Dagblaðið - 09.11.1978, Page 22
22
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978.
Framhaldafbls. 21
Varahlutir.
Til sölu notaðir varahlutir í Peugeot 404
árg. ’67, Transit, Vauxhall Viva og
Victor ’70, Fiat 125, 128, Moskvitch
árg. ’71, Hillman Hunter árg. ’70, Land
Rover, Chevrolet árg. ’65, Benz árg. ’64,
Toyota Crown árg. ’67, VW, Cortina
árg. ’68 og fleiri bíla. Kaupum bila til
niðurrifs. Uppl. að Rauðahvammi við
Rauðavatn, sími 81442.
Mánaðargreiðslur — skuldabréf —
skipti.
Til sölu Land Rover bensín árg. ’70.
Fallegur og góður bíll. Uppl. í sima
74554.
Efþúþarftaö selja bil
eða ef þú þarft að kaupa bíl þá er
langöruggasta leiðin sú sem liggur til
okkar. Hjá okkur er alltaf eitthvað um
að vera.Viðseljum allt, dýra bíla, ódýra
bíla. Bílasalan Spyman, Vitatorgi, simi
29330 og 29331.
Varahlutir 1 Morris Marina
’74 og Fairlane 500 ’64 ásamt
varahlutum í eldri gerðir amerískra bíla.
Uppl. í sima 86630.
Hljóðkútar fyrir V W,
og Fiat, flestar gerðir. Bremsuklossar í
flestar gerðir Evrópu og japanska bíla,
hagstaett verð. Fíat varahlutir í miklu
úrvali, kúplingar, stýrisliðir, boddíhlutir,
stuðarar, Ijósabúnaður, hand-
bremsubarkar og fleira. Gabriel
höggdeyfarar í flestar gerðir bíla, t.d.
Bronco, Blazer, Cortinu og VW. G.S.
varahlutir, Ármúla 24, sími 36510.
Gaz 69, Rússajeppi
árg. ’65 með BMC dísilvél til sölu. Selst
ódýrt. Uppl. í síma 52858.
Skoda Pardus ’72
er til sölu, þarfnast viðgerðar á boddíi.
Uppl. í síma 38200 eftir kl. 5.30.
Farið nú varlega.
Bara rólegur.-Viðerum
jú Indíánar, ekki satt?
Þakka þér fyrir "
að vilja fórna þér
í þágu
málstaðarins.- k
' Æ, ég missi
bara af einum
Prúðuleikara-
þætti.
Japanskur — 4—5 manna bíll óskast,
ekki eldri en árg. ’73, má þarfnast lag-
færingar. Uppl. í sima 83744 á daginn.
VWárg. ’65 til sölu,
góð vél, verð kr. 50—60 þús. Uppl. hjá
auglþj. DB í síma 27022.
H—518
Til sölu Fiat 127 árg. ’74.
Bifreiðin er mjög vel með farin. Er á
vetrardekkjum og sumardekk fylgjá.
Skoðaður ’78. Verð 800 þús. Sími 73007.
Leigumiðlunin Hafnarstræti 16.
Leigutakar, ef þið eruð i húsnæðisvand-
ræðum, þá borgar sig að láta skrá sig
strax. Húseigendur ath.: Það er mjög
hagkvæmt að skrá íbúðina, eða hvert
það húsnæði sem þið hafið til umráða
strax, þó svo það sé ekki laust fyrr en
eftir langan tima. Það er betra að hafa
timann fyrir sér, hvort sem þú þarft að
leigja út eða taka á leigu. Gerum
samninga ef óskað er. Opið alla daga
nema laugardaga og sunnudaga frá kl.
1—6. Leigumiðlynin Hafnarstræti 16,
sími 10933.
Til sölu Fiat 850 sport árg. ’71,
skoðaður 1.11. ’78. Uppl. í síma 51980
eftir kl. 18.
Saab 99 árg. 1974.
Til sölu er Saab 99 árg. 1974. Verð 2
milljónir. Uppl. í síma 13627 eftir kl. 20 í
dagognæstu daga.
Óska eftir VW árg. ’72—’75.
Mætti þarfnast viðgerðar á vagni og vél.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022.
H—382
Húsnæði í boði
Skrifstofuherbergi
til leigu á bezta stað við Ármúla. Uppl.
hjá auglþj. DB i síma 27022.
H—649
4ra herbergja ibúð
í Árbæjarhverfi til leigu frá 1. des. til 1.
ágúst ’79. Fyrirframgreiðsla. Tilboð
sendist til DB fyrir 16. nóv. merkt
„7879”.
