Dagblaðið - 09.11.1978, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978.
Glaðbeittir alþýðuleikarar
Þaö var hress og kátur hópur sem
sat inni í Lindarbæ fyrir helgina og
ræddi framtiðarhorfurnar. Þetta voru
leikarar, ungir og eldri, sem höfðu
ákveðið að starfrækja Alþýðuleikhús-
ið í vetur, hvað sem tautar og raular. í
forsvari var Þórhildur Þorleifsdóttir
og var engan beyg að greina í máli,
hennar, þótt nær engir peningar væru
fyrir hendi. í megindráttum hefur
verið ákveðið að flytja starfsemi Al-
þýðuleikhússins til höfuðborgar-
svæðisins, stækka leikarahópinn og
hefja starfsemi í Lindarbæ og vona að
einhverjir styrkir verði veittir. Laun
leikara verða lítil sem engin og
reyndar veröur hver einstakur með-
limur að leggja fram 50.000 krónur I i
upphafi.
Saumafl afl
peningavaldinu
Er ætlun.leikhússins að leggja allt fé
í eins konar stofnlánasjóð, en siðan
mundu nefndir sameinast um ákveðin
verkefni á árinu og kostnaður við það
verkefni kæmi úr sjóðnum eftir þörf-
um. Verður Alþýðuleikhúsið að láta
af hendi talsvert fé, því leiga Lindar-
bæjar ein er kr. 600.000 á mánuði.
Sagði Þórhildur að leikhúsmenn heföu
talað við alla borgarfulltrúa um fjár-
skort sinn og væru nú að sauma að
fjárveitinganefnd. Sagði hún enn-
fremur að Reykjavíkurborg væri eina
höfuðborgin á Norðurlöndum sem
ætti sér ekki húsnæði þar sem frjálsir
leikhópar gætu komið saman til
æfinga og sýninga. Kvörtuðu við-
staddir einnig sáran yfir því aö í nýlega
samþykktum leiklistarlögum hefði
ekki verið minnst á frjálsa leikhópa af
þessu tagi.
Eitthvað fyrir alla
En Alþýðuleikhúsið er þegar búið
að koma sér saman um nokkur verk-
efni sem sérstakir hópar munu vinna
að algjörlega. Fyrst skal nefna tvö ís-'
lenzk barnaleikrit og eitt erlent — en
Þórhildur kvað það bagalegt hve litið
hefði verið gert fyrir börn í leikhúsun-
um. Hafa þau leikrit ekki hlotið nafn
ennþá. Síðan er á dagskrá nýtt leikrit
eftir Dario Fo sem kemur til með að1
heita Við borgum ekki, en því mun
Stefán Baldursson leikstýra og Messí-
ana Tómasdóttir hanna leikbúninga
fyrir verkið. Frumsýning þess verður
einhvern timann seint I mánuðinum.
Síðan hefur verið ákveðið að setja
saman islenskan kabarett til að
skemmta fólki í skammdeginu — eitt
eða tvö kvöld í viku. Er ætlunin að
hafa efni hans með samtímalegu sniði
og stinga á kýlum eftir þörfum. Vildu
leikarar láta geta þess að Hugmynda-
banki hefði nú verið settur á stofn i
sambandi við kabarettinn og væri
hann öllum opinn.
Ekki
samkeppni
Síðan mun Alþýðuleikhúsið frum-
sýna nýtt islenskt leikrit í vetur, en
viðstaddir vörðust allra frétta um eðli
þess eða höfund. Einnig kom þaö fram
að nokkrir meðlimir Alþýðuleikhúss-
ins flyttu nú barnaleikritið Vatnsber-
ina, sem samið hefur verið í samráði
við skólarannsóknardeild, i skólum
víöa á höfuðborgarsvæðinu. Að-
spurðir sögðu þeir Alþýðuleikhús-
menn að þeir ætluðu sér ekki að keppa
við önnur leikhús í bænum, heldur
væntu þeir samstarfs við þau. M.a.
hefði þegar verið ákveðið að nokkrir
leikarar við hin leikhúsin tækju þátt i
starfsemi Alþýðuleikhússins og þá á
sömu kjörum og leikarar þess hóps en
„Alþýðuleikhúsið — I fuUu fjörí.”
þeir siðarnefndu munu nú vera um 50
talsins.
Ekki
þurfalingar
Lagði Alþýðuleikhúsfólkið að lok-
um áherslu á það að það væri að veita
borgarbúum og öðrum ákveðna þjón-
ustu með starfsemi sinni og því bæri
ekki að lita á leikhúsið sem samsafn
þurfalinga i þjóðfélaginu. Skortur á
starfsemi af þessu tagi getur til lengdar
bitnað á eðlilegri endurnýjun og fjöl-
breytni í leiklistarlífi íslendinga, segir
loks í upplýsingum
Alþýðuleikhússins.
sunnandeildar
-A.I.
Brfreiðastillingin,
Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími76400.
Allar bifreiðastillingar og við-
gerðir á sama stað.
Brfreiðastillingin,
Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími76400.
Bifreiðastillingin
Smiðjuvegi 38, Kópavogi. Sími76400.
Eru Ijósin í lagi?
Ljósastilling samstundis.
BifreiðastiHingin,
Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími 76400.
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, til dæmis:
Toyota Crown Fíat 128
Volvo Amazon Chevrolet Bel Air
Rambler American Saab 96.
Fíat 125
Einnig hófum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Simi 11397
AÐALSTEINn
INGÓLFSSON
KLOIN VIÐ SJOINN
Um Vikursamfélagifl oftir Guðlaug Arason,
útg. Bökás, 264 bls.
