæft,
miðað við kröfur fólksins og allt það
fjármálamöndl sem löggjafinn fæst við
vegna óhagkvæmrar afkomu atvinnu-
veganna. Hvað mælir með því að
orðið tekjuskattur hverfi úr fjárlaga-
frumvarpinu, en i staðinn komi orðið
virðisaukaskattur eða verðbólgutillag
til ríkisins eða eitthvað álíka?
Er það siðferðilega rangt að gjald-
andi viti af því að hann leggur af
mörkum til samneyslunnár? Ég hygg
að svo sé alls ekki, en hitt veit ég að
það er hægara að villa um í pólitiskum
umræðum um tekjuöflun ef óbeinn
skattur kemur í stað hins bcina —
tekjuskattsins.
í fljótu bragði virðist afnáms-
tillaga um tekjuskatt bara vera
froðusnakk, hreint tilberasmjör, auð-
vitað borið á borð i blekkingaskyni,
því að það hverfur fljótt vegna þess að
pyngja skattþegna þyngist ekki. Há-
tekjumenn mega greiða tekjuskatt.
Láglaunafólki á að sleppa með því að
hafa eðlilegar frádráttarupphæðir
miðað við framfærslu.
Hiklaust er rétt að um leið og vara
er keypt, sýni kassakvittun hvaða upp-
hæð 1 formi sölugjalds eða annarra
sllkra gjalda er ríkisfé. Þannig verður
þegninn vitandi um framlag sitt og
hefur þá tækifæri til að beita sér vak-
andi í sinum flokki fyrir þvi hvernig
þessu fé er varið. Það sem skiptir öllu
máli er til hvers féð er notað, og um
það á ekki að vera neinn feluleikur,
miklu fremur upplýsingastreymi.
Hvemig væri að ræða stóru málin í
starfshópum innan flokkanna?
Guðjón B. Baldvinsson
deildarstjóri.
Stjómarandstaða með tilbrigðum
En hér á landi, gagnstætt öðrum
vestrænum löndum, hafa kommún-
istar náð að koma þvi inn hjá fólki, að
„skipulagning” sé bezta ráðið til þess
að ná framförum í efnahagslegu tilliti.
Ekkert er jafn fjarstæðukennt. Fram-
farir verða sjaldan fyrir tilstuðlan
skipulagningar, nema í einræðisríkj-
um, þar sem almenn velmegun er
metin til jafns við tölustafinn núll.
Framfarir verða aldrei, nema skilyrði
séu sköpuð fyrir framfarir. „Við
verðum að skapa skilyrði fyrir fram-
farir, fremur en að „skipuleggja” fram-
farir” var sagt af einum merkasta
stjórnmálamanni Bandaríkjanna,
Benjamín Franklin, og hafa þau orð
verið höfð að leiðarljósi þar í landi æ
síðan.
Ef til vill má skilja betur hvers virði
notkun peninganna er, ef athugað er
hver afleiðingin í raun og veru yrði, ef
farið væri eftir þeim boðskap, sem Al-
þýðubandalagsmenn halda fast við, að
„gróðahvötinni” yrði útrýmt að mestu
en aðrar „ósíngjamar” hvatir látnar
koma i hennar stað.
Ef allar viðurkenningar eða laun
væru, í stað þess að vera veitt sem pen-
ingalaun, látnar vera fólgnar í opin-
berri viðurkenningu eða forréttindum,
valdaaðstöðu eða fæði, aðgangi að
menntun, ferðalögum o.s.frv., myndi
þetta hafa þá þýðingu, að sá sem laun-
in fengi, hefði ekki lengur valfrelsi, en
þeir sem launin veittu, myndu ekki
aðeins ákveða upphæð þeirra, heldur
einnig á hvern hátt þeim skyldi varið.
Það er þetta, sem þingmenn Al-
þýðubandalagsins eru nú að keppast
við að framkvæma, meðan þeir hafa
tækifæri til þess að hafa bein áhrif á
efnahags- og atvinnumál með setu i
ríkisstjórn á Islandi, og það er gegn
þessari hættu sem Sjálfstæðisflokkur-
inn í stjórnarandstöðu á Alþingi,
ásamt hverjum þeim úr öðrum flokk-
um, sem ekki vilja koma á einræðis-
skipulagi hér á landi, verður að berjast
með öllum tiltækum ráðum. Sú bar-
átta verður stöðugt að vera háð, þar
má neðanjarðarstarfsemi innan þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins og ómerki-
legt karp um völd og nefndarsetu ekki
sitja í fyrirrúmi.
Hvernig standa
stigin?
Eftir úrslit siðustu þingkosninga
kom það berlega í ljós, að fólkið vildi
breyta til. Eðli mannfólksins er nú
einu sinni þannig, að það vill breyt-
ingar, oft og einatt breytinganna
vegna eingöngu. Þetta skeður um all-
an heim. Stjórnmálaflokkar skiptast á
að fara með völd og það er einn þáttur
lýðræðisskipulagsins.