Skrifstofuherbergi
til leigu á 2. hæð við Grensásveg, ca 30
ferm. Uppl. í síma 30600.
Húsaskjól, Húsaskjól.
Leigumiðlunin Húsaskjól kappkostar að
veita jafnt leigusölum sem leigutökum
örugga og góða þjónustu, meðal annars
með því að ganga frá leigusamningum
yður að kostnaðarlausu og útvega
meðmæli sé þess óskað. Ef yður vantar
húsnæði eða ef þér ætlið að leigja
húsnæði, væri hægasta leiðin að hafa
samband við okkur. Við erum ávallt
reiðubúin til þjónustu. Kjörorðið er.
örugg leiga og aukin þægindi. Leigu-
miðlunin Húsaskjól, Vesturgötu 3, simi
12850 og 18950.
Húseigendur—Leigjendur.
Sýnið fyrirhyggju og gangið tryggilega
frá leigusamningum strax í öndverðu.
Með því má komast hjá margvíslegum
misskilningi og leiöindum á siðara stigi.
Eyðublöð fyrir húsaleigusamninga fást
hjá Húseigendafélagi Reykjavíkur.
Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti
11A er opin alla virka daga kl. 5—6 sími
15659. Þar fást einnig lög og reglugerðir
um fjölbýlishús.
Leigutakar. Leigusalar.
Ný og bætt þjónusta Leiguþjónustan,
Njálsgötu 86, býður yður nú að greiða
aðeins hálft gjald við skráningu, seinni
hlutann þegar íbúð er úthlutað.
Leigusalar, það kostar yður aðeins eitt
símtal og enga fyrirhöfn að láta okkur
leigja húsnæði, sýnum einnig húsnæðið
ef þess er óskað. Kynnið yður þessa nýju
þjónustu okkar. Opið mánud. til föstud.
frá kl. 10—6. Laugardaga frá kl. 1—4.
Leiguþjónustan Njálsgötu 86, sími
29440.
Leigumiðlun-Ráðgjöf.
Ókeypis ráðgjöf fyrir alla leigjendur.
Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar
Leigjendasamtakanna sem er opin alla
virka daga kl. 1—5 e.h. Tökum íbúðir á
skrá. Árgjald kr. 5000. Leigjendasam-
tökin Bókhlöðustig 7, Rvík, simi 27609.
Húsnæði óskast
Herbergi með eldunaraðstöðu
óskast. Uppl. í síma 30634.
Óska eftir
3ja til 4ra herbergja íbúð I Vogahverfi
eða nágrenm strax. Hálfs árs til I árs
fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 86856.
Ungt par
með lítið bam óskar eftir íbúð til leigu.
Vinna bæði úti. Eru á götunni. Uppl. í
síma 35747.
Einstæða móður
með tvö börn vantar tilfinnanlega 3ja
herb. íbúð í Hafnarfirði. Er á götunni.
Uppl. í sima 53567 eftir kl. 20 á kvöldin.
Óska eftir að standsetja
ibúð upp í hugsanlega húsaleigu. Uppl. I
síma 75989.
Einstaklingsibúð
eða herbergi með aðgangi að baði og eld-
húsi óskast á leigu, helzt i Árbæ eða
Breiðholtshverfi. Uppl. I síma 30178 frá
kl. 13—17.
Par með eitt barn
óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð.
Góð fyrirframgreiðsla. Uppl. I sima
38091.
Óska eftir fiskbúð
með góðu lagerplássi eða vinnuplássi
bakvið eða öðru húsplássi, sem vinna má
fisk til flökunar. Uppl. í síma 21764 eftir
kl. 8 á kvöldin.
Húsráðendur ath.
Eldri maður óskar eftir herbergi með
eldunaraðstöðu eða hálfu fæði. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. i sima
43740 eða 85230.
Leigjendur athugið.
Tvær ungar og reglusamar stúlkur utan
af landi vatnar litla íbúð I byrjun næsta
árs (má vera fyrr). Tilboð sendist DB
merkt „1690”.
Rúmgóður skúr óskast
eða annað pláss með innkeyrsludyrum,
40—60 fm. Þarf að vera upphitað með
góðri lýsingu, vatnslögn og niðurfalli.
Æskileg staðsetning á miðsvæði borgar-
innar. Vinsamlegast hringið i sima
29497 efti rkl. 16.
2ja til 3ja herbergja ibúð
óskast til leigu, reglusemi heitið.
Meðmæli ef óskað er. Uppl. í sima
12040 I vinnutíma og á kvöldin I síma
12490.
Hafnarfjörður.
