Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978.
—og eitt saf naðarheimili neðan jarðar
Hún er reisuleg & að
Stefnt er að þvi að syngja messu i sjálfu kirkjuskininu á 1000 ára afmæli kristniboðs á
tslandi árið 1981.
hægt og eru orðnir þreyttir á okkur sem
stöndum í þessu en við megum ekki
þreytast,” sagði Hermann Þorsteinsson
að lokum.
Langholtssókn:
„Bezti kirkjukór
landsins"
Garðar Þórhallsson, gjaldkeri i Lang-
holtssókn sagði: „Við byrjuðum á að
byggja hér safnaðarheimili og það hefur
fullnægt okkar þörfum og þjónað okkur
vel. Kirkjubyggingin hefur verið að smá-
koma siðan. Safnaðarheimilið hefur
verið notað af alls konar félögum, t.d.
hafa AA-menn verið með tvær fastar
samkomur hér í viku, einnig A1 Anon
sem eru aðstandendur AA-manna.
Einnig hafa hér ýmis kristileg félög
aðgang til fundahalda auk átthaga-
félaga. Þá hefur hér verið starfandi
bræðrafélag kirkjunnar og mjög öflugt
kvenfélag, sem hefur unnið mikið og
gott starf fyrir kirkjuna og verið með
ýmsa þjónustu við eldra fólkið og fleira
sem lýtur að líknarmálum. Þá er hér
starfandi voldugur kirkjukór, sem við
teljum bezta kirkjukór landsins, með
stjórnandann Jón Stefánsson í broddi
fylkingar. Þá má náttúrlega ekki gleyma
starfi prestanna, sem er meira en það eitt
að messa einu sinni i viku.
Kvenfélagið
safnaði
10 milljónum
Framkvæmdirnar við kirkjubygging-
una eru aðallega fjármagnaðar með
framlögum ýmissa aðila innan safnaðar-
ins og félaga sem hafa staðið að fjáröfl-
un. Þar hefur kvenfélagið verið drýgst.
En það er búið að leggja um 10 milljónir
til kirkjubyggingarinnar á siðustu árum.
Bræðrafélagið hefur einnig staðið sig vel
þó ekki sé þaö nema um hálfdrættingur
á við kvenfélagið. Staðan í byggingunni
er nú sú að þakið er komið langleiðina á.
Annar gaflinn er enn ekki kominn upp
en þar strandaði á fjárskorti. Við erum
nú að fara i gang með heljarmikla fjár-
öflun og við höfum áður fengið mjög
góðar undirtektir hjá almenningi. Frá
kirkjubyggingasjóði Reykjavíkur
fengum við á síðsta ári 7 l/2 milljón sem
er mesta fjármagn sem við höfum fengið
þaðan. Frá ríkinu er hins vegar ekkert
fjármagn. Hugmyndin hjá okkur var að
reyna að ljúka við þessa framkvæmd í
haust en það tókst ekki og við erum nú
skuldum hlaðnir en engu að síður von-
umst við til að kirkjan verði fokheld á
næsta ári.”
Safnaðarheimilið
neðanjarðar
DB hafði einnig samband við sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson, sóknarprest í
Laugarnesprestakalli. Hann sagði:
„Fyrsta skóflustungan að safnaðarheim-
ili hér var tekin 14. okt. sl. Safnaðar-
heimili þetta á að byggjast fyrir framan
og til hliðar við kirkjuna, mest neðan-
jarðar og er því ákaflega nýstárleg bygg-
ing og hefur enda hlotið verðskuldaða
athygli arkitekta. Þaö voru arkitektarnir
Þorvaldur Kristmundsson og Magnús
Guðmundsson sem teiknuðu safnaðar-
heimilið. Það verður 508 fermetrar að
stærð allt i allt. Fyrri áfanginn á að
rúma 200 manns við borð. Einnig
verður þar eldhús, snyrting og skrifstofa
sóknarprests. I seinni áfanga verður lítil
álma þar sem verða skrifstofur og stofa
sem er ætluð fyrir fótsnyrtingu o.þ.h.
