Dagblaðið - 09.11.1978, Page 16

Dagblaðið - 09.11.1978, Page 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978. Falsanir, bókhalds- og söluskattsvik hjá Kaupfélagi Önfírðinga — kaupfélagsstjórinn settur af, hrikaleg bókhaldsóreiða og vörurýmun með ólíkindum Umfangsmikil söluskattsvik, vísvit- andi bókhaldsfalsanir, rangfærslur, mikil bókhaldsóreiða, gifurleg vörurýrn- un og verulegur óútskýrður sjóðsmis- munur er meðal þess sem bókhaldsrann- sókn hjá Kaupfélagi önfirðinga á Flat- eyri hefur leitt í ljós. ítarleg rannsókn fer nú fram hjá rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra. Um mánaðamótin maí-júni var Gylfa Traustasyni vikið úr starfi kaupfélags- stjóra á Flateyri við Önundarfjörð. Þá höfðu endurskoðendur félagsins tekið eftir því að dularfullir hlutir voru á ferðinni. Einnig var orðið altalað í þorp- inu að úr næturlöngum drykkjuveizlum í kaupfélaginu bæru einhverjir heim til sín fulla sekki af „ókeypis” vörum. Við erum ekki aðeins stórir í metsölubókum Á ahcLii heldureinnig d CII5IVU tímaritumá • Ritfímg ensku, dönsku Papptrsvörur Ogþýzku Filmur 9Málverk QKassettur %Leikfíjng OPIÐ LAUGAR- DAGAKL. 10-12 HÚSIÐ LAUGAVEGI178 - SÍMI86780 (NÆSTA HÚS VIÐ SJÓNVARPIÐ) fyrir kokkteilpartfíð eða bamaafmælið ) Gjafapappír, böndogslaufur Spilogtöfl BðiMk Sambandið sendir endurskoðanda Þegar farið var að kanna málið komu ljótir — og stundum hinir ótrúlegustu — hlutir I Ijós. í lok apríl sl. óskaði stjórn Kaupfélags önfirðinga eftir því að SÍS útvegaði endurskoðanda til að fara yfir bók- haldið. Geir Geirsson, löggiltur endur- skoðandi, kunnugur rekstri kaupfélaga víða um land, fór vestur í lok april og hefur farið fjórum sinnum síðan, að því hann sagði í samtali við fréttamann blaðsins. Hann kvaðst að öðru leyti enga heimild hafa til að tjá sig um málið og vísaði á formann kaupfélagsstjórnarinn- ar. • Fyrir liðlega hálfum mánuði skilaði Geir skýrslu sinni um málið til stjórnar Flateyri: Fyrst sveitarfélagið, þá kaupfélagið, sem er vinstra megin á myndinni. DB-mynd Ingólfur. kaupfélagsins. Þá var haldinn aðal- fundur félagsins og þar flutti Geir, að beiðni stjórnarinnar, útdrátt úr skýrsl- unni. „Anzans ári mikil tala" „Það var anzans ári mikil tala,” sagði Guðvarður Kjartansson, oddviti, sem var fundarritari á aðalfundinum. „Þar kom fram að það höfðu átt sér stað allal- varleg söluskattsvik upp á 17—18 milljónir. Við það mætti bæta tíu millj- ónum í vexti og viðurlög. Með þessu var falin rýrnun á vörum. Þá kom fram að kaupfélagsstjórinn fyrrverandi hafði lagt fram lognar upplýsingar um raunveru- lega afkomu félagsins. Engu að siður er fjárhagsstaða félagsins sterk, að því er virðist. Það verður nú gerð vörutalning og málið rannsakað niður í kjölinn áður en félagsstjórnin tekur endanlega af- stöðu til þess.” Bókhaldsbrot, falsanir, söluskattsvik Það var ekkert ofmælt hjá Guðvarði Kjartanssyni að endurskoðandi Sam- bandsins hefði flutt „anzans ári mikla tölu”á fundinum. í máli hans kom fram, skv. þeim upp- lýsingum sem blaðið hefur aflað sér og telur fullkomlega öruggar, að niður- stöðutölur reikninga kaupfélagsins væru falsaðar og að tilraunir hefðu verið gerðar til að leyna þeim fölsunum fyrir stjórn félagsins og endurskoðendum. Hann sagði að i mjög ófullkomnu bók- haldi væru óskráðar inn- og útborgamir til félagsins, og bendi allt til þess, að kaupfélagsstjórinn fyrrverandi þurfi að gera grein fyrir verulegum sjóðsmismun. Hann talaði um gróf bókhaldsbrot og falsanir með tilheyrandi söluskattsvik- um, sem i lok maí námu samtals um sautján milljónum. Óhætt mun vera að hækka þá upphæð um að minnsta kosti tíu milljónir til að fá hugmynd um vexti og viðurlög. (Samkvæmt upplýsingum skattrann- sóknarstjóra, Garðars Valdimarssonar, geta vextir af vangoldnum söluskatti orðiðyfir 50%á ári.Einnig væri hægt að beita sektum, allt að tvöföldum á upp- hæðinni, og loks væru í refsilögum heimild fyrir því að dæma menn í allt að 6 ára fangelsi fyrir brot á þessum lög- um.) Gífurleg rýrnun falin með sölu- skattsvikunum Við bókhaldsrannsókn málsins hefur komið í ljós, að rýrnun á vörubirgðum kaupfélagsins hefur verið gífurleg. Á sautján mánaða tímabili nam rýrnunin andvirði nær fimmtán milljóna króna. Það mun vera nær lagi, að „eðlileg” rýrnun í verzlunum af þessu tagi sé um eitt prósent. Þá tölu gaf kaupfélagsstjór- inn fyrrverandi upp í uppgjöri sínu fyrir árið 1976 en rannsóknin leiddi í Ijós að sú tala var fölsk. Rýrnunin i fyrra reyndist vera 2.7% og fyrstu fimm mán- uði þessa árs 11.4%. Þessi rýrnun, eins og fram kom i þvi er haft var eftir Guðvarði Kjartanssyni hér að framan, var falin af veikum- mætti með söluskattsvikunum. Kaup- félagsstjórinn hefur sjálfur sagt frá því að undandrátturinn hafi farið fram á þann hátt, að peningamir sem komu í kassann hafi ekki alltaf veriö færðir i bækur sem sala. Upphæðir færðar milli reikninga Þá kom fram við athugunina að með því að færa verulegar upphæðir (nær niu milljónum um áramót 76—77) á milli sjóðsreiknings og vörukaupareiknings, lækkaði veltan og upphæðin dregin undan við söluskattskil. Þetta sama endurtók sig í fyrra með ýmiss konar bókhaldslegu möndli, sem ekki reyndist erfitt að sjá í gegnum. Grófustu bók- haldsbrotin reyndust vera í vörureikn- ingum félagsins og má nefna sem dæmi að verzlunarstjóri gerði aldrei skriflegar skilagreinar fyrir sölu dagsins, né heldur var kvittað fyrir móttöku þess fjár á skrifstofu. Óreiðan lýsir sér m.a. I þvi að í fyrra var rangfærð og vanfærð sala um sautján milljónir. Í fyrra voru lika um tuttugu milljónir færðar á milli vöru- kaupareiknings og sjóðsreiknings til að laga sjóðinn og lækka söluskattskyld- una.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.