Reglusamur maður óskar eftir að taka á
leigu stórt herbergi eða litla ibúð, helzt I
Hafnarfirði en einnig kemur Kópavogur
eða Reykjavík til greina. Tilboð sendist'
augldeild DB merkt „Hafnarfjörður".
Upphitaður bilskúr
óskast til leigu í Breiðholti, helzt i Hóla-
hverfi, notast aðeins til geymslu. Uppl. i
síma75215og 35051.
íbúð óskast,
er á götunni, uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022.
H—725
3 reglusamar stúlkur
utan af landi óska eftir að taka á leigu
2ja til 3ja herbergja ibúð I Mosfellssveit.
frá og með 10. jan. Góðri umgengni
heitið. Uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022.
H—735
Einhleypur, reglusamur,
fimmtugur maður óskar strax eftir 2ja—
3ja herb. ibúð, gjarnan í vesturbænum.
Lítil fyrirframgreiðsla en reglulegar
mánaðargreiðslur. Uppl. hjá auglþj. DB
í síma 27022.
H—725
Leiguþjónustan
Njálsgötu86, sími 29440. Okkur vantar
1, 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir fyrir
einstaklinga og fjölskyldur. Reglusemi
og góðri umgengni heitið. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Hringið og skráið
íbúðina, göngum frá leigusamningum
yður að kostnaðarlausu. Opið frá kl.
10—12 og 1—6. Leiguþjónustan Njáls-
götu 86,simi 29440.
Leigumiðlun
Svölu Nielsen hefur opnað að Hamra-
borg 10, Kóp., sími 43689. Daglegur
viðtalstimi frá kl. 1—6 e.h. en á
fimmtudögum frá kl. 3—7. Lokað um
helgar.
Ungt par með eitt barn
óskar eftir 2ja herb. ibúð, f.yrirfram-
greiðsla og öruggar mánaðargreiðslur.
Erum á götunni. Uppl. i sima 15410 eftir
kl.7.
Starfskraftur óskast,
mjög gott vald á ensku og íslenzku rit-
máli nauðsynlegt ásamt vélritunarkunn-
áttu. Einnig vantar starfskraft til af-
greiðslu á tízkufatnaði fyrir verðandi
mæður og börn, skilyrði að viðkomandi
sé móðir. Tilboð sendist blaðinu merkt
„29255” fyrir 16. þ.m.
Krógasel.
Dagheimili Krógasels óskar eftir for-
stöðumanni. hálfs dags starf. Uppl. I
síma 84259 eftír kl. 19.
Menn óskast
til að rifa og hreinsa steypumót. Uppl.
hjá auglþj. DB i sima 27022.
H—756
Pípulagningafyrirtæki
úti á landi óskar eftir pipulagninga-
mönnum. Er til viðtals á Hótel Holti á
fimmtudagskvöld frá 8 til 11, herbergi
211.
Óskum að ráða stúlku
til starfa i veitingasal, vaktavinna. Uppl.
í símum 28470 og 25640.
Atvinna óskast
18 ára stúlka
óskar eftir kvöld- og helgidagavinnu,
skúringar koma til greina. Uppl. i síma
74557 eftir kl. 6.
Duglegur ungur maður
með lyftarapróf óskar eftir útkeyrslu-
störfum eða hvers konar vélavinnu. Er
reiðubúinn að vinna á kvöldin og um
helgar. Getur byrjað strax. Vinsam-
legast hringið i sima 86856.
Æfingahúsnæði
óskast fyrir hljómsveit. Uppl. i sima
84309.
Eldri manneskja
óskar eftir herbergi á góðum stað i bæn-
um. Uppl. í síma 30026.
Atvinna í boði
s_______________>
Óskum eftir starfskrafti
á saumavél, Óvön kemur til greina.
Uppl. á staðnum frá kl. 4—6. Les-prjón,
Skeifunni 6.
22ja ára viðskiptafræðinemi
óskar eftir vinnu með námi. Margt
kemur til greina. Hefur bil tíl umráða.
Uppl. hjá auglþj. DB i síma 27022.
H—674
18ára stúlku
vantar vinnu allan daginn. Hefur lokið
prófi 2. árs á viðskiptakjörsviði. Uppl. i
síma 42926 frákl. 13—19.
Ungur húsgagnasmiður
óskar eftir vinnu strax. Tilboð sendist
DBsem fyrst merkt „Húsgagnasmiður".
Laghentur maður
óskast á trésmíðaverkstæði i Kópavogi.
Uppl. í sima 40800.
Tvítugstúlka
óskar eftir útkeyrslustarfi eða ein-
hverju þvíumlíku. Uppl. I síma 23532.