Þetta kemur til með að skapa mikla
möguleika fyrir starf hér í söfnuðinum
og ekki sízt sem þjónusta við eldra
fólkið, en alls eru um 850 ellilífeyris-
þegar í Lau'garnessókn. Þessi fram-
kvæmd er fyrst og fremst fjármögnuð
með frjálsum framlögum en einnig fáum
við eitthvað úr kirkjubyggingasjóði
Reykjavikur og víð væntum lika að-
stoðar frá Félagsheimilasjóði.”
Sr. Jón sagði að hann þyrði litlu að
spá um kostnaðinn en sagði: „Við
höfum veriö að leika okkur með töluna
60 millj. fyrir fyrri áfangann. Við erum
ákaflega bjartsýn og vonum að hægt
verði að gera fokhelt á næsta ári. Þaðer
knýjandi þörf að fá meira húsnæði svo
að safnaðarstarfið geti orðið eins og bezt
verður á kosið,” sagði sr. Jón aö lokum.
- GAJ
Hallgrímskirkja:
Sungin messa í
kirkjuskipinu
árið 1981
„Við stefnum að þvj aðhæet verði að
syngja messu i sjálfu kirkjuskipir.u á
1000 ára afmæli kristniboðs á tslandi
árið 1981,” sagði Hermann Þorsteins-
son, formaður sóknarnefndar Hallgríms-
kirkju, er DB spurði hann hvenær búast
mætti við því að kirkjubyggingunni yrði
lokið.
Það hefur ekki farið framhjá neinum
að mikið er nú um að vera í bygginga-
málum kirkna I Reykjavík. Sl. sunnudag
var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri
kirkju, Breiðholtskirkju. Kirkjan mun
rísa í Mjóddinni í Breiðholtshverfi og
verður hún kirkja ibúa i neöra Breiðholti
og Seljahverfi. Auk hennar eru þrjár
kirkjur i smiðum í Reykjavík, þ.e. Hall-
grímskirkja, Langholtskirkja og Ás-
kirkja. DB hafði samband við nokkra
aðila er standa framarlega í þessum
framkvæmdum og spurði hvernig
miðaði.
„Staðan í byggingamálum Hallgríms-
kirkju er sú,” sagði Hermann, „að steypt
er annan hvern dag. Verið er að steypa
súlurnar inni í kirkjuskipinu undir þak-
hvelfingunni. Þetta eru fyrstu skrefin I
áætlun um að gera kirkjuskipið fokhelt.
Verkið er nú unnið undir stjórn nýs
byggingameistara, Alberts Finnboga-
sonar, en Halldór Guðmundsson, sem
hefur verið byggingameistari við Hall-
grímskirkju frá því að hafizt var handa
við verkið, lézt snemma á þessu ári.
1 nóvember i fyrra var gerð kostnaðar-
áætlun fyrir þennan áfanga og hljóðaði
hún upp á 57 milljónir. Verkið hefur
gengið greitt upp á síðkastið og ég vona
að það takist að fullgera kirkjuskipið
ytra á einu og hálfu til tveimur árum.”
Hermann sagði að Albert bygginga-
meistari væri með hóp af mönnum í
sinni þjónustu og mannaði verkið eftir
þörfum. Auk þess væri rafvirki sem legði
í allar súlurnar fyrir væntanleg hljóm-
flutningstæki. Talað orð í kirkjunni á að
berast meö míkrófónum en hins vegar er
gert ráö fyrir að tónlist hljómi náttúr-
lega. Sagði Hermann að allar fram-
kvæmdir þarna væru miðaðar við að
tryggja sem allra mestan hljómburð í
kirkjunni og hefði Ingólfur Guðbrands-
son gefið kirkjunni margar stórgjafir í
þvi skyni.