Hins vegar hafa íslendingar verið
fremur fastheldnir og íhaldssemi er
þeim í blóð borin, það sannar sagan
gegnum árin. Það verður því að teljast
afar óliklegt, að þótt landsmenn hafi 1
síðustu kosningum riðlað fylgi stjórn-
málaflokkanna íslenzku meir en áður
hefur þekkzt, hafi þeir ekki söðlað um,
til þess að gera kommúnistum kleift að
koma á því þjóðskipulagi, sem þeir
stefna að hér sem annars staðar.
Aðalbaráttan i íslenzkum stjórn-
málum í dag er því um það hvort Al-
þýðubandalagsmönnum tekst, með
setu sinni í ríkisstjórn, að koma svo ár
sinni fyrir borð að áhrifa þeirra gæti,
löngu eftir að valdatíma þeirra lýkur,
eða jafnvel um það hvort þeim takist
að festa sig svo í sessi eftir að hafa
iamað allt einstaklingsframtak og fært
það undir ríkisforsjá, að lýðræðisöfl-
unum reynist ókleift að þoka þar
nokkru til.
Og það mun verða hart barizt af
hálfu Alþýðubandalagsins til þess að
ná fram stefnumörkun sinni. Þeir
munu ryðjast inn á. fjölmiðlana, því
þeirra eigið málgagn nægir þeim ekki í
svo viðamikilli fyrirætlan. Flokks-
blöðin ásamt síðdegisblöðunum og
ríkisfjölmiðlunum munu verða undir-
lögð með áróðri þeirra, og höfum við
þegar séð forsmekkinn af þvi.
Og merkilegt; hinir lýðræðislegu fjöl-
miðlar eru mjög opnir fyrir þeim
áróðri, sem kommúnistar rétta þeim.
Þannig er dagblaðið Vísir farið að
birta viðtöl og greinar eftir róttæka
vinstri menn og Morgunblaðið heldur
áfram uppteknum hætti með birtingu
greina og viðtala um menn og stofn-
anir, sem dreifa kommúnískum áróðri
til landsmanna.
„Norræna húsið að sprengja utan
af sér starfsemina eftir 10 ár”, segir í
fyrirsögn Morgunblaðsins með viðtali
við forstöðumann þessarar stofnunar
sem er ein helzta áróðursmiðstöð
kommúnista á Norðurlöndum. 1 sama
blaði og sama dag (19. okt. sl.) ritar
einn helzti andstæðingur lýðræðis í
landinu, Ólafur Ragnar Grímsson,
pistil um nefndakosningu Sjálfstæðis-
flokksins á Alþingi.
Og þannig standa stigin, að komm-
únistar hafa greinilegt forskot í áróðri
sínum fyrir sósialísku þjóðskipulagi i
landinu, meðan stjórnarandstaðan á
vart aðgang að málgagni fyrir sjónar-
mið sín.
Krafa
flokksmanna
Af áhuga flokksmanna Sjálfstæðis-
flokksins á störfum hans verður það
engan veginn greint að fara eigi hægt i
sakirnar, þegar heimskommúnisminn
er annars vegar og hefur tekið sæti i
ríkisstjórn landsins.
Og þótt það sé rétt metið að kanna
vandlega, hverjir það eru úr röðum
lýðræðisflokkanna tveggja i ríkis-
stjórn, sem munu leggja stjórnarand-
stöðunni lið, þegar I odda skerst, þá
verður virk stjórnarandstaða að vera
fyrir hendi af hálfu Sjálfstæðisflokks-
ins i þingbyrjun. En á skortir nú, að
svo sé.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
hver svo sem hann er á hverjum tíma,
verður að hafa slfkan styrk til að bera,
að hann geti kveðið niður hvers konar
tilraunir til undanlátssemi, að ekki sé
nú talað um upphlaup og skripalæti,
sem stofnað er til með það fyrir augum
að veikja flokksstarfið og gera and-
stæðingunum auðveldan eftirleikinn.
Krafa flokksmanna getur verið með
margvíslegum hætti og um ólík efni,
t.d. það að flokkurinn stofni sitt eigið
málgagn, sem og aðrir stjórnmála-
flokkar hafa. Sú krafa er ekki út í blá-
inn eins og á stendur og ætti ekki að
sæta neinum ágreiningi innan Sjálf-
stæðisflokksins. Ef einstaklingar innan
flokksins vilja leggja því máli lið með
fjármögnun og starfi ættu forystu-
menn flokksins að styðja slíka hug-
mynd.
En fyrst og fremst hlýtur krafa
flokksmanna Sjálfstæðisflokksins að
vera sú að þeir menn, sem kjósendur
flokksins sýndu það tr,aust að fela
þeim trúnaðarstörf, m.a. með setu á
Alþingi, taki starf sitt alvarlega fyrir
umbjóðendur sína, en láti ekki bitlinga
og nefndarstörf ráða afstöðu sinni til
þess eina starfs, sem þeim er ætlað, að
standa með sínum flokki, að vera full-
trúar flokksfólksins. Ef slíkt bregst,
verður flokksfólkið sjálft að taka til
sinna ráða og víkja viðkomandi mönn-
um úr trúnaðarstöðum, sem þeir voru
kjörnir til. Stjórnarandstaða krefst
ábyrgðar, ekki síður en stjórnarseta og
Sjálfstæðisflokkurinn á gnótt ágætra
manna og kvenna, sem geta fyllt
skarðið, ef einhverjir bregðast skyldu
sinni.
Geir R. Andersen.