Það er óvenjulegt að rithöfundur
skuli yfirleitt vera mikill fréttamatur,
en siðustu vikur hefur Guðlaugur
Arason verið rækilega umtalaður,
jafnt i fjölmiðlum sem á mannamót-
um, fyrir bók sina Eldhúsmellur sem
Mál og menning kaus að verðlauna
fyrir nokkru. Hafa menn eðlilega ekki
verið á eitt sáttir um heiti þeirrar
bókar svo og inntak — en bókin selst
ágætlega fyrir vikið. Um það verk
hefur þegar verið rætt á þessum vett-
vangi, en Guðlaugur á aðra bók á
markaðinum, Víkursamfélagið, sem
gefin er út af Bókás á tsafirði. Var hún
verðlaunuð þar og lesin upp í útvarpi í
fyrra, en er nú komin á prent. Er þetta
óvenjulegt ferðalag á bók hérlendis.
Betra
skáldverk
Ekki tókst mér að hlusta á nema
stöku kafla hennar í útvarpi á sínum
tíma, en fagna útkomu hennar því það
kemur i ljós að bókin er samansett af
öryggi og talsverðri kunnáttu og finnst
mér Víkursamfélagið satt að segja
betra skáldverk en Eldhúsmellurnar
margumtöluðu, en sjálfsagt ekki eins
handhægt vopn í „baráttunni”. Fyrir
það fyrsta fjallar Guðlaugur um um-
h'verfi og aðstæður sem hann virðist
gjörþekkja, þ.e. íslenska sjávarþorpið
„Rúnavík”, — en sjálfur er höfundur
frá Dalvik, og í þessu umhverfi hrær-
ast persónur sem eiga allt sitt undir
sjónum — og kaupfélaginu. Kaup-
félagið KLÓ (Kaupf. Langafjarðar,
Óseyri) verður tins konar ímynd alls
utanaðkomandi auðvalds sem grefur
um sig smátt og smátt uns allt er i
KLÓm þess, atvinnulif og afkoma.
Hliðstæður
Fjallar bókin um baráttu alþýöunn-
ar, trillukarla, við þetta yfirvald, er
þeim finnst það ganga of langt i óbil-
girni og ráðsmennsku meö lifibrauð
þeirra. Ætlast höfundur efiaust til þess
að lesendur finni í bókinni hliðstæður
atburða í islensku þjóðlífi undanfarin
ár, t.d. í undirskriftasöfnuninni
KLÓarmanna. En trillukarlamir
þarfnast leiðtoga í baráttu sinni og þá
er það sem aðalsöguhetjan kemur inn í
spilið. Það er Fjalar Guðmundsson frá
Nesi, sem ungur hafði varað viö
ásælni KLÓar, en orð hans höfðu
verið virt að vettugi. Þvi hafði hann
ráðist i siglingar með erlendum
skipum og kemur heim mikið sjóaður,
til að setjast i helgan stein að því er
virðist, en stenst ekki mátið er einn
trillukarlinn verður að þola órétt frá
hendi KLÓar og tekur að sér, óvilj-
ugur, forystu trillukarla. Er farin
landsfræg kröfuganga að KLÓarskrif-
stofum og þorpið verður ekki samt á
eftir.
Innri togstreita
Er lýst þeirri innri togstreitu sem
sumir þorpsbúar líða, er þeir ihuga
hvort þeir eigi að taka afstöðu gegn
KLÓ sem þeir eiga þó svo mikið undir
og hvað Fjalar sjálfan snertir, er sú
innri ólga einnig persónulegs eðlis, þar
eð kona háttsetts kaupféiagsstarfs-
manns er æskuástin hans. Skáldsagan
nær siðan hámarki við hreppsnefndar-
kosningar er KLÓarmenn og fulltrúar
•trillukarla keppa um sætin og verður
ekki upplýst hér hvernig sú viðureign
fer — né heldur ástamál Fjalars. •
Eins og áður er sagt, gjörþekkir
Guðlaugur sjávarþorpið og trillukarla-
útgerð og það er í lýsingu þeirra sem
bókin ris hæst. Sumir kaflamir bók-
stafiega lykta af pækli, gömlum
gúmmistígvélum og ullarfatnaði og
einnig finnst manni sem hægt væri að
, þræða götur þorpsins i huganum eftir
lýsingum höfundar.
Og eins og í Eldhúsmellum eru það
ekki aðalpersónurnar sem skína skær-
ast, heldur minni háttar karakterar1
eins og Auður, móðir Fjalars, Gísli
pækill, Ásgeir gamli og svo hinn for-
kostulegi frystihússtjóri, Maríus
Draumland, en sá er með skemmti-
legri persónum i skáldsögum hér á
landi hin siöari ár.
Eljumaður
á ritvelli
Fjalar og Lilja’eru hins vegar varla
nema svipir og öll þeirra viðskipti fara
fram án þess aö lesandinn fái nokkurn
tímann að kynnast þeim aðgagni. Enn
sem komið er virðist Guðlaugi láta
betur að lýsa mannlífinu út frá kimi-
legu sjónarhorni en leggja persónum
sínum grafalvarlegar orðræður í
munn. T.d. eru lýsingar hans á tvenns
konar samkundum, kveðjuveislu Láka
annars vegar og saumaklúbbnum i
Eldhúsmellum hins vegar, mun áhrifa-
meiri en sumar hópsenurnar í Víkur-
samfélaginu þar sem alvörumál eru á
dagskrá. En Guðlaugur Arason er
eljumaður á ritvelli og á efiaust eftir
að vikka og dýpka sögusvið sitt.