Til fleiri hluta en
guðsþjónustu-
haldsins eins
DB spurði Hermann hvort áherzla
væri lögð á það við smíði kirkjunnar aö
hún mætti notast til fleiri hluta en guðs-
þjónustuhaldsins eins.
Hann sagði að svo væri og væri Hall-
grímskirkja raunar I mikilli notkun nú
þegar. Fyrir utan allt starf safnaðarins
þar væru AA-samtökin með reglulega
fundi þar svo og aðstandendur AA-
manna. Þarna væri Hið íslenzka biblíu-
félag með sitt húsnæði, bibliuleshópar
kæmu þarna saman, kórar héldu
æfingar sinar og auk þess væri húsið
notað til ýmissa fundahalda og mætti I
því sambandi nefna að kirkjuþing hefði
haldið fundi sína þarna undanfarinn
hálfan mánuð.
Þá nefndi Hermann, að Sigurbjörn
Einarsson, biskup hefði komið fram með
þá tillögu að samtök yrðu mynduð til að
standa fyrir tónlistarhaldi I kirkjunni og
tryggja að húsið yrði notað mikið og
skipulega til þeirra hluta. „Söngsveitin
Fílharmónía og Polýfónkórinn hafa
flutt mikið af hinni sigildu kirkjutónlist
og þarna gæfist þeim og sinfóníuhljóm-
sveitinni gott tækifæri til að flytja verk
eins og Massias og Sköpunina. Dr. Páll
ísólfsson hefur lýst því á prenti hvernig
hann hafi upplifað þessi klassisku verk
flutt I stórum kirkjuhúsum erlendis og
hann barðist mjög fyrir að Hallgríms-
kirkja yrði að veruleika á tímum sem
hún átti mjög I vök að verjast.”
320 þús.
um eina helgi
Hermann sagði að almenningur
virtist bera hlýjan hug til kirkjunnar og
ekki væri lengur deilt um þessa fram-
kvæmd. Aðspurður um fjárhagshorfur
sagði Hermann, að I hinu nýja fjárlaga-
frumvarpi væri kirkjunni ætlaður 7 1/2
milljón króna eða sama upphæð i krónu-
tölu og á siðasta ári. „Við virðum það,
að I þessum þrengingum við gerð fjár-
lagafrumvarpsins fær þessi tala að
standa óbreytt. „Þá væri 28 milljónum
úthlutað úr kirkjubyggingasjóði Reykja-
vikur og af þeirri upphæð fengi Hall-
grímskirkja 7 1/2 milljón. Þá sagði Her-
mann, að kirkjunni bærust alltaf miklar
gjafir frá ýmsum velunnurum. Þannig
hefði norski presturinn sr. Harald Hope
nýlega afhent kirkjunni gjafabréf að
upphæð 7 millj. króna. Við messu 27.
október hefðu safnazt 100 þús. krónur
og alls hefðu kirkjunni borizt 320 þús.
um þá helgi. Þá nefndi Hermann að
ýmsir aðilar hefðu gefið kirkjunni 5%
afslátt af vörum, timbri o.þ.h.
„Okkar höfuðverkur er að búa við
ótryggan fjárhag og ýmsum finnst miða
Verslið þar sem varan er góð
og verðið hagstætt
Stjörnu ★ litir sf.
Málningarverksmiðja Höfðatúni 4 - Sími 23480
10% afsláttur þessa vioi.
Öll okkar málning á verksmiöjuverði
Kirkja Ásprestakalls I Laugarásnum er vel f sveit sett innan um mörg af glæsilegustu
einbýlishúsum höfuðborgarinnar.
Smiði Langholtskirkju miðar vel og er það ekki hvað sfzt kvenfélagi kirkjunnar að
þakka sem lagt hefur fram mikið fé og ómælda vinnu svo kirkjan mætti risa af grunni.
\
Miklar
framkvæmdir
við
kirkjurnar:
INGUIHÖFUÐBORGINNI
FJORAR KIRKJURIBYGG-